lau. 28.4.2007
Einn af skirlífistalsmönnum stjórnarinnar segir af sér - eftir að upp kemst að hann var fastakúnni "nuddþjónustu"
Randall L. Tobias var yfirmaður allrar þróunaraðstoðar Bandaríkjanna, og sérlegur sendiherra í alnæmismálum, þ.e. þar til að hann sagði af sér í dag. Ástæðan ku vera, samkvæmt Reuters og ABC fréttastofunni, að hann hafi verið fastakúnni á hóruhúsi í Washington:
Randall L. Tobias submitted his resignation Friday, one day after confirming to ABC News that he had been a customer of a Washington, D.C. escort service whose owner has been charged by federal prosecutors with running a prostitution operation.
Tobias, eins og sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, sem einnig notfærði sér svipaða þjónustu (reyndar mannaða karlmönnum), heldur því reyndar fram að þetta hafi allt verið afskaplega saklaust. Enda er maðurinn giftur! Semsagt, hann var alltaf svo stirður eftir að hafa verið að berjast við fátækt og alnæmi allan daginn, að hann þurfti að fá "nudd":
On Thursday, Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage." Tobias, who is married, said there had been "no sex," and that recently he had been using another service "with Central Americans" to provide massages.
Sko! Og þó við viljum ekki trúa fyrri hluta þessarar lygasögu hljótum við að vera sammála að hann hafi einhvernveginn gerst sekur um smávægilegri glæpi þegar hann fór að fá "nudd" frá mið-amerískum konum?
Afsögn Tobias er auðvitað ekki neitt reiðarslag fyrir ríkisstjórnina, og ég er satt best að segja ekki viss um að hún komist á forsíður blaðanna - það fer þó eftir þvi hversu mikið verður af öðrum fréttum. En þetta mál inniheldur samt öll mikilvægustu einkenni almennilegs kynlífsskandals. Tobias var nefnilega, sem AIDS-Ambassador Bush, ötull talsmaður skirlífis, og beitti sér meðal annars gegn því að notkun smokka væri liður í baráttunni gegn alnæmi. Áður en hann fór í einhverskonar skirlífistúr um Afríku árið 2004 sagði hann:
The message to young people in the schools is not either Be abstinent or here are condoms, take your pick. It is a message of Be abstinent. Delaying sexual activity is a means of eliminating the risk of infection.
Það er eitthvað alveg sérlega ógeðfellt við hræsni á borð við þessa.
M
Meginflokkur: Siðgæði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sagði ekki Bill Maher að repúblikönum væri illa við kynlíf af því að þeir væru svo lélegir í því? Er Tobias að sanna það eða afsanna?
Matthías
Ár & síð, 29.4.2007 kl. 11:09
Ég hef lesið að það hafi gengið allskonar sögur um þennan mann, og að kvenkyns undirmenn hans hafi verið varaðir við honum. Svo minnir mig að Ted Haggard hafi sagt eitthvað um að evangelistar væru bestir í bólinu? (Sbr þetta vídeó)
Ég held reyndar að kynlífsþráhyggja repúblíkana og hávær purítanismi spretti af allt öðru en hræðslu þeirra við kynlíf, því hvað eftir annað kemur í ljós að háværustu talsmenn "fjölskyldugilda" eru raðhframhjáhaldarar, hórkarlar eða einhverskonar pervertar - og þeir sem ganga fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn samkynhneigð reynast líka yfrleitt sjálfir samkynhneigðir. Ég held að þessi kynlífsþráhyggja spretti nefnilega af þörf þeirr atil að breiða yfir eigin syndir, og til að friða eigin samvisku.
Bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 1.5.2007 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.