Landssamtök bandarískra evangelista telja umhverfisvernd "a moral issue"

Dobson: í þessari bók er bara talað um einn hlut, Homma, homma, homma...Um daginn skrifaði ég færslu um tilraunir James Dobson, formanns "Focus on the Family" og nokkurra annarra leiðtoga afturhaldsmanna til að fá landssamtök evangelista til að hætta að tala um önnur samfélagsmál en samkynhneigð og fóstureyðingar. Ástæðan, skv. Dobson, var sú að gróðurhúsaáhrifin, fátækt, eða pyntingar, væru allt "vinstrimál" sem sannkristnir Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af.

Sérstaklega höfðu þeir áhyggjur af því að Landssamtök Evangelista væru að úttala sig um umhverfisvernd, og ásökuðu sr. Richard Cizik, policy director samtakanna um að nota

the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time

Stjórn samtakanna hélt fund hér í Minnesota í seinustu viku, og ákvað að sýna afturhaldssömum "kristnum" skoffínum á borð við Dobson að kristin trú snérist um annað en homma og fóstur:

Board members say that the notion of censoring Mr. Cizik never arose last week at their meeting in Minnesota, and that he had delivered the keynote address at their banquet.

In addition, the board voted 38 to 1 to endorse a declaration, which Mr. Cizik helped to write, that denounces the American government’s treatment of detainees in the fight against terrorism.

Ástæðan er sú að margir evangelistar hafa þungar áhyggjur af því að Repúblíkanaflokkurinn sé að reyna að "ræna" kristinni trú - bæði vegna þess að fólk þarf ekki að vera íhaldsmenn til að vera kristið, og vegna þess að repúblíkanaflokkurinn undir stjórn Bush hefur rekið pólítík sem er allt annað en kristileg!

The board also voted unanimously to reaffirm the platform adopted three years ago, which enumerates seven policy priorities, including the environment, human rights and poverty. In doing so, board members said they intended to convey that the evangelical movement had a broader agenda than the one pushed by Christian conservatives and segments of the Republican Party.

... “We’re talking about at least 60 million people,” Mr. Sheler said, “and they don’t all march in lockstep to the religious right.”

Samtökin bættu við að það væri vissulega bara einn guð - en það væru fleiri en eitt mikilvægt þjóðfélagsmál á dagskrá. Auk samkynhneigðar væri fátækt, umhverfisvernd og virðing fyrir mannlegri virðingu og rétttlæti "moral issues".

Jeffery L. Sheler, author of “Believers: A Journey Into Evangelical America,” said the underlying cause of the conflict over Mr. Cizik was not only about global warming, but also about “who gets to speak to and for evangelicals.”

Afstaða Dobson og annarra "trúarleiðtoga" til umhverfisverndar er einnig mjög á skjön við bandarískt almenningsálit. Þó það mætti oft halda af umfjöllun fjölmiðla og blaðrinu í sumum þingmönnum repúblíkana að umhverfisvernd og áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum væru einhverskonar "fringe" mál - að enginn annar en Al Gore og fáeinir granóla étandi hippar í San Fransisco hefðu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifinum. Þvert á móti. Meira að segja Pentagon viðurkennir að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg og alvarlegt vandamál.

Þeir einu sem neita að viðurkenna þetta eru Hvíta Húsið og menn á borð við Dobson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband