Walter Reed enn í fréttum: Öryggisverðir í skotbardaga, við hvorn annan!

Bush heimsækir hermenn á Walter ReedÍ gærkvöld bárust fréttir af skotbardaga fyrir utan Walter Reed herspítalann - en sá spítali virðist vera eitt af fordyrum helvítis (sjá fyrri færslur mínar um Walter Reed frá því áðan, og svo hér og hér):

WASHINGTON -- An armed security guard fired at least 10 shots at another guard during an argument outside a busy entrance to Walter Reed Army Medical Center early Wednesday, police said. No one was hurt.

"This was rush hour on a busy thoroughfare. There were cars and pedestrians in the line of fire," said police Cmdr. Hilton Burton. At least two parked cars across the street were hit.

Öryggisvörðurinn skaut alls tíu skotum að einum af samstarfsmönnum sínum: 

The guard who was fired upon ran to a nearby house to call police. The other guard, Dwan Thigpen, 34, of Fort Washington, Md., was arrested and charged with assault with intent to murder. He was scheduled to appear in court Thursday, police said. Police and jail officials did not know whether Thigpen had an attorney.

Öryggisverðirnir vinna fyrir eitt af verktakafyrirtækjunum sem hafa tekið að sér að endurskapa á Walter Reed alla ömurðina og hörmungarnar sem hermennirnir eiga að venjast frá Írak. Yfirmenn Walter Reed hafa líklega sest á fund og ákveðið að sjúklingarnir söknuðu kaotískra og óvæntra skotbardaga?

The guards worked for Vance Federal Security Services, said Joe Gavaghan, a spokesman for the company, which contracts with Walter Reed. Vance is "cooperating with authorities investigating this incident," said Gavaghan, adding that the company could not provide additional details.

Við bíðum spennt: Næst á dagskrá er sennilega að einkarekið holræsakerfi Walter Reed springi svo saur og klóak flæði um ganga, líkt og í spítölum og lögreglustöðvum sem verktakafyrirtæki á vegum bandaríkjahers hafa byggt í Írak?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Kommon Maggi þú ert að verða svo gulpressu bloggari.
Lokasetningin í færlsunni er frekar cheap.
Þú segir:

  • ...eitt af verktakafyrirtækjunum sem hafa tekið að sér að endurskapa á Walter Reed alla ömurðina og hörmungarnar sem hermennirnir eiga að venjast frá Írak.
  • Næst á dagskrá er sennilega að einkarekið holræsakerfi Walter Reed springi svo saur og klóak flæði um ganga, líkt og í spítölum og lögreglustöðvum sem verktakafyrirtæki á vegum bandaríkjahers hafa byggt í Írak?
En þegar maður skoðar fréttina sem þú linkar á þá er það ljóst að þú ert sekur um senseisjónalisma af verstu sort og svona gamaldags Þjóðvilja skrif. Einkafyrirtæki eru vond, vond, vond.

Klóakdæmið virðist þannig bara hafa komið fyrir einu sinni og þá í hýbýlum lögreglunema, ekki í spítölum eða lögreglustöðvum. Sökin virðist að auki liggja fyrst og fremst hjá CPA (Coalition Provisional Authority) en ekki þessum vondu einkafyrirtækjum. Ég næ ekki alveg hvað þér gengur til, nema kannski að þú sért genginn í sósíalistaflokkinn þarna í Minnesota (Minnesota Democratic-Farmer-Labor Party)

Friðjón R. Friðjónsson, 21.6.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: FreedomFries

Ég hélt reyndar að Þjóðviljinn hafi verið rauð pressa en ekki gul? Og ég geri nú varla ráð fyrir að það haldi neinn að til standi að hleypa skólpi viljandi inn á ganga Walter Reed, eða að verktakar í Írak hafi gert það viljandi. Og þar fyrir utan - ég segi ekki að einkafyrirtæki séu vond vond vond - hins vegar bendi ég á, sem er sannarlega rétt, að verktakar á vegum Bandaríkjahers í Írak, og "einkavæðing" almeningsþjónustu undir Bush hafi verið vond vond vond... Ég hef t.d. ekki enn hitt einn einasta mann, eða lesið eina einustu grein sem gefur til kynna að enduruppbygginarstarfið í Írak, hvort heldur það er á vegum verktaka eða hersins sjálfs, sé einhverskonar "success story". 

Ég er líka tilbúinn að standa við að vandinn við Írak sé að miklu leyti hugsjónamenska. Liðið sem fékk vinnu hjá The Coalition Provisional Authority var valið samkvæmt hugmyndafræðilegri forskrift - það voru allt "good Americans" svo maður noti orðalag Bradley Schlozman. Allir sem sóttu um vinnu hjá CPA þurftu fyrst að fara í viðtal hjá Jim O'Beirne, einum af kommissörum Bush í Pentagon: (skv. WaPo)

To pass muster with O’Beirne, a political appointee who screens prospective political appointees for Defense Department posts, applicants didn’t need to be experts in the Middle East or in post-conflict reconstruction. What seemed most important was loyalty to the Bush administration.

O’Beirne’s staff posed blunt questions to some candidates about domestic politics: Did you vote for George W. Bush in 2000? Do you support the way the president is fighting the war on terror? Two people who sought jobs with the U.S. occupation authority said they were even asked their views on Roe v. Wade.

CPA var því mannað vanhæfum hugsjónamönum, fólki sem hafði meiri áhuga á að koma á flötum sköttum og einkavæða þetta og hitt (eða þjóna forsetanum) en fólki sem skildi að það bæri ábyrgð gagnvart bandarískum skattgreiðendum og írköksku þjóðinni. Mistökin í Írak, og klóakið fræga er ekki einkavæðingunni að kenna, heldur ungu "hugsjónafólki". Fólki eins og Moniku Goodling.

Þetta mál allt er, eins og þú veist, miklu flóknara (eða kanski miklu einfaldara?) en eitthvað vinstri-hægri eða einkarekstur vs ríkisrekstur. Það sem hefur eyðilagt háleita drauma bandarískra ný-íhaldsmanna er það sama sem eyðilagði drauma kommúnsta í Sovétríkjunum: ofuráhersla á pólítískar hugsjónir frekar en praktískan raunveruleika, áhersla á flokkshollustu frekar en hæfileika, ást á flokksforingjanum og vænisjúkur ótti við óvini og undirróðursmenn handan við hvert horn. Í báðum tilfellum eru flokksbroddarnir og nómenklatúran þeir einu sem hagnast á óstjórninni...

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 22.6.2007 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband