Nú vilja afturhaldssamir evangelistar líka að lög verði sett til að stöðva hjónaskilnaði

The Family Foundation vill meðal annars bjarga hjónabandi Marilyn Manson - rétt fyrir áramóti sótti Dita Von Teese, eiginkona hans um skilnað og kenndi "irreconcilable differences".jpg

Það hlaut að koma að því að "the moral majority" legði í að krefjast þess að það yrðu sett takmörk við rétti fólks til hjónaskilnaðar. Eftir að hafa unnið ötullega að því að takmarka rétt kvenna til fóstureyðinga, með þeim árangri að þó þær séu enn löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna er svo komið að það er nánast ógerlegt fyrir konur að komast til fóstureyðingalækna ef þær eru svo óheppnar að búa utan stórborga. Í Norður Dakóta er t.d. enginn læknir sem framkvæmir fóstureyðingar!

Þvínæst voru það samkynhneigðir - og þó sú barátta hafi ekki borið erindi sem árangur: Samkynhneigð hefur enn sem komið er ekki verið gerð ólögleg, eru fjölmörg fylki Bandaríkjanna búin að koma ákvæðum í stjórnarskrár sínar sem beinlínis banna hjónabönd samkynhneigðra.

Og nú er semsagt komið að hjónaskilnuðum. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að segja að við getum komið auga á mynstur: The Family Foundation vill að sett verði lög um sem mest af einkalífi fólks: Ríkið eigi að hafa eftirlit með því hvað fullorðið fólk gerir í sínu einkalífi, og það er deginum ljósara að The Family Foundation mun ekki ánægt fyrr en það er búið að banna hjónaskilnaði.

After its victory in last year's fight over a constitutional amendment banning same-sex marriage in Virginia, the Family Foundation of Virginia announced Thursday that it will push to change the state's divorce laws to make it more difficult for parents to end their marriage.

The Family Foundation, which opposes abortion and promotes socially conservative values, said it will lobby the General Assembly this year to amend the state's long-standing no-fault divorce law, which essentially allows a husband or wife to terminate a marriage without cause.

The foundation is advocating "mutual consent divorce" for couples with children, which would require a husband and wife to agree to divorce before a marriage can be legally terminated, except in certain instances, such as abuse or cruelty. The proposed legislation would not affect childless couples.

"Right now, one spouse can unilaterally end [the marriage], and not only is their spouse unable to stop the divorce, their abandonment does not preclude them from having custody of their child," said Victoria Cobb, president of the Family Foundation. "When we send a message that one can up and leave their family and have no consequence, the Old Dominion is encouraging divorce."

Ef það þarf samþykki beggja aðila til að slíta hjónabandi þarf ekki mjög fjörugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér aðstæður þar sem annar aðilinn getur kúgað hinn til að sitja í hjónabandi sem er ástlaust og ónýtt.

Það er auðvitað eitthvað til í því að það eigi að forðast hjónaskilnaði, en það er fráleitt að það verði gert með því að löggjafinn setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Eina útkoman verður að það fjölgar óhamingjusömum og misheppnuðum hjónaböndum! Og ég er ekki viss um að það sé verið að gera neinum greiða með því að láta fleiri börn alast upp á ástlausum heimilum.

Ef ríkið á að vera að vasast í einhverju er það ekki einkalíf fólks.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt hvað fólki dettur í hug og já, þrátt fyrir klikkaðar hugmyndir sem flestir fá öðruhvorru er enn súrara að almenn skynsemi hafi ekki þurkað þær útúr kolli fólks...

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: halkatla

það væri frekar vit í að framhjáhald yrði gert ólöglegt, og skilnaðir hafðir löglegir áfram. en það væri samt einsog að fara aftur á tíma stóra dóms, þ.e.a.s fyrir okkur hér á Íslandi.

halkatla, 7.1.2007 kl. 13:51

3 identicon

Reyndar er ekki merkilegt að fólki skuli detta þetta í hug. Svona var þetta í BNA og er enn á Fiji-eyjum en Síle-búar afnámu bannið fyrir nokkrum árum. Þetta er gamall katólskur siður.

Snorri Stefánsson (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband