fös. 6.7.2007
Bandaríkjaher tvídrepur yfirmann Al Qaeda í Írak...
Samkvæmt Examiner hefur Bandaríkjaher tekist að tvídrepa einn af yfirmönnum Al Qaeda í Írak. Áblaðamannafundi á mánudaginn tilkynnti fulltrúi hersins, með töluverðu stolti, að Said Hamza, hættulegasti leiðtogi Al Qaeda í Írak hefði verið drepinn.
Brig. Gen. Kevin Bergner began his Monday news conference with a list of top insurgents either killed or captured in recent operations. He said they had been eliminated "in the past few weeks" and were "recent results."
"In the north, Iraqi army and coalition forces continue successful operations in Mosul," he told reporters. "Kamal Jalil Uthman, also known as Said Hamza, was the al Qaeda in Iraq military emir of Mosul. He planned, coordinated and facilitated suicide bombings, and he facilitated the movement of more than a hundred foreign fighters through safe houses in the area." All told, Bergner devoted 68 words to Uthman's demise.
Þetta væru auðvitað stórfréttir, ef þær væru ekki árs gamlar. Herinn hefur nefnilega áður drepið þennan "Said Hamza"! Fyrir ári síðan var "Hamza" þessi nefnilega á lista yfir Al Qaeda liða sem hefðu verið drepnir.
Uthman was listed in the 2006 news release as "the chief of military operations [in] Mosul."
When The Examiner pointed out that Uthman's death had been announced twice, a command spokesman said in an e-mail, "You are correct that we did previously announce that we killed him. This was a roll up to show an overall effort against [al Qaeda in Iraq]. We can probably do a better job on saying 'previously announced' when we do long-term roll ups to show an overall effort."
Afgangurinn á nýjum heimkynnum FreedomFries á Eyjunni...
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 3.7.2007
Það er alveg sama hvað það er kallað, náðun eða refsimilding, enginn er ánægður með niðurstöðuna...
21% of Americans familiar with the legal case involving former White House aide Scooter Libby agree with President Bush's decision to commute Libby's prison sentence, according to a SurveyUSA nationwide poll conducted immediately after the decision was announced. ... 17% say Bush should have pardoned Libby completely. 60% say Bush should have left the judge's prison sentence in place.
Það sem meira er, bara 32% repúblíkana eru ósáttir við málalokin. Samkvæmt fyrri könnunum voru aðeins 20% aðspurðra sammála því að Bush ætti að náða Libby, svo það virðist sem þessi refsimilding sé örlítið vinsælli - með 21% fylgi...
Það er samt merkilegt að forsetinn skyldi ekki hafa farið eftir vilja þjóðarinnar og sleppt því alveg að vera að hindra framgang réttvísinnar í þessu máli, því honum virðist ekki hafa tekist það sem maður hefði haldið að myndi vera aðalmarkmiðið í þessu máli: friðþægja stuðningsmenn sína á hægrivæng flokksins. Íhaldsmenn og hörðustu stuðningsmenn forsetans eru nefnilega alls ekki ánægðir. Robert Novak skrifar grein í dag þar sem hann heldur því fram að Libby sé eini maðurinn sem sé ánægður með þessi málalok:
Only Libby smiling today
Bush's decision to commute aide's sentence leaves liberals livid and conservatives still not satisfied
WASHINGTON -- President Bush's commutation of Scooter Libby's sentence pleased but did not fully satisfy restive conservatives, while enraging his liberal critics. Libby himself can breathe a sigh of relief that he does not have to serve prison time, but hardly anybody else is all that happy. ...
By standing apart from the Plame affair and the Libby affair, Bush has subjected himself to abuse from both sides. The abuse from the left certainly will expand thanks to his decision Monday, while praise from the right is a little bit muted.
When he was running for president, George W. Bush loved to contrast his law-abiding morality with that of President Clinton, who was charged with perjury and acquitted. For Mr. Bush, the candidate, politics, after a time of tarnished ideals, can be higher and better. Not so for Mr. Bush, the president. ... Presidents have the power to grant clemency and pardons. But in this case, Mr. Bush did not sound like a leader making tough decisions about justice. He sounded like a man worried about what a former loyalist might say when actually staring into a prison cell.
WASHINGTON - The White House on Tuesday declined to rule out the possibility of an eventual pardon for former vice presidential aide I. Lewis "Scooter" Libby. But spokesman Tony Snow said, for now, President Bush is satisfied with his decision to commute Libby's 2 1/2-year prison sentence.
Snow was pressed several times on whether the president might eventually grant a full pardon to Libby, who had been convicted of lying and conspiracy in the CIA leak investigation. The press secretary declined to say anything categorically.
"The reason I'm not going to say I'm not going to close a door on a pardon," Snow said, "Scooter Libby may petition for one."
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 3.7.2007
Gærdagurinn var merkisdagur...
Gærdagurinn var merkilegur dagur í sögu Bandaríkjanna. Þetta var dagur afmæla, en einnig dagur merkilegra tímamóta.
Fyrir nákvæmlega 75 árum síðan kynnti merkilegasti forseti Bandaríkjanna, fyrr og síðar,* Franklin Delano Roosevelt, hugyndina um "a new deal" fyrir Bandaríkjamönnum. Velferðarríki það sem Bandaríkjamenn búa þó við var skapað í kjölfar þess að Roosevelt benti á leið út úr kreppunni. Roosevelt benti Bandaríkjamönnum - og öllu fólki - á að það eina sem við þurfum að óttast er óttinn. Nokkuð sem Bandaríska þjóðin hefur gleymt "in the post 9/11 era"... Í það minnsta hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt besta til að sannfæra þjóðina um að aðalatriðið sé að vera alltaf á varðbergi og alltaf að óttast hryðjuverk og skeggjaða Araba.
Næsta merkisafmælið er fjögurra ára afmæli þeirrar sögufrægu yfirlýsingar núverandi forseta, Bush yngri, "Bring em on". Fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan, nokkru eftir að klaufabárðurinn Bush hafði álpast til að leyfa Cheney telja sér trú um að gera innrás í Írak stóð hann frammi fyrir fréttamönnum sem vildu fá svör við því hvort Bandaríkjaher gæti tekist á við einhverskonar mótspyrnu, hemdarverk eða jafnvel hryðjuverk í nýfrelsuðu Írak. Forsetinn þóttist nú alldeilis vita svarið við þessari spurningu. Hann hló að henni - og eggjaði hryðjuverkamennina til dáða:
There are some who feel like -- that the conditions are such that they can attack us there. My answer is, bring them on. We've got the force necessary to deal with the security situation. Of course we want other countries to help us -- Great Britain is there, Poland is there, Ukraine is there, you mentioned. Anybody who wants to help, we'll welcome the help. But we've got plenty tough force there right now to make sure the situation is secure.
Með Úkraínu og Pólland munu Bandaríkin bera sigurorð af Al Qaeda og hryðjuverkaógninni? You got to be fucking kidding me!? Og af hverjú í andskotanum var Bretland með vegna? Vegna þess að Blair, af einhverri óskiljanlegri ástæðu hélt að það væri góð hugmynd að veðsetja pólítískan frama sinn í vafasömu neo-con veðmáli?
En það var nú ekki aðalatriðið - "the coalition of the willing", sem Íslendingar tóku þátt í n.b., var skammarlegur brandari frá fyrstu stundu - það sem var svívirðilegt við þessa yfirlýsingu var að Bush beinlínis hvatti óvini Bandaríkjanna til að reyna að drepa Bandaríska hermenn. Enginn forseti, fyrr eða síðar, hefur sent slíka áeggjun til óvina Bandaríkjanna. Enginn forseti Bandaríkjanna, fyrr eða síðar, hefur komið fram af viðlíka vanvirðingu við Bandaríska hermenn.
En gærdagurinnvar líka dagur merkilegra yfirlýsinga - því forsetinn ákvað í gær að gefa skít í Bandarískt réttarkerfi. Lewis "Scooter" Libby sirkaabout náðaður í gær. Við eigum eftir að heyra meira af þeim atburð, því náðun Libby á eftir að draga dilk á eftir sér.
M
*Þó Roosevelt hefði ekki haft afrekað að leggja grunninn að samfélagsþjónustu í Bandarikjunum hefði hann engu að síður getað talist einhver merkilegasti forseti Bandaríkjanna fyrir það eitt að hafa sigrað her Þriðja Ríkisins í seinni heimsstyrjöldinni. Roosevelt var því, án nokkurs vafa, einn merkilegasti forseti Bandaríkjanna - á eftir Washington og Lincoln, auðvitað! (og fyrst við erum komin út í að telja fram "founding fathers" vil ég benda á Hamilton, sem því miður varð aldrei forseti, en það er önnur saga!)
mán. 2.7.2007
Bush búinn að náða Libby!
Samkvæmt allra nýjustu fréttum er Bush búinn að náða Libby - eða næstum. Bush hefur semsagt gefið út tilskipun um að Libby þurfi ekki að fara í fangelsi. Dómurinn mun standa áfram, borga kvartmilljón í sekt og vera á skilorði í tvö og hálft ár. Politico.com mun hafa spáð fyrir um þessi málalok.
several Republicans, who sense a movement in Libbys favor, said a more likely possibility might be a presidential commutation a reduction or elimination of Libbys 2½-year federal prison sentence. Such a move, they said, would be less divisive for the country.
M
mán. 2.7.2007
Áfrýjanir Scooter, I. Lewis Libby bera engan árangur
Fyrrum starfsmannastjóri "vara" forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, var, sem frægt er orðið, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ljúgvitni og fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Libby reyndi að fá fangelsisvistinni frestað meðan hann áfrýjaði dómnum. Þeirri beiðni var fyrst hafnað af dómaranum í málinu, og nú hefur sérstakur áfrýjunardómstóll hafnað beiðninni. Libby þarf því að hefja afplánun dómsins meðan hann bíður eftir niðurstöðu áfrýjunar málsins: (skv. Reuters)
A federal judge last month ruled Libby would have to report to prison in six to eight weeks. His lawyers appealed to a three-judge panel of the U.S. appeals court.
But the appeals court turned down Libby in a one-paragraph order, ruling he has not shown that his appeal "raises a substantial question."
Dómararnir kváðu upp þennan úrskurð samhljóða, enda þótti sannað að Libby hefði haft mjög einbeittan brotavilja og glæpur hans grafalvarlegur, þ.e. að ljúga að alríkislögreglunni og reyna að grafa undan viðkvæmri rannsókn. Stuðningsmönnum forsetans finnst þetta auðvitað frekar ósvífið, því Libby í þeirra huga er Libby "hermaður" í stríðinu gegn hryðjuverkum, eins og fram kom í einu þeirra fjölmörgu bréfa sem stuðningsmenn og vinir Libby skrifuðu dómaranum. Meðan National Review og önnur tímarit og málpípur ný-íhaldsmanna hafa reynt að halda því fram að Libby ætti ekki að fara í fangelsi, vegna þess að ekki hafi tekist að sanna að "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - rök sem eru haldlaus, því það er glæpur að ljúga að alríkislögreglunni, hvort sem hægt er að sanna "undirliggjandi" glæp eða ekki - þá leggja bréfritarar flestir áherslu á manngæsku Libby.
Ég veit svo sem ekkert um innræti Libby, en hann virðist við fyrstu sýn sympatískari karakter en margir aðrir meðlimir Bush stjórnarinnar. En eitt er víst - hann nýtur gríðarlegra vinsælda meðal bandarískra ný-íhaldsmanna og harðra Repúblíkana, sem hafa þrýst á forsetann að náða Libby. Forsetinn hefur hingað til neitað að blanda sér í málið, m.a. vegna þess að sú hugmynd nýtur lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Skv. Fox news könnun sem ég vitnaði í um daginn telja aðeins 20% kjósenda að forsetinn eigi að náða Libby. En vinsældir forsetans eru litlu meiri, og það er því þeim mun mikilvægara fyrir Bush að halda í stuðning National Review og American Enterprise Institute...
lau. 30.6.2007
Er Ann Coulter einn af 'leiðtogum' bandarískra hægrimanna?
Ann Coulter er lesendum Freedomfries að góðu kunn. Í gegn um tíðina hefur hún skemmt okkur með innsæi sínu og greindarlegum yfirlýsingum á borð við þá að skynsamleg utanríkispólítík felist í almennilegum krossferðum. Eftir 9/11 lýsti Coulter því hvernig bregðast ætti við ógninni af ergilegum Saudi Aröbum sem voru innblásnir af hatri á Bandarískri heimsvaldastefnu:
We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity.
Coulter hefur einnig lagt sitt af mörkum til umræðunnar um forsetaframbjóðendur, en samkvæmt henni er John Edwards "totally gay" - sem átti að vera "brandari". hahaha. Því það er alveg ótrúlega fyndið að ásaka pólítíska andstæðinga um samkynhneigð. Demokratar, vinstrimenn, og reyndar sennilega allt fólk sem hefur einhverja örgðu af smekkvísi er því fyrir löngu búið að afskrifa Coulter sem trúð og aula, en einhverra hluta vegna fær hún stöðugt aðgang að fjölmiðlum.
Það sem verra er, mikið af bandarískum hægrimönnum hafa ákveðið að standa vörð um Coulter. Seinasta dæmið er Brent Bozell, sem er formaður Media Research Center, sem er einhverskonar hægrisinnuð hliðstæða Media Matters. Bozell sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann hvatti bandaríska hægrimenn og íhaldsfólk um að standa vörð um Ann Coulter:
But Ann Coulter is owed an apology from those outlets, including NBCs Nightly News, The Washington Post and CNNs American Morning, which have mis-reported her comments. And conservatives, take note: Today its Coulter, tomorrow it may be you. The left has demonstrated that it will stop at nothing, including flat-out dishonesty, to undermine our leaders.
Ann Coulter, samkvæmt þessu er ein af "our leaders"? Í þessu felst vandinn: Mikið af bandarískum hægrimönnum halda að Ann Coulter sé einhverskonar "leiðtogi" eða hugsuður.
M
fös. 29.6.2007
Þá er það loksins offisíelt: Engin gereyðingarvopn í Írak
Sameinuðu þjóðirnar hafa loksins komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilgangslaust að halda áfram að leyta að gereyðingarvopnunum sem Saddam Hussein átti að hafa komið sér upp til að gefa Bandaríkjunum afsökun til að gera innrás og breyta Írak í helvíti á jörðu. Skv. AP (via CNN):
UNITED NATIONS (AP) -- The Security Council voted Friday to immediately close down the U.N. inspection bodies that played a pivotal role in monitoring Iraq's unconventional weapons programs under Saddam Hussein.
The resolution, approved by a vote of 14-0, terminated the mandate of the U.N. bodies responsible for overseeing the dismantling of Hussein's programs to develop nuclear, chemical and biological weapons and long-range missiles.
En það eru þó ekki allir þeirrar skoðunar að það sé ljóst að það séu ekki gereyðingarvopn einhverstaðar í Írak:
Russia abstained, saying there was still "no clear answer to the existence of weapons of mass destruction" in Iraq.
Ég geri ráð fyrir að hörðustu stuðningsmenn stríðsins í Írak muni halda áfram að fylgja Kremlarlínunni í þessu eins og öllu örðu. Flokkurinn og foringinn geta jú ekki hafa haft á röngu að standa!
M
Írak | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 29.6.2007
Ný Fox News könnun: kjósendur treysta demokrötum betur komi til heimsstyrjaldar við alla múslima allstaðar
Það er alltaf gaman að sjá skoða skoðanakannanir Fox news, því þær innihalda alltaf eina eða fleiri spurningar sem eru svo furðulega orðaðar að að maður skilur ekki alveg hvernig nokkrum manni myndi detta í hug að spyrja þeirra. Engu að síður gefa þessar spurningar góða innsýn, bæði í þankagang þáttastjórenda Fox og áhorfenda þeirra. Fox kannanirnar innihalda nefnilega oft það sem kallað eru "talking points" republíkanaflokksins, og það er gagnlegt að sjá hvort þau eiga samhljóm með þjóðinni. Í vor spurði Fox t.d.
Do you think the Democratic Party should allow a grassroots organization like Moveon.org to take it over or should it resist this type of takeover?
Svarið var auðvitað "nei" - en Fox datt ekki í hug að spyrja
"Do you think the Republican Party should allow grassroots organizations like the NRA to take it over or should it resist this type of takeover?"
Nu, eða
"Do you think the Republican Party should allow Talk Radio hosts like Hugh Hewitt to dictate policy on important national issues like immigration"
Bæði eru þó "sanngjarnar" spurningar ef lógík Fox er fylgt. (Sjá hér Townhall grein varðandi áhrif Hewitt á þingmenn). Í nýjustu könnuninni er spurt: Ef allir íslamófasistar allra landa sameinast í einhverskonar allsherjar múslimabandalag og fara í stríð við hinn stóra Satan - hvorum myndir þú treysta til að verja frelsi, lýðræði og vestræna menningu, demokrötum eða repúblíkönum?
If there is an all-out war between the United States and various radical Muslim groups worldwide, who would you rather have in charge Democrats or Republicans?
Nú hefði maður ætlað að það væri bara eitt svar við þessari spurningu, Giuliani og Mitt Romney, því repúblíkanar hafa síðan 9/11 stöðugt hamrað á því að þeim einum sé treystandi í þessum "nýja heimi" þar sem íslamófasistar leynast á bak við hvert horn, allir múslimar eða innflytjendur séu hugsanlega terroristar og það er einhvernveginn eðlilegt að spyrja þingmenn hvort þeir vinni með hryðjuverkamönnum, af því þeir séu múslimar - eða jafnvel gefa í skyn að forsetaframbjóðendur séu á mála hjá wahhabískum klerkum frá Saudi Arabíu.
En Repúblíkanar virðast hafa blóðmjólkað þessa kú, því kjósendur treysta þeim síður en demokrötum til að heyja þriðju heimsstyrjöldina!
Democrats 41%, Republicans 38%, Both the same 9%, Dont know 12%
Þessi niðurstaða virðist bena til þess að "All 9/11, All the time" rökræðutækni og pólítík repúblíakana sé búin að ganga sér til húðar.
M
Ps. svo langar mig aftur að minna á Eyjuna.is, sem eru ný heimkynni Freedomfries!
Fox News | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrr í vikunni var leynd lyft af skjölum CIA frá tímum kalda stríðsins. Það sem er merikilegast við þessa frétt er að í ljós kemur að allar vænusjúkustu og ótrúlegustu samsæriskenningar tengdar leyniþjónustunni virðast sannar! NYT:
Known inside the agency as the family jewels, the 702 pages of documents released Tuesday catalog domestic wiretapping operations, failed assassination plots, mind-control experiments and spying on journalists from the early years of the C.I.A.
The papers provide evidence of paranoia and occasional incompetence as the agency began a string of illegal spying operations in the 1960s and 1970s, often to hunt links between Communist governments and the domestic protests that roiled the nation in that period.
Og hverskonar gleði og sprell skyldu starfsmenn leyniþjónustunnar hafa fundið upp á? Í ljós kemur að leyniþjónustan var jafn galin og starfsmenn hersins, sem á tíunda áratugnum ætluðu að finna upp "hommunarsprengju". Í ljós kemur að starfsmenn leyniþjónustunnar hafi hlerað hótelherbergi í Las Vegas - fyrir mafíuna. Allen Dulles, sem er öllum áhugamönnum um samsæriskenningar eða Kalda stríðið að góðu kunnur, lagði blessun sína yfir samstarf með mafíunni - til að eitra fyrir Kastró. CIA ræktaði líka ópíum í Washingtonfylki. Washington Post fjallar um eiturlyfjatilraunir CIA og aðrar tilraunir með "mind control":
The CIA was eager to examine the use of dangerous pharmaceutical drugs to modify the behavior of targeted individuals, and so it asked commercial drug manufacturers to pass along samples of medicines rejected for commercial sale "because of unfavorable side effects," according to an undated memorandum included in dozens of CIA documents released yesterday.
Another document, dated May 8, 1973, mentions the existence of a 1963 account of agency scientists administering mind- or personality-altering drugs on "unwitting subjects" -- that is, testing hallucinogens such as LSD on people without their knowledge. The document doesn't provide details.
Mikið af skjölunum sem gerð voru upptæk höfðu þó verið svert út, svo það er aldrei að vita hverju öðru CIA fann upp á:
One memo that lists the most damaging secrets contained in "the family jewels" is missing its first paragraph. A separate memo that is supposed to summarize the "unusual activities" of the CIA's domestic branch includes just three paragraphs followed by 17 blacked-out pages.
Ég geri ráð fyrir að parturinn um hvernig LBJ fékk mafíuna, og OAS, til að ráða JFK af dögum?
M
Samkvæmt könnun sem New York Times birtir í morgun eru ungir Bandaríkjamenn, þ.e. fólk á aldrinum 17 til 29 ára almennt almennt "vinstrisinnaðara" en eldra fólk, og eru almennt mun líklegri til að styðja frambjóðendur demokrata. Skv. NYT:
At a time when Democrats have made gains after years in which Republicans have dominated Washington, young Americans appear to lean slightly more to the left than the general population: 28 percent described themselves as liberal, compared with 20 percent of the nation at large. And 27 percent called themselves conservative, compared with 32 percent of the general public.
Almennt virðast yngri Bandaríkjamenn mun frjálslyndari en eldra fólk. 44% í þessum hópi segja að samkynhneigt fólk eigi að fá að giftast, meðan aðeins 28% þjóðarinnar styður hjónabönd samkynhneigðra, sem er sláandi munur. Afstaða yngra fólks til fóstureyðinga er þó ívið íhaldssamara en afstaða þjóðarinnar í heild.
Þessi niðurstaða boðar ekki gott fyrir Repúblíkana eða ímyndaðan "pernanent majority" Karl Rove:
By a 52 to 36 majority, young Americans say that Democrats, rather than Republicans, come closer to sharing their moral values, while 58 percent said they had a favorable view of the Democratic Party, and 38 percent said they had a favorable view of Republicans.
Asked if they were enthusiastic about any of the candidates running for president, 18 percent named Mr. Obama, of Illinois, and 17 percent named Mrs. Clinton, of New York. Those two were followed by Rudolph W. Giuliani, a Republican, who was named by just 4 percent of the respondents.
Að vísu er því stundum haldið fram að ungt fólk sé almennt vinstrisinnaðara en eldri kynslóðir. Þessi ungæðislega vinstrimennska virðist þó frekar vera í vexti en standa í stað - því ef vinstrimennska er aðeins afleiðing af hormónaflæði unglingsáranna ætti ungt fólk að vera jafn vinstrisinnað nú og á níunda áratugnum:
The percentage of young voters who identified themselves as Republican grew steadily during the Reagan administration, and reached a high of 37 percent in 1989. That number has declined ever since, and is now at 25 percent.
M