fös. 23.2.2007
Conservapedia stofnuð - því Wikipedia hefur "liberal bias"?!
Það sem er kannski skríngilegast við afturhaldssömustu anga Repúblíkanaflokksins - og sérstaklega evangelistana, er að þeir hafa byggt í kringum sig nokkurskonar hliðarraunveruleika af neysluefni. Í þessum kristna hliðarveruleika eru til "kristnar" rokkhljómsveitir, "kristinar" líkamsræktarstöðvar og "kristið" lesefni, tölvuleikir, sjónvarpsefni, og jafnvel matvörur. Þessi hliðarraunveruleiki þeirra nær svo líka til fréttaflutnings, því stór hluti þessa fólks treystir á Fox news sem helstu fréttauppsprettu sína. Og við vitum öll að Fox news flytur ekki fréttir, nema að mjög litlu leyti.
Þetta er svosem ekkert nýtt, því kristilegt neysluefni og fréttir sem neysluefni eða áróður eru minnst jafn gamalt og fjöldafjölmiðlun, sjónvarp og útvarp. En á undanförnum fimm til tíu árum hefur þessi hreyfing fyrir því að smíða "kristinn" hliðarraunveruleika tekið mikinn kipp. Og vöxtur þessa hliðarraunveruleika þar sem allt á að vera þóknanlegy siðgæðiskenningum og stjórnmálaheimspeki Pat Robertson og félaga virðist síst hafa hægt á sér. Heimaskólunarhreyfingin á vafalaust sinn þátt í þessu, en mikið af kristnum foreldrum kennir börnunum sínum heima, frekar en að senda þau í almenningsskóla (Því þeir eru víst forarstíur kynvillu, guðleysis og annars ósóma...). Foreldrar sem kenna börnunum sínum heima þurfa nefnilega að geta keypt allskonar kennsluefni: vídeómyndir, tölvuleiki og bækur. Og einhver þarf að selja þetta efni - og því hefur vaxið heljarmikill iðnaður í kringum að framleiða og selja kristið kennsluefni.
Öll þessi "creationist ministries" og allir sköpunarsögukennarar sem fara um og halda fyrirlestra gegn háum gjöldum eru nefnilega ekkert annað en frekar óprúttinn atvinnurekstur, sem gengur út á að selja falsvísindu til foreldra sem halda að þeir séu að gera börnunum sínum greiða með því að kenna þeim heima, og halda að þeim biblíunni og "heimsmynd biblíunnar". Hernaður Lynn Cheney og annarra forkálfa akademísku menningarstríðanna snérist einnig að því að fá skólabókum í almenningsskólum breytt, svo þeir falli heimssýn evangelista betur að geði.
En hvað sem hagfræði menningarstríðanna líður hefur vaxið upp stór "menningariðnaður" (Adorno og Horkheimer dreymdi sennilega um svona menningariðnað í svörtustu martröðum sínum!) sem framleiðir kennsluefni og "vísindi" fyrir heimaskóla. Þá geta evangelískir kjósendur repúblíkanaflokksins vafið sig inn í:
- kristna neyslumenningu,
- kristnar og GOP-friendly fréttir og
- "kristin" vísindi!
Það erut tvö vandamál við þennan hliðarraunveruleika evangelista og Fox-kjósenda repúblíkanaflokksins. I fyrsta lagi er að þessi ímyndaði hliðarraunveruleiki þeirra er ekki til í alvörunni... og áróðurinn og ruglið sem hann byggir á stangast stundum á við raunveruleikann, stundum með saðvænlegum afleiðingum, samanber stríðið í Írak. Í öðru lagi eru æðstuprestar þessa raunveruleika - sjónvarpsmenn á borð við Bill O'Reilly og trúarleiðtogar á borð við Pat Robertson og "vísindamenn" á borð við "dr" Paul Cameron, í stöðugu trúboði og stríði við fólk í "the reality based community". Fyrir vikið er ekki nóg að þetta fólk fái að lesa um sköpunarsöguna heima - öll önnur börn þurfa líka að verða neydd til að lesa um sköpunarsöguna. Og svoleiðis vitfirring er frekar pirrandi fyrir okkur hin sem viljum fá að búa í raunveruleikanum - ekki coocoo veröld þar sem fóstureyðingar eru alvarlegasa samfélagsvandamál samtímans! Ekki kannski umhverfisvernd? Félagslegt réttlæti? Nei?
Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvað kom fyrst: 1) Repúblíkanaflokkurinn og pólítískir entrepreneurs sem fundu út að þeir gætu lifað góðu lífi og fengið aðgang að völdum með því að höfða til og espa upp kjósendur sem eru með ranghugmyndir um veröldina sem við búum í eða, 2) Prestar og trúarleiðtogar sem lifa kóngalífi á að kreista peninga út úr kirkjugestum sínum. En eitt er víst, að síðan skemmtana og fræðiiðnaður evangelista komst af stað hefur þessari hreyfingu vaxið fiskur um hrygg. "Kristna" neyslumenningin hefur virkað eins og olía á eld fáfræðibáls "the base"...
Það sem kemur í veg fyrir að manni fallist fullkomlega hendur þegar maður stendur frammi fyrir þessari þjóðfélagsþróun og því skelfilega fasíska afturhaldi sem þetta fólk vill að stjórni Bandaríkjunum, er að þessi hliðarraunveruleiki þeirra allur er yfirleitt svo hörmulega barnalegur eða einfeldningslegur að maður getur ekki annað en hlegið. Dæmi um það er "Conservapedia" sem er "conservative alternative to Wikipedia", því Wikipedia er víst öll uppfull af "Liberal Bias". Og hvað eru dæmi um "liberal bias":
Wikipedia often uses foreign spelling of words, even though most English speaking users are American. Look up "Most Favored Nation" on Wikipedia and it automatically converts the spelling to the British spelling "Most Favoured Nation", even there there are far more American than British users. Look up "Division of labor" on Wikipedia and it automatically converts to the British spelling "Division of labour," then insists on the British spelling for "specialization" also. Enter "Hapsburg" (the European ruling family) and Wikipedia automatically changes the spelling to Habsburg, even though the American spelling has always been "Hapsburg". Within entries British spellings appear in the silliest of places, even when the topic is American. Conservapedia favors American spellings of words
Unlike most encyclopedias and news outlets, Wikipedia does not exert any centralized authority to take steps to reduce bias or provide balance; it has a "neutral point of view" policy but the policy is followed only to the extent that individual editors acting in social groups choose to follow it. For example, CNN would ensure that Crossfire had a representative of the political right and one from the political left. In contrast, Wikipedia policy allows bias to exist and worsen. For example, even though most Americans (and probably most of the world) reject the theory of evolution. Wikipedia editors commenting on the topic are nearly 100% pro-evolution. (Því við þurfum alltaf að hafa "báðar" hliðar: talsmenn vísindlegrar stærðfræði og talsmann "kristilegarar" stærðfræði?)
Og þar fram eftir götunum. Það furðulegasta við langan lista sem forsvarsmenn "conservapedia" hafa sett saman yfir "glæpi" Wikipedia snúast fæstir um "liberal bias" - heldur um að það sé of mikið af upplýsingum um tónlist á Wikipedíu (sérstaklega virðist þeim í nöp við Moby!) eða að það sé of mikið af quirky historical anecdotes í færslum um sagnfræði - með öðrum orðum, að færslur um sagnfræði á Wikipedíu séu of oft skemtilegar! (sem ég get vitnað um að er ekki rétt - ég hef lesið mikið af sagnfræðifærslum á Wikipedíu - og flestar færslurnar eru einstaklega þurrar). Jú, og svo er eitt annað sem stofnendur Conservapedíu eru ósáttir við: Wikipedía er of full af Anglophulíu!?
Þetta Conservapedia er eitt furðulegasta dæmið um internet entrepreneurship sem ég hef séð!
M
Menningarstríðin | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
fim. 22.2.2007
Plamegate og Scooter
Þartil Lewis Libby braust fram á sjónarsviðið tengdum við öll nafnið Scooter við miðevrópskt nútímatónskáldatríó. Mér dat í hug að halda því fram að ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Plamegate og Lewis Libby sé að ég sé að reyna að mótmæla því að hann hafi svert nafnið Scooter. Þegar fólk heyrir minnst á "Scooter" hugsa núna allir Libby, sem þykist þjást af minnistapi, en ekki hugljúfa samkvæmistónlist að sannri miðevrópskri fyrirmynd.
Raunveruleg ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Lewis Libby er að aðalatriði málsins virðast liggja nokkuð ljós fyrir: Cheney hefndi sín á Joseph Wilson fyrir að hafa vogað sér að benda á að Team Cheney hefði logið upp þeirri sögu að Saddam væri að reyna að byggja kjarnorkusprengju. Og þar sem Cheney er karlmenni ákvað hann að hefna sín með því að ráðast á eiginkonu Wilson - Valerie Plame, og eyðileggja starfsframa hennar hjá CIA. Og þegar upp komst um þessa ómerkilegu ófrægingarherferð voru Cheney og Libby ekki búnir að semja nógu sannfærandi afsakanir, og Libby endaði með því að ljúga við yfirheyrslur.
Þetta mál allt verður sennilega ekki almennilega áhugavert nema ef Lewis Libby verður sakfelldur fyrir þessar lygar - því þá fyrst geta óvinir Bush-stjórnarinnar snúið sér að the dark lord - varaforsetanum sjálfum!
En fyrir þá sem eru eldheitir áhugamenn um Lewis Libby og Plamegate mæli ég með þessum stuttermabol. Fyrir 17$ getur maður sýnt öllum sem vilja vita að maður sé stjórnmála- og conspiracy nörd af verstu gerð. Svo þegar Libby verður kominn bak við lás og slá getum við aftur farið að tengja Scooter við menningarlega úrkynjun af bestu gerð - en ekki ómerkilega pólítíska spillingu!
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 22.2.2007
Kóngafólk, þjóðhöfðingjar og stríð
Harry, skapvondi prinsinn af Wales, er á leiðinni til Írak, og ég óska honum alls hins besta. Reyndar verð ég að taka ofan af fyrir Harry, og breksa konungdæminu fyrir að hafa alvöru manndóm. Það ættu að vera lög sem krefjast þess að allir þjóðhöfðingjar og stjórnmálamenn sem leiða þjóðir sem eru í stríði fjarlægum heimshlutum, ég tala nú ekki um ef þeir styðja þessi stríð - eins og núverandi leiðtogalið Bandaríkjanna, þurfi að hafa einhverja alvöru reynslu af því að vera í stríði.
Nú er ég nokkurnveginn viss um að Bretarnir komi til með að sjá til þess að prinsinn þurfi ekki að vera í alvöru hættu, en það er sama. Hann mun þó allavegana fá tækifæri til að sjá að stríð er ekki einhverskonar sprell og grín sem snýst um tölfræði.
M
Eftir "9-11" voru Bandaríkjamenn sannfærðir um að þeir stæðu frammi fyrir mjög alvarlegri hryðjuverkaógn, svo alvarlegri að það þyrfti að veita forsetanum og framkvæmdavaldinu nánast ótakmarkað vald til að 1) Svipta óbreytta borgara stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, 2) Veita forsetanum fullt frelsi til þess að heyja stríð við nokkurnveginn hvern sem er. Það er óþarfi að gera lítið úr ótta bandaríkjamanna við hryðjuverkamenn og hryðjuverkaárásir - þó þessi ótti hafi stundum virst hálf fáránlegur og sumum hafi þótt bandaríska þjóðin hafa ofreagerað. Öll pólítík Bush stjórnarinnar var réttlætt með tilvísun til terroristaógnarinnar. Fólk hefði aldrei verið tilbúið að styðja innrásina í Írak, afnám stjórnarskrárvarinna réttinda, leynilegar hleranir og stórfellda útþenslu lögregluríkisins undir Bush-Cheney ef ekki hefði komið til ólógískur ótti við hryðjuverkamenn.
Stjórnvöld gerðu sitt til að æsa upp hryðjuverkaóttann. Þjóðaröryggisráðuneytið, "Department of Homleland Security" var stofnuð til þess að berjast við hryðjuverkamenn, en helsta afrek DHS virðist hafa verið að finna upp "terrorskalann" sem er eitthvað vitlausasta og barnalegasta uppfinning síðari tíma. Í hvert skipti sem ég keyri framhjá flugvellinum í Minneapolis sé ég stórt ljósaskilti sem á stendur "TERROR LEVEL NOW: ORANGE. Report all suspicious activity. Call 911"
Þetta leikrit allt var augljóslega hálf kjánalegt. Og nú kemur í ljós að dómsmálaráðuneytið stóð í stórfelldu falsi á tölfræðigögnum til þess að reyna að hylma yfir tilgangsleysi hryðjuverkaóttans!
Samkvæmt frétt AP flokkaði dómsmálaráðuneytið allskonar óskyld mál sem "anti-terror cases", í þeim tilgangi einum að svo líta út sem það væri allt grasserandi í einhverskonar hryðjuverkamálum. Sannleikurinn er að löggæsluyfirvöld ekki orðið varir við nema örfá hryðjuverkamál!
WASHINGTON - Federal prosecutors counted immigration violations, marriage fraud and drug trafficking among anti-terror cases in the four years after 9/11 even though no evidence linked them to terror activity, a Justice Department audit said Tuesday.
Overall, nearly all of the terrorism-related statistics on investigations, referrals and cases examined by department Inspector General Glenn A. Fine were either diminished or inflated. Only two of 26 sets of department data reported between 2001 and 2005 were accurate, the audit found.
Í ljós kemur að dómsmálaráðuneytið hefur flokkað allskonar óskylda glæpi sem "hryðjuverk":
Much of the problem stemmed from how that office defines anti-terrorism cases. A November 2001 federal crackdown on security breaches at airports, for example, yielded arrests on immigration and false document charges, but no evidence of terrorist activity. Nonetheless, the attorneys' office lumped them in with other anti-terror cases since they were investigated by federal Joint Terrorism Task Forces or with other counterterror measures.
Other examples, according to the audit, included:
- Charges against a marriage-broker for being paid to arrange six fraudulent marriages between Tunisians and U.S. citizens.
- Prosecution of a Mexican citizen who falsely identified himself as another person in a passport application.
- Charges against a suspect for dealing firearms without a license. The prosecutor handling the case told auditors it should not have been labeled as anti-terrorism.
"We do not agree that law enforcement efforts such as these should be counted as anti-terrorism," the audit concluded.
Þetta hlýtur að vekja spurningar. Af hverju er dómsmálaráðuneytið að flokka þessi lögbrot sem "glæpi tengda hryðjuverkum"?
"If the Department of Justice can't even get their own books in order, how are we supposed to have any confidence they are doing the job they should be?" said Schumer, who sits on the Senate Judiciary Committee, which oversees the department. "Whether this is just an accounting error or an attempt to pad terror prosecution statistics for some other reason, the Department of Justice of all places should be classifying cases for what they are, not what they want us to think them to be."
Gæti kannski verið að það sé engin "hryðjuverkaógn"? Það að hópur vitfirringa sprengi sjálfa sig í loft upp með dramatískum hætti og drepi þúsundir óbreyttra borgara er auðvitað hræðilegt - en það er ekki þar með sagt að nýr kafli hafi opnast í mannkynssögunni, og að við Vesturlandabúar þurfum að fela okkur undir rúmi eða tapa okkur í einhverju stríði við "hryðjuverkamenn" í Írak. Repúblíkanar hafa reynt að sannfæra kjósendur um að "if we dont fight them over there, we will have to fight them here". En, svona í alvöru talað, hver trúir því virkilega að það muni koma til þess að þjóðvarðliðið þurfi að berjast við skeggjaða araba á götum Boise, Idaho?
M
Ríkisvald | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 20.2.2007
Meira um Alishtari og Al-Qaeda
Í gærkvöld skrifaði ég færslu um ótrúlega frétt af einhverjum Tawala Ibn Ali Alishtari, sem fréttir hermdu að hefði verið einhverskonar bissnessmaður, gefið háar upphæðir til Repúblíkanaflokksins, og þóst vera í innsta hring flokksins. Alishtari nefnilega í fréttirnar fyrir að hafa reynt að senda enn hærri upphæðir til Al-Qaeda. Þetta fannst mér bráðfyndið, sérstaklega í ljósi þess að hægrisinnaðir útvarpsmenn hafa talað um hversu þarft verk Al-Qaeda hafi unnið ellefta sept 2001, með því að þagga niðri í vinstrimönnum.
Nú leikur enginn vafi á því að Gallagher er einn af háværari og best þekktu blaðurhönum Bush-stjórnarinnar á öldum ljósvakans. Hann sótti meðal annars fund með öðrum útvarpsmönnum og Bush í lok seinasta árs, þar sem rætt var hvernig nota mætti ljósvakamiðlana til að treysta staðfestu "the base". Aðrir fundarmenn, Michael Medved, Sean Hannity, Neil Boortz og Laura Ingraham hafa orðið frægir fyrir undarlegar yfirlýsingar. Hannity lýsti því t.d. yfir fyrir seinustu kosningar að það væri réttlætanlegt að ráða Nancy Pelosi af dögum!
This is the moment to say that there are things in life worth fighting and dying for and one of 'em is making sure Nancy Pelosi doesn't become the speaker
Forsetinn var því í fríðum félagsskap, og ekki að undra að maður spyrji sig hverskonar fólk flokkurinn vilji til fylgis við sig. Að vísu má telja forsetanum það til tekna að hann bauð hvorki Ann Coulter né Michael Savage á spjallfundinn.
Málum er hins vegar eitthvað blandið með þennan Alishtari. Alishtari segist hafa verið "National Republican Congressional Committee [New York State] Businessman of the Year" árin 2002 og 2003, og að hafa setið í einhverri White House Business Advisory nefnd. Alishtari virðist hafa lagt sig fram við að líta út fyrir að vera mikilvægur stuðningsmaður Hvíta Hússins og repúblíkanaflokksins. ABC News, sem hefur verið að fylgjast með þessu fyndna máli bendir hins vegar á að þessi nafnbót Alishtari, "NRCC Businessman of the Year" sé frekar ómerkilegt scam fjáröflunararms Repúblíkanaflokksins:
The NRCC "Businessperson of the Year" fundraising campaign, which gave such "awards" to at least 1,900 GOP donors, has been derided as a telemarketing scam by political watchdogs.
Fyrir nokkrum árum fór af stað umræða um hvort þetta prógram væri siðlaust, enda skipulagt nánast eing og nígerískt keðjubréf. Þá fjallaði Washington Post um hvernig þessi fjáröflun færi fram:
The call starts with flattery: You have been named businessman of the year, or physician of the year, or state chairman of the National Republican Congressional Committee's Business Advisory Council.
Then comes the fundraising hook: a request for as much as $500 to help pay for a full-page Wall Street Journal advertisement, then a request for $5,000 to reserve a seat at a banquet thrown in your honor. Can't handle that? How about $1,250 for the no-frills package?
Lengi vel var hégómagirni viðmælenda kítluð með því að spila upptöku af þingflokksformanni flokksins Tom DeLay, sem nú á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir samsæri, fjársvik peningaþvætti og brot á kosningalögum. Alishtari virðist hafa keypt inní þetta prógramm einhverntímann á árinu 2001 eða 2002, og hefur því sennilega fengið að hlusta á upptöku af "the hammer". Og þetta fjáröflunarprógramm svínvirkar. Það er nefnilega fullt af fólki sem er tilbúið til að borga þúsundir dollara fyrir að fá að geta sagt vinum sínum og kunningjum að það sé í einhverjum ímynduðum nefndum.
Og þá er eðlilegt að maður spyrji sig hverskonar fólk það sé sem vilji taka þátt í svona prógrammi - því það getur varla verið gott publicitet fyrir flokkinn að selja nafnbætur eins og þessa hverjum sem er? Reynsla flokksins er alls ekki góð, því Alishtari er ekki fyrsti meðlimur þessa "Business Advisory Council" sem er kærður fyrir að fjármagna hryðjuerk. Fyrir tveimur árum bárust nefnilega fréttir af því að maður að nafni Yasith Chhun, sem var meðlimur þessa sama "Business Advisory Council" lægi undir grun um að fjármagna alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Chhun var formaður félagsskapar sem heitir Cambodian Freedom Fighters, og er á lista yfir hættuleg hryðjuverkasamtök. Á sínum tíma reyndu sumir Republíkanar að sverja Chhun af sér:
Chhun attended the annual meeting of the National Republican Congressional Committee's business advisory council in Washington, D.C., last year. [NRCC Spokesman Carl] Forti said the committee did not know Chhun's group had been designated a terrorist organization, saying it was impossible to do background checks on all its members.
"At this point, the gentleman hasn't been convicted of anything," Forti said. If he is a terrorist, "it's something we need to look at. Clearly, we wouldn't want any leader of a terrorist organization being members of our business advisory council."
Nokkru seinna var Chhun ákærður fyrir að hafa reynt að drepa forsætisráherra Kambódíu, skipuleggja árásir á opinberar byggingar og veitingastaði, og þess utan að hafa sent á milli 100.000 og 200.000 dollara til að fjármagna þennan hryðjuverkahóp sinn í Kambódíu.
Þó við getum ekki með góðri samvisku haldið því fram að Alishtari og Chhun séu partur af einhverskonar samsæri Repúblíkana til að fjármagna alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi er athyglisvert að sjá hverskonar sýkópatar styðji flokkinn með fjárframlögum. Og við hverju getur maður svosem búist þegar siðleysingjum eins og Tom DeLay er falið að stýra flokknum og vitfirringum eins og Gallagher er leyft að tala fyrir hönd flokksins?
M
þri. 20.2.2007
Bush, George Washington, óraunsæi og ranghugmyndir
Í gær héldu Bandaríkjamenn hátíðlegan "forsetadaginn" - og í tilefni hátíðarinnar flutti sitjandi forseti hátíðarræðu um sjálfan sig og fyrri forseta bandaríkjasögunnar. Í þessari ræðu, sem haldin var á fyrrum landareign George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Og auðvitað notaði sitjandi forseti sér tækifærið og reyndi að sannfæra áheryendur um að hann og Washington, mikilvægasti stofnandi þjóðarinnar, væru, þegar allt kæmi til alls, alls ekkert svo ólíkir!
At a ceremony honoring Americas first president at his Mount Vernon estate, President Bush praised George Washingtons leadership in the American Revolution and drew parallels between that war and the war in Iraq. [ ]
In his official proclamation of Washingtons 275th Birthday, Bush said the first president would see an America fulfilling the promise of her Founders.
Today, he would see in America the worlds foremost champion of liberty a nation that stands for freedom for all, a nation that stands with democratic reformers, and a nation that stands up to tyranny and terror, he said in the proclamation.
Reuters bætti við þessari tilvitnun:
... Today we are fighting a new war to defend our liberty, our freedom and our way of life and as we work to advance the cause of freedom around the world we remember that the father of our country believed the freedoms we secured in our revolution were not meant for Americans alone.
Samkvæmt þessu er stríðið gegn hryðjuverkum einhvernveginn sambærilegt frelsisstríði bandaríkjanna - og forsetinn einhvernveginn arftaki Washington, því Washington trúði á frelsi, og Bush ímyndar sér að hann sé að prómótera frelis með því að hafa steypt Írak í upplausn, og hafa sólundað mannslífum og skattfé almennings, og bakað bandaríkjunum óvild meirihluta veraldarinnar! En Bush var ekki að tala um Washington og frelsisstríðið bara vegna þess að hann væri að reyna að réttlæta hörmulega misheppnaða utanríkisstefnu sína. Nei - hann var að rifja þessa sögu upp því hann taldi sig hafa fundið lausnina á Íraksstríðinu í stjórnmálaheimspeki Washington:
"In the end, General Washington understood that the Revolutionary War was a test of wills, and his will was unbreakable,"
Semsagt: Það sem gerði að verkum að bandaríkjamenn báru sigur úr býtum í viðureign sinni við Breta var viljinn. Þetta var Sigur viljans? Og fyrst Washington gat sigrað breta með viljanum einum saman er lógískt að Bush geti sigrað stríðið í Írak með viljanum einum saman?
Ég man í fljótu bragði eftir öðrum stjórnmálaskörung sem taldi sig geta sigrað tapað stríð með viljanum einum saman.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 20.2.2007
Meðlimur úr innsta hring repúblíkanaflokksins, verktaki fyrir varnarmálaráðuneytið kærður fyrir að fjármagna... Al Qaeda!
Allt síðan 2001 hefur Repúblíkanaflokkurinn blóðmjólkað Al-Qaeda ógnina. Allar kosningar síðan "9-11" hefur flokkurinn varað kjósendur við því að ef demokratar kæmust til valda væri stríðið gegn terroristunum tapað, því allir demokratar væru einhverskonar flugumenn Bin Laden. Mike Gallagher, sem er republican "pundit", sem er starf sem gengur út á að hafa, eða þykjast hafa, vit á málefnum líðandi stundar og geta talað út í eitt um þessi mál öll, skrifaði um daginn á bloggsíðu sinni á Townhall:
Seeing Jane Fonda Saturday was enough to make me wish the unthinkable: it will take another terror attack on American soil in order to render these left-leaning crazies irrelevant again. Remember how quiet they were after 9/11? No one dared take them seriously. It was the United States against the terrorist world, just like it should be.
Það er sennilega fátt sem veitir betri innsýn í þankagang margra á hægrivæng (nei, réttara sagt, hálfvita, og fasistavæng) repúblíkanaflokksins: "9-11" var hið besta mál vegna þess að það þaggaði niðri í þessum leiðinda vinstrimönnum! (Ég mæli með umfjöllun Pandagon um þessi ummæli Gallagher.)
Í ljósi þessa kemur það eiginlega ekki á óvart að fjármálamenn flokksins skuli hafa reynt að halda lífinu í þessum félagsskap með fjárgjöfum! Samkvæmt CBS news hefur auðmaðurinn Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari verið ákærður fyrir að hafa reynt að senda hátt á annað hundruð þúsunda dollara til Afghanistan til að kaupa búnað fyrir Osama!
Terrorism charges brought Friday against the administrator of a loan investment program claimed that he secretly tried to send $152,000 to the Middle East to buy equipment such as night vision goggles for a terrorist training camp in Afghanistan.
Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari, 53, of Ardsley, N.Y., pleaded not guilty in U.S. District Court in Manhattan to an indictment accusing him of terrorism financing, material support of terrorism and other charges. The charges carried a potential penalty of 95 years in prison.
Alishtari er einnig þekktur undir nafninu Michael Mixon, og hefur verið stórtækur fjársvikamaður:
He was also charged with money laundering for allegedly causing the transfer on Aug. 17 of about $25,000 from a bank account in New York to a bank account in Montreal, Canada. The money was to be used to provide material support to terrorist, prosecutors said.
The indictment also charged him with wire fraud conspiracy and wire fraud. It said he devised a scheme to administer and promote a fraudulent loan investment program known as "Flat Eletronic Data Interchange" through which Alishtari and others fraudulently obtained millions of dollars from investors by promising high guaranteed rates of return
Besti parturinn er að þessi Alishtari var líka í innsta hring repúblíkanaflokksins!
CBS News has confirmed that Alishtari is a donor to the Republican Party, as he claims on his curriculum vitae. ...
Alishtari also claims to be a lifetime member of the National Republican Senate Committee's Inner Circle, which the NRCC describes as "an impressive cross-section of American society community leaders, business executives, entrepreneurs, retirees, and sports and entertainment celebrities all of whom hold a deep interest in our nation's prosperity and security."
TPM hefur fylgt þessari GOP/Terrorist-kingpin sögu eftir - Alishtari segist einnig hafa verið meðlimur í einhverju "White House Business Advisory Committee"...
M
mán. 19.2.2007
Forsetadagurinn! Nixon verður prentaður á peninga 2017, og Clinton talinn 3-4 besti forseti Bandaríkjanna...
Í dag er "forsetadagurinn" haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Þessi hátíðarhöld virðast aðallega felast aðallega í því að loka skólum, svo öll skólabörn fá þriggja daga helgi. Svo gefur þessi dagur okkur líka tilefni til að minnast forsetans og forsetaembættisins og allra þeirra merkilegu manna sem hafa verið forsetar. Við Íslendingar eigum enga sambærilega hátíð: Forsætisráðherradagurinn? Eða kannski væri hægt að halda Ríkisstjórnardaginn hátíðlegan hvert ár, minnast horfinna ríkisstjórna fyrri daga?
Forsetadagurinn er líka góð afsökun til að rifja upp ágæti fyrri forseta. Samkvæmt nýrri könnun Gallup telja Bandaríkjamenn að Abraham Lincoln sé vinsælasti forseti allra tíma - í fyrra var Ronald Reagan talinn besti forseti allra tíma. John F. Kennedy og Bill Clinton eru svo saman í þriðja til fjórða sæti. Í fimmta sæti er Franklin D. Roosevelt. Það vekur athygli að af þessum forsetum er Reagan sá eini sem getur talist á hægrikantinum. Miðað við þær niðurstöður getur maður sett spurningarmerki við sannfæringu núverandi forseta að hann verði dæmdur betur af sögunni en samtímamönnum.
Og svona í tilefni forsetadagsins hefur bandaríska myntsláttan opinberað fyrirætlanir sínar um að byrja að slá mynt með myndum af öllum forsetum Bandaríkjanna - og ekki bara þessum merkilegu sem allir kannast við, heldur líka óeftirminnilegum mönnum eins og "William Henry Harrison" sem á að hafa verið forseti einhverntímann á 19 öld, Martin van Buren, sem er yfirleitt nefndur í sömu andrá og Bush yngri þegar talað er um verri forseta bandaríkjasögunnar. Fyrsta forsetaklinkið verður George Washington.
Miðað við þessa áætlun getum við gert ráð fyrir að Nixondollarinn komist í umferð 2016 - en myntsláttann hefur einhverra hluta vegna ekki birt sláttuáætlun sína lengra fram í tímann. En það er pláss fyrir þrjá forseta í viðbót árið 2016: svo það munu líka verða slegin mynt með Ford, Carter og Reagan það ár. Árið eftir má svo gera ráð fyrir að næstu þrír forsetar komist að: Bush yngri og eldri og Clinton - og svo auðvitað Barry Obama, því hann verður pottþétt búinn að vera dauður í minnst sjö ár, eftir að hafa verið ráðinn af dögum í Texas, af CIA, mafíunni, kúbönskum útlögum og frímúrarareglunni...
M
lau. 17.2.2007
Fjölmiðlamógúllinn Al Neuharth, stofnandi USA Today, segir Bush tvímælalaust versta forseta Bandaríkjasögunnar
Neuharth, fyrrverandi yfirmaður Gannett fjölmiðlaveldisins og stofnandu USA Today, lýsir því yfir í grein í USA Today að hann sé nú kominn á þá skoðun að Bush yngri sé tvímælalaust versti forseti Bandaríkjasögunnar. Í greininni biðst hann ennfremur afsökunar á að hafa gagnrýnt demokrata fyrir að segja akkúrat það sama. Fyrir ári síðan taldi hann upp fimm verstu forseta bandaríkjanna fyrr og síðar:
- Andrew Jackson,
- James Buchanan,
- Ulysses Grant,
- Herbert Hoover,
- Richard Nixon
Neuharth, hélt því fram að útilokað væri að Bush gæti talist lélegri forseti en þessir herramenn. En nú hefur hann semsagt skift um soðun. skv. Editor and Publisher:
"I was wrong. This is my mea culpa. Not only has Bush cracked that list, but he is planted firmly at the top." By top, of course, he means bottom.
Neuharth, after calling the Iraq war Bush's "albatross," concludes: "Is he just a self-touted decider doing what he thinks right? Or is he an arrogant ruler who doesn't care or consider what the public or Congress believes best for the country?
"Despite his play on words and slogans, Bush didn't learn the value or meaning of mea culpa (acknowledgement of an error) during his years at Yale.
"Bush admitting his many mistakes on Iraq and ending that fiasco might make many of us forgive, even though we can never forget the terrible toll in lives and dollars."
Editor and Publisher benda þó á að stjórnmálaskýrendur séu þó enn margir að spá forsetanum einhverskonar "comeback". Almenningur virðist hins vegar frekar aðhyllast skoðun Neuharth, og í nýrri könnun Pew Research er "approval rating" forsetans óbreytt frá fyrri könnunum, skitin 33%. Það er samt eitthvað mjög ófullnægjandi við prósentutölur sem mælistiku á tilfinningar og afstöðu: þó almenningur sé ósátt við frammistöðu forsetans er fólk samt kannski ennþá hrifið af manninum? Það hefur allavegana verið afstaða Chris Matthews, sem hefur hvað eftir annað haldið því fram að fólki líki við forsetann.
Nýjasta könnun Pew hrekur þessa undarlegu hugmynd. Pew biður nefnilega fólk að nefna eitt orð sem það telur best lýsa forsetanum:
George W. Bush's job approval rating stands at 33% in the current survey, virtually unchanged from a month ago. The general dissatisfacion with the president also is reflected in the single-word descriptions that people use to describe their impression of the president. While the public has consistently offered a mix of positive and negative terms to describe Bush, the tone of the words used turned more negative in early 2006 and remains the case today. In the current survey, nearly half (47%) describe Bush in negative terms, such as "arrogant", "idiot", and "ignorant". Just 27% use words that are clearly positive, such as "honest", "good", "integrity" and "leader".
As was the case a year ago, the word mentioned more frequently than any other is "incompetent". By comparison, from 2000 through 2005 "honest" was the word most frequently volunteered description of the president. Even among the positive words used there has been a decided change in tone over the years. Superlatives such as "excellent" or "great" were relatively frequent in the early years of Bush's presidency, but are offered less frequently today.
Og hvaða tíu orð eru mest notuð til að lýsa "the decider"?
- Incompetent
- Arrogant
- (tie) Honest
- Good
- Idiot
- Integrity
- (tie) Leader
- Strong
- Stupid
- Ignorant
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 17.2.2007
"Concerned Women for America" gagnrýna hómófóbíu NBA leikmannsins Tim Hardaway - gleymdi að nefna biblíuna sem yfirskyn...
Um daginn kom NBA leikmaðurinn John Amaechi út úr skápnum. Þetta voru auðvitað fréttir, því NBA deildin er víst einhverskonar hræðileg forarstía karlrembu og hómófóbíu. Og það leið ekki á löngu að einhver af kollegum Amaechi léti í sér heyra. Tim Haradaway - sem mér skilst að sé, eða hafi verið NBA leikmaður, og spilað fyrir "Miami-heat", vildi að allur heimurinn vissi að hann væri sko enginn kynvillingur. Í útvarpsviðtali á miðvikudaginn sagði Hardaway:
First of all, I wouldn't want him on my team," the former Miami Heat star said.
"And second of all, if he was on my team, I would, you know, really distance myself from him because, uh, I don't think that is right. I don't think he should be in the locker room while we are in the locker room."
Semsagt - homminn Amaechi ætti að nota aðra sturtuklefa en hinir leikmennirnir. Vegna þess að "ööö... það er rangt" að vera gay. En þegar Hardaway var beðinn að útskýra þetta frekar ákvað hann leggja spilin á borðið:
"You know, I hate gay people, so I let it be known. I dont like gay people and I dont like to be around gay people. I am homophobic. I dont like it. It shouldnt be in the world or in the United States.
Þetta fór fyrir brjóstið á "the liberal elites" sem eru að troða hommaskap í alla fjölmiðla og leikskóla og allstaðar að reyna að breyta öllu heiðarlegu fólki í kynvillinga - og Hardaway var settur í einhverskonar helgarlangt leikbann.
En það voru fleiri sem gagnrýndu Hardaway. T.d. "Concerned Women for America", sem er einhverskonar félagsskapur kvenna sem hafa áhyggjur af siðspillingu, guðleysi og dónalegu sjónvarpsefni. CWA sendi nefnilega frá sér fréttatilkynningu þar sem Hardaway var harðlega gagnrýndur:
A former NBA star has made disturbing and harmful comments about his feelings toward people trapped in the homosexual lifestyle. Interviewing with a Florida sports radio show, former Miami Heat player Tim Hardaway said that he "hates gay people" and that he distances himself from them because he is "homophobic." Concerned Women for America (CWA) is disappointed that a man who is respected by many sports fans would make such inflammatory remarks.
Ok. Þetta hljómar vel. En svo fara CWA að útskýra hvað það var sem þeim fannst að yfirlýsingu Hardaway: (eftirfarandi er líka úr fréttatilkynningunni - þetta eru ekki ummæli sem fréttafulltrúar CWA misstu óvart út úr sér! Já, og menningarmálasérfræðingur CWA er karlmaður...)
"Hardaway's comments are both unfortunate and inappropriate," said Matt Barber, CWA's Policy Director for Cultural Issues. "They provide political fodder for those who wish to paint all opposition to the homosexual lifestyle as being rooted in 'hate.' It's important to note that Hardaway's words represent the feelings of Hardaway. His words do not represent the feelings of the vast majority of people opposed to the homosexual agenda.
Semsagt - það var slæmt að Hardaway að segjast "hata" homma, því það hjálpaði þeim sem vildu mála alla hómófóbíu sem hatur? Ekki að það sé bara rangt að hata fólk? Heldur að það sé "bad publicity" fyrir "legit" hómófóbísk outfit eins og CWA að einhver durtur skuli segja skoðun sína umbúðalaust? En gamanið er ekki búið, því fréttatilkynningin heldur áfram!
"It's perfectly natural for people to be repelled by disordered sexual behaviors that are both unnatural, and immoral," said Barber.
Já - og hananú! Það er sko fullkomlega eðlilegt að finnast hommar vera viðbjóðslegir! CWA hefur nefnilega engar áhyggjur af fyrri hluta yfirlýsinga Hardaway, það var bara þetta með "hatrið" sem CWA hefur áhyggjur af. Concerned Women for America vill að lokum ráðleggja öllum sem finnst samkynhneigð ógeðsleg hvernig þeir eigi að láta þann viðbjóð sinn í ljós:
"... the appropriate reaction is to respond with words and acts of love, not words of hate. Jesus Christ offers forgiveness and freedom for all sinners, and that is the heart of the Gospel message.
"Thousands of former homosexuals have been freed from the homosexual lifestyle through acts of love. Hardaway's comments only serve to foment misperceptions of widespread homosexual 'victimhood' which the homosexual lobby has craftily manufactured."
Semsagt: Næst þegar Hardaway finnur til viðbjóðs þegar hann mætir samkynhneigðum karlmanni, á hann ekki að fara að tala um hatur, heldur Jesú. Og ef það er bara talað nóg mikið um Jesú, er kannski hægt að afhomma hommann? Fyrst það var hægt að afhomma sjónvarpspredíkarann, spítthundinn og syndaselinn Ted Haggard á þremur vikum hlýtur að vera hægt að frelsa aðra úr þessari hræðilegu ánauð?
Það sem er merkilegt við þessa röksemdafærslu CWA er að hún stekkur nokkurnveginn fyrirstöðulaust frá því að segja "samkynhneigð er ógeðsleg - og það er eðlilegt að finnast hún ógeðsleg" yfir í að segja "það á ekki að segja að maður hati samkynhneigð", og svo þaðan yfir í að segja að maður eigi að láta skoðun sína á samkynhneigð í ljós undir yfirskyni biblíunnar. CWA segir hvergi að hommahatarinn hafi haft á röngu að standa að finnast samkynhneigð ógeðsleg. Það eina sem hann gerði rangt var að tjá viðbjóðinn með hatri, en ekki biblíuþusi.
Það er eitt skref í þessari hugsanakeðju CWA sem ég sleppti - fréttatilkynningin bætir nefnilega við einhverskonar "réttlætingu" fyrir þeirri staðhæfingu að samkynhneigð sé viðurstyggð, og það sé í lagi að finnast hún það:
All too often those behaviors are accompanied by serious physical, emotional, and spiritual pitfalls.
CWA leggur ekki í að segja að það sé beint samband milli kynvillu og andlegra sjúkdóma - bara að það sé "of oft" að samkynhneigð fylgi slíkir sjúkdómar...
Þetta virðist vera lykilrak fyrir "hógværa" mannhatara eins og CWA sem sveipa hómófóbíu sína með tali um "kærleiksboðskap biblíunnar" - því þetta fólk gerir sér fyllilega grein fyrir því að það getur ekki með góðri samvisku réttlætt hómófóbíu með biblíutilvísunum einum saman. Því finnst það þurfa að "sanna" mál sitt með því að segja að hommarnir þjáist allir af einhverjum alvarlegum andlegum og líkamlegum sjúkdóm, sem valdi þeim andlegum og líkamlegum þjáningum. Og þá vitum við það. Næst þegar einhver finnur sig knúinn til að lýsa því yfir að hann hati homma á hann að gera eftirfarandi:
- láta sér nægja að segja að samkynhneigð sé ógeð og ónáttúruleg
- tala um að samkynhneigð sé sjúkdómur sem fylgi aðrir andlegir kvillar
- tala um Jesú og biblíuna
- boða afhommun
hmm...
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 05:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)