Newt Gingrich stóð í framhjáhaldi meðan hann var að ofsækja Clinton

Gingrich skilur að siðprýði er mikilvægur eiginleiki í öðru fólki...Newt Gingrich, sem var í fylkingarbrjósti repúblíkana sem gátu ekki á sér heilum tekið vegna þess hversu skelfilegt og hræðilega ósiðsamlegt framferði Clinton hefði verið, hefur nú viðurkennt að hafa sjálfur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi meðan á Clinton-Lewinsky krossferðinni stóð.

Þetta væru ekki fréttir nema vegna þess að Gingrich og repúblíkanaflokkurinn hafa fram til þessa þóst vera sjálfskipaður verðir siðgæðis og "fjölskyldugilda". Skv Boston Globe:

"There are times that I have fallen short of my own standards. There's certainly times when I've fallen short of God's standards." Gingrich argued in the interview, however, that he should not be viewed as a hypocrite for pursuing Clinton's infidelity.

Nei auðvitað ekki - því eins og við vitum geta eiga repúblíkanar hugtökin siðgæði og heiðarleiki... En Gingrich er ekki bara hræsnari, hann er líka skíthæll!

Gingrich, who frequently campaigned on family values issues, divorced his second wife, Marianne, in 2000 after his attorneys acknowledged Gingrich's relationship with his current wife, Callista Bisek, a former congressional aide more than 20 years younger than he is.

His first marriage, to his former high school geometry teacher, Jackie Battley, ended in divorce in 1981. Although Gingrich has said he doesn't remember it, Battley has said Gingrich discussed divorce terms with her while she was recuperating in the hospital from cancer surgery.

Gingrich married Marianne months after the divorce.

Ég held að það ætti að vera nokkuð ljóst hvor hefur hreinni skjöld, Clinton eða Gingrich - en "íhaldssamir" hægrimenn sem trúa á "fjölskyldugildi" virðast engu að síður enn trúa því að sá síðarnefndi sé "þeirra maður", því Gingrich er víst að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til forseta 2008, sem fulltrúi "íhaldsmanna" í flokknum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já, alveg hreint ótrúleg þessi hræsni. Þessir menn básúna kristnum 'siðgæðisgildum' og leyfa sér að dæma mann og annan fyrir hluti sem þeir eru síðan oftar en ekki staðnir að því að stunda sjálfir. Ted Haggart er nýlegt dæmi - lagði mikið upp úr því að fordæma homma, en átti síðan í hommasambandi sjálfur. Sorglegt.

Þarfagreinir, 10.3.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta eru skíthælar upp til hópa. Það má telja á fingrum sér þingmenn sem koma fram eins og þeir eru klæddir.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband