Engin "enduruppbygging" í Írak

iraqFyrir nokkrum mánuðum síðan ætlaði allt um koll að keyra þegar blaðamenn og sumir stjórnmálamenn vildu fara að nota orðið "borgarastríð" um upplausnarástandið í Írak. Bush tapaði þeirri rimmu, og í dag nota bandaríkjamenn orðið "borgarastríð" nokkuð frjálslega. Fyrir vikið virðist víglínan í þessum orðskilgreiningarstríðum hafa færst, því nú deila menn um hvort það megi segja að stríðið sé tapað eða ekki.

Í ljósi þess að það koma engar góðar fréttir frá Írak, og ekkert bendir til þess að Bandaríkjamenn geti á endanum "sigrað" þetta stríð - eða náð neinum af upprunalegum markmiðum - finnst mér nokkuð ljóst að stríðið er tapað. Ein réttlæting stjórnarinnar fyrir því að hermenn fái að vera áfram í Írak til þess að láta sprengja sig í loft upp hefur verið að án hersins sé engin leið til að vinna allt hið óeigingjarna og mikilvæga enduruppbyggingarstarf sem stjórnin taldi okkur trú um að væri nauðsynleg til að "vinna hugi og hjörtu" Íraka. Nú kemur í ljós að þessi uppbygging er í jafn mikilli upplausn og jafn misheppnuð og öll önnur verkefni sem Bush kemur nálægt. Skv New York Times:

Inspectors Find Rebuilt Projects Crumbling in Iraq

In a troubling sign for the American-financed rebuilding program in Iraq, inspectors for a federal oversight agency have found that in a sampling of eight projects that the United States had declared successes, seven were no longer operating as designed because of plumbing and electrical failures, lack of proper maintenance, apparent looting and expensive equipment that lay idle.

The United States has previously admitted, sometimes under pressure from federal inspectors, that some of its reconstruction projects have been abandoned, delayed or poorly constructed. But this is the first time inspectors have found that projects officially declared a success in some cases, as little as six months before the latest inspections were no longer working properly. ...

At the maternity hospital, a rehabilitation project in the northern city of Erbil, an expensive incinerator for medical waste was padlocked — Iraqis at the hospital could not find the key when inspectors asked to see the equipment — and partly as a result, medical waste including syringes, used bandages and empty drug vials were clogging the sewage system and probably contaminating the water system.

The newly built water purification system was not functioning either. ...

Curiously, most of the problems seemed unrelated to sabotage stemming from Iraq’s parlous security situation, but instead were the product of poor initial construction, petty looting, a lack of any maintenance and simple neglect.

Það eru auðvitað ekki fréttir fyrir flest fólk að það sé upplausn í Írak, en það verður að hafa í huga að Bush hefur haldið því fram að "progress is being made", að herinn sé að vinna mikið og óeigingjarnt enduruppbyggingarstarf. Öll verkefnin sem endurskoðunin tók til höfðu fengið "mission accomplished" stimpil frá stjórninnu. Ef verkefnin sem stjórnin tilkynnir að séu "tilbúin" eru í upplausn eða glötuð, hvað þá með öll hin uppbyggingarverkefnin?

The new findings come after years of insistence by American officials in Baghdad that too much attention has been paid to the failures in Iraq and not enough to the successes.

Brig. Gen. Michael Walsh, commander of the Gulf Region Division of the Army Corps, told a news conference in Baghdad late last month that with so much coverage of violence in Iraq “what you don’t see are the successes in the reconstruction program, how reconstruction is making a difference in the lives of everyday Iraqi people.

Þetta eru nefnilega stórfréttir, því rök forsetans fyrir því að það eigi ekki að draga herinn til baka hafa undanfarið ár, eða svo, verið að fjölmiðlar dragi upp of neikvæða mynd af ástandi mála í Írak -og að ef herinn verði dreginn til baka muni allt hjálparstarfið sem hann er að vinna stöðvast. Nú kemur semsagt í ljós að herinn er ekki að vinna neitt uppbyggingarstarf?

Yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna er núorðið á móti stríðinu, og vill að herinn verði kallaður heim. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig stjórnmálaumræðan þróast næsta árið, því forsetaframbjóðendur Repúblíkana hafa allir lýst sig fylgjandi stríðinu, og flokkurinn ekki mótað sér aðra stefnu en að halda því fram að það jafngildi uppgjöf að viðurkenna að stríðið sé tapað. Ef það gerist ekki eitthvað mjög dramatískt sem breytir skoðunum kjósenda, eða ef stríðið vinnst ekki allt í einu á undraverðan hátt, er ljóst að flokkurinn mun bíða afhroð í kosningunum 2008.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Hmm já, Hjörtur. Efnahagurinn er á rífandi uppleið eftir áralangt viðskiptabann og harðstjórn. Aldeilis kemur það nú á óvart.

Ekki það að ég sé að gera lítið úr þessu, og ég óska Írökum að sjálfsögðu velfarnaðar í öllu því sem þeir gera, en  einhvern veginn finnst mér eins og það sé ekki beinlínis heppilegasta leiðin til að bæta efnahag og stjórnarfar lands að senda þangað erlendan her til að sprengja það í klessu og byggja svo upp á nýtt. En það er auðvitað bara mín skoðun ...

Þarfagreinir, 30.4.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: FreedomFries

hmmm. Ég hef engar forsendur til að rengja þessa frétt. Það má vel vera að það sé efnahagsuppgangur einhverstaðar í Írak. Miðað við hvað Bandaríkjamenn hafa eytt í "enduruppbyggingu" kæmi það á óvart að það væru ekki einhverjir að græða peninga. Svo má ekki horfa framhjá því að það eru 150.000 bandarískir hermenn í landinu, ásamt allskonar stuðningsliði, og þessir menn allir þurfa allskonar þjónustu og eyða peningum.

En það er alveg sama hversu mikill hagvöxturinn er, eða hversu hátt fasteignaverðið, ef öll menntuð millistétt flýr landið, og physical infrastrúktúrinn molnar niður eða er sprengdur í loft upp, mun ekki verða hægt að viðhalda neinum hagvexti. Hagsæld og sustainable hagvöxtur byggja á langtímafjárfestingum í mannauð og innviðum samfélagsins. Ég efast um að það sé hægt að finna neinn sem heldur því fram að innviðir íraksks samfélags hafi styrkst í kjölfar innrásar Bandaríkjahers.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 1.5.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband