Starfsmenn Alþjóðabankans vilja að sokkböðullinn Paul Wolfowitz segi af sér

Shaha RizaPaul Wolfowitz var seinast í fréttum þegar rannsóknarblaðamenn komust að því að hann gekk í götóttum sokkum og blettóttum jakkafötum. Sem kemur reyndar ekkert mjög á óvart. Einhvernveginn minnir hann mig alltaf á afa minn sem var sveitamaður í húð og hár, tók í nefið, og hafði litlar áhyggjur af smáblettum. Wolfowitz hefur meira að segja sama hrekklausa sveitamannsandlitið. Nema, Wolfowitz er gerspilltur stríðsæsingamaður, afi minn var heiðarlegur barnaskólakennari.

Nú eru hins vegar blikur á lofti um að Wolfowitz þurfi að segja af sér, eftir að í ljós hefur komið að hann hafi veitt kærustu sinni starfsframa, stöðuhækkanir og launauppbætur. Aðrir starfsmenn bankans, sem hafa ekki geð í sér til að sofa hjá karluglunni, eru að vonum svekktir. Og svo eru aðrir sem benda á að svonalagað heiti spilling, og sé yfirleitt ekki vel séð.

Wolfowitz hafði áður reynt að neita því að hafa gert Shaha Riza, kærustunni, nokkra greiða - allar launauppbætur sem hún hafi fengið hafi verið fullkomlega verðskuldaðar. Á fundi með starfsmönnum bankans í gær viðurkenndi hann þó að hann hefði gert "mistök" (Wolfowitz kallaði þau að vísu ekki "tæknileg", sem virðist benda til þess að hann hafi örlítið betri siðferðiskennd en sumir aðrir siðleysingjar og sveitamenn...). Frásögn Washington Post af fundinum er stórskemmtileg:

Wolfowitz attempted to address about 200 staffers gathered in the bank's central atrium but left after some began hissing, booing, and chanting "Resign. . . . Resign." He had approached the gathering after holding a news conference in which he said, "I made a mistake for which I am sorry." .... He repeated his apology and said he would abide by the board's decision, and he left as staff members began hissing and chanting. Hundreds of comments criticizing Wolfowitz, posted on the organization's internal Web site, were released by the Government Accountability Project, a whistle-blower organization.

... 

Bank insiders confirmed reports from the bank's staff association that Wolfowitz directed personnel officials to give Shaha Riza, his longtime companion, an automatic "outstanding" rating and the highest possible pay raises during an indefinite posting at the State Department, as well as a promotion upon her return to the bank.

Þetta er allt hið vandræðalegasta mál, m.a. í ljósi þess að aðrir samstarfsmenn Bush hafa þurft að segja af sér vegna vanhæfni og spillingar. Wolfowitz heldur því hins vegar fram að þetta mál sé óttalegt moldviðri, og komi í veg fyrir að hann geti einbeitt sér að því að... uppræta spillingu!

Wolfowitz bemoaned that the controversy threatens to overshadow the official agenda of the bank's annual spring meeting opening here today -- including ratification of a global anti-corruption strategy and funding to reduce poverty in Africa.

Starfsmenn bankans eru þó ekki bara ergilegir yfir því að Wolfowtiz sé spilltur, heldur hafa þeir kvartað undan stjórnunarstíl hans, sem er furðulíkur stjórnunarstíl annarra Bushverja:

The flap is the latest at the World Bank since Wolfowitz became its president. Wolfowitz has alienated bank staffers with a management style that many regard as insular, surrounding himself with a handful of longtime associates and shutting out the staff he inherited.

Riza sjálf virðist ekki fullkomlega heiðarleg:

Particularly troubling to the bank's staff were reports that Riza, while working at the bank, received fees paid by a U.S. defense contractor that was doing consulting work in Iraq.

"I know that if anyone else in the bank did this, he/she will be dismissed immediately,"
said one comment on an internal bank website. The Government Accountability Project obtained and released 221 comments from the site.

Fréttaskýrendur halda því fram að undir "stjórn" Wolfowitz hafi bankinn misst tiltrú annarra eigenda en Bandaríkjanna. Bushverjar virðast allstaðar samir við sig, spilltir, safna um sig jámönnum og vinna sér inn óvinsældir allra annarra...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ljós í myrkri að lesa ykkur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Þess ber að geta að Shaha Riza, þekktur feministi, vildi ekki yfirgefa starf sitt hjá World Bank. En Bush ákvað að Wolfowitz færi í bankann og þar sem hann og Shaha hafa verið í sambandi í nokkur ár var þar greinilegur "conflict of interest". Hún varð að víkja. Má segja að það hafi verið bornir á hana peningar til að gefa eftir stöðuna í World Bank. Subbulegt mál.

Halldóra Halldórsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband