Færsluflokkur: lönd sem heita "stan"

Anti Defamation League skerst í leikinn Borat-Kasakstan deilunni: "Borat er dóni, og segir ljóta hluti"

Borat White House.jpg

Bandarísk blogg hafa verið að fjalla um þrjá hluti undanfarna tvo daga: 1) Macaca, 2) Foley, 3) Borat. Og fyrir vikið höfum við öll gleymt NIE skýrslunni - en það er nógur tími fram að kosningum til að velta því fyrir sér utanríkisstefna bandaríkjastjórnar og hversu hörmulega mislukkuð, og næstum fyndin hún er, þ.e. ef hún kostaði ekki milljarða í almannafé, og þúsundir mannslífa. Og svo eru það auðvitað fréttir af tengslum Karl Rove og Abramoff.

En svoleiðis alvörufréttir eru frekar depressing - og þessvegna hef ég hugsað mér að halda mig við Borat og Macaca í bili. Og það er af nógu að taka!

The Anti Defamation League, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með andsemítisma og árásum á gyðinga hefur séð ástæðu til þess að útskýra það fyrir Bandaríkjamönnum að Kasakstanski blaðamaðurinn Borat sé bara grín - hann sé EKKI TIL Í ALVÖRUNNI, og því engin ástæða til að vera að taka skoðanir hans á gyðingum of alvarlega. (Samkvæmt Borat ætti að skjóta gyðinga, því þeir eru vondir, með stór nef, gráðugir og almennt til ama). En ADL telur samt ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því hversu dónalegur Borat sé, og svo sé voða voða ljótt að gera grín að Kakakstan. ADL telur sig nefnilega líka vita hverngi best sé að gera grín: "It would have been better to have used a mythological country". Reyndar eru kaflar í fréttatilkynningu ADL sem eru frekar fyndnir:

"When approaching this film, one has to understand that there is absolutely no intent on the part of the filmmakers to offend, and no malevolence on the part of Sacha Baron Cohen, who is himself proudly Jewish. We hope that everyone who chooses to see the film understands Mr. Cohen's comedic technique, which is to use humor to unmask the absurd and irrational side of anti- Semitism and other phobias born of ignorance and fear.

"We are concerned, however, that one serious pitfall is that the audience may not always be sophisticated enough to get the joke, and that some may even find it reinforcing their bigotry.

"While Mr. Cohen's brand of humor may be tasteless and even offensive to some, we understand that the intent is to dash stereotypes, not to perpetuate them. It is our hope that everyone in the audience will come away with an understanding that some types of comedy that work well on screen do not necessarily translate well in the real world - especially when attempted on others through retelling or mimicry.

"It is unfortunate that Mr. Cohen chose to make jokes at the expense of Kazakhstan. It would have been better to have used a mythological country, rather than focus on a specific nation."

Fréttatilkynningu ADL má sjá hér. Reyndar held ég að flestir Bandaríkjamenn hefðu staðið í þeirri meiningu að Kasakstan væri "mythological made up country" - þ.e. ef landkynningarráðuneyti Kasakstan hefði ekki farið að draga athygli allra að því að Kasaktstan væri í alvörunni alvöru land.

M


Borat heldur blaðamannafund, staðhæfir að auglýsingar Kasakstan séu lygar, svívirða

borat.jpg

Áhugamenn um utanríkismál fyrrum Mið-Asíulýðvelda Sovétríkjanna hafa undanfarna daga verið að fylgjast með samskiptum blaðamannsins Borat og Föðurlandsástarráðuneytis Kasakstan. Og nú rétt í þessu bárust okkur fréttir um veraldarvefina að Borat hafi haldið blaðamannafund í Washington, fyrir utan sendiráð Kasakstan, þar sem hann hélt því fram að Kasakar hafi misskilið þetta allt:

According to Borat, it turns out the Kazakh government loves “Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.”

Borat heldur því fram að auglýsingar í New York times séu lygar, "disgusting fabrication",  sérstaklega staðhæfingar um að Kasakar komi vel fram við konur, og virði öll trúarbrögð. Þetta eru auðvitað lygar, og partur af

propaganda campaign against our country by evil nitwits, Usbekistan, who as we all know are evil wicked people with a bone in the middle of their brain

Utanríkismálaráðherra Kasakstan sé þess utan Usbekskur flugumaður, og Borat lofaði því að réttmæt stjórnvöld Kasakstan hefðu ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn vondu hálfvitunum í Usbekistan. Það er hægt að sjá vídeóupptöku af þessum blaðamannafundi á YouTube. Part I, Part II.

Að blaðamannafundinum loknum hélt Borat til Hvíta hússins, krafðist þess að hitta forsetann, en var vísað á brott af leyniþjónustunni. Bush ætlar hins vegar að hitta Nursultan A. Nazarbayev á morgun.

M


Htinar í kolunum í Kazakstan - Borat deilunni

borat.jpg

Þetta Borat-Kasakstan mál hefur vitaskuld alls ekkert með bandarísk samfélags- eða stjórnmál að gera, nema kannski að Kasakstan er svo annt um hvað bandaríkjamönnum finnst um sig og sitt fallega land, að landkynningarráðuneytið hefur keypt upp heilar FJÓRAR blaðsíður af New York Times í dag til þess að auglýsa ágæti og fegurð landsins, gáfur og glæsileik þjóðarinnar, og mikilfengleik sögu og menningar. (Auglýsingarnar eru ekki aðgengilegar á netinu, því miður.) Allt vegna þess að forsprakkar Kasaka óttast hvað bandarískum kvikmyndahúsagestum muni finnast um Kasakstan eftir að hafa séð nýju Borat-myndina.

The costly ad supplement, which appears in the middle of the Times' first section, makes no mention of Borat or the movie. The government has also produced ads to be shown on U.S. television.

Reyndar finnst mér ólíklegt að margir af lesendum NYT hefðu farið að sjá Borat í bíó. Sérstaklega ef kasakstanska Áróðurs- og föðurlandsástarráðuneytið hefði ekki farið að draga athygli allra að þessari kvikmynd, því hvað á maður að halda, þegar morgunblaðið manns er alltíeinum með tveggja opnu auglýsingu frá einhverju landi sem maður var búinn að gleyma að væri til? Meðalbandaríkjamaðurinn hefur sennilega jafn litla hugmynd um hvar Kasakstan er á kortinu og Burkina Faso (sem ég hef svosem sjálfur enga hugmynd um hvar er, einhverstaðar fyrir sunnan miðbaug, sennilega?). Ég hugsa að Sasha Baron Cohen hefði ekki getað óskað sér betri auglýsingu.

M


Kazakstan biður Bush um aðstoð í stríði sínu við Borat

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_nursultan_nazarbayev.jpg

Borat er öllum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur - og svo líka okkur sem höfum áhuga á erjum á milli landa sem heita Stan og sjónvarspkaraktera. Reyndar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á öllum Stan löndum Mið-asíu. Það er eitthvað alveg sérstaklega spennandi við stað sem enginn veit hvar er á landakorti. Kyrgistan? eða Usbekistan? Maður þarf að vera alveg sérstök tegund af landafræðinörd til að vita muninn á þessum löndum!

En þessi lönd eru víst til, og þar býr víst líka fólk, og öllu þessu fólki er alveg afskaplega ílla við það að andstyggilegum vesturlandabúum eins og mér finnist föðurlönd þeirra fyndin. Og ergelsi þeirra beinist auðvitað fyrst og fremst að Borat, sem hefur gert það að lifibrauði sínu að gera grín að þeim.

Wonkette, sem hefur eins og ég, áhuga á asnalegum fréttum, hefur verið að fylgjast með Borat-Kasakstan deilunni, og að því er ég get best séð eru staðreyndir málsins þær að Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstan, var sagður ætla að tala um Borat við Bush bandaríkjaforseta þegar fundum þeirra bar saman um daginn - en svo neitar sendiráð Kasakstan og talsmenn forsetans því staðfastlega að þeir hafi rætt Boratmál. Þetta er eitthvað skemmtilegasta prómó fyrir kvikmynd sem ég hef nokkurntímann séð - því Borat - the movie er á leiðinni í kvikmyndahús.

Fyrir þá sem hafa áhuga á Boratmálum bendi ég á eftirfarandi fréttir og heimasíður:

Lengi lifi Sasha Baron Cohen!

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband