George Bush elskaður af öllum Albönum, Paris Hilton hötuð af öllum Bandaríkjamönnum og Gonzales? Ja, það hata hann ekki alveg nógu margir...

Undanfarna daga hefur fátt verið í fjölmiðlum annað en Paris Hilton og heimsókn George Bush til Albaníu. Ef marka má fréttir er Bush víst í miklum metum hjá Albönum sem finnst hann einhver stórfenglegasti og merkilegasti þjóðarleiðtogi fyrr og síðar. sbr. þetta myndskeið, sem sýnir víst "Bush në Fushë-Krujë", sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. En við getum heyrt í Albönunum hrópa í bakgrunninum: "Bushie! Bushie! Bushie!"

Þetta hefur fréttaskýrendum og bloggurum hér vestra fundist afskaplega fyndið, enda er eitthvað alveg einstaklega spaugilegt við "Albaníu" sem er eitt af þessum löndum sem allir vita hvar er, og allir hafa mjög óljósar hugmyndir um hvað gerist í þessu landi.

Það er annars ekkert skrýtið að Bush sé elskaður í fyrrum Stalínískum einræðisríkjum eins og Albaníu - í Kalda stríðinu þótti Albönum Sovétmenn vera of liberal og vestrænir í hugsunarháttum, svo þeir sögðu skilið við Kreml og hnýttu sig aftaní Kínverska Kommúnistaflokkinn. Það ósætti hófst víst með því að Khrushchev svívirti hinn elskulega pabba allra þúsund sósíalísku þjóða Sovétríkjanna, og var almennt ekki nógu Stalínískur og harðsvíraður að mati Albanskra kommúnista. Það er kannski skiljanlegt að Albanir kunni að meta þjóðarleiðtoga sem vilar ekki fyrir sér að svipta óbreytta borgara öllum stjórnarskrárvörðum réttindum, pyntar þá og loka í fangelsi án dóms og laga og geyma þá þar árum saman? Annað hvort finnst Albönum heimilislegt að hitta þjóðarleiðtoga sem stýrir ofvöxnu og vanhæfu ríkisbákni, hyglir flokssbroddum og hefur komið kommissörum fyrir í dómsmálaráðuneytinu - eða þeim finnst hann vera holdgerfingur frjálslyndis, því hann eða handbendi hans hafa enn sem komið er ekki verið staðin að því að pynta fanga upp á eigin spýtur?

Hin aðal frétt vikunnar virðist vera að holdgerfingur vanhæfninnar og flokksræðisins í Hvíta Húsi Bush, Alberto Gonzales er ennþá dómsmálaráðherra. Á mánudaginn reyndu Demokratar að lýsa vantrausti á Gonzales - en þingsályktunartillagan náði ekki tilskildum auknum meirihluta - í öldungadeildinni þurfa frumvörp og þingsályktunartillögur að fá 60 atkvæði af 100 til að koast til atkvæðagreiðslu, og þar sem demokratar hafa mjög nauman meirihluta í deildinni hefði tillagan þurft stuðning nokkurra repúblíkana. Atkvæðagreiðsla um hvort tillagan færi til áframhaldandi umræðu hlaut 53 atkvæði, meðan 38 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn því að deildin fengi að greiða atkvæði um vantraust. Sjö repúblíkanar greiddu atkvæði með tillögunni: Coleman, Collins, Hagel, Smith, Snowe, Specter, Sununu. (Sjá útkomu atvæðagreiðslunnar hér)

Seníla gamalmennið og stríðsæsingamaðurinn Joseph Lieberman, sem er fulltrúi fyrir sinn einkaflokk (Liebarman for Connecticut, eða eitthvað álíka greindarlegt) greiddi atkvæði gegn, og fjórir demokratar voru fjarstaddir: Joe Biden, Chris Dodd, og Barry Hussein Obama. Tim Johnson greiddi ekki heldur atkvæði, en hann liggur á spítala og er að jafna sig eftir heilablóðfall. Tillagan hefði því ekki getað fengið nema 57 atkvæði eins og málum er háttað.

Þetta eru svosem ekki merkilegar fréttir, því Gonzales mun aldrei segja af sér og Bush mun aldrei reka hann- ekki nema Gonzales verði fundinn sekur um kanníbalisma eða eitthvað þaðan af verra. Bush og Gonzales hafa fylgst að síðan í Texas. Gonzales er í innsta hring Bush stjórnarinnar - það eru líklega bara tveir menn sem eru jafn mikilvægir fyrir forsetann: Dick Cheney og Karl Rove. Gonzales hefur þar fyrir utan skipulagt og ríkt yfir nærri stjórnlausri útþenslu á allra handa innanríkisnjósna - og það eru ekki öll kurl komin til grafar með þau prógrömm öll. (Sjá fyrri færslur um þetta efni, hér, hér og hér.) Í ljósi þess hversu umdeild þessi prógrömm eru er ólíklegt að forsetinn geti fundið nýjan dómsmálaráðherra, án þess að hætta á að vekja aftur upp umræðu um ólöglegar símhleranir og njósnir um óbreytta borgara.

Ég yrði því virkilega hissa ef Gonzales yrði skipt út fyrr en í janúar 2009.

M

Svo er ég að hugsa mér að gera nokkrar breytingar á þessu bloggi, og bið lesendur því að sýna þolinmæði núna næstu daga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Verð nú bara að henda þessari tilvitnun inn, úr því minnst er á Albanínu og forseta Bandaríkjanna:


Winifred Ames: Why Albania?
Conrad 'Connie' Brean: Why not?
Winifred Ames: What have they done to us?
Conrad 'Connie' Brean: What have they done FOR us? What do you know about them?
Winifred Ames: Nothing.
Conrad 'Connie' Brean: See? They keep to themselves. Shifty. Untrustable.

Má vera að hún komi málinu lítið við, en ég stóðst einfaldlega ekki mátið ...

Þarfagreinir, 12.6.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: FreedomFries

Og aumingja Sargent Schumann, "good ol' Shoe" sem endaði á að hafa fórnað sér fyrir fósturjörðina í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum í Albaníu...

Og svo stálu þeir armbandsúri forsetans. Þetta er vafasamt fólk, það hef ég líka alltaf sagt!

FreedomFries, 12.6.2007 kl. 19:03

3 identicon

Nokkrar vikur eða mánuður síðan ég leit inn síðast.  Virðist vera erfiður tími á þínum enda, biturleiki og heift einhvern veginn mun meira áberandi.  Ég fer bara að hafa áhyggjur.  Þar sem ég þekki þig ekki neitt, þá eru þessi orð mín eru álíka skynsamleg og ígrunduð og fyrir þig að kalla Lieberman senílt gamalmenni.  Sennilega er ég bara pirraður eftir langan vinnudag.  Í fyrsta lagi ber þetta orðaval þitt með sér ákveðna fyrirlitningu á öldruðum sem sæmir hvorki þér né öðrum.  Í öðru lagi þá hefur þú sennilega aldrei metið Lieberman varðandi hvort hann er senile eða ekki.  Að gera lítið úr þeim sem þú ert ekki sammála er galli sem þú hefur bent réttilega á hjá hægri öfgasinnum.   Hvað varð um skynsemina í "skynsaman og gagnrýnin hátt".  Þú hefur auðvitað rétt till að predika á hvern þann hátt sem þú vilt á þínum eigin skókassa, bara synd að sjá í hvaða átt þetta stefnir því áður var þetta snjallt og bráðskemmtilegt þótt ég væri kannski ekki alltaf sammála.

Bestu kveðjur og snúðu aftur á fyrra gæðaplan sem fyrst.

Anton

Anton (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 01:45

4 Smámynd: FreedomFries

Ha? Biturleiki og heift? Mitt "fyrra gæðaplan"? Ég held að það sé augljóst að þú hafir ekki lesið skrif mín mikið - íllt umtal mitt um Lieberman, líkt og íllt umtal mitt um Paul Wolfowitz, Alberto Gonzales, Peter Pace eða Dr. Holsinger hefur alltaf verið á nákvæmlega sama gæðaplani.

Á tímabili sannfærði Friðjón mig um að han væri einhverskonar prinsippmaður, og að það ætti að virða Lieberman fyrir að 'standa á sínu' og ég lét það svosem eiga sig, því vissulega hefur Lieberman verið sjálfum sér samkvæmur. Undanfarið hefur Lieberman nokkuð augljóslega verið að tapa sönsum. Mannkertið talar í fúlustu alvöru um að Bandaríkin eigi að gera loftárásir á Íran. Það er allavegana fyndnara að segja að Lieberman sé seníll en að hvetja til þess blákalt að Bandaríkjamenn eigi að ana út í stríð við Íran? McCain var þó í alvörunni að reyna að "grínast" þegar hann söng "Bomb bomb bomb, bomb bomb Iran".

Hin skýringin er að Lieberman sé að leika pólítískar fléttur og slaufur í öldungadeildinni: með því að spila báðum megin víglínunnar hefur hann meiri völd og áhrif en hann ætti með réttu að hafa. Sú kenning útskýrir margt og er frekar sannfærandi - en hún gengur út frá því að Lieberman sé rational og taki yfirvegaðar ákvarðanir, en ég hef fyrir löngu komist að því að maður eigi aldrei að gera ráð fyrir því að bandarískir pólítíkusar taki rational og yfirvegaðar ákvarðanir! ;) Ég hélt að Clintonárin hefðu sannfært menn um þetta?

Svo kannast ég ekki við að menn predíki mikið á "skókössum". Hefurðu sjálfur prófað að standa ofaná skókassa? Þeir eru yfirleitt úr pappa og bera ekki fullvaxna karlmenn. Á ensku er talað um að standa á "sápukassa".  Reyndar hef ég aldrei séð sápukassa, og það getur verið að þeir séu nauðalíkir skókössum. Hver veit.

FreedomFries, 14.6.2007 kl. 04:47

5 identicon

Maggi minn!

þú ert illa haldinn af Bush haturs heilkenninu

kv

Vésteinn

Vésteinn (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 14:34

6 Smámynd: FreedomFries

"Vébbi minn": (við erum víst á svona chummy basis núna?) Ég held að það sé líklegra að þú sért haldinn "allir sem voga sér að vera ósammála flokknum eða gagnrýna stjórnkænsku foringjans hljóta að gera það af "Bush hatri"...". Ef þú getur bent á eitt atriði, "afrek" eða stefnumál forsetans sem ég hef annað hvort gagnrýnt eða hæðst að sem á ekki skilið að vera híað á eða gagnrýnt væri ég þakklátur.

Þar fyrir utan eru bloggarar á RedState.com og Townhall farnir að tala verr um Bush en ég - svo ef þig þyrstir enn í þessar nánast hómóerótísku lofræður sem skrifaðar voru um "commander codpiece" fyrir nokkrum árum held ég að þú verðir að leita lengi.

Bestu kveðjur, Magnús

FreedomFries, 14.6.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband