Kappræður repúblíkana á Fox í gærkvöld - open thread...

gærdagurinn var virkilega magnaður fréttadagur. Gonzales er einum reit nær því að missa vinnuna. Wolfowitz fær ekki lengur neitt action hjá Shaha og er einum reit nær því að missa vinnuna, og Írak? Jú, það er jafn tapað og fyrri daginn, en Bush er búinn að tilnefna "war czar" sem missir vinnuna þegar forsetinn viðurkennir hið óumflýjanlega: Hann hefur umkringt sjálfan sig aulum og aumingjum sem klúðra öllu sem þeir fá tækifæri til að klúðra!

Svo drapst Jerry Falwell.

Um kvöldið voru svo háðar kappræður repúblíkana um hver þeirra væri frambærilegasti frambjóandinn! Jei - því nú fengum við að sjá hversu ómótstæðilega fagur Mitt Romney væri, Giuliani talaði um 9/11 og Tommy Thompson átti í erfiðleikum með heyranrtækið og allir gerðu grín að John Edwards og hárgreiðslunni. Haha! voða fyndið.

Persónulega fannst mér að Fox hafi farið ílla með Ron Paul - hann hefur verið, og er, uppáhalds Texas repúblíkani minn!

Umræðurnar komu mér almennt séð frekar á óvart, en fyrst: Horfðu einhverjir lesendur á kappræður repúblíkana? Hvað fannst ykkur? Hverjir eiga séns í tilnefningu, og hverjir eiga séns í að vinna Hillary/Obama/Edwards?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Æ það var nú meiri hörmungin að horfa á þetta lið og ekki gerðu spyrlar Fox "news" þetta skárra.   

Það sem kom mér mest á óvart var að enginn minntist á Jerry Falwell... maður hefði nú haldið að einhverntíma hefði einhver reynt að höfða til the Moral Majority með því að tala fallega um karlinn og biðja fólk um að hafa hann "in their thoughts and preyers".   Hvernig ætli standi á þessu?

Ron Paul kom vel út...á móti stríðinu og auknum ríkisafskiptum.  Gamaldags libertarian en ekki bévaður neocon.  Held að hann eigi nú samt ekki séns í tilnefninguna...grunar að Mitt Romney eigi eftir að sækja í sig veðrið. 

Ég trúi því ekki að nokkur þessara herramanna eigi séns í demókrata ticketinn á næsta ári...það þarf þá eitthvað mikið að gerast.  Annars er maður svosem farinn að trúa öllu uppá þessa þjóð...

Róbert Björnsson, 16.5.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: FreedomFries

Ég var mest hissa á því hversu vel mér líkaði við Romney - hann var langsamlega "forsetalegasti" frambjóðandinn. Giuliani fannst mér hörmulegur! Hann svaraði sumu nokkuð vel, en svo komu cheap móment eins og þegar hann snappaði á Ron Paul - og ég var frekar fúll útí Ron Paul að svara ekki almennilega fyrir sig í það skipti.

Jú - og það var skrýtið að það var ekkert Falwell pandering! Og tókstu eftir öðru: allir "frontrunners" flokksins tóku frekar hófsama afstöðu til fóstureyðinga og samkynhneigðar. Tancerado, Brownback og aðrir harðlínuframbjóðendur eru fringe candidates, meðan tiltölulega liberal (á GOP mælikvarða) frambjóðendur eru frontrunners. Mér fannst ég vera að horfa á sögulegt móment: Falwell drepst og með honum ægivald "the moral majority" yfir flokknum! Kannski er það samt of snemmt að segja neitt um það...

Horfðu einhverjir aðrir af lesendum á þessa kappræðu, eða erum við Róbert einu mennirnir sem nenna að sóa tíma okkar í að horfa á Fox á kvöldin?

FreedomFries, 16.5.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband