Bandaríkjamenn styðja hættulegan sósíalisma demokrataflokksins...

Rafvæðing sveitanna.jpg

Af fréttaflutningi mætti stundum ráða að Bandaríkjamenn væru almennt hjartanlega sammála hægrisinnuðum og íhaldssömum repúblíkönum - og óttuðust ekkert frekar en einhvern ímyndaðan Maóisma Demokrataflokksins. Vissulega eru margir Bandaríkjamenn frekar íhaldssamir, en langsamlega flestir Bandaríkjamenn, eins og Íslendingar og flest annað fólk eru sæmilega skynsamir, og styðja það sem segja mætti að séu common sense hagsmunamál fyrir venjulegt fólk. T.d. gerir flest fólk sér grein fyrir að það er munur á stofnfrumum og börnum - þrátt fyrir tilraunir bókstafstrúarmanna til að sannfæra fólk um að það jafngildi barnsmorði að stofnfrumur sem verða til við tæknifrjófgvanir séu notaðar við læknisfræðirannsóknir. Þingið, undir stjórn Repúblíkana, samþykkti reyndar lög sem hefðu leyft opinbera fjármögnun á slíkum rannsóknum, en Bush gerði sér lítið fyrir og neitaði að skrifa undir þau lög, en það er í eina skiptið sem hann hefur beitt neitunarvaldi sínu!

Það hefur ekki stoppað bandaríska fréttaskýrendur og stjórnmálaspekúlanta í að vara demokrataflokkinn í að vera ekki of radíkal, nú þegar þeir hafa tekið við stjórnartaumunum af Repúblíkönum - heldur eigi þeir að sigla einhverskonar milliveg og reyn að vera eins og Repúblíkanar. En samkvæmt nýrri könnun CNN (via Carpetbagger) virðist yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna vera fylgjandi helstu baráttumálum demokrata!

  • Allowing the government to negotiate with drug companies to attempt to lower the price of prescription drugs for some senior citizens: 87% support, 12% oppose
  • Raising the minimum wage: 85% support, 14% oppose
  • Cutting interest rates on federal loans to college students: 84% support, 15% oppose
  • Creating an independent panel to oversee ethics in Congress: 79% support, 19% oppose
  • Making significant changes in U.S. policy in Iraq: 77% support, 20% oppose
  • Reducing the amount of influence lobbyists have in congressional decisions: 75% support, 21% oppose
  • Implementing all of the anti-terrorism recommendations made by the 9/11 Commission: 64% support, 26% oppose
  • Maintaining the current Social Security system to prevent the creation of private investment accounts: 63% support, 32% oppose
  • Funding embryonic stem cell research: 62% support, 32% oppose

Aðeins tvö af helstu baráttumálum demokrata fá lítinn stuðning:

  • Reducing some federal tax breaks for oil companies: 49% support, 49% oppose
  • Changing the rules to allow Congress to create new spending programs only if taxes are raised or spending on other programs is cut: 41% support, 54% oppose

Það sem er merkilegast finnst mér er að yfirgnæfandi meirihluti almennings vill annað hvort að ríkið taki virkari þátt í rekstri almannatrygginga og er andsnúinn því að "einkavæða" þær nokkuð frekar. Sömuleiðis vill yfirgnæfandi meirihluti almennings að lög lægstlaunaðra hækki! Nei, reyndar lýg ég því. Það sem mér finnst merkilegast við þessa könnun er að það sé ekki meirihluti fyrir því að afnema ríkisstyrki og skattaívilnanir til olíufyrirtækja. Ég hélt nefnilega að af fyrirætlunum demokrata myndi þetta njóta mestrar hylli. En almenningur er semsagt ekki bara hlynntur almannatryggingar, heldur styður almenningur líka velferðargreiðslur til stórfyrirtækja!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ljótt er það, datt mér nú helzt í hug, þegar ég barði augum þessa grein hans Magnúsar. En af því að hann er að tipla þarna á umræðu um alls óþarfar stofnfrumurannsóknir á fósturvísum og verður allt í einu hneykslaður á því, að Bush yngri hafi ekki beitt neitunarvaldi nema einu sinni, þ.e. gegn fjárveitingu til þeirra, þá minni ég hann á, að Clinton, goðið mikla í hugarheimi líberalista, beitti tvívegis neitunarvaldi gegn afgerandi samþykktum beggja deilda Bandaríkjaþings um bann gegn fósturdeyðingum rétt fyrir fæðingu (partial-birth abortion). Já, ólíkt hafast menn að, eftir því hvort þeir eru kristnir eða trúlausir. -- Sjá einnig þessa grein mína á Kirkju.net: Bush gegn nýtingu stofnfruma úr mannsfóstrum.

Jón Valur Jensson, 5.1.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: FreedomFries

Komiði báðir sælir - og takk fyrir athugasemdirnar! "Þjóðin og herinn eru eitt" segir plaggatið, og það hlýtur að segja sig sjálft að ríki sem stjórnar svoleiðis þjóð hlýtur að vera mikið yfirburðastórveldi... eitthvað annað en bandaríkjaher, sem hefur slagorðið "An Army of One"! Mér fannst þetta bara viðeigandi, svona í tilefni þess að sumir bloggarar repúblíkana hafa verið að reyna að endurvekja svona kommúnæiska referensa. sbr. RedState bloggið.

Og Jón: Bandaríkjaþing ætlar ekki að standa fyrir rannsóknum á stofnfrumum úr mannsfóstrum - heldur á stofnfrumum - punktur. Það er enginn að tala um að draga fullsköpuð fóstur út úr konum til að sjúga úr þeim stofnfrumur, þó bókstafstrúarmenn og the anti-choice lobby vilji láta þetta mál snúast um "fóstur", og reyni, eins og þú, að slengja saman umræðu um "partial birth abortions" og stofnfrumurannsóknir. Það sem demokrataflokkurinn - og 62% Bandarísku þjóðarinnar styðja er að það megi veita almannafé til rannsókna á fóstuvísum - ekki "fóstrum" - sem hafa orðið afgangs við tæknifrjófgvun, og er nú eytt. Spurningin er um frumuklasa á litlum glerdiskum... En það má auðvitað, ef maður er þannig stemmdur, skilgreina svoleiðis sem "fóstur", og vera ægilega æstur yfir stofnfrumuhelförinni! - Jú, og trúin - það eru ekki allir "trúaðir" Bandaríkjamenn, eða Íslendingar heldur, þeirrar skoðunar að stofnfrumur séu börn, svo ég sé ekki alveg hvað trúleysið kemur þessu máli við.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 5.1.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: FreedomFries

Ég átti við Redstate.com, (í bandaríkskum stjórnmálum stendur blár fyrir vinstrimenn, og rauður fyrir hægrimenn) sem lýsir því yfir að "Democrat-Socialists take back congress", og því fylgir merkileg mynd af fólki að flýja í þyrlu á þaki Bandaríska sendiráðsins í Hanoi (vegna þess að demokratar eru defeatistar og bera ábyrgð á því að bandaríkin töpuðu Víetnamstríðinu) - og yfir því er rauð stjarna með hamar og sigð, sett inní fána japanska keisaraveldisins! (því demokratar eru kommúnistar - og bera líka ábyrgð á Pearl Harbor?!) Þá fannst mér áróðursplaggatalist Sovétmanna nú betri. Þar meikaði myndmálið allavegana yfirleitt smá sens.

FreedomFries, 5.1.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: FreedomFries

Ok... ég meinti líka Saigon, ekki Hanoi... Svona fer helvítis fljótfærnin með mann!

FreedomFries, 5.1.2007 kl. 21:42

5 Smámynd: FreedomFries

Ok... ég meinti líka , ekki Hanoi... Svona fer helvítis fljótfærnin með mann!

FreedomFries, 5.1.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert heldur ekki barn, Magnús minn, en ert samt mannleg lífvera rétt eins og fósturvísirinn. Fóstur er hugtak sem við á íslenzku notum oft um hina ófæddu lífveru jafnvel löngu fyrir þau 8. vikna mörk meðgöngunnar, þegar farið er að nota alþjóðlega fræðiheitið foetus um fyrirbærið. Fyrir þann tíma er talað um embryo og svo enn önnur heiti þegar þetta mannlega líf er á fyrri (fyrstu) skeiðum tilvistar sinnar. Reyndu ekki að skáka mér á þessu sviði, hér veit ég alltjent miklu meira en þú eftir áratuga lestur og kynni af málinu (skrifaði fyrst um það um 1972, hvað varstu gamall þá? -- og á hér heilan bókaskáp um efnið). Lestu af alvöru Morgunblaðsgrein mína Um “neyðargetnaðarvörn” -- rangfærslum og lögleysu mótmælt, þar sérðu þessi frumfósturfræði tekin fyrir svo rækilega, að ég stakk þar upp í prófessor í læknisfræði, sem fór með fleipur, sama manninn og þá var yfirlæknir Kvennadeilar Lsp. -- alla vegna þaggaði sú grein mín niður í honum eftir hans afar villandi skrif, því að engin kom svargreinin.

Ég hef hins vegar trúlega oftar en einu sinni notað orðið fóstur um þessa lífveru fyrir 8. vikuna, enda tíðkast t.d. að tala hér um "fóstureyðingu", m.a. í opinberum skýrslum frá landlæknisembættinu, jafnt fyrir sem eftir þau tímamörk. Eins hef ég í greinarheiti mínu "Bush gegn nýtingu stofnfruma úr mannsfóstrum" sennilega verið undir áhrifum af þýðingu minni á titlinum á bók Sir Williams Liley, The Tiniest Humans, sem ég hef þýtt "Minnsta mannsfóstrið" eða "Minnsta mannsbarnið". Hitt var alveg ljóst hér ofar, að ég tala þar um "stofnfrumurannsóknir á fósturvísum". En þótt um fósturvísa sé þar að ræða, eru þeir samt fullgildar, sjálfstæðar, mannlegar lífverur, ekki einberir "frumuklasar" (eins og t.d. partur af líkamsvef), heldur mennskar einstaklings-lífverur gæddar krafti til að vaxa áfram til fullorðinsskeiðs manneskju -- allt sem þær þurfa til þess er næring og rétt umhverfi (sjá aftur grein mína Um “neyðargetnaðarvörn” sem og William Liley: Minnsta mannsbarnið).

Hvergi í skrifum mínum hef ég talað um, að þessar umdeildu stofnfrumurannsóknir, sem snerta líf hinna ófæddu, felist í því "að draga fullsköpuð fóstur út úr konum til að sjúga úr þeim stofnfrumur," þótt þú, Magnús, komist þannig að orði. Ég fylgist nú betur með en svo. Hins vegar er bæði unnt og siðferðislega leyfilegt að nota stofnfrumur úr fylgjunni eftir fæðingu barnsins, sem og úr fullorðnum mönnum, og hvorki ég, páfinn né Bush höfum neitt á móti því. Þar er ærinn akur til rannsókna, og hvers vegna ekki að láta sér hann nægja í stað þess að ana út í það sem er bæði óásættanlegt í margra manna augum (og það vegna vísindalegrar vitneskju um upphaf mannlegs lífs) og enn óvíst með að skila árangri (eins og heyra mátti í Spegilsþættinum í kvöld, sem verður trúlega endurtekinn kl. 0:30 í nótt)?

Þegar þú svo segir, að ég reyni "að slengja saman umræðu um "partial birth abortions" og stofnfrumurannsóknir," rétt eins og tilgangur minn hafi verið að gera engan greinarmun á þroskastigi fósturvísis og barns sem komið er að fæðingu, þá er það er bara rhetorískt bragð hjá þér, sem lesendur ættu að sjá í gegnum. Ég var einfaldlega að tala um beitingu tveggja forseta á neitunarvaldi -- annar þeirra gengur blessunarlega svo langt í sinni kristnu afstöðu að verja jafnvel fósturvísa, þrátt fyrir háværan skarkala heimshyggjunnar, en hinn gekk hins vegar svo langt í sinni andkristilegu afstöðu, að hann níddist jafnvel á börnum sem voru komin fram undir fæðingu, og átti það að heita í þágu kvenna! En ég skil vel, að þér verði það feimnismál að verja stefnu Clintons í því máli.

Jón Valur Jensson, 5.1.2007 kl. 23:49

7 identicon

Þetta viðkvæma málefni um stofnfrumur og fósturvísa er mun skýrara fyrir mér eftir að hafa lesið þessa athugasemd frá þér Jón Valur og í raun eru þessi mál nánast ótengt þrátt fyrir að þau séu nánast alltaf notuð til þess að fella hvert annað í umræðunni.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband