Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
fim. 30.11.2006
Kjósendur Bush líklegri til að þjást af geðröskunum og ranghugmyndum, líka verr upplýstir, samkvæmt nýrri rannsókn
Þetta gæti skýrt margt... Margir vinstrimenn hafa reyndar haldið fram svipuðum kenningum undanfarin ár, en því miður er erfitt að sýna fram á svonalagað með vísindalegum hætti. Þartil einhverjum uppátækjasömum MA nema við ríkisháskóla Connecticut (þ.e. Southern Connecticut State University) datt í hug að gera könnun á skoðunum geðsjúklinga í kosningunum 2004. Þá kom í ljós að því verri ranghugmyndir og geðröskunin var, því líklegri var sjúklingurinn til að kjósa Bush...
Lohses study, backed by SCSU Psychology professor Jaak Rakfeldt and statistician Misty Ginacola, found a correlation between the severity of a persons psychosis and their preferences for president: The more psychotic the voter, the more likely they were to vote for Bush.
Our study shows that psychotic patients prefer an authoritative leader, Lohse says. If your world is very mixed up, theres something very comforting about someone telling you, This is how its going to be.
Samkvæmt könnuninni voru geðsjúklingar sem kusu Bush líka verr upplýstir en geðsjúklingar sem kusu Kerry:
Bush supporters had significantly less knowledge about current issues, government and politics than those who supported Kerry, the study says.
Samskonar niðurstöður hafa fengist í eldri könnunum - t.d. voru kjósendur sem þjáðust af órum og ranghugmyndum hrifnari af Nixon í kosningunum 1972, en í því tilfelli er sennilega rétt að segja að líkur sæki líkan heim?
Ég hef heyrt af rannsóknum á því hversu vel upplýstir áhorfendur Fox, og stuðningsmann forsetans eru, og þær kannanir hafa allar komist að sömu niðurstöðu: Því verr upplýst fólk er, og því minna sem það veit um gang heimsmálanna, þeim mun líklegra er það til að vera sannfært um að Bush hafi staðið sig vel í starfi. Þetta með tengslin milli geðröskunar og stuðnings við forsetann eru hins vegar nýjar fréttir - en eftir að hafa hlustað á AM Talk radio, og þó sérstaklega Michael Savage í nokkur ár, held ég að það geti vel staðist, því ég er ekki viss um að ég myndi þora að vera í sama herbergi og helmingurinn af þeim vitfirringum sem hringja í "the Savage nation".
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undanfarin ár hefur Bill O'Reilly búið til "fréttir" fyrir sjónvarps og útvarpsþætti sína með því að æsa sig yfir því að sumar verslunarkeðjur skuli voga sér að óska fólki "happy holidays" frekar en "merry christmas". Sú svívirða er, samkvæmt menningar og merkingarfræðingnum O'Reilly, auðvitað liður í einhverju dularfullu "stríði" vinstrimanna gegn jólunum og kristindómi.
Í gærkvöld fékk O'Reilly Kirsten Powers "democrat strategist" og Micelle Malkin, sem er hægrisinnaður bloggari og "Fox political analyst" í viðtal til að tala um ákvörðun Crate & Barrel að nota frasann "happy holidays", en talsmaður Crate & Barrel á að hafa sagt í viðtali við Minneapolis Star Tribune að starfsmenn fyrirtækisins þurfi að segja "happy holidays" af virðingu við viðskiftavini sem ekki eru kristnir:
Crate & Barrel has Jewish, Muslim and atheist customers, spokeswoman Betty Kahn said. "We would definitely not say Merry Christmas," she continued.
Þetta fannst O'Reilly hámark ósvífninnar, en þegar Powers neitaði að taka undir skoðanir O'Reilly, og Malkin var ekki nógu sammála honum virðist sem O'Reilly hafi fallist hendur:
OREILLY: I am. I am that Michelle, you you know me. You know I am that petty, that if youre going to annoy me like this because I just get annoyed. Its a federal holiday. Say merry Christmas, say happy holidays, stand on your head. I dont care. But to say, Were absolutely not going to say merry Christmas, Im not going there then. Thats how small I am. Am I wrong?
MALKIN: Well well, look. On my aggravato-meter, its a two. On yours it sounds like its about a six with 10 being total eye-popping outrage. But so youre not going to buy any crates or barrels. And you know
OREILLY: Right. There I think its, you know. Isnt it dumb?
POWERS: That you feel that way, yes.
OREILLY: No, isnt to dumb for a spokesman of a major of a major company, where 80 percent of the country is Christian and 90 celebrates Christmas, isnt it dumb, Michelle, to come out and say, Im absolutely not going to say that?
Það er hægt að horfa á upptöku af O'Reilly viðurkenna innri smæð sína og ómerkilegheit á Think Progress.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 29.11.2006
Bush sleppur naumlega við að fá kjaftshögg frá Jim Webb!
Jim Webb er uppáhalds öldungadeildarþingmaður minn! Eftir kosningarnar var Webb útnefndur af fréttaskýrendum "íhaldssamur" demokrati, og átti að vera helsta sönnun þess að demokrataflokkurinn hefði unnið kosningarnar með því að tefla fram íhaldssömum frambjóðendum. Svo kom Webb út úr skápnum í Wall Street Journal með því að skrifa grein undir titlinum "Stéttabarátta" þar sem hann kallaði bandaríska alþýðu, verkamenn og bændur, til vopna í baráttunni gegn óréttlátri skiptingu auðæfa.
En Webb er ekki bara einhverskonar varhugaverður rauðliði - hann er líka það skapstór að hann þarf að taka á sér öllum til að lenda ekki i slagsmálum við forsetann!!
Forsaga málsins er sú að Bush bauð öllum nýjum þingmönnum í hátíðlega móttöku í Hvíta húsinu, og af einskærri kurteisi spurði forsetinn Webb hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak. Webb er fyrrverandi landgönguliði og sonur hans er líka í landgönguliðinu og er Írak að reyna að komast hjá því að vera sprengdur í loft upp í borgarastríði Íraka, nei, ég meina "The ongoing scuffle between sectarian groups". Webb líkaði ekki tónninn í rödd forsetans, og forsetinn varð snúðugur:
Bush asked Webb how his son, a Marine lance corporal serving in Iraq, was doing.
Webb responded that he really wanted to see his son brought back home, said a person who heard about the exchange from Webb.
I didnt ask you that, I asked how hes doing, Bush retorted, according to the source.
Webb confessed that he was so angered by this that he was tempted to slug the commander-in-chief, reported the source, but of course didnt. Its safe to say, however, that Bush and Webb wont be taking any overseas trips together anytime soon.
Jim did have a conversation with Bush at that dinner, said Webbs spokeswoman Kristian Denny Todd. Basically, he asked about Jims son, Jim expressed the fact that he wanted to have him home. Todd did not want to escalate matters by commenting on Bushs response, saying, It was a private conversation.
A White House spokeswoman declined to give Bushs version of the conversation.
Þessi frásögn er úr The Hill - sem yfirliett er með langsamlega skemmtilegustu lýsingarnar á bandarísku þínglífi. The Washington Post er með nánast sömu útgáfu af samskiptum þeirra Bush og Webb, sleppir því að Webb hafi viljað kýla Bush, en staðfestir að forsetinn virðist hafa fyrrst við þegar Webb lét í ljós áhyggjur af lífi og limum sonar síns! Meðan dætur Bush eru í Argentínu, í svo miklu partýstuði að sendiráð Bandaríkjanna í Buenos Aires hefur beðið þær vinsamlegast að róa sig niður, er sonur Webb í Írak. Washington Post bætir við að Webb neiti að láta taka ljósmyndir af sér og forsetanum saman:
How's your boy?" Bush asked, referring to Webb's son, a Marine serving in Iraq.
"I'd like to get them out of Iraq, Mr. President," Webb responded, echoing a campaign theme.
"That's not what I asked you," Bush said. "How's your boy?"
"That's between me and my boy, Mr. President," Webb said coldly, ending the conversation on the State Floor of the East Wing of the White House...
"I'm not particularly interested in having a picture of me and George W. Bush on my wall," Webb said in an interview yesterday in which he confirmed the exchange between him and Bush. "No offense to the institution of the presidency." ...
In the days after the election, Webb's Democratic colleagues on Capitol Hill went out of their way to make nice with Bush and be seen by his side. ... Not Webb, who said he tried to avoid a confrontation with Bush at the White House reception but did not shy away from one when the president approached.
The White House declined to discuss the encounter.
Webb er nefnilega alvöru karlmenni - ekki þykjustukúreki eins og Macaca Allen og George W. Bush, fertugasti og þriðji forseti Bandaríkjanna...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 28.11.2006
Newt Gingrich vill takmarka málfrelsi í Bandaríkjunum
Repúblíkaninn Newt Gingrich, sem hefur verið að gæla við að bjóða sig fram til forseta árið 2008 lýsti því yfir í gærkvöld að hugsanlega þyrfti að endurskoða málfrelsi í Bandaríkjunum:
Gingrich, speaking at a Manchester awards banquet, said a "different set of rules" may be needed to reduce terrorists' ability to use the Internet and free speech to recruit and get out their message.
"We need to get ahead of the curve before we actually lose a city, which I think could happen in the next decade," said Gingrich, a Republican who helped engineer the GOP's takeover of Congress in 1994.
Þetta eru mjög athyglisverðar vangaveltur, fyrir nokkrurra hluta sakir. Í fyrsta lagi er það vissulega rétt að bandaríkjamenn gætu lent í því að "lose a city... in the next decade" og það er svo sannarlega rétt að alríkisstjórnin eigi að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að stórborgir tapist og íbúar þeirra drepist eða hrekist á flótta og komist ekki heim til sín, heimili almennings og eigur séu eyðilagðar og fólk þurfi að hafast við í flóttamannabúðum eða íþróttaleikvöngum? Reynslan hefur sýnt að heilu stórborgirnar geta lagst í rúst á fáeinum dögum og að Bandaríkjastjórn, hjálparsveitir og herinn eru hreint ekki nógu vel undir það búin að takast á við slíkar katastrófur, sama hversu mikið "heck of a job" allir séu að gera...
En það er auðvitað fráleitt að frelsispostular á borð við Newt Gingrich telji að það þurfi að styrkja nauðsynlega innviði samfélagsins, eða ráða hæfa menn til þess að stjórna ríkisstofnunum á borð við FEMA. Nei. Slíkt telst sennilega einhverskonar bolsévismi, og kostar skattpeninga? Og hvernig hyggst Gingrich þá vernda borgarana? Nú, með því að skerða málfrelsi! Þannig hugsar þessi fánaberi frelsisins! Koma á tvennskonar reglum um málfrelsi - sumir megi segja sumt, og aðrir megi ekki segja annað. Um málfrelsi "hryðjuverkamanna" skuli gilda "a different set of rules". Hvernig ætli eigi að ákveða hverjir séu hryðjuverkamenn og hverjir ekki? Kannski þarf að stofna til þess sérstaka ríkisskrifstofu, mannaða skriffinnum með víðtæk völd til þess að rannsaka óbreytta borgara og skoðanir þeirra til að skera úr um hver má fá að segja hvað?
Í huga "frelsispostula" á borð við Newt Gingrich er það ábyggilega góð skriffinska - meðan almannaþjónusta er vond skriffinnska. Við þurfum semsagt bara að óttast "stóra bróður" þegar hann er að safna sköttum eða útdeila "handouts", en ekki þegar hann er að njósna um okkur og ákveða hverjir fái að njóta fullra mannréttinda og hverjir ekki?
Það besta við þessa stjórnmálaheimspeki Gingrich er að hann var staddur í hátíðarkvöldverð til heiðurs málfrelsi...
M
Fram til þessa hafa bandaríksir fjölmiðlar verið ófáanlegir til að kalla ástandið í Írak "borgarastríð". Ástæðan er auðvitað sú að það hefur verið opinber lína Hvíta hússins og forsetans að ástandið í Írak sé stöðugt að batna, að ástandið sé alls ekki svo slæmt, og að Bandaríkjaher sé "making progress". Einverra hluta vegna virðast margir bandarískir hægirmenn nefnilega hafa bitið það í sig að ef þeir viðurkenna að ílla undirbúin innrás bandaríkjahers hafi hleypt af stað borgarastríði þá sé "operation enduring freedom (or chaos and mayhem)" tapað spil... Grundvallaratriði "faith based" utanríkispólítík forsetans og stuðningsmanna hans virðist nefnliega vera að afneita raunveruleikanum.
Fjölmiðlar hafa verið tilbúnir til að fylgja þessari línu fram til þessa, og fyrir vikið hefur öll umræða um stríðið í Írak og bandaríska utanríkispólítík verið hálf marklaus - það gefur auga leið að það er ekki hægt að ræða hluti af neinu viti nema þeir séu kallaðir sínum réttu nöfnum. Það er þess vegna stórmerkilegt að bæði MSNBC og NBC skuli hafa ákveðið að kalla ástandið í Írak "borgarastríð":
The news from Iraq is becoming grimmer every day. Over the long holiday weekend bombings killed more than 200 people in a Shiite neighborhood in Baghdad. And six Sunni men were doused with kerosene and burned alive. Shiite muslims are the majority, but Sunnis like Saddam Hussein ruled that country until the war. Now, the battle between Shiites and Sunnis has created a civil war in Iraq. Beginning this morning, MSNBC will refer to the fighting in Iraq as a civil war a phrase the White House continues to resist. But after careful thought, MSNBC and NBC News decided over the weekend, the terminology is appropriate, as armed militarized factions fight for their own political agendas. Well have a lots more on the situation in Iraq and the decision to use the phrase, civil war.
Bandarísk dagblöð hafa gælt við hugtakið borgarastríð í nokkurn tíma - en um helgina fjallaði LA Times um "Iraq's Civil War" frekar en að tala um að ástandið "stefndi í að verða" eða "líktist" eða eitthvað álíka loðið. Í New York Times í morgun var frábær grein um pólítískan vandræðaganginn í kringum hugtakið borgarastríð, en þar kom fram að nánast allir sérfræðingar í málefnum mið-austurlanda, fræðimenn sem hafa fjallað um borgarastríð og sérfræðingar i utanríkismálum hafi fyrir löngu verið búnir að sannfærast um að það væri borgarastríð í Írak.
Ég skil reyndar ekki af hverju Bush og Repúblíkanaflokkurinn tekur því ekki fegins hendi að bandaríkjaher í Írak sé að fást við borgarastrið - frekar en einhverskonar "insurgency" eða "sectarian violence". Það hlýtur að vera auðveldara að halda því fram að upplausnarástandið sé írökum sjálfum að kenna - þeir séu jú uppteknir við sitt eigið borgarastríð, sem komi veru Bandaríkjahers í sjálfu sér lítið við. Ef bandaríkjaher er hins vegar að berjast við "insurgents" og "foreign fighters", "elements of Al-Qaeda" eða allra handa íslamófasista í Írak er upplausnarástandið augljóslega að miklu leyti á ábyrgð Bandaríkjahers, því í slíku stríði er bandaríkjaher annar aðal deiluaðilinn. Í borgarastríði er Bandaríkjaher hins vegar frekar áhorfandi - því borgarastríð er jú, samkvæmt skilgreiningu, stríð milli borgara sama ríkis.
Með því að skilgreina stríðið í Írak sem borgarastríð er líka auðveldara fyrir repúblíkana að styðja brottflutning hersins frá Írak án þess að viðurkenna uppgjöf - meðan stríðið í Írak er fyrst og fremst barátta við "insurgents" og terrorista myndi brottflutningur bandaríkjahers auðvitað vera uppgjöf. En ef stríðið í írak er borgarastríð er brottflutning bandaríkjahers "tactical redeployment".
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 26.11.2006
McDonalds sækir um einkaleyfi á samlokugerð
Því samlokugerð er iðnframleiðsla sem krefst flókinna vísinda, og full ástæða til að McDonalds, sem segist hafa fullkomnað samlokugerðarlistina, fái að njóta þess... Fyrirtækið hefur sótt um einkaleyfi á "tækjum og aðferðum" sem eru notaðar við samlokugerð:
The burger company says owning the 'intellectual property rights' would help its hot deli sandwiches look and taste the same at all of its restaurants. It also wants to cut down on the time needed to put together a sandwich, thought to have been dreamt up by the Earl of Sandwich in 1762.
The 55-page patent, which has been filed in the US and Europe, covers the 'simultaneous toasting of a bread component'. Garnishes of lettuce, onions and tomatoes, as well as salt, pepper and ketchup, are inserted into a cavity in a 'sandwich delivery tool'.
The 'bread component' is placed over the cavity and the assembly tool is inverted to tip out the contents. Finally, the filling is placed in the 'bread component'. It explains: 'Often the sandwich filling is the source of the name of the sandwich; for example, ham sandwich.'
Það gefur auga leið að það þarf að vernda snilldaruppgötvanir McDonalds, sem hefur fundið upp samlokur gerðar úr "bread components", lauk, tómötum, salati, salt, pipar og tómatsósu, og notar til þess "sandwich delivery tools"... Ég hafði miklar áhyggjur, því mínar samlokur eru nefnilega líka gerðar úr "bread components", en McDonalds hefur sem betur fer lýst því yfir að þeir ætli ekki að ofsækja hefðbundna samlokugerð:
McDonald's said: 'These applications are not intended to prevent anyone from using previous methods for making sandwiches.'
M
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhverra hluta vegna halda margir hægrimenn að þeir þurfi að vera fullir fyrirlitningar á umhverfisvernd, eins og það sé einhverskonar marxísk geðröskun að hafa áhyggjur af því að mengun geti haft alvarleg áhrif á lífríkið. Ég hef alltaf skilið þetta hatur hægrimanna á umhverfisverndarsinnum sem eitt ömurlegt dæmi "ég þarf að vera á móti öllu sem pólítískir andstæðingar mínir segja" heilkenninu. Ef vinstrimenn segja að umhverfisvernd sé mikilvæg þarf ég að hatast við umhverfisvernd. Ef vinstrimenn segja að stríðið í Írak sé fásinna þarf ég að vera eldheitur stuðningsmaður stríðsins.
Spurningin um gróðurhúsaáhrifin er mjög einföld - ef gróðurhúsaáhrifin eru raunveruleg, og jörðinni stafar raunveruleg hætta af útblæstri gróðurhúsaloftegunda þarf að grípa í taumana, og þá skiptir litlu hvort löggöf og reglur kosti athafnalífið eitthvað, eða hvort hagvöxtur verði örlítið minni. Ef gróðurhúsaáhrifin eru hins vegar bara "kenning" og alls óvíst hvort þau eitthvað raunverulegt vandamál sem við þurfum að takast á við er engin ástæða til þess að vera að hlaupa upp til handa og fóta í móðursýki og setja lög og reglur sem kosta peninga, minnka hagvöxt og skerða lífsgæði okkar. Þetta er mjög einfalt. Fram til þessa hafa menn eins og Inhofe og aðrir sem berjast gegn umhverfisvernd haldið því fram að það sé ennþá allsendis óvíst hvort gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg - og Inhofe hefur í því haft dygga bandamenn: orkufyrirtækin. (reyndar snýr það samband hinsegin). Meðan olíu- og orkufyrirtækin eru tilbúin til að berjast gegn umhverfisvernd er ólíklegt að það sé hægt að gera mikið til þess að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrifin.
En hægrimenn á borð við Inhofe þurfa bráðum að fara að heyja baráttu sína gegn umhverfiselskandi hippum og vinstrimönnum einir - því samkvæmt The Washington Post eru stjórnendur olíufyrirtækjanna búnir að átta sig á því að þeir þurfi kannski að taka ábyrgð á umhverfinu:
While the political debate over global warming continues, top executives at many of the nations largest energy companies have accepted the scientific consensus about climate change and see federal regulation to cut greenhouse gas emissions as inevitable.
The Democratic takeover of Congress makes it more likely that the federal government will attempt to regulate emissions. The companies have been hiring new lobbyists who they hope can help fashion a national approach that would avert a patchwork of state plans now in the works. They are also working to change some company practices in anticipation of the regulation.We have to deal with greenhouse gases, John Hofmeister, president of Shell Oil Co., said in a recent speech at the National Press Club. From Shells point of view, the debate is over. When 98 percent of scientists agree, who is Shell to say, Lets debate the science?
Þegar bæði forstjórar olíufyrirtækja og "98%" allra vísindamanna eru sammála um að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg - og raunverulegt vandamál - er kominn tími til að hætta að taka efamsemdarmenn eins og Inhofe alvarlega.
Þó það séu góðar fréttir að olíufyrirtækin hafi lært af reynslu tóbaksfyrirtækja - að það sé ekki hægt til lengdar að ljúga því að þeir séu að framleiða skaðlausar vörur - hafa andstæðingar umhverfisverndar fleiri spil á hendi. Það er nefnilega erfitt að "debate the science" ef ríkið kemur í veg fyrir að almenningur hafi aðgang að "the science". Ríkisstjórn Bush hefur nefnilega ákveðið að loka aðgangi að öllum gögnum EPA, The Environmental Protection Agency. Ástæðan er sú að repúblíkanar eru á móti ofvexti ríkisbáknsins og eru að reyna að draga úr ríkisútgjöldum! Samtals sparast 2 milljónir á því að loka aðgangi almennings og vísindamanna að einhverju mikilvægasta safni gagna um mengun og umhverfisáhrif mengunar.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 23.11.2006
Gleðilegan kalkúnadag!
Í dag er Thanksgiving, og á þeim degi er bannað að flytja slæmar fréttir í Bandaríkjunum, allar sjónvarpsstöðvar flytja eingöngu feel-good people fréttir eða sýna upptökur af The Holiday Parade í New York. Ég missti af snúbba, en sá risavaxinn Scooby Doo, The Energizer Bunny, Dora the Explorer, og nokkrar aðrar blöðrur.
Mikilvægasta frétt dagsins er hins vegar alltaf kalkúnanáðun forsetans: Á hverju ári "náðar" Bandaríkjaforseti nefnilega einn kalkún, sem þannig kemst undan því að vera étinn. Hefðin byrjaði 1947 þegar kalkúna-iðnaðurinn og forsetaembættið bundust böndum um að tryggja að allir forsetar frá og með þeim degi myndu fá minnsta kosti eitt feel-good photo op á hverju ári - og að kalkúnaiðnaðurinn fengi ókeypis auglýsingu. Kalkúnninn var þar með líka orðinn presidentially-approved thanksgiving dinner. Ef ekki hefði verið fyrir Harry Truman og þetta kalkúna-conspiracy hefðu Bandaríkjamenn kannski farið að borða allskonar annarskonar mat á thanksgiving?
Við hátíðlega athöfn í gær náðaði George W Bush, 43 forseti bandaríkjanna, tvo kalkúna - og tilkynnti að kalkúnarnir myndu báðir fá að fara til Disneylands, þar sem þeir verða einhverskonar honorary marshalls í thanksgiving parade, sem er auðvitað draumur allra kalkúna? Það er hægt að horfa á upptöku af þessu kalkúnamómenti forsetans á Washington Post. Ég ætla að eyða afganginum af deginum í að bíða eftir að borða free range og organíska kalkúninn okkar í kvöld. Sá kalkúnn fékk allavegana að lifa gleðilegu free-range organísku lífi áður en hann varð kvöldmatur...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 22.11.2006
Helvítis hipparnir, alltaf til vandræða
Ég aldrei skilið hippahatur hægrimanna. Að vísu eru spurningar um hvort maður eigi að treysta hippunum, og það hefur eitthvað með dauða Bamba að gera - en ég get ekki alveg áttað mig á því af hverju sumir bandarískir hægrimenn finna sig knúna til að draga hippaógnina fram við öll tækifæri. Eftirfarandi grein birtist í dagblaði í Kentucky um helgina:
America won't win another war until the 1960s flower children are pushing up petunias.
Radicalized, the flower children morphed into lefty loonies who now masquerade as social progressives. No matter what they rename themselves, however, their agenda hasn't changed.
For example, consider their continued belief that America's armed forces are neo-Nazi stormtroopers who delight in burning babies to further the aims of imperialistic corporations.
Such nonsense, now treated as legitimate by the left-leaning media, denigrates the patriotic values and sincerity of half the nation. It undermines the war effort, insults the dead and the survivors of battle and their families, and supports the aims of the enemy. Translated into immigration or national defense policy, it is an invitation to the world to destroy our country.
For aging hippies, it's easier to keep blaming old enemies than to confront new ones, especially the young and ruthless. Hating a military-industrial complex is safer and less tiring. It's less complicated -- and less dangerous.
Abstract institutions neither bleed nor shoot back. Demonstrations, marches and sign-carrying don't accomplish much these days, but they are a lot more fun and allow the fiction of activist moral superiority to persist.
In their heart of hearts, lefty loonies do want America to lose in Iraq and every military theater. They want outside enemies to accomplish quickly the demolition of American capitalism, using the violence the lefty loonies are too old, too scared and too well-invested to use.
Þó þessi grein hafi birst í frekar ómerkilegu dagblaði er þetta hippamál er af meginstefunum í "the culture wars", því í samsæriskenningu trúaraflanna eru það hipparnir sem standa á bak við "the radical homosexual agenda" og alla umhverfisverndina, jú, og fóstureyðingafaraldurinn. "Íhaldssamir culture warriors sem eru á móti jafnrétti og umhverfisvernd hafa áttað sig á því að það er auveldara að vera í krossferð gegn vindmyllum, ímynduðum og valdamiklum hippum, frekar en að viðurkenna að óvinurinn er almenningur sem upp til hópa er frekar umburðarlyndur, eða vísindamenn, sem upp til hópa hafa áhyggjur af ástandi umhverfisins.
Þá er merkilegt að sjá hvernig greinarhöfundur gerir hvort tveggja í senn, málar hippana sem valdalausir ómerkjunga (marches and sign-carrying don't accomplish much these days) og gríðarlega áhrifamikla (America won't win another war until the 1960s flower children are pushing up petunias). Þetta er hinn fullkomni óvinur! Ég skal viðurkenna að það eru ennþá einhverjir fyrrverandi hippar á lífi, og að sumt fólk trúir því að heimsfriði standi ógn af "the military industrial complex", en ég get ekki sagt að ég hafi séð þetta fólk í áhrifastöðum. Né hef ég séð "the liberal media" flytja fréttir af því að "America's armed forces are neo-Nazi stormtroopers who delight in burning babies to further the aims of imperialistic corporations".
Glæpur hippanna er samkvæmt greinarhöfundi að þeir beina spjótum sínum að ímynduðum óvin, meðan Bandaríkin standa frammi fyrir raunverulegum vandamálum. Einmitt.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 22.11.2006
Cavuto á Fox News varar við því að umhverfisverndarsinnar heilaþvoi börn með teiknimyndum
Þetta virðist vera helsta áhugamál repúblíkana þessa dagana. Fyrir fáeinum dögum skrifaði ég um skelfilaga uppgötvun James Inhofe að sameinuðu þjóðirnar hefðu gefið út myndabók sem kenndi börnum að mengun væri slæm og að það ætti að fara vel með umhverfið. Inhofe hefur fram að þessu stýrt þeirri nefnd öldungadeildarinnar sem hefur með umhverfismál að gera. Samkvæmt Inhofe er víðfemt samsæri Maóista í Hollywood á bak við þennan hættulega umhverfisverndaráróður: "the far left, the George Soros, the Hollywood elitists, the far left environmentalists".
Inhofe er ekki einsamall í þessari baráttu gegn því að börnum sé kennt mikilvægi umhverfisverndar, því í var löng umfjöllun á Fox News um skaðsemi teiknimyndarinnar Happy Feet, sem fjallar um mörgæsir. Neil Cavuto staðhæfði að myndin væri í raun og veru ílla dulbúinn umhverfisverndaráróður:
In the movie the penguins are starving, the fish are all gone and its clear human and big buisness are to blame. Is Hollywood using kids films to promote a far left message?
... I saw this with my two little boys. What I found offensive I dont care what your stands are on the environment is that they shove this in a kids movie. So you hear the penguins are starving and theyre starving because of mean old men, mean old companies, arctic fishing, a big taboo. And theyre foisting this on my kids who frankly were more bored that it was a nearly two-hour movie. And theyre kids!
My biggest thing was you can make a political statement all you want adult movie and all. I just think its a little tacky, and a big-time objectionable when you start foisting it on kids who dont know any better.
Cavuto ræddi við Holly McClure sem er einhverskonar kvikmyndagagnrýnandi Fox, en McClure sagði að myndin notaði "cute penguins" til þess að gabba börn og fullorðna:
I went watching this movie saying Ok, great, a light-harded fun film love these animated pictures. And its interesting how realistic it looks. You get in there and youre enjoying all the fun and frivolity. And then along comes the subtle messages.
Það sem gerir þessa undarlegum móðursýki athyglisverða er að bandarískir "íhaldsmenn" eyða undarlega miklum tíma í að þusa yfir barnaefni og öllum "liberal" heilaþvættinum í barnasjónvarpi. Þekktasta dæmið er auðvitað upphlaup Jerry Falwell fyrir sjö árum, þegar hann uppgötvaði að Tinky Winky í Teletubbies væri samkynhneigður, vegna þess að hann gekk með litla tösku. Falwell var sannfærður um að Tinky Winky væri að reka áróður fyrir samkynhneigð. Og sömuleiðis Sponge Bob Square Pants. Þá gerðu þessir sömu siðgæðisverðir harða hríð að Shrek 2. Traditional Values Coalition sendi bréf til foreldra til að vara við klæðskiptingum og kynskiptingum í myndinni, en Shrek væri "promoting cross dressing and transgenderism":
The DreamWorks animated film, Shrek 2, is billed as harmless entertainment but contains subtle sexual messages. Parents who are thinking about taking their children to see Shrek 2, may wish to consider the following: The movie features a male-to-female transgender (in transition) as an evil bartender. The character has five oclock shadow, wears a dress and has female breasts. It is clear that he is a she-male. His voice is that of talk show host Larry King.
During a dance scene at the end of the movie, this transgendered man expresses sexual desire for Prince Charming, jumps on him, and both tumble to the floor.
... An earlier scene in the movie features a wolf dressed in grandmas clothing and reading a book when Prince Charming encounters him. Later, one of the characters refers to the wolfs gender confusion.
Amman í rauðhettu og úlfinum er semsagt ekki saga um að ungar stúlkur eigi að passa sig á úlfum í sauðargæru, heldur er úlfurinn að reka áróður fyrir kynvillu? Hversu margir drengir ætli hafi farið á Shrek 2 og ákvaðið að þeir ætluðu að verða samkynhneigðir klæðskiptingar þegar þeir yrðu stórir? Staðreyndin er að margir "íhaldsmenn" og afturhaldssinuð samtök "kristinna" í bandaríkjunum eru sannfærð um að það sé verið að reyna að heilaþvo börn. Það er augljóst að "íhaldsmenn" á borð við Inhofe og Cavuto, og skoðanabræður þeirra í röðum kristilegra siðgæðisvarða þjást af alvarlegri veruleikafirringu. En það er kannski betra að þessir jólasveinar séu að æsa sig yfir teiknimyndum en að gera alvöru óskunda?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)