þri. 29.5.2007
Ímyndaðir og raunverulegir hryðjuverkamenn
Samkvæmt tölum Fósturjarðarvarnarráðuneytisins eru semsagt rétt 0.0015% málshöfðana þeirra á hendur hryðjuverkamönnum, sem er mun minna en 0.01%... Að vísu lögsækir þetta Fósturjarðarráðuneyti fólk fyrir fleira en hryðjuverk:
The report found "national security" charges also made up a miniscule number of those brought by DHS. Only 114 -- or 0.014 percent -- of charges carried that designation.
0.0155% mála ráðuneytisins geta því talist tengjast öryggi og vörnum fósturjarðarinnar. Það er svo skemmtilegt að benda á að þegar Bush kynnti stofnun Department of Homeland Security 2002 notaði hann orðið "hryðjuverk" alls 19 sinnum, þ.e. oftar en ráðuneytið hefur getað fundið grunaða hryðjuverkamenn:
When he announced the creation of a new Department of Homeland Security in 2002, President Bush invoked the fight against "terror" or "terrorists" 19 times in a single speech. That's more mentions than there have been terrorism charges brought by the department in the last three years, according to an independent analysis of DHS records.
85% mála ráðuneytisins snúa að mun ómerkilegri glæpum:
More than 85 percent of the charges brought by the department created in the wake of 9/11 to protect the country from terrorists involved common immigration violations such as overstaying a student visa or entering the United States without inspection.
En það er víst fleira sem ráðuneytið gerir: Til dæmis sjá sérfræðingar á vegum þess um að viðhalda stórskemmtilegu "color coded terror alert system", sem hefur verið fast á "orange" síðan ég fór að fyljgast með því. Og kannski er það rétt að þessi ljósaskilti og önnur starfsemi DHS hafi fælt hryðjuverkamenn í burtu. Í millitíðinni hafa framtakssamir ríkisstarfsmenn í Alabama ákveðið að hafa uppi á hryðjuverkamönnum sem DHS hefur ekki tekist að hremma: (Skv. LA Times):
The Alabama Department of Homeland Security has taken down a website it operated that included gay-rights and antiwar organizations in a list of groups that could include terrorists.
The website identified different types of terrorists and included a list of groups it suggested could spawn terrorists. The list also included environmentalists, animal rights advocates and abortion opponents.
The director of the department, Jim Walker, said his agency received calls and e-mails from people who said they felt the site unfairly targeted certain people because of their beliefs. He said he planned to reinstate the website but would no longer identify specific types of groups.
Samkvæmt þessum snillingum eru umhverfisverndarsinnar og fólk sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra "Single issue extremists". Friðarsinnar eru auðvitað líka "Single issue extremists". Heimasíðan útskýrði þetta hugtak þannig:
Single-issue extremists often focus on issues that are important to all of us. However, they have no problem crossing the line between legal protest and illegal acts, to include even murder, to succeed in their goals...
Þessar fréttir birtust báðar núna um helgina og ættu að minna okkur á hversu hættulegt það getur verið að heyja stríð gegn óskilgreindum óvin, og veita ríkisvaldinu nærri ótakmarkað vald til þess að heyja það stríð eins og því sýnist. Það gildir einu hvað okkur finnst um andstæðinga fóstureyðinga eða umhverfisverndarsinna: við hljótum öll að geta verið sammála um að það fólk á ekki heima í sama flokki og Al-Qaeda. Auðvitað eru til vitfirringar í röðum umhverfisverndarsinna og andstæðinga fóstureyðinga - fólk sem gæti í snappað og farið að drepa samborgara sína. En það sama má segja um enskudeildir háskóla, menntaskólanema sem sækja keiluhallir eða trúrækin ungmenni í kristilegum háskólum.
M
Innan við 0,01% málshöfðana DHS tengjast hryðjuverkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: ímyndunarveiki | Aukaflokkar: Ríkisvald, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.