Það er engin leið að segja hvort sem það séu einhver tengsl á milli þess að Bill Maher hafi í viðtali við Larry King á CNN haldið því fram að Kenneth Mehlman, RNC chairman, sé gay og svo yfirlýsingar þess síðarnefnda að hann myndi láta af störfum í janúar. Ummæli Maher komust í loftið í beinni útsendingu, en voru svo klippt út af CNN þegar viðtalið var endurflutt. Óklippta útgáfan lítur þannig út:
Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...Larry King:You will Friday night?Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...Larry King: You will name them?Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first. Ken Mehlman. Ok, there's one I think people have talked about. I don't think he's denied it when he's been, people have suggested, he doesn't say...Larry King: I never heard that. I'm walking around in a fog. I never...Ken Mehlman? I never heard that. But the question is...Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.
Þegar viðtalið var endurflutt var búið að klippa athugasemdina um Mehlman út - og viðtalið er nú orðið nánast óskiljanlegt.
Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...Larry King:You will Friday night?Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...Larry King: You will name them?Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first.Larry King: But the question is...Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.
Það er hægt að sjá báðar upptökurnar hér. CNN hefur reynt að fá YouTube til þess að stöðva sýningar á óklipptu útgáfunni, en hver einasta vinstrisinnaða bloggsíða í Bandaríkjunum er búin að birta viðtalið.
Maher, sem er skemmtikraftur og stjórnmálaskýrandi, er þekktur fyrir libertarian skoðanir - og þó hann sé bæði umhverfissinni og dýravinur er ekki með nokkru móti hægt að segja að hann sé einhverskonar vinstrimaður. Ekki nema við notum skilgreiningarfræði sumra bandarískra íhaldsmanna að hver sá sem ekki marserar "lock step" með forsetanum sé hættulegur kommúnisti. Jú, og svo eru Maher og Ann Coulter bestu vinir. Maher gæti alveg eins verið að vekja athygli á sjálfum sér með ummælum sínum um Mehlman, eða að sparka á hetjulegan hátt í liggjandi fórnarlamb. Repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, liggur þessa dagana steinrotaður í gólfinu, eftir að hafa eytt seinustu sex árum í skipulagslaust fyllerí á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálaskýrendur eru ekki búnir að átta sig á því hvort það hafi verið Howard Dean, formaður DNC og Rahm Emanuel, formaður DCCC (kosningaskrifstofu demokrataflokksins) sem hafi rotað repúblíkanaflokkinn, eða hvort repúblíkönunum hafi bara skrikað fótur í the santorum...
Eftir að ljóst var að Repúblíkanaflokkurinn myndi tapa í kosningunum tóku hinar aðskiljanlegustu blokkir hægrimanna, sem höfðu setið sæmilega sáttar saman í "the big tent" að rífast innbyrðis - og kenna hvor öðrum um ósigurinn. Þetta rifrildi hefur ekki batnað síðan á þriðjudaginn. Sumir kenna nýíhaldsmönnunum um, nýíhaldsmennirnir benda á Bush - aðrir halda því fram að "the religious right" hafi of mikil áhrif, og efir að upp komst um Mark Foley hefur trúarofstækisarmurinn reynt að halda því fram að það sé einhverskonar "hommasamsæri" innan flokksins, og það væri þessum kynvillingum að kenna hversu ílla væri komið.
En hvað sem því líður hefur Mehlman sagt af sér. Það er alveg jafn líklegt að hann sé að taka ábyrgð á því að hafa stýrt flokknum inn í stórkostlegasta skipbrot bandarísks stjórnmálaflokks síðan á fyrrihluta tíunda áratugarins. Heimildarmenn innan flokksins gera samt allt sem þeir geta til þess að afstýra því að nokkur komist að þeirri niðurstöðu:
Two sources, speaking on condition of anonymity, said Mehlman has made clear to close associates for some time he was likely to leave after the 2006 elections -- and that there is no dissatisfaction with his performance in the midterm cycle. A third source confirmed Mehlman's leaving is a good possibility but said a final decision has not been made. "It would be wrong to call it a done deal," this source said.
Ég skil ekki af hverju Mehlman getur ekki sýnt þá karlmennsku að viðurkenna að flokkurinn hafi beðið algjört skipbrot meðan hann var við stjórnvölin, og þó hann tæki ekki á sig alla ábyrgð, því forsetinn ber auðvitað mikið af ábyrgðinni, finnst mér að hann ætti að viðurkenna að flokkurinn sé "off course". En Repúblíkanaflokkurinn virðist ekki virka eins og venjulegur ábyrgur stjórnmálaflokkur, heldur frekar eins og einhverskonar hræðileg dysfunctional fjölskylda, með allskonar fjölsylduvandamál og harmleiki falda í skápunum.
Afsögn Rumsfeld og Mehlman, ásamt brottfalli margra af spilltustu og gölnustu þingmanna flokksins er fyrsta skrefið í að hreinsa til í flokknum, en þeir eiga enn langt í land.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir akkúrat tíu mínútum síðan viðurkenndi Macaca að hafa tapað fyrir demokratanum Jim Webb. Örstuttu fyrr lýsti Conrad Burns sig sigraðan. Og við þurfum því að kveðja þessa tvo skemmtilegustu öldungardeildarþingmenn Bandaríkjanna. Það hefur að vísu ekkert sést til Burns - Allen mætti nefnilega á fund, og flutti ræðu, meðan Burns lét sér nægja að hringja í mótframbjóðanda sinn Jon Tester.
Burns, 71, didn't say what he plans to do now, though he indicated he was looking forward to taking some time off. "I hope there is still a good-sized buck out there, because I am going hunting," he said.
Burns er semsagt að fara að skjóta dýr. Dick Cheney eyddi þriðjdeginum á skytteríi einhverstaðar í Suður Dakóta. Það er sennilega mjög róandi fyrir taugarnar að drepa eitthvað? Samkvæmt áræðanlegum fréttum ætlar Allen hins vegar ekki að drepa neinn, eða neitt, þó hann hafi tapað á þriðjudaginn. Hann segist hins vegar hafa fundið það í biblíunni að hann ætti að játa sig sigraðann:
"The Bible teaches us there is a time and place for everything, and today I called and congratulated Jim Webb," he said.
Wonkette segir að Allen hafi hins vegar haft (bandarískan) fótbolta með sér á fundinn, og kastað honum glettnislega til eins gestanna. Myndin að ofan sýnir Allen með boltann. Ræðan var víst mjög kurteisleg - Allen gekk þá út með sæmd, en ekki í einhverskonar skrýtnu fýlukasti eins og Burns. Samkvæmt Wonkette, sem livebloggaði ræðuna:
Actually a gracious speech, and it sounded sincere. Nice to show a little class, we like.
Og þar sem Allen er seinasti öldungardeildarþingmaður Repúblíkana til þess að viðurkenna ósigur (það á ennþá eftir að klára að telja, eða telja aftur, í kosningum til nokkurra þingsæta) hef ég ákveðið að setja upp sorgarbúning á síðuna - þar til í fyrramálið, í það minnsta. Um hvað á ég að blogga núna, eftir að Conrad Burns, Rick Santorum, Katherine Harris og Macaca Allen eru öll dottin út af þingi, og búið að reka Donald Rumsfeld? Það er eins gott að Nancy Pelosi sé eins galin og hægrimenn og AM Talk radio hafa lofað okkur!
Allen hefur gefið í skyn að hann sé ekki alfarinn úr pólítík - það verði "a grand Macaca comeback" 2008. Að vísu ætlar Allen ekki lengur að reyna að bjóða sig fram til forseta. Núna er markið sett á fylkisstjórastól Virginíu eða sæti John Warner í öldungadeildinni.
M
Allen játar ósigur í Virginíu; fer ekki fram á endurtalningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 9.11.2006
Bill O'Reilly hefur lausn á ástandinu í Miðausturlöndum: Ekki þessi leiðindi - fólk ætti að hætta þessu veseni!
O'Reilly, eins og annað skilningssljótt og ílla upplýst fólk, er auðvitað fullkomlega orðlaus yfir því að allt þetta fólk í útlöndum þurfi að vera með stöðugt vesen. Spurningin sem brennur á huga hans er hversvegna þetta fólk allt þarf að láta svona? Stríð og sprengingar. Eftir að hafa velt þessu fyrir sér í langan, langan tíma komst O'Reilly að þeirri óumflýjanlegu, og klókindalegu niðurstöðu, að lausnin væri að þetta fólk barasta hætti að vera með vesen! "Stop being this crazy country"! O'Reilly bauð sjónvarpsáhorfendum upp á þessa snilldarlausn sína í viðtali við Geraldo Rivera á Fox:
I think the Iraqis have got to step up and at least try to fight for their democracy, instead of being this crazy country of Shiia against Sunni I dont ever want to hear Shiia and Sunni again.
Þetta er klókt plan: "just stop this shit", eins og Paul Hipp söng í sumar. Upptaka af Hipp á Huffingtonpost er hér. Þetta er auðvitað lausnin á öllum heimsins vandamálum. Fólk ætti bara að hætta þessu helvítis veseni, ekki þessi leiðindi...
M
Það þýðir ekkert að vera að blogga um kosningaúrslitin alveg strax. Sérstaklega meðan Macaca Allen neitar að viðurkenna að hafa tapað. Ef Allen væri hégómlegur og athyglissjúkur maður, myndi honum ábyggilega finnast mjög þægilegt að vita að augu allra fréttaskýrenda og bloggara hvildu á honum. Ok, Allen er hégómlegur, tilgerðarlegur og athyglissjúkur maður, ég veit samt ekki hvort hann sé trallandi kátur akkúrat núna... Af virðingu við Macacawitz ætla ég semsagt ekki að sega eitt aukatekið orð um hversu verðskuldaða rasskellingu Repúblíkanaflokkurinn hafi fengið í gær.
Fyrir kosningarnar hélt Bush því fram að ef demokratarnir myndu vinna meirihluta jafngilti það því að hryðjuverkamennirnir hefðu unnið, og gleði mín yfir stórtapi repúblíkanaflokksins þýðir því, samkvæmt þessari lógík, að ég sé að gleðjast yfir sigri terroristanna, enda hlýtur andúð mín á óstjórn, getuleysi og ólýðræðislegum vinnubrögðum Bush stjórnarinnar að stafa af einhverskonar ást á íslamskri bókstafsstrú. En á blaðamannafundi fyrr í dag varaði Bush okkur við því að gleðjast of mikið, því nú heldur hann því fram að sigur demokrataflokksins hafi ekkert með sigur eða ósigur Al Qaeda að gera! Kosningarnar hafi barasta snúist um eitthvað "working of our democracy"... hvað sem það nú er:
To our enemies, do not be joyful. Do not confuse the workings of our democracies with a lack of will. Our nation is committed to bringing you to justice. Liberty and democracy are the source of Americas strength and liberty and democracy will lift up the hopes and desires of those you are trying to destroy.
Nú er mér sagt að lýðræði og frelsi væru "the source of America's strength"! Hvað er næst? Að mannréttindi, málfrelsi eða the virðing fyrir lögum og rétti séu líka góð bandarísk gildi, sem eigi að halda í heiðri? Ég hélt að það þyrfti að afnema allt einstaklingsfrelsi til þess að eiga séns í að sigra "the war on terror". Þetta hljómar allt eins og Bush sé orðinn "soft on terror". Og það virðist líka vera raunin, því hann segist ætla að reka Rumsfeld! Fyrir örfáum dögum sagði Bush að Rumsfeld myndi fylgja sér út kjörtímabilið. Nú kemur í ljós að það var bara einhverskonar plat:
Last week, President Bush unequivocally told a group of reporters that Defense Secretary Rumsfeld and Vice President Cheney would remain with him until the end of his presidency, extending a job guarantee to two of the most-vilified members of his administration. Bush said, Both those men are doing fantastic jobs and I strongly support them.
Today, he announced Rumsfeld is resigning and being replaced by former CIA Director Robert Gates. At the press conference, Bush said that the only way to answer that question, and get it on to another question, was to give you [the reporters] that answer. Bush admitted that he had talked to Rumsfeld about resigning and was actively searching for his replacement at the time.
Hvað kemur næst?
M
Bush: Réttur tími til að skipta um forustu í Pentagon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það lítur út fyrir að George Macacawitz ætli að krefjast endurtalningar á atkvæðum í Virginíu - og samkvæmt lögum fylkisins má ekki byrja að telja atkvæði upp á nýtt fyrr en í lok mánaðarins! Og það þýðir að við fáum sennilega ekki að vita hvort öldungadeildin verði Macaca-free eða ekki.
Virginias election laws allow an apparent loser to request a recount if a contests margin is less than 1 percent and the margin in the preliminary results of the states Senate election stood this morning at about one-third of 1 percent.
According to a statement issued this month by the states Board of Elections, no request for a recount may be filed until the vote is certified, which is scheduled to happen this year on Nov. 27th.
Á þessari stundu er Webb með um það bil 8 þúsund atkvæða forskot, af 2.3 milljón greiddum atkvæðum. Þó ég vilji að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeildinni er ég eiginlega farinn að kvíða því að sjá á eftir Allen. Núna þegar demokratarnir eru búnir að fella alla vitlausustu og gölnustu þingmönnum repúblíkana er orðið fátt um fína drætti í þinginu - og það þarf alltaf að hafa minnst einn suðurríkjarasista sem dreymir um að endurreisa the Confederacy!
Í Montana er Tester með 3100 atkvæða forskot. Frambjóðandi frjálshyggjuflokksins (The Libertarian Party) er með 3% fylgi, eða 10.300 atvæði samkvæmt nýjustu tölum. Frjálshyggjumenn eru sennilega sá hluti stóra tjaldsins sem er hvað ósáttastur við þá stefnu sem Repúblíkanaflokkurinn hefur tekið.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 8.11.2006
Stórtap Repúblíkana á öllum vígstöðvum
Demokratarnir unnu stórsigur í þinginu, unnu 6 fylkisstjórasæti af repúblíkönum auk stórsigra í öllum fylkisþingum. Við þurfum ennþá að bíða eftir fréttum af afdrifum Macaca og Burns, að vísu er demokratinn Webb þegar búinn að lýsa yfir sigri í Virginíu, og Burns er undir í Montana. Ef þeir tapa báðir ná demokratarnir líka öldungadeildinni.
En þetta er ekki allt, því í mörgum fylkjum var líka kosið um stjórnarskrárbreygingar og allskonar voter initiatives - þeirra á meðal bönn við hjónaböndum samkynhneigðra og bönn við fóstureyðingum. Tvö þessara voru felld! Í Arizona felldu kjósendur "The Protect Marriage Initiative":
The Protect Marriage Initiative, which would amend the state Constitution to ban same-sex unions, is trailing by a slim margin. With 96 percent of the polls reporting, 48.6 percent have voted for while 51.4 percent are voting against the proposition.
Þetta er fyrsta anti-gay stjórnarskrárbreytingartillagan sem er felld, og þó nokkur fylki hafi samþykkt viðlíka löggjöf í gær, er niðurstaðan í Arizona mjög mikilvæg. En það er þó kannski merkilegra að almenningur (56%) í Suður Dakóta hafnaði fóstureyðingarbanni fylkisins - en þing Suður Dakóta var búið að banna allar fóstureyðingar.
The law in South Dakota banned nearly all abortions except to save the life of the pregnant woman. Lawmakers made no secret that it was written for the sole purpose to challenge Roe v. Wade. Opponents were intending to sue but then gathered signatures to put the law in the hands of South Dakota voters. Stoetz says while she expects lawmakers to continue to debate how to restrict abortions, she doesn't expect the issue in January's legislative session
Ef kjósendur í Suður Dakóta - sem eru mun íhaldssamari en kjósendur í flest öllum öðrum fylkjum Bandaríkjanna - hafna löggjöf eins og þessari er útilokað að kjósendur í öðrum fylkjum muni samþykkja hana!
[Sarah Stoetz is the CEO of Planned Parenthood of Minnesota and the Dakotas] says when South Dakota passed the abortion ban earlier this year, there were 16 other states attempting the same thing. She says when opponents collected enough signatures to put the law to a public vote, the other lawmakers dropped their legislation.
"The fact that the people in this conservative state are rebelling against this kind of cynical political move is very significant and I think it sends a strong message to everyone in the country," Stoetz said.
Húrra fyrir Suður Dakóta!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 7.11.2006
Síðustu fréttir frá Montana og Virginíu - Conrad Burns í fýlu og the Macacas styðja Webb, en ekki Macaca Allen
Kosningaþátttaka í Virginíu er óvenjulega góð - og liberal blogospherið er sannfært um að það sé Webb að þakka. Á seinasta kosningafund Webb fyrir kosningar mættu 6-7000 manns, meðan Allen hélt fund með 250 stuðningsmönnum.
Reports from around Virginia early Tuesday indicated an extraordinarily high turnout for a midterm election, with perhaps 65 percent of registered voters expected to cast ballots, state elections officials said. That would double the midterm turnout in 2002.
Ég var búinn að sætta mig við að hafa Allen í þinginu - en það lítur út fyrir að við þurfum að lifa án "the wit and wisdom of the Macaca". Svo lítur líka út fyrir að Conrad Burns sé undir í Montana. Undanfarna daga voru búnar að koma nokkrar kannanir sem sýndu að Burns væri að saxa á forskot demokratans Tester - en seinasta könnnin sem var gerð í Montana sýnir að Tester hafi stuðning 49% kjósenda en Burns 44%.
Burns er víst í fýlu yfir þessum niðurstöðum. Talsmaður Burns, Jason Klindt gagnrýndi The Great Falls Tribune fyrir að birta tölurnar.
Running a bogus poll on the day before an election to try and suppress Republican voter turnout is irresponsible and in poor taste.
Og af hverju voru starfsmenn Burns þeirrar skoðunar að könnunin væri "bogus"?
The only evidence Klindt offered for characterizing the poll as bogus was that the numbers just dont smell right.
Það er þetta með lyktina af skoðanakönnunum og tölum. Think Progress bendir á að Tester hafi verið með meira fylgi en Burns í öllum könnunum síðan í apríl. Demokratarnir fella vini okkar Santorum, Allen og Burns, auk þess Mike DeWine í Ohio og Lincoln Chafee í Rhode Island. Það er séns á að repúblíkaninn Jim Talent í Missouri tapi. Og ef svo fer missa Repúblíkanar meirihluta í öldungadeildinni.
M
þri. 7.11.2006
Tvær hugsanlegar útkomur
Það fer eftir því hvaða könnun er lögð til grundvallar:
Stórsigur Demokrata
CNN (föstdagur-sunnudagur): Demokratar 58% - Repúblíkanar 38%
Newsweek (fimmtudagur-föstudagur): Demokratar 54% - Repúblíkanar 38%
Time (miðvikudagur-föstudagur): Demokratar 55% - Repúblíkanar 40%
Sigur eða naumur sigur Demokrata
USA Today/Gallup (fimmtudagur-sunnudagur): Demokratar 51% - Repúblíkanar 44%
ABC News/Washington Post (miðvikudagur-laugardagur): Demokratar 51% - Repúblíkanar 45%
Pew (miðvikudagur-laugardagur): Demokratar 47% - Repúblíkanar 44%
Og seinasta Fox könnunin, sem er byggð á "likely voters": Demokratar 49% - Repúblíkanar 36%
Fyrir utan WaPo/ABC könnunina virðist ekki sem repúblíkanaflokkurinn sé að sækja í sig veðrið - það er ekki hægt að merkja neina stórfellda sveiflu frá demokrötunum dagana fyrir kosningar, svo útlitið er sæmilega gott...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 7.11.2006
Fleiri kannanir og kosningaspár
Ég er mjög efins um að þetta geti gengið eftir - en það má alltaf láta sig dreyma. America Blog, sem einbeitir sér að því að fylgjast með skoðanakönnunum er gríðarlega bjartsýnt og vitnar máli sínu til stuðings í Larry Sabato. (Freedom Fries hefur, eins og önnur háalvarleg og hátíðleg stjórnmálablogg, hefur einbeitt sér að því að fylgjast með Macaca Allen, enda skoðanakannanir fullar af tölum og tölfræði). Sabato spáir eftirfarandi niðurstöðum:
Öldungadeildin: Demokratarnir vinna 6 sæti, ná meirihluta:
AZ: GOP Kyl
CT: Ind Lieberman
MD: Dem Cardin
MI: Dem Stabenow
MN: Dem Klobuchar
MO: Dem McCaskill
MT: Dem Tester
NE: Dem Nelson
NJ: Dem Menendez
OH: Dem Brown
PA: Dem Casey
RI: Dem Whitehouse
TN: Rep Corker
VA: Dem Webb
WA: Dem Cantwell
Neðri deild þingsins: Demokratar vinna 29 sæti, en þurfa bara 15 til að fá meirihluta.
Ég hef ákveðnar efasemdir um þessa spá - ég hef t.d. ekki séð neinn annan þora að spá því að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeilidinni - því til þess þurfa þeir að fella Allen í Virginíu og Talent í Missouri - en kannanir hafa sýnt mjög mjótt á milli demokrata og repúblíkana í báðum fylkjum - og líka að sigra Conrad Burns í Montana. Burns, þrátt fyrir að vera senílt og spillt gamalmenni, en hefur sótt í sig veðrið undanfarna viku. En það má alltaf vona. Spá hans um þingið er trúverðugri. Hann er t.d. búinn að færa Minnesota 6 yfir til Repúblíkana - en margir liberal bloggarar og fréttaskýrendur (t.d. NYT) hafa verið að reyna að halda því fram að Michelle Bachmann (sem er nett spooky btw!) myndi geta tapað fyrir Patty Wetterling.
Og svo að lokum listi yfir hverja við ætlum að fylgjast með á kosningavökunni í kvöld (eftir að ég er búinn í vinnunni klukkan 9 þarf ég að bruna á eina minnstu, en sennilega bestu kosningavöku tvíburaborganna!) Ég setti líklega niðurstöður innan sviga.
CO 04: Angie Paccione (D) og Marily Musgrave (R) - Eftir að upp komst um Ted Haggard er óvíst um hvort value voters í Colorado mæti á kjörstað. Musgrave er í forystu fyrir fósturvísa-lobbíið, og einn helsti krossfarinn í baráttunni gegn "hommaplágunni" og "fóstureyðingafaaldrinum" (Toss up)
FL 13: Tim Mahoney (D) og Joe Negron (R) - Negron kom inn í staðinn fyrir Maf54 Foley. (Tossup-leans Dem)
IN 08: Brad Ellsworth (D) og John Hostettler (R) - Hostettler trúir því að fánabrennur séu alvarlegasta ógnin við Bandaríkin - og er í forystusveit "íhaldsmanna" sem telja hæstarétt eiga að hlýða framkvæmdavaldinu. (Likely Dem)
MI 07: Tim Walberg (R) og Sharon Renier (D) - Sharon er organískur bóndi og Walberg var studdur af Club for Growth og the Minutemen (Likely Rep)
MN 02: John Kline (R) og Coleen Rowley (D) - Rowley varð fræg fyrir að afhjúpa að FBI vissi af sumum 9/11 flugræningjunum, en gerði ekkert til að stöðva þá. Hún hefur hins vegar rekið einhverja ömurlegustu kosningabaráttu haustsins (Solid Rep)
MN 06: Michelle Bachmann (R) og Patty Wetterling (D) - MN 6 var búið til til þess að tryggja öruggt GOP kjördæmi í úthverfum the Twin Cities. Bachmann er eins solid culture warrior og þeir verða - einu málin sem hún hefur áhuga á eru fóstur og samkynhneigð. (Likely Rep)
OH 02: Victoria Wulsin (D) og Jean Schmidt (R) - "Mean Jean" Schmidt er bæði andstyggileg og heimsk. (Toss up - leans dem)
PA 07: Joe Sestak (D) og Curt Weldon (R) - Weldon hefur átt í viðskiptum við rússnesku mafíuna og serbneska stríðsglæpamenn, ég meina rússneska bissnessmenn og serbneska þjóðernissinna. (Leans Dem)
PA 10 Chris Carney (D) og Don Sherwood (R) - The Pennsylvania Strangler hefur reynt að höfða til fjölskyldugildanna í kosningabaráttunni... (Leans dem)
TX 22: Nick Lampson (D) og Shelley Sekula Gibbs (R) - TX 22 er kjördæmi Tom DeLay - og Sekula Gibbs er "write in candidate" (Toss up)
Þar að auki er mikilvægt að sjá hvernig demokrötunum reiðir af í kosningum til fylkisstjóra og fylkisþinga - en það er í fylkjunum sem það ræðst hvernig næstu kosningar fara. Það er í fylkjunum sem kjördæmi eru ákveðin, og það er í fylkjunum sem atkvæði í forsetakosningunum 2008 verða talin. Velgengni repúblíkana undanfarin ár hefur að miklu leyti ráðist af sterkri stöðu þeirra bæði í fylkisþingum og á fylkisstjórastólum.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er komið að kosningum - og nú er ekkert að gera annað en að sitja og bíða. Ég hef líka ákveðið að lesa engin stjórnmálablogg í dag! Morgndagurinn og afgangurinn af vikunnu verður svo undirlagður af post-election analysis og vangaveltum. Við þurfum t.d. að sætta okkur við að frambjóðendur Repúblíkana hafi allir unnið með grunsamlegum 1% mun...
En þangað til er hægt að athuga með gengi gamalla vina okkar - og hvaða Bandaríski pólítíkus er skemmtilegri en "the mysterious Macaca"? Síðan í gær hef ég séð nýja könnun um gengi George Macacawitz Allen. Þessi var gerð af SurveyUSA fyrir lókal sjónvarpsstöð, en samkvæmt henni er Webb kominn með öruggt forskot:
Democrat Jim Webb has surged ahead of Republican George Allen in the last poll of the campaign, conducted for News-7 by SurveyUSA. The survey shows Webb with 52% of the likely voters, with 44% going to Allen.
Allar aðrar kannanir hafa sýnt Allen með örmjótt forskot á Webb, en ef Demokrötum tekst að ná Webb inn í virginíu eiga þeir smá séns á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Það er forvitnilegt að skoða niðurstöðurnar í heild sinni: Það kemur t.d. ekki á óvart að Allen njóti frekar lítils stuðnings svartra kjósenda (22% segjast ætla að kjósa hann, en 71% Webb), og sömuleiðis að Allen rúlli upp atkvæðum þeirra sem hættu í skóla fyrir 18 ára aldur (53% á móti 42% fyrir Webb), og að Webb fái atkvæði 63% þeirra sem hafa lokið MA eða doktorsnámi. Við eigum eftir að sakna Allen ef hann nær ekki kjöri. En Webb er víst líka góður suðurríkjadrengur.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)