Meira jesútengt grín við upphaf 110 löggjafarþings Bandaríkjanna!

Senator Byrd - sem er nánast tvífari Senator Palpatine!.jpg

Um daginn voru þingmenn 110 löggjafarþings Bandaríkjanna samankomnir í Washington til að sverja embættiseið. Við þessa athöfn var haldin einhverskonar bænastund, þar sem allir aðrir en heiðingjar og villutrúarmannenn í Demokrataflokknum tóku þátt. (Þeir söfnuðust sennilega allir saman í myrkri kjallarakompu og lögðu á ráðin um hvernig þeir gætu með áhrifaríkustum hætti grafið undan bandarískri siðmenningu...)

Til þess að vega upp á móti allri heiðninni og trúvillunni í flokksbræðrum sínum ákvað öldungadeildarþingmaðurinn Robert Byrd (D-WV), sem er 89 ára gamall, að standa prívat og persónulega fyrir einhverskonar vakningarsamkomu og gólaði viðstöðulaust upp úr eins manns hljóði "hallelúja" "í jesú nafni", "dýrð sé drottni í upphæðum" og eitthvað álíka!

Byrd was [...] in a mood to give praise, calling out "Yes, Lord" and "Praise Jesus" during the prayer that kicked off the Senate portion of the 110th Congress' opening.

Öll þessi hróp og köll höfðu eitthvað dregið úr honum mátt, því þegar Byrd átti að ganga fyrir varaforsetann Darth Cheney, hné hann niður. Og nú er ekki nema von að menn spyrji sig: Hlýtur ekki að vera eitthvað samband á milli þess að Byrd skuli hníga niður þegar hann nefndi frelsarann á nafn í návist Cheney? Sem betur fer var öldungadeildarþingmaðurinn John Glenn - sem er fyrrverandi geimfari, hvorki meira né minna - staddur rétt við Byrd, og bjargaði Byrd:

He stumbled after coming forward with several other senators ... to take the oath of office from Vice President Dick Cheney.

"I wasn't thinking anything. I was standing right behind him. I was afraid he broke something," Glenn said, noting that Byrd's ankle appeared to twist. Other senators and Glenn helped Byrd get to his feet.

"Hallelujah!" Byrd proclaimed after steadying himself with the help of Glenn and other senators and walking back to join his colleagues, a cane in each hand. "Hallelujah!" He appeared to be uninjured.

Byrd er ekki bara þekktur fyrir að vera gamalmenni og eldheitur trúmaður: hann er líka fyrrverandi  meðlimur í ungmennafélaginu Ku-Klux-Klan, og þótti af Klan-bræðrum sínum vera svo duglegur við að hata negra og aðra minnihlutahópa að hann var fljótt gerður að "Exalted Cyclops" sem er æðsta staðan innan lókal Klan-hópsins. Nokkurnveginn sambærilegt því að vera Gauleiter í nasistaflokknum...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er dáldið spaugilegt, kanar eru svo steiktir  

halkatla, 7.1.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Er það tilviljun að þú minnist ekki á það nema í framhjáhlaupi að Byrd er öldungur í Demókrataflokknum? Ég hef það á tifinningunni að sæti Byrd sem þingmaður Repúblikana þá myndir þú velta þér meira uppúr því. 

Það má vera að þetta er misskilningur hjá mér en mér finnst þú gleyma þér soldið í að hata repúblikana en gleyma því hve gagnslausir demókratar eru.

Friðjón R. Friðjónsson, 7.1.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: FreedomFries

Ég vissi að það myndi gleðja þig að ég skrifaði um Byrd! - og jú, ég hefði kannski gert meira úr Ku-Klux-Klan aðild Byrd ef hann væri í Repúblíkanaflokknum - aðallega vegna þess að þá hefði ég haft afsökun til að fara að tala um Bill Frist og Strom Thurmond. Einhverra hluta vegna fluttu flestir Klanmenn sig yfir í Repúblíkanaflokkinn þegar Dixíkratarnir flúðu Demokrataflokkinn. En það kemur samt þrisvar fyrir í pistlinum að Byrd er demokrati: Ég segi að demokratar séu flokksbræður hans, og að hann sé (D-WV) og svo stendur það undir myndinni af honum - og ef ég væri eldheitur yfirhylmari demokrataflokksins hefði ég sleppt því alveg að vera að tala um Jesúgól og Klan-aðild Byrd.

Ritstjórnarstefna mín er einfaldlega að skrifa um það sem er fyndið og fáránlegt - og nú þegar demokratar hafa komist til valda geta þeir líka farið að sjá mér fyrir svoleiðis fréttum! Og eins og þú veist held ég líka, er ég fyrst og fremst á móti "incompetent big government", og það virðist hafa verið aðal stjórnmálaheimspeki repúblíkana seinustu sex árin eða svo, að þenja ríkisvaldið út og fylla allar skrifstofur og embætti af vanhæfum flokksdindlum! Og þeir einu sem ég hata eru einmitt þessir sömu vanhæfu flokksdindlar. (jú, og svo er mér líka mjög ílla við heimskt hugsjónafólk sem heldur að það hafi umboð frá almættinu, eða lögmálum sögunnar, til að segja öðru fólki hvernig það á að haga lífi sínu)!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 7.1.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: FreedomFries

Þegar ég sagði Bill Frist meinti ég auðvitað Trent Lott - og fyrir þá sem ekki þekkja til Thurmond og Lott bendi ég á þessa frétt Washington Post um ummæli Lott um hversu góð Bandaríkin væru ef rasistinn Thurmond hefði orðið forseti 1948.

M

FreedomFries, 8.1.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband