Ted Haggard, fyrrverandi formaður landssambands evangelista og krossfari gegn samkynhneigð og annarri siðspillingu, hefur nú formlega verið læknaður af eigin samkynhneigð! Haggard fór, eins og frægt er orðið, í afhommunarmeðferð eftir að upp komst að hann hefði í mörg ár átt í sambandi við karlkyns "escort" (Haggard sagðist bara hafa fengið "nudd" frá þessum herramanni), og þar á ofan keypt af honum spítt! (Sjá fyrri færslur mínar um Haggard hér og hér, og tilraunir leiðtoga Repúblíkana og evangelista til að sverja aumingja Ted af sér hér.)
En nú er Haggard semsagt læknaður, og er "toootally hetero!" Jei!
The Rev. Ted Haggard emerged from three weeks of intensive counseling convinced he is "completely heterosexual" and told an oversight board that his sexual contact with men was limited to his accuser.
That is according to one of the disgraced pastor's overseers, who on Monday revealed new details about where Haggard has been and where he is headed.
The Rev. Tim Ralph of Larkspur also said the four-man oversight board strongly urged Haggard to go into secular work instead of Christian ministry if Haggard and his wife follow through on plans to earn master's degrees in psychology.
Haggard ætlar nefnilega ekki að fara aftur til Colorado Springs þar sem hann stjórnaði sinni eigin megakirkju, heldur ætlar í felur í Iowa, eða Missouri, þar sem hann og kona hans ætla að skrá sig í "online" háskóla og læra sálfræði. Þar sem Haggard segist ekki ætla að verða predikari aftur má gera ráð fyrir að hann geti, vopnaður gráðu í sálfræði, stofnað sitt eigið afhommunarkliník?
Og svo fyrst við erum að tala um Haggard - í þessu stutta myndskeiði sem er úr myndinni HBO myndinni Friends of God lýsir Haggard því hversu frábærir evangelistar séu í rúminu! "All these babies dont come from nowhere, you know!"
M
Meginflokkur: Siðgæði | Aukaflokkar: Karlmennska, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Æ grey karlinn...ekki mikið um að vera fyrir hann í Iowa af öllum stöðum! Vonandi fer hann ekki að laumast hingað upp til Minneapolis þegar honum leiðist. Óskandi bara að hann "haldi heilsu" blessaður bjáninn.
Róbert Björnsson, 8.2.2007 kl. 07:52
Og maður heldur ennþá að ártalið sé 2007?!?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.2.2007 kl. 08:23
flott fyrir hann og tók bara 3 vikur
SM, 8.2.2007 kl. 08:28
A bag of nothing...þaðan sem þessi klippa er fengin....sums it up. Þessi gæi er ótrúlegur sukkópat. Hann er persónulegur vinu Bush...hmmm? Ekki er það þó escortið sem hann vísar í? Hann kemur fram í heimildamyndinni "Jesus Camp", sem einn af áhrifavöldum barnanna þar og ýtir þar undir hjáguðadýrkun á Bush.
Svei mér ef þetta er ekki forboði hinna síðustu tíma.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.