Færsluflokkur: Senílir pólítíkusar
Í Bandaríkjunum hafa yfirlýsingar Carter vakið nokkra athygli, því það er ekki til siðs að fyrrverandi forsetar gagnrýni sitjandi forseta, allra síst með þessum hætti. Gagnrýni Carter á Blair hefur því skiljanlega vakið mun minni athygli. Reyndar sagði Carter bara að utanríkisstefna forsetans væri sú verasta í sögunni, og að Bush hefði svikið arfleið repúblíkanaflokksins, Bush eldri, Reagan og jafnvel Nixon. Skv. AP:
"I think as far as the adverse impact on the nation around the world, this administration has been the worst in history," Carter told the Arkansas Democrat-Gazette in a story that appeared in the newspaper's Saturday editions. "The overt reversal of America's basic values as expressed by previous administrations, including those of George H.W. Bush and Ronald Reagan and Richard Nixon and others, has been the most disturbing to me."
Carter spokeswoman Deanna Congileo confirmed his comments to The Associated Press on Saturday and declined to elaborate. He spoke while promoting his new audiobook series, "Sunday Mornings in Plains," a collection of weekly Bible lessons from his hometown of Plains, Ga.
..."We now have endorsed the concept of pre-emptive war where we go to war with another nation militarily, even though our own security is not directly threatened, if we want to change the regime there or if we fear that some time in the future our security might be endangered," he said. "But that's been a radical departure from all previous administration policies."
Það er kannski ekkert sérstaklega merkilet við þessa yfirlýsingu Carter, aðallega vegna þess að þetta eru ekkert sérstakla próvókerandi yfirlýsingar. Mér sýnist nefnilega að deilur um "arfleið" Bush snúist núorðið um hvort hann verði talinn versti forseti Bandaríkjasögunnar, eða hvort hann verði aðeins einn af verstu forsetum sögunnar...
Carter gagnrýnir stuðning Blairs við Íraksstríðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 19.5.2007
Rumsfeld setur á laggirnar rannsóknar og menntastofnun, mun veita gráður í 'Master of the Destruction of Foreign Countries'
Að auki mun rannsókna og menntasetur Rumsfeld fást við tilvistarspeki og ljóðlist. Samkvæmt Washington Times:
Rumsfeld has moved to new offices on M Street Northwest where he is working on setting up a new foundation, according to Larry Di Rita, a former Pentagon spokesman and Rumsfeld aide. ...
"He's [Rumsfeld, þ.e.] considering a lot of things but he wants to remain engaged in public policy issues and is in the process of creating a foundation that would involve teaching and research fellowships for graduate and post-graduate students," ... The goal is to promote continued U.S. engagement in world affairs in furtherance of U.S. security interests.
Þetta finnst bloggurum í Bandaríkjunum auðvitað alveg stórfyndið, því Rumsfeld er frægastur fyrir að hafa lagt grunninn að einhverju hörmulegasta fíaskói í sögu bandarískrar utanríkisstefnu.
Rumsfeld verður þó einnig minnst fyrir framlag sitt til stjórnmálaheimspeki, því við hann er kenndur heill skóli tilvistarspeki. Rumsfeld minnti okkur t.d. á raunveruleika stríðs og hernaðar, og að maður færi í stríð með þann her sem maður hefði en ekki einhverja aðra ímyndaða heri:
As you know, you go to war with the Army you have. Theyre not the Army you might want or wish to have at a later time.
Þetta sagði Rumsfeld desember áttunda, 2004, á fundi með hermönum í Kuwait, og ég held satt best að segja að þetta sé ein uppáhaldstilvitnun mín í stjórnmálaleiðtoga eða hernaðarsnilling, og ég þori að veðja að þessi tilvitnun muni lifa í manna minum um ókomnar aldir og halda nafni Rumsfeld á lofti löngu eftir að aðrir meðlimir Bush stjórnarinar verða öllum gleymdir...
En Rumsfeld hefur sagt fleira skemmtilegt í gegn um tíðina - t.d. um hvar gereyðingarvopn Saddam væru. Í viðtali á ABC fyrir rúmum fjórum árum sagði Rumsfeld:
We know where they are. Theyre in the area around Tikrit and Baghdad and east, west, south and north somewhat.
"East, west, south and north, somewhat." Það þarf alvöru snilling til að láta sér detta í hug að svara spurningu með þessum hætt, og ég efast eiginlega um að það sé hægt að kenna svona snilli í rannsóknarskólastofnun, þó hún sé rekin af Rumsfeld sjálfum!
Og fyrst við erum farin að tala um snilligáfu Rumsfeld er rétt að rifja enn og aftur upp ljóð hans, "the known and unknown unknowns", upprunalega flutt á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins þann 12 febrúar 2002:
- Reports that say, that something hasn't happened
- are always interesting to me,
- because as we know, there are known knowns;
- there are things we know we know.
- We also know there are known unknowns;
- that is to say, we know there are some things we do not know.
- But,
- there are also unknown unknowns the ones we don't know...
- we don't know.
Ég skal hundur heita ef það leynast ekki fleiri gullmolar í persónulegum pappírum Rumsfeld.
M
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 13.2.2007
McCain óttast að stríðið í Írak verði óvinsælt... fréttaskýrendur óttast að McCain hafi tapað öllu raunveruleikaskyni
John McCain tapaði prófkjöri repúblíkanaflokksins árið 2000, þrátt fyrir að vera augljóslega skynsamari og ábyrgari en helsti mótframbjóðandinn, George Bush yngri. En skynsemi og yfirvegun máttu sín lítils gegn ófrægingarmaskínu Karl Rove og "the wingnut vote" sem Bush virðist hafa reytt sig á. En McCain er maður sem lærir af fyrri mistökum, og því virðist forsetaframboð hans 2008 eiga að snúast um 1) hræsni og svik við fyrri yfirlýsingar, 2) að sleikja upp vitfirringa á borð við Jerry Falwell, sem McCain hefur áður fordæmt, og mikilvægasti parturinn: 3) fullkominn flótta frá raunverulaikanum...
Og þó flipflop McCain séu skemmtileg (maðurinn hefur skift um skoðun á mikilvægum málum, eins og réttindum samkynhneigðra, tvisvar í einu sjónvarpsviðtali!), og þó nýfundin ást hans á trúarofstækismönnum sé svívirðileg er það raunveruleikaflótti McCain sem er eiginlega merkilegastur.
Í gær lýsti McCain því nefnilega yfir að hann óttaðist að Bandaríska þjóðin kynni að snúa bakinu við stríðinu í Írak!
"By the way, a lot of us are also very concerned about the possibility of a, quote, 'Tet Offensive.' You know, some large-scale tact that could then switch American public opinion the way that the Tet Offensive did," the Arizona senator said.
Nú hlýtur maður að spyrja, hvernig gæti almenningsálitið "snúist" þegar kemur að stríðinu? AP reynir að útskýra þennan sögulega referens McCain þannig:
Tet, a massive invasion in 1968 of South Vietnam by Communist North Vietnamese, inflicted enormous losses on U.S. and South Vietnamese troops and is regarded as a point where public sentiment turned sharply against the war.
Og það er þá von að maður spyrji: Getur almenningsálitið snúist "gegn" stríðinu í Írak? Það væri aðeins hægt ef almenningsálitið væri fyrst fylgjandi stríðini, ekki satt? Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er nefnilega andsnúinn stríðinu, og þvi hvernig ríkisstjórnin hefur kosið að há það. 63% Bandaríkjamanna vilja að ALLIR hermenn verði kallaðir aftur Í ÁR! Við erum ekki að tala um nauman meirihluta sem hafi efasemdir um stríðið og vilji að það verði fækkað í hernum í Írak - nei, yfirgnæfandi meirihluti alemennings vill að Bandaríkjaher geri akkúrat það sem Bandaríkin þurftu að gera í Vietnam: Viðurkenna ósigur og fara heim! 62% telja að það hafi verið mistök að ráðast í Írak til að byrja með!
Nú má vel vera að McCain hafi eitthvað annan skilning en við hin á því hver þessi "almenningur" sé, og hvert álit hans sé á stríðinu í Írak. Og kannski finnst honum að almenningsálitið ekki "sharply against the war"...
Og ef svo er getur vel verið að McCain sé klókari og í betri tengslum við raunveruleikann en virðist við fyrstu sýn, því þrátt fyrir allt hafa Bandaríkjamenn "bara" misst um 3000 manns í þessu fáránlega stríði sínu. Og ástandið gæti hæglega orðið verra. Meðan Bush virðist neita að horfast í augu við hversu slæmt ástandið er nú þegar orðið er McCain hugsanlega byrjaður að hafa áhyggjur af því að það sé um það bil að verða enn verra, því þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn stríðinu getur andstaðan orðið enn háværari.
Kannski er McCain ekki alveg eins vitfirrtur og sumir fréttaskýrendur og liberal bloggarar í Bandaríkjunum halda? En ef McCain er virkilega farinn að óttast að ástandið geti orðið enn verra ætti hann að reyna að sýna smá ábyrgðarkennd og koma hreint fram við kjósendur, frekar en að vera að eltast við stuðning veruleikafirrtustu kjósenda repúblíkanaflokksins, sem halda að það sé enn hægt að merja út einhverskonar "sigur" í Írak.
M
Í tilefni Martin Luther King dagsins, sem var á mánudaginn, finnst mér viðeigandi að halda mér við fréttir um samskifti kynþáttanna í Bandaríkjunum. Í gær birtust fréttir á annarri hverri bloggsíðu um Frank D. Hargrove, sem er þingmaður Repúblíkana í fylkisþingi Virginíu. Í ræðu sem Hargrove flutti til að lýsa andstöðu sinni við að Virginíufylki bæði svarta Bandaríkjamenn afsökunar á þrælahaldinu, lýsti hann því yfir að þessi þrælaþráhyggja væri mjög skaðleg. Það væri alls ekki gott fyrir samfélagið að vera alltaf að rifja upp þrælahald, og að það væri löngu kominn tími til að afkomendur þrælanna kæmust yfir þessa fortíð sína...
black citizens should get over it
Við þetta æstust negrarnir og allskonar vinstrimenn:
In an unusual and tense exchange on the floor of the House of Delegates, Democratic Dels. A. Donald McEachin of Henrico County and Dwight Clinton Jones of Richmond defended a proposed resolution that seeks a state apology for slavery.
"When somebody tells me that I should just get over slavery, I can only express my emotion by suggesting that I am appalled," said Jones, chairman of the Legislative Black Caucus.
In a floor speech, Jones -- a Baptist pastor -- said he would apologize where others wouldn't.
"I want to apologize. I want to apologize to the mothers and fathers of my ancestors who were transported to this nation against their will in order that this nation might be built upon their backs.
"I want to apologize to the mothers and fathers of the civil-rights generation who were hosed and bitten by dogs, and their children were killed in churches as they burned," he said.
Það fer engum fréttum af því hvort Hargrove hafi kosið að móðga svertingja eitthvað meira, en honum fannst hann hafa skilið út aðra minnihlutahópa sem ættu líka skilið að fá að heyra það:
In yesterday's Daily Progress, Hargrove was quoted as wondering how far such apologies should go, saying, "Are we going to force the Jews to apologize for killing Christ? Nobody living today had anything to do with it.
Svo skemmtilega vildi nefnilega til að einn af helstu gagnrýnendum Hargove var einn af þessum Jesúmorðingjum, David L. Englin, og honum var ekki skemmt. Englin og Hargrove sitja víst líka hlið við hlið í þingsalnum. En Hargrove fannst engin ástæða til að draga neitt af þessum athugasemdum til baka, eða biðja neinn afsökunar, enda væru gagnrýendurnir allir óþarflega hörundsárir...
Englin, one of three Jewish delegates, recalled to the House how he was picked on when he was a child because of the misperception that Jews killed Jesus. ... "I want you all to understand . . . what it means when people of the respect and stature of a member of this body perpetuate the notion that Jews killed Christ."
En Hargrove til varnar verður að taka fram að hann "meinti ekkert" með þessu, enda 79 ára og gamlir karlar hafa víst leyfi til að segja alla andstyggilega og vitlausa hluti sem þeim dettur í hug.
House Majority Leader H. Morgan Griffith, R-Salem, said, "I can see how people would be offended. But knowing Frank, I know he didn't mean anything."
M
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um daginn voru þingmenn 110 löggjafarþings Bandaríkjanna samankomnir í Washington til að sverja embættiseið. Við þessa athöfn var haldin einhverskonar bænastund, þar sem allir aðrir en heiðingjar og villutrúarmannenn í Demokrataflokknum tóku þátt. (Þeir söfnuðust sennilega allir saman í myrkri kjallarakompu og lögðu á ráðin um hvernig þeir gætu með áhrifaríkustum hætti grafið undan bandarískri siðmenningu...)
Til þess að vega upp á móti allri heiðninni og trúvillunni í flokksbræðrum sínum ákvað öldungadeildarþingmaðurinn Robert Byrd (D-WV), sem er 89 ára gamall, að standa prívat og persónulega fyrir einhverskonar vakningarsamkomu og gólaði viðstöðulaust upp úr eins manns hljóði "hallelúja" "í jesú nafni", "dýrð sé drottni í upphæðum" og eitthvað álíka!
Byrd was [...] in a mood to give praise, calling out "Yes, Lord" and "Praise Jesus" during the prayer that kicked off the Senate portion of the 110th Congress' opening.
Öll þessi hróp og köll höfðu eitthvað dregið úr honum mátt, því þegar Byrd átti að ganga fyrir varaforsetann Darth Cheney, hné hann niður. Og nú er ekki nema von að menn spyrji sig: Hlýtur ekki að vera eitthvað samband á milli þess að Byrd skuli hníga niður þegar hann nefndi frelsarann á nafn í návist Cheney? Sem betur fer var öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn - sem er fyrrverandi geimfari, hvorki meira né minna - staddur rétt við Byrd, og bjargaði Byrd:
He stumbled after coming forward with several other senators ... to take the oath of office from Vice President Dick Cheney.
"I wasn't thinking anything. I was standing right behind him. I was afraid he broke something," Glenn said, noting that Byrd's ankle appeared to twist. Other senators and Glenn helped Byrd get to his feet.
"Hallelujah!" Byrd proclaimed after steadying himself with the help of Glenn and other senators and walking back to join his colleagues, a cane in each hand. "Hallelujah!" He appeared to be uninjured.
Byrd er ekki bara þekktur fyrir að vera gamalmenni og eldheitur trúmaður: hann er líka fyrrverandi meðlimur í ungmennafélaginu Ku-Klux-Klan, og þótti af Klan-bræðrum sínum vera svo duglegur við að hata negra og aðra minnihlutahópa að hann var fljótt gerður að "Exalted Cyclops" sem er æðsta staðan innan lókal Klan-hópsins. Nokkurnveginn sambærilegt því að vera Gauleiter í nasistaflokknum...
M
Senílir pólítíkusar | Breytt 8.1.2007 kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 20.12.2006
Loksins svar við einni af ráðgátum okkar daga: Hver drap Bamba? Hver annar en Dick Cheney!
Þessi spurning hefur brunnið á vörum allra í umþaðbil þrjá áratugi, eða svo, hver drap bamba?! Hipparnir hafa verið bendlaðir við þetta ódæðisverk - enda þeim ekki treystandi. En nú kemur semsagt í ljós að það líklega hefur Dick Cheney verið á bakvið dauða Bamba!
Í allan dag og gær, hef ég, milli þess að baka piparkökur og drekka kaffi, verið að fylgjast með magnaðri frétt um dautt dádýr fyrir utan the Naval Observatory, sem er opinber bústaður varaforsetans. (Myndin hér til hliðar er af dádýrinu, dauðu). Um helgina urðu vegfarendur varir við að það lá dautt dádýr utaní the Cheney compound - sumir reyndu að biðja lögregluna að fjarlægja dýrshræið, en þremur dögum síðar liggur dýrið ennþá jafn dautt fyrir allra augum:
People passing by the vice president's residence over the weekend were shocked to see a dead deer on his lawn. "Who killed it!?" asked one horrified witness. "The deer has been there a while, because a friend E-mailed me earlier this morning to report the sad sighting. I just saw it myself, in a cab going down [Massachusetts Ave.]. I'm crying."
Another source confirmed the carcass on the grounds of the U.S. Naval Observatory, where the vice president lives. "I was walking to work and tried my best to look away,"
Þetta bambamorð hefur augljóslega vakið mikinn óhug meðal vegfarenda sem senda tölvupóst til fjölmiðla, og bloggmiðla. Fréttin var fyrst á Wonkette - og þvínæst á NY Daily News, sem hringdi í skrifstofu Cheney til að krefjast skýringa. Starfsmenn varaforsetans neituðu hins vegar að svara spurningum um dádýrið eða önnur morð í nágrenninu, og vísuðu á lögregluyfirvöld.
NY Daily News telur reyndar að sennilega hafi Cheney verið að reyna að drepa hinn goðsagnakennda Rúdolf - en hann var hreindýr en ekki dádýr. En Cheney hefur áður farið dýrategundavillt þegar kemur að því að skjóta á hluti sem hreyfast - það er öllum enn í fersku minni þegar hann skaut annað gamalmenni - vin sinn og Texas Bigwig Harry Whittington í andlitið á veiðiferð fyrr í ár. Þá þóttist Cheney hafa verið á rjúpnaskytteríi.
M
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 4.12.2006
Galin gamalmenni: Öldungadeildarþingmaðurinn Pete Domenici (R-New Mexico) ráfar um þingsali í náttfötunum
Bandaríkjamenn eiga það til að sinna ýmsum erindum í náttbuxunum - það er t.d. alsiða að háskólanemar mæti í náttbuxunum í skólann meðan próf standa yfir. Og yfirleitt kippir fólk sér ekki upp við að sjá fullorðið fólk á náttfötunum úti í búð. Ég veit ekki hvort þessi siður er bundinn við Miðvesturríkin, en það virðist vera almenn skoðun fólks að náttbuxur séu ásættanlegur klæðnaður í siðaðra manna samfélagi.
En það virðist sem þessi siður þyki ekki nógu fínn í Washington D.C., því á föstudaginn varð uppi fótur og fit þegar starfsmenn þingsins sáu til öldungadeildarþingmannsins Pete Domenici þar sem hann var á einhverju rápi, ógirtur, klæddur í náttbuxur og stóra skyrtu. Domenici, sem er 75 ára gamall, virtist vera á stefnulaus ráfi um ganga þinghússins í buxum sem sjónarvottar sögðu að gætu ekki hafa verið neitt annað en náttbuxur. Aðrir þóttust hafa séð Domenici á nærbrókinni... Samkvæmt The Hill: (The Hill krefst áskriftar, sem ég tími ekki að punga út, en Raw Story birti parta úr greininni):
We had a number of reports Friday that Sen. Pete Domenici (R-N.M.) was wandering the halls of Senate office buildings in his jammies, ... Two staffers said they saw the Senator wearing 'tartan' or 'buffalo plaid' pajama bottoms and a 'loose-fitting shirt.' By the end of the day, one informant called to say she heard Domenici was walking around in his boxers.
Domenici brást hinn versti við þessum aðdróttunum:
What are people talking about walking the halls? I work! the 74-year-old Domenici said, sounding a tad indignant that folks would assume his lightweight wool plaid pants were pajamas. These pants have two pockets like any else.
Theyre comfy, and theyre fun, he said. People stop me to talk about them. Theyre Christmasy, theyre black and white.
Þannig eru semsagt buxur skilgreindar af orðskilgreiningarráðuneyti Repúblíkana? Eitthvað sem er með tvo vasa? Fyrir þarsíðustu jól keypti ég mér einmitt svona buxur, úr þykkri bómull með tveimur vösum. Það hafa þá verið fullkomlega legitimate vinnubuxur, samkvæmt Domenici? Domenici hefur reyndar eina afsökun: það eru að koma jól, og þessi náttbuxnaárátta bandaríkjamanna er yfirleitt verst í Desember. En hvenær urðu svartur og hvítur að "jólalitum"? Ég hélt að grænn og rauður væru "jólalitirnir".
M
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirfarandi er minnisblað Rumsfeld til Bush, dagsett 6. nóvember. New York Times birti minnisblaðið í heild sinni í morgun, og fylgir því eftir með umfjöllun. Minnisblaðið sýnir að Rumsfeld var búinn að gera sér grein fyrir því að stríðið væri svo gott sem tapað, og að það væri komið að því að forsetinn horfðist í augu við hversu ömurlegt ástandið væri. Það er sérstaklega athyglisvert að Rumsfeld telur það með verstu kostum í stöðunni að "stay the course" (Reyndar segir Rumsfeld "Continue on the current path", og orðhenglar repúblíkanaflokksins eru ábyggilega tilbúnir til þess að halda því fram að þar með hafi Rumsfeld ekki verið að gera lítið úr "stay the course" stefnu forsetans)
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Rumsfeld, en mér sýnist hugmyndir hans flestar benda í rétta átt. (Jú, að vísu hef ég alltaf dáðst að því hvernig Rumsfeld setur saman furðulegar opinberar yfirlýsingar um hluti eins og "the known unknowns, and the unknown unknwonws", en yfirlýsingum Rumsfeld hefur veirð líkt við existensíalískan skáldskap. Eftirfarandi eitt af betri ljóðum Rumsfeld, performerað 12 febrúar 2002, á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins:
- Reports that say, that something hasn't happened
- are always interesting to me,
- because as we know, there are known knowns;
- there are things we know we know.
- We also know there are known unknowns;
- that is to say, we know there are some things we do not know.
- But,
- there are also unknown unknowns the ones we don't know...
- we don't know.
Minnismiðinn er ekki alveg stórkostlegur skáldskapur, en sem sæmilega raunsannt og skynsamt mat á stöðu mála er hann hreint ekki svo slæmur! Rumsfeld vill ekki fjölga hermönnum (eins og McCain og forsetinn hafa viljað), heldur vill hann byrja að draga niður herstyrk Bandaríkjanna. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum repúblíkana við minnisblaði Rumsfeld. Það sama má segja um Lieberman - sem er einhverskonar repúblíkani, en hann sagði að minnisblaðið hefði verið "in many ways surprising", og er mjög undrandi á að Rumsfeld vilji ekki fjölga hermönnum í Írak.
I must say, that the one thing he doesnt raise as a possibility is to increase the number of our troops there even though theres very broad criticism of Rumsfeld for having had too few American troops in Iraq after Saddam Hussein was overthrown. That may well be a critical part of the problems that weve been having lately.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stuðningsmenn stríðsins snúa sig út úr því að Rumsfeld sé fylgjandi einhverskonar "cut and run-and/or-redeploy" stefnu.
Nov. 6, 2006
SUBJECT: Iraq Illustrative New Courses of Action
The situation in Iraq has been evolving, and U.S. forces have adjusted, over time, from major combat operations to counterterrorism, to counterinsurgency, to dealing with death squads and sectarian violence. In my view it is time for a major adjustment. Clearly, what U.S. forces are currently doing in Iraq is not working well enough or fast enough. Following is a range of options:
ILLUSTRATIVE OPTIONS
Above the Line: (Many of these options could and, in a number of cases, should be done in combination with others)
¶Publicly announce a set of benchmarks agreed to by the Iraqi Government and the U.S. political, economic and security goals to chart a path ahead for the Iraqi government and Iraqi people (to get them moving) and for the U.S. public (to reassure them that progress can and is being made).
¶Significantly increase U.S. trainers and embeds, and transfer more U.S. equipment to Iraqi Security forces (ISF), to further accelerate their capabilities by refocusing the assignment of some significant portion of the U.S. troops currently in Iraq.
¶Initiate a reverse embeds program, like the Korean Katusas, by putting one or more Iraqi soldiers with every U.S. and possibly Coalition squad, to improve our units language capabilities and cultural awareness and to give the Iraqis experience and training with professional U.S. troops.
¶Aggressively beef up the Iraqi MOD and MOI, and other Iraqi ministries critical to the success of the ISF the Iraqi Ministries of Finance, Planning, Health, Criminal Justice, Prisons, etc. by reaching out to U.S. military retirees and Reserve/National Guard volunteers (i.e., give up on trying to get other USG Departments to do it.)
¶Conduct an accelerated draw-down of U.S. bases. We have already reduced from 110 to 55 bases. Plan to get down to 10 to 15 bases by April 2007, and to 5 bases by July 2007.
¶Retain high-end SOF capability and necessary support structure to target Al Qaeda, death squads, and Iranians in Iraq, while drawing down all other Coalition forces, except those necessary to provide certain key enablers for the ISF.
¶Initiate an approach where U.S. forces provide security only for those provinces or cities that openly request U.S. help and that actively cooperate, with the stipulation being that unless they cooperate fully, U.S. forces would leave their province.
¶Stop rewarding bad behavior, as was done in Fallujah when they pushed in reconstruction funds, and start rewarding good behavior. Put our reconstruction efforts in those parts of Iraq that are behaving, and invest and create havens of opportunity to reward them for their good behavior. As the old saying goes, If you want more of something, reward it; if you want less of something, penalize it. No more reconstruction assistance in areas where there is violence.
¶Position substantial U.S. forces near the Iranian and Syrian borders to reduce infiltration and, importantly, reduce Iranian influence on the Iraqi Government.
¶Withdraw U.S. forces from vulnerable positions cities, patrolling, etc. and move U.S. forces to a Quick Reaction Force (QRF) status, operating from within Iraq and Kuwait, to be available when Iraqi security forces need assistance.
¶Begin modest withdrawals of U.S. and Coalition forces (start taking our hand off the bicycle seat), so Iraqis know they have to pull up their socks, step up and take responsibility for their country.
¶Provide money to key political and religious leaders (as Saddam Hussein did), to get them to help us get through this difficult period.
¶Initiate a massive program for unemployed youth. It would have to be run by U.S. forces, since no other organization could do it.
¶Announce that whatever new approach the U.S. decides on, the U.S. is doing so on a trial basis. This will give us the ability to readjust and move to another course, if necessary, and therefore not lose.
¶Recast the U.S. military mission and the U.S. goals (how we talk about them) go minimalist.
Below the Line (less attractive options):
¶Continue on the current path.
¶Move a large fraction of all U.S. Forces into Baghdad to attempt to control it.
¶Increase Brigade Combat Teams and U.S. forces in Iraq substantially.
¶Set a firm withdrawal date to leave. Declare that with Saddam gone and Iraq a sovereign nation, the Iraqi people can govern themselves. Tell Iran and Syria to stay out.
¶Assist in accelerating an aggressive federalism plan, moving towards three separate states Sunni, Shia, and Kurd.
¶Try a Dayton-like process
Rumsfeld sendi forsetanum minnisblað um breytta stefnu gagnvart Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir akkúrat tíu mínútum síðan viðurkenndi Macaca að hafa tapað fyrir demokratanum Jim Webb. Örstuttu fyrr lýsti Conrad Burns sig sigraðan. Og við þurfum því að kveðja þessa tvo skemmtilegustu öldungardeildarþingmenn Bandaríkjanna. Það hefur að vísu ekkert sést til Burns - Allen mætti nefnilega á fund, og flutti ræðu, meðan Burns lét sér nægja að hringja í mótframbjóðanda sinn Jon Tester.
Burns, 71, didn't say what he plans to do now, though he indicated he was looking forward to taking some time off. "I hope there is still a good-sized buck out there, because I am going hunting," he said.
Burns er semsagt að fara að skjóta dýr. Dick Cheney eyddi þriðjdeginum á skytteríi einhverstaðar í Suður Dakóta. Það er sennilega mjög róandi fyrir taugarnar að drepa eitthvað? Samkvæmt áræðanlegum fréttum ætlar Allen hins vegar ekki að drepa neinn, eða neitt, þó hann hafi tapað á þriðjudaginn. Hann segist hins vegar hafa fundið það í biblíunni að hann ætti að játa sig sigraðann:
"The Bible teaches us there is a time and place for everything, and today I called and congratulated Jim Webb," he said.
Wonkette segir að Allen hafi hins vegar haft (bandarískan) fótbolta með sér á fundinn, og kastað honum glettnislega til eins gestanna. Myndin að ofan sýnir Allen með boltann. Ræðan var víst mjög kurteisleg - Allen gekk þá út með sæmd, en ekki í einhverskonar skrýtnu fýlukasti eins og Burns. Samkvæmt Wonkette, sem livebloggaði ræðuna:
Actually a gracious speech, and it sounded sincere. Nice to show a little class, we like.
Og þar sem Allen er seinasti öldungardeildarþingmaður Repúblíkana til þess að viðurkenna ósigur (það á ennþá eftir að klára að telja, eða telja aftur, í kosningum til nokkurra þingsæta) hef ég ákveðið að setja upp sorgarbúning á síðuna - þar til í fyrramálið, í það minnsta. Um hvað á ég að blogga núna, eftir að Conrad Burns, Rick Santorum, Katherine Harris og Macaca Allen eru öll dottin út af þingi, og búið að reka Donald Rumsfeld? Það er eins gott að Nancy Pelosi sé eins galin og hægrimenn og AM Talk radio hafa lofað okkur!
Allen hefur gefið í skyn að hann sé ekki alfarinn úr pólítík - það verði "a grand Macaca comeback" 2008. Að vísu ætlar Allen ekki lengur að reyna að bjóða sig fram til forseta. Núna er markið sett á fylkisstjórastól Virginíu eða sæti John Warner í öldungadeildinni.
M
Allen játar ósigur í Virginíu; fer ekki fram á endurtalningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 26.10.2006
Hryðjuverkamenn kjósa demokrataflokkinn
Ein aumasta röksemdafærslan fyrir því að Repúblíkanar séu þeir einu sem hægt sé að treysta til þess að leiða Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum er að hryðjuverkamennirnir séu allir einhverskonar demokratar, og að hryðjuverk og árásir á bandaríska hermenn í Írak séu allt partur af einhverskonar kosningaherferð Al-Qaeda fyrir Demokrataflokkinn. Ég hef svosem ekki persónulega séð neinar sannanir fyrir því að Abu Musab al-Zarqawi hafi ekki verið meðlimur í Demokrataflokknum, en það getur varla skipt nokkru máli hvort hryðjuverkamennirnir vilji að Demokratar eða Repúblíkanar vinni í kosningunum í nóvember. Kosningar snúast um að velja hæfasta fólkið til þess að stjórna og leiða þjóðir. Þær eru ekki tækifæri til þess að senda skilaboð til fanatíkusa í fjarlægum löndum.
En Repúblíkanar vita auðvitað að það myndi enginn heilvita manneskja sem hefur fylgst eitthvað með fréttum komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru réttu mennirnir til þess að stýra Bandaríkjunum. Þá er um að gera að sannfæra kjósendur um að Al-Qaeda yrði ægilega svekkt ef Repúblíkanar vinni. Og fyrst það er ekki hægt að sigra Al-Qaeda og "the insurgents" í Írak er allavegana hægt að ergja þá með því að kjósa Santorum og Conrad Burns?!
Í útvarpsviðtali hjá Scott Hennen, sem er talk radio host í Norður Dakota, lýsti Donald Rumsfeld því yfir að terroristarnir væru allir að vonast eftir sigri demokrata:
MR. HENNEN: I have a source in the Pentagon that has told me that recently there was a website of one of the terrorist groups, and I believe it might even be multiple websites, that are specifically in Arabic talking about influencing our elections in two weeks, about how the next two weeks is very crucial; the violence needs to be ramped up so as to influence the elections. Is that true?
SEC. RUMSFELD: I have seen those reports that there are terrorist websites that say that. It would be logical, obviously. It worked in Spain. And these people are smart. They're vicious. They're determined. And they watch very carefully what's taking place in the United States. They know there's this coming up. And I wouldn't doubt it for a second.
Rumsfeld hélt því fram að það væri "rökrétt" að hryðjuverkamenn væru að reyna að skapa glundroða til þess að demokrötum myndi ganga betur, og tók heilshugar undir analýsu Hennen:
Here they are, getting up every day saying, Weve got an election in two weeks in America, gang, and we want to change horses over there because we dont like the folks were having to deal with now; theyre a little tough on us. So lets get out there and lets make some noise.
Rumsfeld er ekki einn um þessar kenningar. Dick Cheney, Bush og Tony Snow hafa undanfarna viku allir reynt að halda þessu sama fram:
... the terrorists are actually involved and want to involve themselves in our electoral process, which must mean they want a change
Theres certainly a stepped up level of violence, and were heading into an election. They [Al Qaeda] believe that if they can create enough chaos, the American people will grow sick and tired of the Iraqi effort and will cause government to withdraw.
And as Lieutenant General Caldwell said today in his briefing in Baghdad, it is possible, although we don't have a clear pathway into the minds of terrorists, it is possible that they are trying to use violence right now as a way of influencing the elections.
Það er vissulega rétt að við höfum ekki "a clear pathway into the minds of terrorists" og það má guð einn vita hvað þeir eru að hugsa. Hvað þeir ætli að hafa í kvöldmatinn á laugardaginn? Hvað málið sé eiginlega með Madonnu og Malawi ættleiðinguna? Hvort Brad Pitt sé ekki betur settur með Angelínu Jolie, enda hún miklu sætari og flottari en Jennifer Aniston? Hver veit. Kannski eru einhverjir þeirra líka að hugsa um kosningarnar í nóvember.
En þegar Bush er spurður hreint út, hvort hann hafi einhverjar heimildir fyrir því að hryðjuverkamenn eða "the insurgents" séu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar í nóvember, er svarið einfalt: nei!
STEPHANOPOULOS: So theyre trying to influence the elections?
BUSH: It could be. I dont know. I havent - I dont have any intelligence that says that.
M
Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)