fim. 17.5.2007
Minningarorð Christopher Hitchens um Jerry Falwell
Fréttaskýrendur og bloggarar, og allskonar fólk annað sem hefur vinnu af því að tala eða skrifa, virðist allt sammála um að fréttir af því að Jerry Falwell hafi fundist meðvitundarlaus á gólfinu í skrifstofunni sinni, og svo drepist stuttu síðar, hafi verið með bestu fréttum sem borist hafa lengi. Meira að segja forsetaframbjóðendur Repúblíkana hafa verið frekar hógværir í yfirlýsingum sínum um hversu sárt Falwell verði saknað.
En svo er auðvitað Christopher Hitchens, sem mætti í viðtal til Anderson Cooper til að deila með okkur skoðun sinni á Falwell! (via Reason.com)
The empty life of this ugly little charlatan proves only one thing, that you can get away with the most extraordinary offenses to morality and to truth in this country if you will just get yourself called reverend. .... The whole consideration of this -- of this horrible little person is offensive to very, very many of us who have some regard for truth and for morality, and who think that ethics do not require that lies be told to children by evil old men, that we're -- we're not told that people who believe like Falwell will be snatched up into heaven...
Það er nú alveg óþarfi að gera líka grín að vaxtarlagi mannsins! Falwell var ekkert sérstaklega fríður, allavegana ekki eins óvenjulega og ómótstæðilega stórglæsilegur og Mitt Romney, en hann var ekki lítill!
M
Meginflokkur: Satanismi | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Tja, hann var kannski ekki lágvaxinn, en hann var samt "lítill karl"!
Lokaorð Hitchens eru afar fleyg að mínu mati
"It is time to stop saying that because someone preaches credulousness and claims it is a matter of faith, that we should respect them. The whole life of Falwell shows that this is an actual danger to democracy, to culture, to civilization."
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:22
Sammála því. Falwell var auðvitað skrípafígúra og ómerkileg smásál - yfirlýsing hans um Teletubbies er besta sönnun þess. Þegar maður veltir því fyrir sér hverskonar aulabárður lætur sér detta í hug að halda því fram, í fúlustu alvöru, að Tinky Vinky sé einhverskonar hættulegur gay-áróður, fær Falwell allt annað yfirbragð, og maður áttar sig á því að hann var ekki einhverskonar trúarleiðtogi eða stjórnmálahaukur, heldur eins og þú segir, "lítill karl".
Verst að það er nóg af fólki sem er jafn vitlaust og Falwell, eða tilbúið til að fyrirgefa heimsku og þröngsyni (eða mannhatur) þegar hún er borin á borð sem "trú". Þetta er samt ekki einvörðungu bundið við trú, því þjóðernisást er líka oft notuð til að dulbúa mannhatur - rasisma og útlendingahatur.
Aðalatriðið er sennilega að við eigum ekki að vera hrædd við tudda eins og Falwell, og muna að það eru yfirleitt ómerkilegustu smásálirnar sem þurfa stöðugt að vera að atast í öðru fólki.
FreedomFries, 17.5.2007 kl. 14:48
Skemmtilega orðað hjá Hitchens...blessaðir tjallarnir eru alltaf vel máli farnir. Mikið væri gaman ef kaninn hefði jafn fágaðan orðaforða.
Það kom mér svolítið á óvart að sjá Larry Flint lýsa því yfir hjá nafna sínum King í gærkveldi að þeir Falwell hefðu orðið bestu vinir eftir hatrammar Hustler deilur þeirra á sínum tíma. Segir kannski eitthvað um þá báða.
Róbert Björnsson, 17.5.2007 kl. 18:47
Fyrst þú minnist á Flint og Campariauglýsinguna frægu, þá eru minningarorð Larry Flint um Falwell mun hlýlegri en kveðjur Hitchens, skv. fréttatilkynningu:
The Reverend Jerry Falwell and I were arch enemies for fifteen years. We became involved in a lawsuit concerning First Amendment rights and Hustler magazine. Without question, this was my most important battle – the l988 Hustler Magazine, Inc., v. Jerry Falwell case, where after millions of dollars and much deliberation, the Supreme Court unanimously ruled in my favor.
My mother always told me that no matter how much you dislike a person, when you meet them face to face you will find characteristics about them that you like. Jerry Falwell was a perfect example of that. I hated everything he stood for, but after meeting him in person, years after the trial, Jerry Falwell and I became good friends. He would visit me in California and we would debate together on college campuses. I always appreciated his sincerity even though I knew what he was selling and he knew what I was selling.
The most important result of our relationship was the landmark decision from the Supreme Court that made parody protected speech, and the fact that much of what we see on television and hear on the radio today is a direct result of my having won that now famous case which Falwell played such an important role in.
- Larry Flynt
FreedomFries, 17.5.2007 kl. 19:01
Það er hægt að lesa fréttatilkynninguna á Access Hollywood:
http://www.accesshollywood.com/news/ah5356.shtml
FreedomFries, 17.5.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.