Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Öll olían í Alaska...

oil_reserves_by_owner_incl_compnaies_and_countries.jpg

Það er eitt sem ég hef átt erfitt með að fatta, en þetta með alla olíuna í Alaska. Republikanar hafa gert það að einu af helstu baráttumálum sínum að fá að bora eftir olíu í Alaska - og Demokratar verið alfarið á móti. Vandamálið er bara að það er ekki það mikil olía þar norðurfrá (skv rannsóknum olíufyrirtækjanna sjálfra) til þess að hafa nein áhrif á heimsmarkaðsframboð eða verð. Republíkanarnir (og fjölmiðlar í kjölfarið) hafa hinsvegar haldið því fram að það væri mun meira af olíu þar en sannanlegt þykir. (Media matters var með póst útaf þessu núna í morgun.)

Ástæða þess að þetta mál er núna aftur á dagskrá er að republikönum hefur enn á ný tekist að koma í gegn um þingið lagafrumvarpi sem leyfir olíufyrirtækjunum að bora í þjóðgörðum í Alaska. Demokrötum og hófsömum republikönum hefur tekist að stöðva þetta frumvarp á undanförnum árum í öldungadeildinni.

Ég hélt alltaf að þetta væri klassísk pólitík: fyrst andstæðingarnir eru á móti einhverju, hlýt ég að vera því fylgjandi. Og svo hélt ég að þetta væri einhverskonar útsmogið útspil - gera úr þessu olíumáli einhvert ægilegt þjóðþrifamál, sem demokratrnir, afþví að þeim er stjórnað að hippum og grænmetisætum, væru á móti... Góðir og þjóðræknir bandaríkjamenn hlytu að kjósa á móti hippaflokknum sem hugsaði bara um beitilönd hreindýra. Þriðja skýringin var sú að þetta væri svona 'Framfaraflokkurinn' vs 'vondu borgarbúarnir' debatt... Annarsvegar væru republíkanar og 'heimamenn' (í alaska) sem vildu framkvæmdir og orkumannvirki og hinsvegar væru það umhverfissinnar í LA og NY, fólk sem ekki ynni 'alvöru' vinnu, sem væru einhverra hluta vegna á móti landsbyggðinni (semsagt dreifbýli Alaska.) Þessi seinasta skýring fanst mér vera góð, því að Bandaríkjamenn eru nógu vitlausir til að kaupa svona málflutning, og stjórnmál þar í landi á nógu einkennilegu plani til að hægt væri að halda úti málflutningi af þessu tagi, meðan skynsamar og þroskaðar þjóðir myndu ekki asnast útí svona pólitíska orðræðu...

En engar af þessum skýringum eru samt nógu góðar - af hverju er þetta Alaskamál svona mikið keppikefli fyrir olíufyrirtækin og stuðningsmenn þeirra? Af hverju er þetta eitt aðaláhugamál bæði republikana og Olíufyrirtækjanna? Það er kannski hægt að skýra áhuga republikana með pólitík - en það hlýtur eitthvað meira að hanga á spýtunni - og það er þetta:

Olíufyrirtækin ráða ekki yfir nema mjög litlum hluta olíuforða heimsins - þau hafa ekki óskoraðan aðgang að nema 6% af heildarolíuforða heims - afgangurinn er í eigu ríkisolíufyrirtækja, t.d. Rússlandi, Venesúela, Kuwait etc. (sjá mynd hér að ofan) Olíufyrirtækin hafa engin tök á því að leita að olíu í þessum löndum - þar sem lög segja að olían skuli að öllu eða mestu í eigu, eða undir stjórn ríkisins. Fyrir vikið eru það ríkisfyrirtæki sem stjórna olíuframboðinu, og olíufyrirtækin eru því mjög háð pólitískum hreyfingum, og 'sitting duck' ef ríkisstjórnir vantar að hækka skatta. Exxon (langstæarsta olíufyrirtæki bandaríkjanna) hefur ekki óskoraðan aðgang að nema 71 billjón tunnum af olíu, og ef þjóðgarðar alaska búa yfir 10 billjón tunnum þýðir það að Exxon getur aukið olíubirgðir sínar um 15%. Þó olían í Alaska sé lítið meira en dropi í olíusjóinn munar bandarísku olíufyrirtækin þó um hana...

 

M.

 

 


Spilltustu ríki bandaríkjanna

Rakst á þessa færslu á Marginal Revolution:

Corruption isn't just for third world, tin-pot, dictatorships and quasi-democracies.  It's for us too!  The FBI has some 2,000 ongoing corruption investigations.  Here from Glaeser and Saks in Global Corruption Report 2005 and their longer paper Corruption in America are the most and least corrupt US states based on data from Federal convictions.

Það vekur athygli að Alaska er spilltasta ríki bandaríkjanna. Spurning hvort það sé samband milli vegabóta til krummaskuða, brúarbygginga og spillingar?

 

 

 

 

 

 

 

 

M


100 milljón innflytjendur til BNA?

Um daginn birti Heritage Foundation, hægrisinnuð hugveita (think tank), skýrslu þar sem þeir reiknuðu út að á næstu 20 árum myndu yfir 100 milljón innflytjendur streyma frá Suður Ameríku til Bandaríkjanna ef núverandi ólöglegir innflytjendur yrði leyft að verða löglegir íbúar landsins. Stuttu seinna birtust svo fréttir af því að meira en helmingur barna undir 5 ára aldri væru börn innflytjenda, og að innfæddir (les hvítir) bandaríkjamenn fjölguðu sér mun hægar en hinir innfluttu (þ.e. hispanískir innflytjendur).

Það er styst frá því að segja að þessar fréttir allar leiddu til mjög almennrar hysteríu á öldum langbylgjuútvarpsins, á Fox news, og urðu til þess að herða andstöðu íhaldssamra republikana gegn öðrum innflytjendalögum en þeim sem snúast um víggirðingar á landmærum Mexikó.

Ég hef ákveðið að vera sammála öllum ræðumönnum í þessari deilu. a) það þarf að hemja innflutning ólöglegra innflytjenda - það getur ekki verið gott eða hollt að hafa milljónir af óskráðu fólki innan landamæra nokkurs ríkis - þetta fólk keyrir bíla, eignast börn, vinnur og borgar jafnvel skatta, en kemur samt hvergi fram sem íbúar landsins? b) það þarf að gera fólki kleift að flytja til bandaríkjanna með löglegum hætti. og loks c) það þarf einhverveginn að leysa vanda þess fólks sem er þegar innan landamæranna...

Nú jæja, um þetta eru svosem allir sammála. Nema, að Heritage Foundation, og lýðskrumarar í röðum afturhaldsafla republikanaflokksins, telja sig hafa hag af því að æsa fólk upp í hysteríy yfir þessum málum.

Media Matters hefur gert óspart grín að Michael Savage og Fox news fyrir hysteríuna yfir því að suður amerískir innflytjendur eignist mörg börn - Savage sér fyrir sér Mexikóskt samsæri um að 'ná aftur' landsvæðum sem tekin voru af Mexiko á árdögum Bandaríkjanna, (reyndar O'Reilley líka!) og Gibson á Fox hvetur bandaríkjamenn til að eignast fleiri börn til að stemma stigu við offjölgun innflytjenda.

En þa sem er ánægjulegast að sjá er að Cato Institute, sem ekki er hægt að segja að sé á vinstrivæng stjórnmálanna eins og Media Matters (O'Reilley hefur margsinnis gefið Media Matters titilinn 'kool-aid liberals' - sem á að vera versta tegundin af crackpot leftwing kook, svo notað sé orðfæri O'Reilly), hefur gagnrýnt Heritage foundation harðlega.

Á Cato-at-liberty blogginu er ágæt grein eftir Daniel Griswold um skýrslu Heritage Foundation, og á Catosíðunni sjálfri er Griswold með lengri OpEd grein um furðulega útreikninga Heritage Foundation. Í sem stystu máli reiknar Heritage foundation með að á hverju ári muni yfir 5 milljón innflytjendur koma til Bandaríkjanna - núverandi árlegur fjöldi (löglegra OG ólöglegra) innflytjenda er 1.5 milljónir.

Republikanaflokkurinn virðist hafa, einhverra hluta vegna, ákveðið að gera innflytjendamálin að aðalbaráttumáli sínu fyrir kosningarnar í haust.  Innflytjendamálin geta æst upp 'the base', ef 'the base' er hvítt, insecure, millistéttafólk í úthverfum, sem er pínulítið hrætt við hörundsdökku garðyrkjumennina, ergilegt út í starfsfólkið í McDonalds drive-through glugganum sem talar með hreim, og pirrað á farandverkamönnunum sem það er að reyna að finna til að gera við þakið hjá sér í sumar. En innflytjendamálin eru ekki í uppáhaldi hjá 'corporate america' sem fjármagnar flokkinn, eða hjá helstu hugsuðum flokksins í libertarian hugveitunum. Bush hefur tekist, fram að þessu að viðhalda ákveðnu jafnvægi milli þessara meginstoða flokksins: 'the values crowd' eða 'the base': afturhaldssamra og trúaðra kjósenda - stórfyrirtækja - og frjálshyggjumanna. Ef þetta bandalag liðast í sundur er úti um 'the big tent' og það er úti um Republikanaflokkinn í sinni núverandi mynd. Bandalag stórfyrirtækjanna og afturhaldssamra kjósenda er ávísun á aðeins eitt: lögregluríki. En í millitíðinni tapa þeir einum kosningum, og við það ákveður flokkurinn vonandi að losa sig við ný-íhaldsmennina sem eru hin megin hugmyndafræðileg stoð flokksins, og ég held að það sé fyrst og fremst þeim að kenna hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum.

M.

 


Memorial day II

Í tilefni þess að í Bandaríkjunum er í dag haldið upp á 'memorial day' skrifar Rahm Emanuel, þingmaður Demokrata í Illinois, ágæta grein í LA times um Rumsfeld, og 'the decider', forsetann. Emanuel hefur vissulega á réttu að standa þegar hann bendir á að einhver hljóti að bera ábyrgð á Íraksklúðrinu - og að það sé ekki Rumsfeld sem beri ábyrgðina, heldur Bush, sem hefur svarað kröfum um að Rumsfeld verði látinn fara með þeim spekingslegu orðum "I'm the decider, and I decide what's best".

Ég verð að segja að mér finnst að ef demokratarnir ná þinginu núna í haust eigi þeir að setja mark sitt á Rumsfeld - ekki forsetann - það eru allir (núorðið meira að segja kjósendur) sammála um að forsetinn sé ómögulegur - og honum verður ekki velt úr stóli fyrr en eftir tvö og hálft ár hvort sem er - en í millitíðinni væri hægt að hreinsa út menn eins og Rumsfeld og Cheney - og slíkir sigrar væru meira en symbolískir.

Reyndar eru búnar að vera nokkrar umræður um að Rumsfeld þurfi að fjúka - þó fréttir af þeim berist seint og ílla hingað til Íslands.

M


Memorial Day

Á morgun er Memorial Day í bandaríkjunum, en þá eigum við að heiðra 'our fallen heroes' - þ.e. bandaríska hermenn sem látist hafa við að verja föðurlandið, og reyndar líka hina sem látist hafa í "baráttunni gegn heimskommunismanum", eða öðrum misklókum þriðjaheimsstríðum.

En í tilefni þess tók Daily Kos saman þennan lista yfir helstu leiðtoga republikanaflokksins, og svo helstu hugsuði og talsmenn þeirra í útvarpi og sjónvarpi.

  • President George W. Bush - served four years of a six years Nat'l Guard commitment, some say after daddy's friends pulled some strings to keep him out of Vietnam. The circumstances of his early separation from state-side service are still controversial (details)
  • Karl Rove, occasional Deputy Chief of Staff and alleged full time smear artist, escaped the draft and did not serve
  • VP Dick Cheney - several deferments, by marriage and timely fatherhood  
  • Former VP Chief of Staff I. Lewis Scooter Libby - did not serve
  • Secretary of State and former NSA Condaleeza Rice - did not serve
  • Senate Majority Leader Bill Frist - did not serve.
  • Speaker of the House Dennis Hastert - did not serve.
  • Former House Majority Leader Tom Delay - did not serve
  • House Majority Whip Roy Blunt - did not serve
  • Majority Whip Mitch McConnell - did not serve
  • Rick Santorum, third ranking Republican in the Senate - did not serve.
  • Former Senate Majority Leader Trent Lott - did not serve
  • Rush Limbaugh - did not serve
  • Sean Hannity - did not serve
  • Pat Buchanan - did not serve
  • Ann Coulter - did not serve
  • Ralph Reed - did not serve
  • Bill O'Reilly - did not serve
  • Michael Savage - did not serve
  • Bill Kristol - did not serve
  • M


Skrifstofa Cneney ritskoðar löggjöf

Boston Globe var með þessa frétt á forsíðu í morgun: Cheney aide is screening legislation: Adviser seeks to protect Bush power.

WASHINGTON -- The office of Vice President Dick Cheney routinely reviews pieces of legislation before they reach the president's desk, searching for provisions that Cheney believes would infringe on presidential power, according to former White House and Justice Department officials.

The officials said Cheney's legal adviser and chief of staff, David Addington , is the Bush a dministration's leading architect of the ``signing statements" the president has appended to more than 750 laws. The statements assert the president's right to ignore the laws because they conflict with his interpretation of the Constitution.

The Bush-Cheney administration has used such statements to claim for itself the option of bypassing a ban on torture, oversight provisions in the USA Patriot Act, and numerous requirements that they provide certain information to Congress, among other laws.

Það hlaut að vera að Cheney væri á bak við 'the imperial presidency' - það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður 'Darth Cheney'...

M


Liberman og vinstrisinnaðir demokratar

Ég hef verið að bíða eftir þessu: 'Strong Signs of Rift Among Democrats' LA Times flutti á laugardaginn frétt af því að vinstrisinnaðir demokratar væru að vinna að því að fella Joe Lieberman, öldungardeildarþingmannai frá Connecticut frá. MoveOn.org hefur verið að vinna að því að koma Ned Lamont, auðmanni sem hefur stuðning ýmissa vinstrisinnaðari hreyfinga innan flokksins - og sumra af demokratískum bloggurum, t.d. Daily Kos.

Fyrir kosningarnar 2000 þegar Leiberman var varaforsetaefni demokrataflokksins sögðu margir vinstrisinnaðir demokratar að hann væri of hægrisinnaður - sem sannaðist á því að margir republikanar hafa hrifist af honum. Dagblöðin í Bandaríkjunum kalla Lieberman 'centrist'. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að hann sé hálfgerður republikani, og að það hafi verið mistök að hafa hann í framboði 2000 - það hafi átt sinn þátt í að sannfæra marga um að það væri enginn munur á demokrötum og republikönum, sem svo varð til þess að vinstrimenn flykktust til að kjósa Nader. En ég er samt þeirrar skoðunar að það sé varasöm pólitík af MoveOn að hjóla í Lieberman. Lieberman er langsamlega mest áberandi hægri-demokratinn. Í hugum bandaríkjamanna er hann ímynd hægrisinnaðra demokrata, og hann er einn best þekkti demokratinn í öldungadeildinni. MoveOn segir að átökin um Lieberman og Lamont séu í raun átök um 'sál' demokrataflokksins.

Stjórnmálaskýrendur búast ekki við að Lamont sé á þessari stundu alvarleg ógnun við Lieberman - en þó Lamont tapi mun þett áhlaup verða til þess að styrkja stöðu MoveOn.org og Democracy for America, sem er undir stjórn Jim Dean, bróður Howard Dean. MoveOn getur sýnt demokrataflokknum að það þurfi að taka meira tillit til óska vinstrisinnaðra flokksmanna - og, ef MoveOn passar sig ekki, er hætta á að republikanar, sem hafa verið að bíða átekta eftir því að það sem þeir kalla 'kool-aid liberals' efni til uppþota innan demokrataflokksins, snúi þessum átökum sér í vil: elsta, og margtuggnasta áróðursrak íhaldsmanna hefur verið að 'vinstrimenn séu sundraðir'...

M


Af hverju er Hayden vandamál, og af hverju er öllum sama?

Ég skrifaði í morgun stuttan póst um nýjan yfirmann CIA, Michael Hayden. Heyden varð frægur fyrir að hafa verið yfirmaður NSA meðan sú stofnun stóð fyrir umsvifamestu persónnjósnum í nýlegri sögu bandaríkjanna. Hayden var maðurinn á bak við bæði símahleranir stj´prnarinnar, og svo símtala-gagnagrunninn. Þegar þetta varð upplýst voru margir fljótir til að spá því að staðfesting Hayden yrði mikið bitbein, og að Demokratar myndu berjast hatrammlega gegn honum.

En svo varð ekki - aðeins 15 öldungardeildarmenn greiddu atkvæði gegn honum. Þetta getur virst frekar  íllskiljanlegt, sérstaklega þar sem búið var að lofa okkur að það yrði einhverskonar 'showdown' í öldungardeildinni, milli þingmanna annarsvegar og svo Bushco. Ég hef ekki getað séð fullnægjandi skýringu á því af hverju þessi átök urðu ekki - skýring margra vinstrimanna er auðvitað að demokratarnir séu aumingjar sem láti republikanana vaða yfir sig. Og kannski er eitthvað til í því? En það verður að hafa í huga, held ég, að baráttan gegn Hayden er nokkurnveginn töpuð fyrirfram. Forsetinn hefði komið honum í gegn hvað sem nokkur demokrati hefði látið hátt - og ef demokratarnir hefðu gert Hayden að einhverju meiriháttar máli, keyrt í hart og búið til í kringum staðfestinguna pólitískan hasar, hefði það samt endað með því að Hayden hefði verið staðfestur sem yfirmaður CIA. Og það sem verra er fyrir demokratana er að umræðan í kringum staðfestinguna hefði snúist um 'þjóðaröryggi' - og republikanarnir, sem hafa orðið allt að vinna - hefðu getað presenterað sjálfa sig sem varðmenn þjóðaröryggisins, menn sem svífast einskis til þess að vernda bandaríkin gegn utanaðkomandi ógnum. Kannanir sýna að bandaríkjamenn eru alls ekki einhuga um að njósnir og hleranir NSA séu slæmar, og þá er orðið of óvíst að demokrötunum hefði tekist að snúa þessu máli öllu sér í hag.

Það sem Republikanana vantar er að ná 'momentum' fyrir kosningarnar - þeir þurfa að finna eitthvað málefni, einhverja pólitíska stund, sem þeir geta náð að fanga athygli almennings á jákvæðan máta - og demokratarnir þurfa að meina þeim að finna eða fanga þessa stund. Það er eina skýringin sem ég hef getað fundið á þessari einkennilegu þróun mála.

Hitt er svo annað mál að Hayden er skuggalegur maður - eins og The Online Beat, blogg The Nation bendir á þá er "his unapologetic rejection of the rule of law and his limited acquaintance with the Constitution" ástæða fyrir okkur til að hafa áhyggjur. Það er líka annað: Hayden er fjögurra stjörnu herforingi - og CIA á að vera 'hlutlaust' - Herinn, og NSA, hlýða framkvæmdavaldinu, en CIA á að vera hlutlausara, þess hlutverk á að vera að finna upplýsingar sem geta hjálpað framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu að móta skynsamlega og rétta stefnu - það á ekki að vera hlutverk þess að 'framleiða' gögn sem styðja stefnu stjórnvalda - meðan herinn hefur það hlutverk eitt að framfylgja stefnu stjórnvalda. Örstuttu eftir að 'njósnamála-nefnd' öldungadeildarinnar (Senate Intelligence Committee) samþykkti tilnefningu Hayden ákvað hermálanefndin að framlengja Hayden í embætti fjögurrastjörnu herforingja. Með því tók þingið ákvörðun, ekki aðeins um að hleypa í gegn manni sem hefur átt hlutdeild í mjög vafasömum aðgerðum framkvæmdavaldsins - heldur kaus þingið að styrkja enn frekar tök framkvæmdavaldsins yfir njósnamaskínu ríkisins.

Þó ég skilji, og geti kannski jafnvel samþykkt, pólitískt útspil demokrata, getur maður ekki af prinsipp ástæðum látið sér í léttu rúmi liggja.

M

 


Helvítis Hayden

Ekki að ég hefði haft nokkrar efasemdir um að Hayden yrði samþykktur sem yfirmaður CIA. Vinstrisinnair demokratar eru allir í hnút yfir að öldungadeildin hafi samþykkt hann, og að þeirra menn hafi ekki allir sem einn snúið staðfestingarumræðunum upp í allsherjar pólitískan sirkús. Aðeins 15 öldungardeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn honum - og afgangurinn lét hann sigla nokkurnvegin átakalaust í gegn. Og af hverju? Nú vegna þess að repúblíkanarnir í öldungadeildinni eru nokkuð auðmjúkir þjónar stjórnarinnar, og demokratarnir fatta að það þjónar engum tilgangi að vera með uppistand í kringum Hayden - athygli þeirra er á Bush núna.

Sumir á blogospherinu hafa kvartað undan því að Hayden sé algerlega ómögulegur sem yfirmaður CIA - en hann er ekki verri en Bolton, og fjandinn hafi það, hann er ekki verri en Alito eða Gonzales... Sem yfirmaður NSA sýndi Hayden allavegana framsýni og framtakssemi sem afkastamikill og samviskulaus þjónn ríkisvaldsins. Er það ekki þannig maður sem menn vilja sem yfirmann CIA? Einhvernveginn finnst mér eins og starfslýsingin og Hayden passi saman - ég hafði, og hef enn, miklar efasemdir um Alito, og Alito er æviráðinn, meðan Hayden er það ekki...

Annars fer að styttast í að þessari djöfulsins vitleysu ljúki og við taki sæmilega vitibornir menn. Hvort sem það verður Clinton/Gore (eða Clinton/Obama, sem væri flottara) eða McCain/Giuiliani skiptir minna máli. Það hlýtur allt að vera betra en veruleikafyrring og alræðisstjórn Bushco.

M


Bush and Putin, eða Dubya og Pootie Poot

Þessi frábæra frétt var á BBC fyrir margt löngu:

George W Bush likes to give people nicknames. It is nice for those who receive them - especially journalists and politicians, as it gives them the sense that they are on the inside track.

Those who do not get them, dismiss them as a sign that parts of Dubya - his name for himself - never really grew up.

Mr Bush has given Vladimir Putin, the steely-faced son of the KGB and now President of Russia, a nickname. It is Pootie-Poot.

It is not known if Pootie-Poot will respond with his own offering.

Ég rakst á þetta á The Daily Kos, en BBC linkurinn virkar ennþá (BBC á hrós skilið fyrir að halda föstum tengingum á eldri fréttir) Gælunöfn Bush eru mörg fræg - Kenny-boy fyrir Jeffrey Skilling af Enron, og 'Brownie' fyrir Michael Brown fyrrum stjórnanda FEMA. Hvort það fylgi gælunöfnum Bush einhver bölvun hefur ekki fengist upplýst - en ég verð að segja að það er ákveðin leikskóla, eða sandkassalykt af gælunafninu 'pootie poot'...

M

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband