"Mission Accomplished" dagurinn haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum

Mission Accomplished my ... expletive deletedFyrir fjórum árum lauk stríðinu í Írak með sigri Bandaríkjamanna. Við hátíðlega athöfn um borð í USS Abraham Lincoln lýsti forsetinn því yfir að "major combat operations have ended. In the battle of Iraq, the United States and our allies have prevailed." Það er full ástæða til að rifja þessi sögulegu ummæli upp nú, fjórum árum síðar. Ekki af einhverri íllgirni eða langrækni, eða "órökréttu Bush-hatri", heldur vegna þess að maðurinn lét þessi orð falla í alvörunni. Hann stóð, undir borða sem á stóð "Mission Accomplished" og hélt því blákalt fram að stríðinu væri lokið með sigri Bandaríkjanna.

Því miður var stríðinu engan veginn lokið, og því miður eru engar líkur lengur til þess að því ljúki með sigri Bandaríkjamanna. Ég segi það vegna þess að ég vil ekkert frekar en að Bandaríkjamenn sigri þetta stríð, en líkt og yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna tel ég að það sé best að horfast í augu við hið óumflýjanlega. Það má vel vera að einhverstaðar leynist fólk sem finnist það einhvernveginn mátulegt á Bandaríkin að tapa stríðinu í Írak, Bandaríkin eigi það einhvernveginn skilið að fá rasskellingu, því það þurfi að lækka í þeim rostann, en ég get ekki talið mig í þeim flokki. Afhroð Bandaríkjanna í þessu stríði - sem var óþarft, en sem forsetinn steypti þjóðinni engu að síður út í - hefur skaðað orðstír Bandaríkjanna, sólundað lífi bæði bandarískra hermanna, írakskrar alþýðu, skattfé Bandaríkjamanna og lagt eitt land hinum megin á hnettinum í rúst. Bandaríkin eiga ekkert af þessu skilið, en það verður ekki hægt að byrja að bæta skaðann fyrr en Bush og félagar viðurkenna þann óumflýjanlega sannleik að þeir hafi haft á röngu að standa, og að vanhugsuð og heimskuleg utanríkisstefna þeirra hafi steypt þjóðinni út í þær ógöngur sem hún er í dag.

Í tilefni dagsins skulum við rifja upp afrek forsetans og afrakstur stríðsins (Think Progress tók tölurnar saman):

Í tilefni þess að dagurinn í dag er líka alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins (og nb. eftir byltinguna mun ég sjá til þess að hver sá sem kallar 1. maí göngu "skrúðgöngu" en ekki kröfugöngu verði sendur upp að veggnum!), gætum við talað um "heimsvaldastefnu", "auðvald" og "olíustríð", en þó stríðið í Írak sé hörmulegt og utanríkisstefna Bandaríkjanna ámælisverð má ekki gleyma því að Bandaríkin, og bandarísk menning, eru miklu meira en Bush og Írak. Svo, ég vil biðja alla þá sem syngja Ísland úr NATO og herinn á brott, eða Internasjónalinn í tilefni dagsins, hvort sem það er af gömlum vana eða af nýfundnum vinstrigrænum innblæstri, að biðja með bandarísku þjóðinni fyrir því að "major combat operations" í Írak ljúki sem allra fyrst, svo við getum hætt að hugsa um bandaríkin og tilgangslaus stríð og óstjórn í sömu andrá. Bandaríkin eiga betra skilið.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband