'Starve the Beast'

Það hefur verið vinsælt 'rak' hjá sumum íhaldsmönnum í Bandaríkjunum að skattalækkanir væru afskaplega góð pólitík, vegna þess þær neyddu stjórnvöld til þess að skera niður útgjöld - og það væri því vísasta leíðin til þess að draga saman ríkisvaldið. Þessi pólitík hefur verið óspart rekin af núverandi stjörnvöldum, og svo ósparlega hafa þeir rekið þessa pólitík að Bushstjórninni, sem fyrst sökkti Bandaríkjaher í kviksyndi Iraks, hefur líka tekist að sökkva Bandaríkjunum í skuldafen.

Skattalækkanir Busstjórnarinnar voru fyrst réttlættar á þeim forsendum að þær myndu koma efnahagslífinu til góða, og almennir skattgreiðendum var sagt að þeir myndu fá myndarlegar endurgreiðslur frá ríkinu. En um leið voru skattalækkanirnar seldar á hugmyndafræðilegum forsendum sem fyrsta skrefið til þess að skera niður ríkisvaldið. Ef þingið og eyðslugjarnir stjórnmálamenn hefðu ekki peninga skattgreiðendanna til að vasas með, myndi þeim nauðugur einn kostur að skera niður útgjöld... Eða þannig átti þetta að ganga fyrir sig. Það kom hins vegar í ljós að stjórnmálamenn, Bush meðtalinn, hafa meiri áhuga á eigin skinni en hugmyndafræði, eða akademískum spurningum á borð við skuldir þjóðarinnar. Ein eða tvær trilljónir? Hverju munar þá að eyða 800 milljörðum í viðbót? Sennilega engu.

Það hefur alltaf verið kórsöngur allra hægrimanna að ríkisskuldir væru alveg sérstaklega hættulegar, og ábyrgðarlausar - það hefur átt að vera höfusynd vinstrimanna að þeir vilji eyða og spenna, og stofna til skulda... Og um þetta höfum við skynsamir menn alltaf verið sammála, það er frekar slæmt að eyða um efni fram, og það er frekar ábyrgarðlaust að eyða og senda komandi kynslóðum reikninginn.

Í gær birtist áhugaverð Op-ed grein eftir Sebastian Mallaby í Washington Post, þar sem hann fjallar um nýlega skýrslu Niskanen hjá Cato Institute - en hún er aðein eitt af mýmörgum dæmum um að vitibornir hægrimenn séu að vakna til sjálfstæðis, og þori að segja sannleikann um bandaríkjaforseta, að hann sé eins og kóngurinn í sögunni, berrassaðaur.

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/07/AR2006050700924.html?referrer=email

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband