Skuldur og neysluskuldir bandaríkjamanna...

Það hefur töluvert verið fjallað um skuldir Bandaríkjamanna undanfarið. Annarsvegar hafa ríkisskuldirnar farið fram úr öllu hófi - en það sem veldur hagfræðingum þó meiri áhyggjum eru skuldir bandarískra heimila. Ríkisskuldir eru nefnilega annars eðlis en skuldir einstaklinga, sérstaklega þegar haft er í huga að ríkið prentar sjálft sína eigin peninga og skammtar sér tekjur. Ef stjórnvöld vestra kjósa gætu þau hækkað skatta, eða fellt dollarinn, eða á annan hátt gert út um skuldir sínar á tiltölulega stuttum tíma... stjórnmálamenn hafa val um hvort þeir safna skuldum eða ekki.

Það hefur verið almennt álitið að hið sama gildi um almenning: skuldasöfnun bandarískra heimila (líkt og íslenskra) hefur þannig verið skrifuð á reikning einhvers óskilgreinds 'neysluæðis'. Almenningur á þannig að hafa tapað stjórn á kreditkortanotkun sinni, keypt sér jeppa, stór sjónvörp, dvd græjur, ný teppi og eldhúsinnréttingar...

Nýleg skýrsla Bandaríska Seðlabankans sýnir hins vegar að þessi mynd er alröng. Skuldir bandaríkjamanna hafa ekki vaxið sökum óhófseyðsu, heldur hafa heimilin verið að skuldsetja sig til þess að borga fyrir lífsnauðsynjar.

Í bandaríkjunum er oft talað um að ódýrar neysluvörur frá Kína í sömu andrá og talað er um eyðslu og skuldsetningu heimilanna. Fyrir vikið er hægt að mála skuldsetningu heimilanna í frekar rósrauðum lit - um leið og bandaríkjamenn séu að skuldsetja sig eru þeir að 'lifa lífinu' - en samkvæmt rannsóknum the Center for American Progress er hægt að skýra skuldir heimilanna að fullu með hækkandi verði sjúkratrygginga, menntunar, eldsneytis og annarra heimilsnauðsynja. Tryggingar og skólagjöld hafa hækkað um 10-15% á ári undanfarin ár. Þegar haft er í huga að í Bandaríkjunum þurfa foreldrar að borga himinhá skólagjöld fyrir háskólamenntun barnanna - tiltölulega ódýrir háskólar kosta á milli 500.000 kr og 1.200.000 krónur á ári (og svo væla háskólanemar á íslandi yfir nokkurþúsund króna skólagjöldum!) og sjúkratryggingar kosta meðalfjölskylduna um 7-800.000 krónur á ári, er ljóst að það getur ekki riðið baggamuninum hvort að venjulegt millistéttafólk kaupi sér nýjan dvd spilara - sem ekki kostar kannski 10.000...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband