Geraldo Rivera er sennilega einn tilgerðarlegasti og kjánalegasti fréttamaðurinn í bandarísku sjónvarpi. Rivera var lengi vel NBC og CNBC, en flutti sig til Fox News haustið 2001. Rivera varð m.a. frægur fyrir langt viðtal við Michael Jackson - en sjónvarpsframi Rivera hefur fyrst og fremst byggt á frekar ómerkilegum fréttaflutningi af slúðurmálum og "exposes". Spjátrungslegt yfirvaraskeggið fer mjög vel með fréttaflutningi af klæðskiftingum og börnum sem eru föst oní brunni einhverstaðar í Kansas.
En Rivera hefur aðrar hugmyndir um sjálfan sig. Honum finnst hann nefnilega vera mikið karlmenni - og sér sjálfan sig sem óttalausan stríðsfréttaritara. Og eftir að hann fékk vinnu hjá Fox fékk Rivera útrás fyrir karlmennskudrauma sína: Fox sendi hann bæði til Afghanistan og Írak. Rivera varð svo upprifinn af allri þessari stríðsreynslu sinni að honum fannst fullkomlega eðlilegt að halda því fram að hann hefði meiri reynslu af stríði en John Kerry - sem barðist í Vietnam. Í spjallþætti í sumar með Bill O'Reilly sagði Rivera orðrétt:
...in the last 35 years, I've seen a hell of a lot more combat than John Kerry
Því Rivera telur sig hafa "seen combat" þegar hann var fréttaritari í Afghanistan og Írak - og séð svo mikið af bardögum að hann væri einhvernveginn alveg jafn sjóaður í hermennsku og John Kerry. Það að "seen combat" geti haft tvær merkingar í ensku er engin afsökun - því Rivera var að leggja það að jöfnu að horfa á bardaga og taka þátt í þeim. Ég hef líka séð fullt af stríði - ég sá Predator með Swartzenegger þrisva... Og í framhaldi af því gat Rivera því sett sig á háan hest og sagt að tal Kerry um að það þyrfti að setja einhver tímatakmörk á hersetu Bandaríkjamanna í Írak væri einhverskonar landráð: Kerry væri "aiding and abetting the enemy". Það sem gerði þessa furðulegu yfirlýsingu Rivera eiginlega enn fáránlegri er að vorið 2003 gerði Bandaríkjaher hann brottrækan frá Írak fyrir að sjónvarpa leynilegum hernaðaráætlunum!
Víkur þá sögunni að Keith Olbermann. Olbermann er þáttastjórnandi á MSNBC, og þykir frekar frjálslyndur - hann hefur t.d. verið óhræddur við að gagnrýna Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn, sem er, þrátt fyrir allt píp um "the liberal media" mjög sjaldgæft í kapalsjónvarpi. Í lok hvers þáttar tilnefnir Olbermann "worst person in the world" fyrir ósvífnustu eða andstyggilegustu ummæli dagsins. Bill O'Reilly hefur nokkuð oft verið þess heiðurs aðnjótandi - og í kjölfar þessara undarlegu Kerry ummæla fékk Rivera að vera "worst person in the world". Síðan þá hefur Rivera verið ílla við Olberman.
Fram til þessa hefur Rivera látið sér nægja að kalla Olbermann íllum nöfnum - en fyrir jól mætti Rivera í útvarpsviðtal í Orlando þar sem hann lofaði að láta Olbermann vita hvar Davíð keypti ölið. (Skv. Scott Maxwell, sem er víst einhverskonar blaðamaður og bloggari á Orlando Sentinel):
Geraldo was visiting with 104.1 FM's Monsters just before Christmas, when they asked him about the time he made international headline for disclosing too much information about troops in Iraq. Geraldo claimed the incident was blown out of proportion, largely by NBC -- and specifically Olbermann. Geraldo then began mumbling semi-audible names, seemingly meant to describe Olbermann: "midget ... punk ... slimeball."
But then, with the Monsters helpful prodding, Geraldo went a step further, leaving no doubt about what he was saying. He called Olbermann a coward -- specifically a "[female part of the anatomy] who wouldn't walk across the street against the red light."
He then said he was ready to fight him, saying: "I would make a pizza out of him."
Oh, and before leaving the topic, Geraldo offered an example of a TV talker who's a "real man" ... that would apparently be Montel Williams.
Það meikar auðvitað fullkominn sens að Montel Williams sé "alvöru karlmaður" í augum spjátrungsins Rievera - markhópur Montel eru frústreraðar húsmæður sem eru komnar yfir breytingarskeyðið...
M
(Ég skal viðurkenna að Montel er ekki alslæmur - yfirleitt hafa þættirnir hans frekar jákvæð skilaboð.)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fox News, ímyndunarveiki, Karlmennska, Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.