mið. 31.1.2007
Bush reynir að drepa blaðamenn með jarðýtu
Það er eins og öll framvarðasveit ný-íhaldsmennskunnar sé mönnuð litlum strákum sem ekki kunna að skifta um sokka, eða dreymir um að terrorísera fólk með skurðgröfum. Við heimsókn í CAT verksmiðju í Illinois, þar sem Bush var að útskýra fyrir verkalýðnum hversu djöfullega gott allir hefðu það, því bandaríska hagkerfið hefði aldrei áður verið eins sterkt, ákvað Bush að sýna á sér léttari og grallaralegri hlið. Og kynni að keyra vegavinnutæki. Sagan segir að Bush hafi lært að stýra stórvirkum vinnuvélum á "búgarðnum" sínum í Texas. Fyrir utan verksmiðjuna stóð risavaxin jarðýta - samkvæmt Newsweek, sem var með einna ítarlegustu lýsinguna á jarðýtuuppátæki forsetans, var þetta D-10 jarðýta frá Caterpillar. Og þegar forsetinn var búinn að flytja ræðuna sína, gerði hann sér lítið fyrir og klifraði uppí þessa jarðýtu - og reyndi að keyra niður alla viðstadda! Frásagnir viðstaddra eru flestar frekar gloppóttar - blöðin segja bara að forsetinn hafi farið uppí, fírað jarðýtuna upp, og segja þvínæst að hann hafi stigið niður, eftir að hafa keyrt jarðýtuna aðeins um. Eini fjölmiðillinn sem segir hvað gerðist í millitíðinni er Newsweek, sem birti á heimasíðu sinni lýsingu á því hvað gerðist á þeirri rúmlega mínútu sem Bush keyrði jarðýtuna! Newsweek lýsir aðdraganda þessarar uppákomu þannig:
Wearing a pair of stylish safety glasses--at least more stylish than most safety glasses--Bush got a mini-tour of the factory before delivering remarks on the economy.
Og svo komum við að Jarðýtunni. Þegar forsetinn var kominn uppí gólaði hann á viðstadda:
"I would suggest moving back, I'm about to crank this sucker up."
Brumm, brumm... Starfsmenn forsetans áttuðu sig á því hvað var í vændum og reyndu að bjarga blaðamönnum sem voru viðstaddir:
As the engine roared to life, White House staffers tried to steer the press corps to safety, but when the tractor lurched forward, they too were forced to scramble for safety."Get out of the way!" a news photographer yelled. "I think he might run us over!" said another. White House aides tried to herd the reporters the right way without getting run over themselves. Even the Secret Service got involved, as one agent began yelling at reporters to get clear of the tractor.
Meðan blaðamennirnir og leyniþjónustan hlupu í hringi fyrir neðan skemmti forsetinn sér konunglega!
Watching the chaos below, Bush looked out the tractor's window and laughed, steering the massive machine into the spot where most of the press corps had been positioned. The episode lasted about a minute, and Bush was still laughing when he pulled to a stop. He gave reporters a thumbs-up. "If you've never driven a D-10, it's the coolest experience,"
Chicago Tribune bætti við að forsetinn hefði sagt "Oh, yeah" Þegar hann steig útúr jarðýtunni, meðan USA Today lýsti lokum jarðýtuakstursins þannig: ""That was fun," he exclaimed as he got off". Newsweek virðist vera eini fjölmiðillinn til að lýsa skelfingunni sem greip um sig meðan forsetinn lék sér að jarðýtunni. Aðrir fjölmiðlar segja frá þessu uppátæki eins og hér hafi verið á ferðinni frekar saklaust, og bara svolítið karlmannlegt grín, en ekki "That was fun! ... the coolest experience, ever! Oh yeah!"
Bush er reyndar ekki fyrsti pólítíkusinn til að keyra um á traktor - Washington Post upplýsti lesendur sína nefnilega um að "uppáhalds dægradvöl" George "Macaca" Allen væri að keyra í hringi á litlum sláttutraktor. Allen og Bush eiga reyndar fleira sameiginlegt en áhuga á vinnuvélum: Þeir eru líka báðir þykjustu-kúrekar!
Seinasta haust var "macaca" málið allt í hámarki - macaca uppákoman kostaði Allen kosninguna gegn Jim Webb, sem hefur orðið ein bjartasta stjarna demokrataflokksins. Í kosningabaráttunni afhjúpaði hann Allen sem tilgerðarlegan uppskafning og aula - og fyrir nokkrum dögum síðan tók Webb að sér að flytja andsvar demokrata við stefnuræðu forsetans, og meira að segja fréttaskýrendur, sem vanalega eru helstu klappstýrur forsetans, urðu að viðurkenna að Webb hefði flutt miklu flottari ræðu en Bush. Webb virðist því vera á krossferð gegn þykjustukúrekum repúblíkanafloksins! (sjá færslu mína um ræðu Webb hér, og ræðu Bush hér og hér.)
En þykjustukúrekunum þykir mjög óþægilegt þegar fólk fattar hverskonar prinsipplausir aular þeir eru. George "Macaca" Allen tapaði tiltrú "The Sons of Confederate Veterans", og Bush hefur tapað fylgi hörðustu stuðningsmanna repúblíkanaflokksins - sérstaklega í kjölfar fyrrnefndrar State of the Union ræðu. "The moral majority" hefur lýst yfir djúpstæðri vandlætingu á innihaldi SOTU ræðu hans. The Moral majority fattaði nefnilega að þeir, eins og allir aðrir Bandaríkjamenn, hefðu keypt köttinn í sekknum þegar þeir kusu Bush sem forseta.
Þegar George Allen kom heim eftir að hafa eytt öllum deginum í að reyna að sannfæra kjósendur og fjölmiðla um að hann ætti virkilega erindi á þing, að hann væri þeirra maður, var hann auðvitað atkerður. Það er erfitt að eyða öllum deginum í role-playing! Og þegar Allen róaði taugarnar með því að keyra litla sláttutraktorinn sinn:
His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.
Meðan Macaca Allen var bara óbreyttur senator - er Bush leiðtogi hins frjálsa heims. POTUS sjálfur! (að vísu var Allen með heljarinnar plön um áð bjóða sig fram til forseta - og National Review spáði því vorið 2006 að forsetakosningarnar 2008 yrðu einvígi milli Mitt Romney og Allen... Talandi um spádómsgáfu nýíhaldsmanna!) Og þó smávægilegur senator geti kannski þaggað niður allar óþægilegar spurningar með því að keyra í hringi á poggulitlum traktor, þarf forsetinn eitthvað stórtækara! Alvöru jarðýtu!
M
Meginflokkur: Bush | Aukaflokkar: Karlmennska, Stjórnmál og samfélag, Macaca | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.