mið. 24.5.2006
Lögfræðingur reynir að selja hlut sinn í velferðarkerfinu
Bandarískur lögmaður reyndi að selja hlutdeild sína í bandaríska velferðarkerfinu á Ebay... 200.000$ fyrir alla Social security tékkana frá 62 ára aldri til dauða, félaginn taldi að þeir myndu að núvirði nema minnst 792.000 dollurum. Ég verð að viðurkenna að það væri djöfulli klókt ef maður gæti selt öðrum hlutdeild sína í almannaheillum með þessum hætti - það væri hægt að útfæra þetta frekar: t.d. ef maður býst ekki við að eignast börn gæti maður þannig selt hlutdeild sína í niðurgreiddri skólaþjónustu eða leikskólaþjónustu. Ég rakst á fréttina á Marginal revolution.
Ef þetta væri ekki hápunktur nýfrjálshyggjunnar veit ég ekki alveg hvað! Og ég þori að veðja að þa eiga eftir að koma fram útpældar tillögur um hvernig þetta megi útfæra á framkvæmanelgan máta. Með þessu gæti maður samt bæði einkavætt alla velferðarþjónustu, en samt viðhaldið henni...
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.