Færsluflokkur: Siðgæði
þri. 12.6.2007
Leynivopn Bandaríkjahers: Efnavopn sem gera menn gay...
Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að flytja fréttir af leynivopnaáætlun Bandaríkjahers, en samkvæmt þessum fréttum vinna eintómir apakettir og jólasveinar hjá vopnaþróunardeild hersins. Fyrir þrettán árum síðan (ekki fjörutíu og þremur - heldur þrettan: 1994!) var herinn að leggja á ráðin um að hanna "sprengju" sem myndi gera óvinahermenn samkynhneigða og kynóða, svo herdeildir myndu leysast upp í einhverskonar Gómorrískt kaos...
A Berkeley watchdog organization that tracks military spending said it uncovered a strange U.S. military proposal to create a hormone bomb that could purportedly turn enemy soldiers into homosexuals and make them more interested in sex than fighting.
Pentagon officials on Friday confirmed to CBS 5 that military leaders had considered, and then subsquently rejected, building the so-called "Gay Bomb." ...As part of a military effort to develop non-lethal weapons, the proposal suggested, "One distasteful but completely non-lethal example would be strong aphrodisiacs, especially if the chemical also caused homosexual behavior."
Þetta er ekki grín: Herinn ætlaði að hanna "a gay bomb", sem væri "distasteful" en "completely non-lethal" vopn. Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessum fréttum, og spurning hvernig Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni bregðist við þessu - því í hans kokkabók er samkynhneigð ekki bara "distasteful" heldur líka alveg stórhættuleg.
Til undirbúningsrannsókna þurfti að fá 7.5 milljónir dala:
The documents show the Air Force lab asked for $7.5 million to develop such a chemical weapon.
Hvað átti að rannsaka? Kannski var þetta elaborate cover til að fá herinn til að fjármagna "rannsóknir" vísindamananna eða háttsettra herforingja í næturklúbbum San Fransisco? Þetta er auðvitað mjög einfalt mál, og augljóst hvernig þetta undravopn átti að virka:
"The Ohio Air Force lab proposed that a bomb be developed that contained a chemical that would cause enemy soliders to become gay, and to have their units break down because all their soldiers became irresistably attractive to one another," Hammond said after reviwing the documents. The Pentagon told CBS 5 that the proposal was made by the Air Force in 1994. ...
"Hommunarsprengjan" er augljóslega mjög einfalt vopn. Og mesta furða að snillingum við vopnarannsóknardeildir hersins hafi ekki dottið þetta í hug fyrr en 1994. Kannski voru vísindamennirnir sem höfðu verið að rannsaka Lifnipillur re-assigned til að finna upp aðra vitleysu? Herinn þvertekur þó fyrir að verið sé að hanna önnur "hommunar" vopn:
Military officials insisted Friday to CBS 5 that they are not currently working on any such idea and that the past plan was abandoned.
Eftir að hafa lesið þessa frétt þarf maður að staldra við í smá stund, og hugsa með sér: Það voru fullorðnir menn, í fastri vinnu, sennilega með háskólagráður og örugglega á háum launum hjá skattgreiðendum, sem fundu upp á þessu. Ég myndi gefa mikið fyrir að fá að sitja inni á þessum fundum!
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
fim. 7.6.2007
Meira af veruleikafirringu Dr. Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni Bandaríkjanna
Um daginn skrifaði ég færslu um James Holsinger, sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger er víst læknir og hefur m.a. stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky og kennt læknisfræði í læknaskólum. Svo er hann líka með afalegt grátt skegg og greindarlegt augnatillit. Akkúrat eins og bandarískir landlæknar eiga að líta út. En Holsinger er ekki bara læknir, því hann hefur líka brennandi áhuga á samkynhneigð.
Holsinger rekur líka kirkju sem boðar fagnaðarerindi afhommunar og hefur beitt sér fyrir því að kynvillingum sé ekki hleypt í Meþodistakirkjuna. Og það er svosem ekkert um það að segja annað en að við getum varla verið að amast við því að menn séu að boða hómófóbískt þvaður í sínum prívatkirkjum. Vandamálið er hins vegar að sem landlæknir mun Holsinger vera í aðstöðu til að þröngva forneskjulegum hugmyndum sínum upp á alla þjóðina.
Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að Holsinger virðist hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um mannslíkamann og kynlíf. Fyrir einum og hálfum áratug síðan skrifaði Holsinger nefnilega einhverskonar rannsókn um samkynhneigð fyrir Meþodistakirkjuna. Rök Holsinger eru hreinasta snilld... Skv. ABC news:
Holsingers paper argued that male and female genitalia are complementary so much so that it has entered our vocabulary in the form of naming pipe fittings either the male fitting or the female fitting depending upon which one interlocks within the other. Body parts used for gay sex are not complementary, he wrote. When the complementarity [sic] of the sexes is breached, injuries and diseases may occur.
Holsinger wrote that [a]natomically the vagina is designed to receive the penis while the anus and rectum which contain no natural lubricating function are not. The rectum is incapable of mechanical protection against abrasion and severe damage can result if objects that are large, sharp or pointed are inserted into the rectum, Holsinger wrote.
Nú jæja. Þetta skrifar virtur læknir í skýrslu og finnst hann aldeilis hafa sannað mál sitt. Niðurstaða hans er að "anal eroticism," leiði til slysa og jafnvel dauða. Sérstaklega ef "stórir og beittir" hlutir eru með í spilunum? Svo heldur hann áfram, og reynir fyrir sér í skatólógíu sem er fyrir neðan virðingu flestra sem hafa útskrifast með barnaskólapróf:
The surgeon general nominee wrote that "even primitive cultures understand the nature of waste elimination, sexual intercourse and the birth of children. Indeed our own children appear to 'intuitively' understand these facts."
Whada? Rökin eru semsagt: 1) Kynfæri karlmanna passa ekki saman, og 2) Afturendinn er til þess að losa úrgang en ekki til "erótískra athafna"? Ég á erfitt með að skilja hvernig menntaður fullorðinn maður getur látið sér detta í hug að þetta séu einhverskonar "rök". En Holsinger og talsmenn heilbrigðisráðuneytisins eru hreint ekki sömu skoðunar. Holly Babin, talsmaður ráðuneytisins heldur því fram að þessi merkilega skýrsla Holsinger sé merkileg vísindaleg grein:
"That paper was a survey of scientific peer-reviewed studies that he was asked to compile by the United Methodist Church, it's not that he was saying 'this is what I believe,'" Babin said. "It's a reflection of the available scientific data from the 1980s."
Ég held að það sé nær að segja að þessar skoðanir samræmist níunda áratug nítjándu aldar en níunda áratug þeirrar tuttugustu. Alvöru læknar sem hafa litið á "skýrslu" Holsinger hafa enda varla átt orð til að lýsa undrun sinni.
Professor Eli Coleman, Director of the Program in Human Sexuality at the University of Minnesota Medical School said that the paper seems to have a pre-1970s view of human sexuality. "I an't imagine that any scientific journal would be able to publish this material because of its very narrow views of homosexuality," he said.
In fact, if one of his students handed the paper in, Coleman would give it a failing grade, he said. ... "It's a totally faulty paper. The man doesn't know anything about human sexuality," said June M. Reinisch, Ph.D., director emeritus of the Kinsey Institute for Research in Sex, Gender & Reproduction. "There's clearly a political agenda in this paper. This is not a scientific paper."
Paragraph by paragraph, Reinisch said Holsinger presents faulty arguments. Many homosexuals do not engage in the sexual act he criticizes; 40 percent of heterosexuals do"... Reinisch, who was director of the Kinsey Institute when Holsinger wrote this paper, said that if Holsinger "is going to come up with this position in 2007 I think I can clearly say that he is not qualified to be surgeon general."
Vandamálið er að ef menn geta kallað sig "dr" geta þeir ljáð greinum eins og þessari "vísindalegt" yfirbragð, og það er alltaf nóg af einfeldningum sem nægir ekki að dylja fordóma sína í trúarrugli, heldur þurfa líka að fela þá á bak við "vísindi".
M
Update: Það lítur fyrir að Holsinger sé eina fréttin í blogospherinu hér í Ameríku, því ég get ekki betur séð en allir liberal bloggarar séu búnir að skrifa um hann í dag. Sem er svosem ekkert skrýtið því undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar lítið spennandi. FBI er ennþá að rannsaka Ted "Bridge to nowhere" Stevens, frambjóðendur repúblíkana áttust við í kappræðum og kepptust um að lýsa frati í Bush, jú, og svo mallar saksóknarahreinsunarskandallin (sem héðan í frá heitir "Gonzalesgate") áfram. Ekkert af þessu neitt sérstaklega krassandi. Á stundum eins og þessari vantar okkur einhvern eins og Rick Santorum, einhvern sem við getum treyst á að gefi út jólasveinalegar yfirlýsingar minnst vikulega!
Siðgæði | Breytt 8.6.2007 kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
lau. 2.6.2007
Bush tilnefnir landlækni sem trúir á afhommun
Bush hefur tilkynnt um tilnefningu sína á næsta landlækni Bandaríkjanna - og fyrir valinu varð maður að nafni Joseph Holsinger. Samvæmt tilkynningu Hvíta Hússins er Holsinger
an accomplished physician who has led one of our Nation's largest healthcare systems, the State of Kentucky's healthcare system, and the University of Kentucky's medical center.
Hlutverk landlæknisins er fyrst og fremst að leiða umræðu um heilbrigðismál, sérstaklega forvarnir, og vera nokkurskonar opinber fulltrúi læknastéttarinnar.
As America's chief health educator, he will be charged with providing the best scientific information available on how Americans can make smart choices that improve their health and reduce their risk of illness and injury.
Þetta er allt gott og blessað - nema að þessi Holsinger hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt sér opinberlega gegn samkynhneigðu fólki, og fyrir að reka kirkju (maðurinn er nefnilega ekki bara læknir, heldur líka biblíu-entrepreneur) sem boðar afhommun. (Skv. Kentucky Lexington Herald-Leader):
[Holsinger] founded Hope Springs Community Church in a warehouse at 1109 Versailles Road. Calhoun called it a socially diverse congregation with a "very vital recovery ministry." It serves the homeless and those with addictions to drugs, alcohol and sex; and it has a Spanish-language Hispanic congregation with its own pastor. [...]
Hope Springs also ministers to people who no longer wish to be gay or lesbian, Calhoun said.
"We see that as an issue not of orientation but of lifestyle," he said. "We have people who seek to walk out of that lifestyle."
Nú er það auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir - og ef menn vilja trúa því að guð hafi bannað samkynhneigð er það þeirra einkamál. Þetta sama fólk má svo iðka sinn frjálsa vilja og fara eftir þessari trú sinni. Það hefur hins vegar aldrei verið sýnt fram á (vísindalega) 1) að samkynhneigð sé skaðleg, þeim sem stunda hana eða þeim sem ungangast þá, og 2) að það sé hægt að "lækna" hana. Auðvitað eru til læknar, eins og annað fólk, sem er haldið hómófóbíu eða telur að guð hafi bannað samkynhneigð, og Holsinger virðist falla í þennan flokk.
Það er því eðlilegt að liberal bloggarar og baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra sé fullt efasemda um ágæti þessarar tilnefningar.
"Dr. James Holsinger has demonstrated in the past that he harbors religious-based prejudice towards homosexuals," said Jamie McDaniel, coordinator of Soulforce Lexington, the local chapter of a national organization that opposes the use of religion to oppress lesbian, gay, bisexual and transgender people. "As a gay American, I am deeply concerned over any surgeon general nominee not being healed of such personal prejudice."
"We can only hope that ... Dr. Holsinger would rely on scientific data and not church doctrine," Joel Ginsberg, executive director of the Gay and Lesbian Medical Association, said in a statement. "The Senate should take a hard look to make sure he isn't another in a long line of ideologically driven Bush administration nominees."
Það er reyndar merkilegt að Bush skuli reyna að tilnefna Holsinger, í ljósi þess hversu umdeildur hann getur orðið, því Holsinger þarf samþykki öldungadeildarinnar til að hljóta tilnefningu, og áður en hann fer fyrir öldungadeildina mun hann þurfa að mæta fyrir heilbrigðismálanefndina:
A date has not been announced for confirmation hearings for Holsinger's appointment. He will go before the U.S. Senate Committee on Health, Education, Labor and Pensions, chaired by Sen. Edward M. Kennedy, D-Mass. Three Democrats on the committee are presidential candidates: Sen. Hillary Rodham Clinton of New York, Sen. Barack Obama of Illinois and Sen. Christopher Dodd of Connecticut, a graduate of the University of Louisville law school. The GOP members include Sen. Lamar Alexander of Tennessee and Sen. Orrin Hatch of Utah. Kentucky's senators, Republicans Mitch McConnell and Jim Bunning, are not on the committee.
Holsinger þarf því að svara spurningum Hillary Clinton OG Barack Obama - sem eru bæði að sækjast eftir tilnefningu demokrataflokksins. (Og Chris Dodd, en hann telst varla með). Það er útilokað að Clinton eða Obama geti hleypt Holsinger í gegn, þ.e. eftir að grasrótarsamtök Demokrata hafa móbílíserað sitt fólk - og ef annað hvort Obama eða Clinton standa sig ekki í að grilla Holsinger er fyriséð að "the net-roots" verði trítílótt. Og það er jafn ólíklegt að Holsinger geti fengið samþykki allrar öldungadeildarinnar.
Eina skýringin á því að Bush sé að tilnefna Holsinger er því að hann vilji hleypa upp hasar í kringum hommaógnina sem er eitt helsta áhugamál "the base", þ.e. "socially conservative" repúblíkana. Og ekki veitir af, ef marka má fréttir af gremju íhaldssamra flokksmanna yfir stefnumálum forsetans.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 31.5.2007
Pyntingar bandaríkjahers og CIA ‘Outmoded, amateurish and unreliable’ skv. sérfræðingum
Pyntingar hafa verið mikið í umræðunni í Bandaríkjunum. Pyntingar og íll meðferð á föngum virðist t.d. hafa orðið eitt mikilvægasta prinsippmál repúblíkanaflokksins. Í kappræðum forsetaframbjóðenda flokksins fyrir tveimur vikum kepptust frambjóðendurnir nefnilega við að yfirbjóða hvorn annan þegar þeir voru spurðir hvað þeir myndu vera tilbúnir að ganga langt í að kreista upplýsingar út úr grunuðum hryðjuverkamönnum. Mitt Romney bauðst t.d. til að tvöfalda tvöfalda Guantanamo. Eftirfarandi upptaka af kappræðunum segir sennilega allt sem segja þarf:
Hvað það er sem veldur þessari pyntingaást flokksins er mér eiginlega hulin ráðgáta, og segir líklega meira um andlegt ástand "the base", þ.e. hörðustu stuðningsmanna flokksins, kjósenda sem ráða því hverjir sigra prófkjör. Þetta pyntingarugl er eitt mikilvægasta framlag Bush stjórnarinnar til pólítískrar umræðu í Bandaríkjunum, því stjórnin hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir því að pyntingar verði viðurkenndar sem hluti af "eðlilegum" vinnubrögðum hersins og leyniþjónustunnar - og Fox news og aðrir meðlimir blaðurmaskínunnar hafa svo gripið fánann á lofti og talað fjálglega um Jack Bauer, og sjónvarpsseríuna 24, sannfærðir um að það sé ekki hægt að sigra "stríðið gegn hryðjuverkum" nema Bandaríkjamenn leggist enn lægra en Al-Qaeda.
Það sem gerir þetta pyntingamál fáránlegra er að síðan fréttir af Abu Ghraib bárust fyrst, og jafnvel enn fyrr, hafa yfirheyrslusérfræðingar varað við því opinberlega að pyntingar séu nánast gangslausar! New York Times flutti svo í gær frétt af nýrri skýrslu sem samin var fyrir stjórnina af öllum helstu sérfræðingum í yfirheyrslum:
As the Bush administration completes secret new rules governing interrogations, a group of experts advising the intelligence agencies are arguing that the harsh techniques used since the 2001 terrorist attacks are outmoded, amateurish and unreliable.
The psychologists and other specialists, commissioned by the Intelligence Science Board, make the case that more than five years after the Sept. 11 attacks, the Bush administration has yet to create an elite corps of interrogators trained to glean secrets from terrorism suspects.
Frekar en að þjálfa menn í að yfirheyra fanga, t.d. með því að halda í og ráða menn sem kunna arabísku, eða leita að yfirheyrsluaðferðum sem raunverulea virka, hefur stjórnin barist fyrir því að rýmka lagaheimildir fyrir pyntingum:
Robert F. Coulam, a research professor and attorney at Simmons College and a study participant, said that the governments most vigorous work on interrogation to date has been in seeking legal justifications for harsh tactics. Even today, he said, theres nothing like the mobilization of effort and political energy that was put into relaxing the rules governing interrogation.
Skýrsluhöfundar benda á að í seinni heimsstyrjöldinni hafi Bandaríkjaher haft mun áræðanlegri yfirheyrsluaðferðir, sem hafi ekki byggst á ofbeldi og villimennsku:
...some of the experts involved in the interrogation review, called Educing Information, say that during World War II, German and Japanese prisoners were effectively questioned without coercion.
It far outclassed what weve done, said Steven M. Kleinman, a former Air Force interrogator and trainer, who has studied the World War II program of interrogating Germans. The questioners at Fort Hunt, Va., had graduate degrees in law and philosophy, spoke the language flawlessly, and prepared for four to six hours for each hour of questioning, said Mr. Kleinman, who wrote two chapters for the December report.
Mr. Kleinman, who worked as an interrogator in Iraq in 2003, called the post-Sept. 11 efforts amateurish by comparison to the World War II program, with inexperienced interrogators who worked through interpreters and had little familiarity with the prisoners culture.
En svoleiðis skipulag, undirbúning og fagmennska höfðar ekki til drulluháleista sem halda að ofbeldi og tuddaskapur séu til marks um karlmennsku, smádrengja sem eru búnir að horfa of mikið á sjónvarp og langar til að sparka í annað fólk.
President Bush has insisted that those secret enhanced techniques are crucial, and he is far from alone. The notion that turning up pressure and pain on a prisoner will produce valuable intelligence is a staple of popular culture from the television series 24 to the recent Republican presidential debate, where some candidates tried to outdo one another in vowing to get tough on captured terrorists.
M
Update: ég fann lengra myndskeið af þessari pyntingarumræðu - það er mun betra en fyrra myndskeiðið, því þeir fara ekki almennilega á flug fyrr en svolítið er liðið á svörin!
Bestu partarnir eru Romney, c.a. 3:20 markinu, þegar hann talar um að það þurfi að tvöfalda Guantano, því Guantanamo sé frábært vegna þess að þar hafi hryðjuverkamennirnir ekki aðgang að lögfræðingum...
Siðgæði | Breytt 1.6.2007 kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orðrétt á Wolfowitz að hafa sagt: "If they fuck with me or Shaha, I have enough on them to fuck them too." Þetta eru auðvitað fleyg orð og skáldleg... Skv. The Guardian
The remarks were published in a report detailing the controversy that erupted last month after the size of Ms Riza's pay rises was revealed. The report slates Mr Wolfowitz for his "questionable judgment and a preoccupation with self-interest", saying: "Mr Wolfowitz saw himself as the outsider to whom the established rules and standards did not apply." ...
The angry comments attributed to Mr Wolfowitz came from damning testimony by Xavier Coll, head of human resources at the bank, who provided investigators with his notes of a meeting with Mr Wolfowitz last year. The notes directly contradict Mr Wolfowitz's assertions that the details of Ms Riza's treatment were properly shared with senior bank officials.
According to Mr Coll's notes: "At the end of the conversation Mr Wolfowitz became increasingly agitated and said that he was 'tired of people ... attacking him' and 'you should get your friends to stop it'. Mr Wolfowitz said, 'If they fuck me or Shaha, I have enough on them to fuck them too'," naming several senior bank staff he felt were vulnerable.
Wolfowitz er auðvitað ergilegur yfir því að einhverjir "stjórnarmenn" og "hluthafar" séu að vasast í því hvernig hann rekur þennan einkabanka sinn: Hann fékk bankann að léni frá keisaranum sjálfum, og allir undirsátarnir og bjúrókratarnir sem þar sitja og fletta í pappír eiga að hafa sig hæga þegar alvöru stórmenni fara sínu fram!
Stjórn bankans telur hins vegar að Wolfowitz hafi með framferði sínu og stjórnunarstíl stórskaðað bankann:
According to the report, Mr Wolfowitz's actions "had a dramatic negative effect on the reputation and credibility" of the bank.
It concluded that "the damage done to the reputation of the World Bank group" should lead the bank's board to "consider whether Mr Wolfowitz will be able to provide the leadership needed to ensure that the bank continues to operate to the fullest extent possible".
Það hefur reyndar verið stórskemmtilegt að fylgjast með sauðslega sokkböðlinum undanfarna daga, sérstaklega vegna þess að vörn Wolfowitz hefur verið stórfurðuleg. Ef eitthvað er að marka frásögn Washington Post af vörn Wolfowitz virðist sem hann haldi því fram að kærastan sem styrinn stendur um, sé þvílíkt skass og norn að hvorki hann, né stjórn bankans, hafi þorað að díla við hana: Hann hafi neyðst til að veita henni launahækkun því annars...
"Its members did not want to deal with a very angry Ms. Riza, whose career was being damaged as a result of their decision," Wolfowitz said in his response to the investigating committee's report. "It would only be human nature for them to want to steer clear of her."
Semsagt: Kærasta Wolfowitz er þvílíkt kvendi að það er ekki hægt að ætlast til þess að venjulegir menn legðu í að vera nálægt henni? Reyndar efast ég um að það sé mikið "action" hjá Wolfowitz þessa dagana, því hann gengur svo langt að kenna henni um allt djöfuls fjaðrafokið!
Wolfowitz effectively blamed Riza for his predicament as well, saying that her "intractable position" in demanding a salary increase as compensation for her career disruption forced him to grant one to pre-empt a lawsuit. He is scheduled to appear before the board this afternoon. The board is expected to begin deliberating on how to respond as soon as tonight. Board members are inclined to issue a resolution expressing a lack of confidence in Wolfowitz's leadership, senior bank officials said. ...
"Everyone acknowledges that Ms. Riza was extremely angry and upset about being required to take an external placement to resolve a problem that was not of her making," Wolfowitz wrote, portraying the raise as a "settlement of claims."
Þetta er einhver aumingjalegasta vörnin sem Wolfowitz hefði getað fundið upp! Við eigum semsagt að hafa samúð með honum vegna þess að Shaha er svo mikið skass?
Hvíta Húsið virðist reyndar líka eitthvað vera að missa trúna á að það sé hægt að verja Wolfowitz. Fram til þessa hefur Bush stutt við bakið á honum, eins og öllum öðrum vanhæfum aulum sem hann hefur skipað í hin ólíkustu embætti, en samkvæmt fréttum ABC er þessi stuðningur eitthvað að dala:
A senior White House official tells ABC News that "all options are on the table" regarding Paul Wolfowitz's future and that "it is an open question" whether he should should remain as president of the World Bank.
"If you don't have board support and you don't have staff support, it is hard to get anything done," the official told ABC News. ... the senior official told ABC News "it is an open question" whether Wolfowitz can remain an effective president of the World Bank.
M
Alþjóðabankinn hlýðir á mál Wolfowitz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í síðustu viku flutti ABC æsifréttir af því að þeir hefðu undir höndum lista yfir tugi, ef ekki hundruðir karlmanna sem hefðu verið viðskiftavinir "the DC madam", en eins og lesendur þessa bloggs kannast við þurfti einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bush, Randall Tobias, að segja af sér eftir að upp komst að hann hafði fengið "píur" til að koma og veita sér "nuddjónustu":
Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage."
Þáttastjórnendur á kapalsjónvarpsstöðvunum voru að vonum kátir, því það er ekkert skemmtilegra en kynlífsskandalar, og bloggarar voru ekki síður spenntir, því ABC lét í veðri vaka að það væri fullt af allskonar háttsettum skriffinnum og meðlimum ríkisstjórnarinnar á þessum lista.
En svo hvarf þessi frétt einhvernveginn, og þegar "expose" ABC var loks flutt á föstudag var það hreint ekkert sérstaklega merkilegt. Þeir sem höfðu verið að fylgjast með fréttum fannst þetta mjög skrýtið. Hvað hafði gerst? Hvað varð um alla þessa háttsettu hórkarla? Liberal bloggarar voru að vonum fúlir, því það fóru af stað allskonar furðulegar og stórfyndnar tengingar á milli Washington og hóreríislistans.
En maður ætti aldrei að segja aldrei, því nú er farinn af stað einhver mögnuð samsæriskenning/getgáta um hver sé á listanum og af hverju ABC hafi allt í einu misst áhuga á að flytja æsifréttir af kynlífi í Washington DC: Dick Cheney "vara"forseti Bandaríkjanna á að hafa verið meðal viðskiftavina "nuddjónustunnar"!
Samkvæmt fréttum og sögusögnum á minnst einn frægur "fyrrverandi forstjóri" að vera á listanum, og nú telja sumir að sá fyrrverandi forstjóri sé fyrrum forstjóri Haliburton - maður að nafni Richard Bruce Cheney, kallaður "Dick". Lýsingar á þessum fyrrverandi forstjóra, heimili hans osfv. þykja allar benda á Cheney. Cheney á svo að hafa hótað ABC öllu íllu ef þeir hættu ekki við að flytja fréttir af viðskiftavinum nuddþjónustunnar. Skv Wayne Madsen (það þarf að fletta niður á blaðsíðunni, þessi færsla er undir 8. maí:
WMR has confirmed with extremely knowledgeable CIA and Pentagon sources that the former CEO who is on Deborah Jeane Palfrey's list is Vice President Dick Cheney.Cheney was CEO of Halliburton during the time of his liaisons with the Pamela Martin & Associates escort firm. Palfrey's phone invoices extend back to 1996 and include calls to and from Cheney.Ironically, in 2000 Cheney was appointed by Bush to head his Vice President selection committee, a task that enabled Cheney to gather detailed personal files on a number of potential candidates, including Bill Frist, George Pataki, John Danforth, Fred Thompson, Chuck Hagel, John Kasich, Chris Cox, Frank Keating, Tom Ridge, Colin Powell, and Jim Gilmore, before he selected himself as the vice presidential candidate.
The White House saw to it that ABC/Disney killed the DC Madam's storybefore yet another scandal swamped the Bush administration.
Þetta er auðvitað stórskemmtilegur orðrómur! Wonkette, sem sérhæfir sig í stjórnmálaslúðri Washington finnst þó lítið til alls þessa koma:
Do you know why were underwhelmed by this rumor? Because even if its a fact, which it probably is, theres no way it would have any impact on Cheneys career. This is a draft-dodging half-human war criminal with a pregnant lesbian daughter who tells senators to fuck themselves and shoots his own friends in the face. Ordering an outcall hooker is positively innocent compared to the well-known things Cheney does every day.
Smá hórerí væri sennilega ómerkilegasti glæpur eða yfirsjón Dick Cheney.
M
Siðgæði | Breytt 10.5.2007 kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
lau. 28.4.2007
Einn af skirlífistalsmönnum stjórnarinnar segir af sér - eftir að upp kemst að hann var fastakúnni "nuddþjónustu"
Randall L. Tobias var yfirmaður allrar þróunaraðstoðar Bandaríkjanna, og sérlegur sendiherra í alnæmismálum, þ.e. þar til að hann sagði af sér í dag. Ástæðan ku vera, samkvæmt Reuters og ABC fréttastofunni, að hann hafi verið fastakúnni á hóruhúsi í Washington:
Randall L. Tobias submitted his resignation Friday, one day after confirming to ABC News that he had been a customer of a Washington, D.C. escort service whose owner has been charged by federal prosecutors with running a prostitution operation.
Tobias, eins og sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, sem einnig notfærði sér svipaða þjónustu (reyndar mannaða karlmönnum), heldur því reyndar fram að þetta hafi allt verið afskaplega saklaust. Enda er maðurinn giftur! Semsagt, hann var alltaf svo stirður eftir að hafa verið að berjast við fátækt og alnæmi allan daginn, að hann þurfti að fá "nudd":
On Thursday, Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage." Tobias, who is married, said there had been "no sex," and that recently he had been using another service "with Central Americans" to provide massages.
Sko! Og þó við viljum ekki trúa fyrri hluta þessarar lygasögu hljótum við að vera sammála að hann hafi einhvernveginn gerst sekur um smávægilegri glæpi þegar hann fór að fá "nudd" frá mið-amerískum konum?
Afsögn Tobias er auðvitað ekki neitt reiðarslag fyrir ríkisstjórnina, og ég er satt best að segja ekki viss um að hún komist á forsíður blaðanna - það fer þó eftir þvi hversu mikið verður af öðrum fréttum. En þetta mál inniheldur samt öll mikilvægustu einkenni almennilegs kynlífsskandals. Tobias var nefnilega, sem AIDS-Ambassador Bush, ötull talsmaður skirlífis, og beitti sér meðal annars gegn því að notkun smokka væri liður í baráttunni gegn alnæmi. Áður en hann fór í einhverskonar skirlífistúr um Afríku árið 2004 sagði hann:
The message to young people in the schools is not either Be abstinent or here are condoms, take your pick. It is a message of Be abstinent. Delaying sexual activity is a means of eliminating the risk of infection.
Það er eitthvað alveg sérlega ógeðfellt við hræsni á borð við þessa.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 17.4.2007
Samtök bandarískra íhaldsmanna vilja Gonzales burt
Þegar fjallað er um saksóknarahreinsunina og hneykslismál Alberto Gonzales vill það oft gleymast að gagnrýni á hann er ekki flokkspólítískt mál: gagnrýni á embættisfærslur hans eru ekki allar eða einvörðungu úr herbúðum "vinstrimanna" eða Demokrata. Framburður Gonzales, og allur málatilbúnaður dómsmálaráðuneytisins - svo ég tali nú ekki um fyrri árásir Gonzales á persónufrelsi og stjórnarskrárvarin réttindi almennings gagnvart ofríki ríkisins og lögregluyfirvalda - gera að verkum að allir sem hafa áhuga á lögum og rétti, réttarríkinu og frelsi, hafa ókyrrst mjög...
Seinasta sönnun þess að það eru ekki bara "vinstrimenn" sem hafa áhyggjur af lögum og rétti er bréf American Freedom Agenda - sem er félagsskapur stofnaður til framdráttar "conservative legal principles". Skv. Time, sem fjallaði í gær um bréfið og mikilvægi þess:
In what could prove an embarrassing new setback for embattled Attorney General Alberto Gonzales on the eve of his testimony before the Senate Judiciary Committee, a group of influential conservatives and longtime Bush supporters has written a letter to the White House to call for his resignation.
Bréfritarar telja upp marga glæpi Gonzales:
"Mr. Gonzales has presided over an unprecedented crippling of the Constitution's time-honored checks and balances," it declares. "He has brought rule of law into disrepute, and debased honesty as the coin of the realm." Alluding to ongoing scandal, it notes: "He has engendered the suspicion that partisan politics trumps evenhanded law enforcement in the Department of Justice."
Að þeirra viti gerir þetta allt að verkum að Gonzales geti ekki setið sem "the chief law enforcement officer" - nú, vegna þess að hann hefur grafið undan trausti almennings á lögunum, löggæsluyfirvöldum, og stjórnvöldum almennt.
The letter concludes by saying, "Attorney General Gonzales has proven an unsuitable steward of the law and should resign for the good of the country... The President should accept the resignation, and set a standard to which the wise and honest might repair in nominating a successor..."
Og bréfritarar eru allir bona-fide íhaldsmenn og harðir repúblíkanar:
It is the first public demand by a group of conservatives for Gonzales' firing. Signatories to the letter include Bruce Fein, a former senior official in the Reagan Justice Department, who has worked frequently with current Administration and the Republican National Committee to promote Bush's court nominees; David Keene, chairman of the influential American Conservative Union, one of the nation's oldest and largest grassroots conservative groups; Richard Viguerie, a well-known G.O.P. direct mail expert and fundraiser; and Bob Barr, the former Republican Congressman from Georgia and free speech advocate, as well as John Whitehead, head of the Rutherford Institute, a conservative non-profit active in fighting for what it calls religious freedoms.
Fein, speaking for the signatories, told TIME that Gonzales' planned testimony to Congress tomorrow, the text of which has been released by the Justice Department, was a "terrible disappointment" that left unanswered key questions on which his job may now depend. "Gonzales' testimony before the Judiciary Committee resorts to a truly Clintonesque defense of his own previous false statements," says Fein. "In fact," he says, "Gonzales' latest declarations really do call into question the forthrightness and honesty indispensable for America's chief law enforcement officer."
Í kosningunum 2000 hélt Bush því fram að hann ætlaði að "restore dignity to the White House". Margir, sérstaklega í röðum íhaldsmanna, trúðu þessu loforði hans. Því verður ekki neitað að margir Bandaríkjamenn höfðu á tilfinningunni að Clinton hefði einhvernveginn "brought shame on the White House" með aulalegum framhjáhaldstilburðum og "Clintónískum" útúrsnúningum. Þó ég sé persónulega þeirrar skoðunar að glæpir hans og afsakanir séu varla stórmál - í það minnsta ekki efni í þingrannsóknir á kostnað skattgreiðenda - ætla ég ekki að gera lítið úr siðferðislegu sjokki margra Bandaríkjamanna. (Það að leiðtogar Repúblíkana í þeirri siðferðiskrossferð hafi sjálfir verið ómerkilegir hræsnarar er allt annað mál).
Bush hefur hins vegar tekist að ganga mun lengra í að rýja Hvíta Húsið trausti, virðingu og tiltrú þjóðarinnar. Þegar íhaldsmenn eru farnir að lýsa málatilbúnaði ráðherra Bush sem "Clintonesque" er ljóst að stjórnin hefur sokkið heldur djúpt.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Abstinence education" hefur verið í miklu uppáhaldi hjá sumum repúblíkönum og "kristnum" Bandaríkjamönnum. Forsetinn hefur verið ötull talsmaður skirlífiskennslu, enda bendir hann á að öruggasta leiðin til þess að forðast þunganir og kynsjúkdóma sé að stunda ekkert kynlíf. Þetta er auðvitað lógík sem engin leið er að deila við. Skirlífi hentar líka vel hugmyndafræði "trúaðs" fólks sem er sannfært um að allt kynlíf sé einhvernveginn mjög ógeðfellt, nema þegar það er stundað innan hjónabands til þess að búa til börn. Samkvæmt sömu hugmyndafræði er kennsla í kynfræðslu sem kennir unglingum um notkun getnaðarvarna einhverskonar "kynlífsáróður". Nú, vegna þess að unglingar eru mun líklegri til að stunda kynlíf ef þeir kunna að passa sig á kynsjúkdómum eða þungunum?
Skirlífisfræðsla hefur enda hlotið 176 milljón dollara árlega á fjárlögum frá Bush stjórninni. Þess hefur líka krafist þess að skólar sem fá peninga frá alríkisstjórninni til að kenna kynfræðslu megi bara kenni börnum og unglingum skirlífi. Það er því eðlilegt að fólk spyrji hvort þessi skirlífisáróður virki.
Washington Post birtir í morgun frétt um niðurstöður stærstu könnunar sem gerð hefur verið á skirlífiskennslu, og niðurstaðan sýnir að skirlífiskennsla hefur akkúrat engin áhrif á hvort unglingar stundi kynlíf. Sem kemur svosem ekki á óvart.
A long-awaited national study has concluded that abstinence-only sex education, a cornerstone of the Bush administration's social agenda, does not keep teenagers from having sex. Neither does it increase or decrease the likelihood that if they do have sex, they will use a condom.
Í stuttu máli er stunda unglingar sem fá "abstinence only" kennslu nákvæmlega jafn mikið kynlíf og unglingar sem ekki fá slíka kennslu.
"There's not a lot of good news here for people who pin their hopes on abstinence-only education," said Sarah Brown, executive director of the National Campaign to Prevent Teen Pregnancy, a privately funded organization that monitors sex education programs. "This is the first study with a solid, experimental design, the first with adequate numbers and long-term follow-up, the first to measure behavior and not just intent. On every measure, the effectiveness of the programs was flat."
Stjórnin hefur samt engan hug á að hætta að fjármagna áróður sem hefur nákvæmlega ekkert gildi:
Harry Wilson, a top official in the Department of Health and Human Services, said yesterday that the administration has no intention of changing funding priorities in light of the results.
Að vísu hafa stuðningsmenn skirlífiskennslu hafa haldið því fram að þessi kennsla hafi áhrif á viðhorf unglinga til kynlífs, þeim sem sé kennt að stunda ekki kynlíf stundi minna kynlíf, þó þeir hugsanlega byrji á sama tíma og aðrir, og að lokum, að skirlífiskennsla 'bæti siðferðiskennd þeirra". Það má ábyggilega veita hundruðum milljóna árlega í að "bæta siðferðiskennd" unglinga með eitthvað effektívari hætti en að reyna að fá þá til að ignorera eðlilegan hormónabúskap sinn og innræta þeim kristilegan siðferðisboðskap aftan úr miðöldum.
En látum vera að ríkisstjórnin verji hundruðum milljóna til þess að fjármagna prógramm sem hefur engin áhrif. Það eru hinsvegar vísbendingar um að skirlífiskennsla stjórnarinnar sé beinlínis skaðleg. Athugun bandaríkjaþings frá 2004 á kennsluefni í 13 mest notuðu námskeiðunum sýndi að kennsluefnið var mjög misjafnt að gæðum:
The report concluded that two of the curricula were accurate but the 11 others, used by 69 organizations in 25 states, contain unproved claims, subjective conclusions or outright falsehoods regarding reproductive health, gender traits and when life begins.
Og hverskonar snilld er kennd í skirlífisprógrömmum á kostnað skattgreiðenda? Grein Washington Post nefndi eftirfarandi gullkorn:
- A 43-day-old fetus is a "thinking person."
- HIV, the virus that causes AIDS, can be spread via sweat and tears.
- Condoms fail to prevent HIV transmission as often as 31 percent of the time in heterosexual intercourse.
Samkvæmt tölum bandaríska heilbrigðisráðuneytisins eru smokkar öruggir í 97% tilfella, það eru engar tölur til um hlutfall samkynhneigðra unglinga með alnæmi - enda ekki vitað hversu margir unglingar eru samkynhneigðir, og þó menn geti haft ólíkar skoðanir á ágæti fóstureyðinga, og sumir vilji tala um fóstur sem "tilvonandi mannverur" held ég að það sé leitun að fólki sem trúir því að hægt sé að vísa til 43 daga fósturs sem "hugsandi mannveru".
Ef skirlífisprógrömm næðu tilætluðum árangri, og minnkuðu kynlíf meðal unglinga, gæti ég skilið að alríkisstjórnin og talsmenn fjölskyldugilda vildu halda áfram að fjármagnun þeirra, en í ljósi þess að þau eru fullkomlega gagnslaus - og dreifa röngum og skaðlegum upplýsingum - er ótrúlegt að stjórnin vilji halda þeim áfram. Carpetbagger report bloggið hafði þetta að segja:
The fiasco is a microcosm of everything thats wrong with the Bush administrations approach to public policy ignore facts, waste money, placate extremists, and hope no one notices. It would be hilarious if it werent so pathetic.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Newt Gingrich, sem var í fylkingarbrjósti repúblíkana sem gátu ekki á sér heilum tekið vegna þess hversu skelfilegt og hræðilega ósiðsamlegt framferði Clinton hefði verið, hefur nú viðurkennt að hafa sjálfur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi meðan á Clinton-Lewinsky krossferðinni stóð.
Þetta væru ekki fréttir nema vegna þess að Gingrich og repúblíkanaflokkurinn hafa fram til þessa þóst vera sjálfskipaður verðir siðgæðis og "fjölskyldugilda". Skv Boston Globe:
"There are times that I have fallen short of my own standards. There's certainly times when I've fallen short of God's standards." Gingrich argued in the interview, however, that he should not be viewed as a hypocrite for pursuing Clinton's infidelity.
Nei auðvitað ekki - því eins og við vitum geta eiga repúblíkanar hugtökin siðgæði og heiðarleiki... En Gingrich er ekki bara hræsnari, hann er líka skíthæll!
Gingrich, who frequently campaigned on family values issues, divorced his second wife, Marianne, in 2000 after his attorneys acknowledged Gingrich's relationship with his current wife, Callista Bisek, a former congressional aide more than 20 years younger than he is.
His first marriage, to his former high school geometry teacher, Jackie Battley, ended in divorce in 1981. Although Gingrich has said he doesn't remember it, Battley has said Gingrich discussed divorce terms with her while she was recuperating in the hospital from cancer surgery.
Gingrich married Marianne months after the divorce.
Ég held að það ætti að vera nokkuð ljóst hvor hefur hreinni skjöld, Clinton eða Gingrich - en "íhaldssamir" hægrimenn sem trúa á "fjölskyldugildi" virðast engu að síður enn trúa því að sá síðarnefndi sé "þeirra maður", því Gingrich er víst að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til forseta 2008, sem fulltrúi "íhaldsmanna" í flokknum.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)