þri. 2.1.2007
Gleðilegt ár!
Gleðilegt nýtt ár frá Minnesota! Ég ákvað að breyta út frá venju og láta nýársfærsluna snúast um mig og fjölskylduna. Mér finnst ágætt að halda sjálfum mér, konunni og börnunum fyrir utan bloggið (við eigum enga ketti, svo ég get hvort sem er ekki staðið í hefðbundnu kattabloggi!). Ég kann nefnilega einhvernveginn ekki við að börnin mín séu í félagsskap með Mark 'Maf54' Foley, og svo finnst mér einhvernveginn hálfpartinn óviðkunnanlegt að vera að blogga um hvað við höfðum í kvöldmatinn á sömu síðu og ég tala um grallaraskap og sprell George Allen með dádýrshöfuð...
Jólin í Minnesota voru semsagt alveg hreint stórfín. Okkur hjónunum var boðið í fancy jólapartí hjá nágrönnunum, þar sem ég lenti langri samræðu við kokkaskólakennara, sem sannfærði mig um að franskir kokkar væru betri en allra annarra þjóða kokkar, vegna þess að þeir kunna að elda með olíu og smjöri. Konan mín ákvað að hann yrði að koma með okkur heim að kjafta þegar partíið var búið, sem við og gerðum, og kokkurinn heimtaði að fá að sjá hvað við hefðum í ísskápnum. Hann var ánægður með að við versluðum í Whole Foods, og hrifinn af allri organíkinni - en mjög æstur yfir því að við gæfum börnunum Trix jógúrt... og svo eyddi hann afganginum af kvöldinu í að tala um umhverfisvernd (sem ég var mjög sammála - en hann of drukkinn til að geta lækkað sannfæringarhitann) og bissnesshugmynd sem hann er með um all-organic fast food keðju, sem við konan höfum oft talað um: Hvað væri betra í þynkunni en all organic hamborgarar?
Mamma kom í heimsókn til okkar yfir jólin. Við fórum og horfðum á dóttur mína í jólaleikriti kirkjunnar okkar sem fjölskyldan sækir á hverju einasta sunnudagsmorgni. (Þetta er The Unitarian Universalist Church, sem boðar ást og umburðarlyndi - og kirkjur og kirkjusókn hefur allt aðra merkingu hér í Bandaríkjunum en heima á Íslandi: það eru ekki allir sem sækja kirkjur "orthodox" eða bókstafstrúar mannhatarar, þó það virðist stundum þannig þegar maður fylgist með bandarískum trúmálum!) Hún lék "heavenly host" - myndin að ofan er af henni í leikbúningnum, og kórinn söng "Immanuel" (sem ég setti í tónlistarspilarann hér til hliðar í útsetningu Belle og Sebastian, sem er sennilega besta útsetningin á því lagi, þó Unitarian kórsins hafi líka verið mjög falleg. Ég bið fólk að afsaka Darryl Worley "Have you forgotten" - það er gott lag, og bæði svolítið disturbing og stórfyndið, en átti að vera með annarri færslu! Einhvernveginn hefur mogganum ekki tekist að setja þetta tónlistarspilarakerfi þannig upp að ég geti eytt mp3-files út... En Worley er fyndinn, og nei, "I have not forgotten!").
Við elduðum kalkún (aftur organískan - líka vegna þess að þeir eru margfalt betri á bragðið en hormónasprautuðu verksmiðjukalkúnarnir) á aðfangadag, sem ég missti af vegna þess að ég fékk hörmulega ælupest, sem síðan lagðist á hvern fjölskyldumeðlim á fætur öðrum! Börnin voru ánægð með jólagjafirnar, ég fékk Half Life 2 frá syni mínum sem við höfum síðan spilað saman. Ég held ég hafi ekki skemmt mér jafn vel yfir tölvuleik síðan ég spilaði Marathon fyrir mörgum árum. Reyndar eyddi ég einni heilli nótt rétt fyrir crucial Morfís keppni í að spila Marathon, frekar en að laga ræðuna mína - þó Friðjón hafi verið búinn að heimta styttingar hér og þar... en mig minnir að við höfum nú samt unnið). Síðan horfðum við á Lord Of The Rings extended versions, og svolítið Firefly (sem er besta Sci-Fi sem sögur fara af!).
Það versta við hátíðirnar hér í Minnesota er að flugeldar eru bannaðir í fylkinu. (Bandaríkjamenn elska nefnilega ekkert síður en íslendingar, sbr. hundana og bjórinn... að banna alla skapaða hluti!) Við urðum að láta okkur nægja að brenna litla goselda og blys. Sem var að vísu alveg nóg fyrir krakkana, því að þau hafa ekki séð flugeldavitfirringuna á Íslandi síðan þau voru lítil.
Og í tilefni áramótanna finnst mér viðeigandi að setja upp "Best of" lista - því "Best of" listar virðast vera orðnir fastur liður í vestrænni menningu: allir fjölmiðlar birta einhverskonar best of lista um áramótin. Og þar sem FreedomFries er einhverskonar fjölmiðill, fannst mér tilvalið að setja upp "best of" lista heimilisins (þ.e. það sem okkur fannst best af því sem við lásum eða hlustuðum eða horfðum á á árinu)
Bækur ársins:
- Erik Larson, Devil in the White City (Sem er sagnfræði - en ekki síður spennusaga - um heimssýninguna í Chicago 1893 og fjöldamorðingja sem er fyrirrennari, eða fyrirmynd Hannibal Lecter)
- Jeannette Walls, The Glass Castle (Fyrir alla sem lásu James Frey og fylltust skelfingu yfir lygaþvælunni - því allt sem Walls skrifar er raunverulega satt, og líka milljón sinnum betur skrifað!)
- Julíus Sesar, Bellum Gallicum (Sem betur fer áttum við Gallastríðin uppi í hillu, svo þegar við vorum öll upprifin yfir að horfa á HBO sjónvarpsþættina Rome gátum við lesið okkur til um snilli Sesar. Konan mín tók bókina með á the Ahlmans compound, þar sem við keyrðum T-34 skriðdreka í haust, og skutum úr vélbyssum, (einhverra hluta vegna fannst henni það ekki alveg jafn spennandi og mér og syni mínum!) - og einn af starfsmönnunum spurði okkur hvort við værum frá Belgíu: "Nei, af hverju spyrðu" "Nú, af því að þið eruð að lesa bók um Belgíu" svaraði maðurinn. - Og ef einhver er á leið til Minnesota næsta sumar mæli ég eindregið með því að menn heimsæki Chris og Skriðdrekann - og skilið kveðju frá mér!
- Sylvia Nasar, A Beautiful Mind (Ævisaga John Nash, sem fann upp leikjafræði, og nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, miklu betri en myndin - þó Crowe hafi verið flottur sem Gladiator!)
- Andri Snær Magnason, Draumalandið (Sem pabbi gaf mér í vor þegar ég var í heimsókn á Íslandi - Ég hef alltaf haft mikla trú á Andra Snæ síðan við vorum saman í MS)
- Walter Tevis, Maðurinn sem féll til jarðar (Þó hún sé hundgömul er hún allsendis profound og frábær!)
- Andrew Solomon, The Noonday Demon, An Atlas of Depression (Fyrir þá sem þekkja eða hafa þekkt þunglynt fólk!)
- Joshua Wolf Shenk, Lincoln's Melancholy (Sem er frábær stúdía um Lincoln, einn flóknasta og besta þjóðarleiðtoga fyrr og síðar)
- TS Eliot, The Wasteland (Þó ekki nema vegna þess í partíi sem við héldum gaf konan mín kunningja okkar bókina, og stuttu seinna, í öðru partíi, játaði hann henni ódauðlega ást sína - sem hefði verið nógu dramatískt, svona eitt út af fyrir sig, hefði það það partí ekki verið steggjapartí hans... næstu helgi fórum við samt í brúðkaup hans og allt gekk að óskum. Það eru víst allskonar ástir og dramatísk örlög, upphlaup og tilfinningarót hjá doktorsnemum í sagnfræði!!! - og sú uppákoma var tvímælalaust partíuppákoma ársins. Will hefur séð okkur á sjöundu hæð Social Sciences Tower fyrir fullt umræðefnum undanfarin tvö ár - þartil hann ákvað að gifta sig og droppa út úr prógramminu.
Sjónvarpsþættir
- Rome Season 1 (Áfram siðmenningin! Áfram Markús Antónius! - og eftir að hafa horft á Rome er Gladiator með Crowe milljón sinnum skemmtilegri.)
- Deadwood season 2 (Al Sweringen er kannski ekki góður við konur - en hann er samt tvímælalaust best lesna og best máli farna íllmenni í bandarísku sjónvarpi.)
- Firefly (sem er, eins og ég sagði reyndar rétt áðan, langsamlega besta sci-fi allra tíma! Því miður var bara gerð ein sería - en það var líka gerð kvikmynd Serenity - sem virkar eins og framhald á þættina. Núna er allt Sci-Fi community í Bandaríkjunum að bíða eftir að því það verði gerðar fleiri Firefly kvikmyndir.)
- The Dave Chappelle Show (Dave Chapelle er comic genius! Þó ekki væri nema vegna Lil John eftirhermunnar: "WHAT? WHAT? WHAT? YEYYYYY!")
- Og auðvitað South Park og Curb Your Enthusiasm.
Sjónvarpsþáttastjórnandi:
- Bill Maher (þó Colbert sé kannski fyndnari er Maher bara svo djöfullega klókur - og svo er hann líka Libertarian!)
Útvarpsþáttur:
- This American Life (Eins og ég sagði um daginn - þá veitti Ira Glass, sem stýrir This American Life, mér alveg nýja sýn á þetta land, sem í búa 300 milljón manns, og það eru ekki allir kanar alslæmir!)
Útvarpsstöð:
- RadioK (háskólaútvarp UofM, og langsamlega besta háskólaútvarp í Bandaríkjunum - samkvæmt Rolling Stone - og aðgengilegt á netinu. Þeir eru með ótrúlega gott og fjölbreytt tónlistarval. Ef maður hlustar á bandarískt gítarrokk, indíe og pönk, þ.e.)
Svo óska ég Pétri (hux) mági mínu innilega til hamingju með barnabarnið! Bestu kveðjur!
M
já - og ég uppfærði ljósmyndina af sjálfum mér undir færslunni "um höfundinn". Bæði konunni og mömmu fannst gamla myndin ómuguleg. Mömmu fannst ég líta út eins og "talibani" og Sollu eins og ég væri einhver marxískur tímaferðalangur, að bíða eftir að komast í rökræðu við Trotský... en skeggið sem ég lét vaxa í sumar var orðið þreytt einhventímann í september!
Athugasemdir
Vil bara nota tækifærið og þakka fyrir skemmtilega síðu
Þorsteinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 12:02
og kirkjur og kirkjusókn hefur allt aðra merkingu hér í Bandaríkjunum en heima á Íslandi: það eru ekki allir sem sækja kirkjur "orthodox" eða bókstafstrúar mannhatarar
Það gerist ekki á hverjum degi að ég stökkvi íslensku kirkjustarfi til varnar, en hér held ég að þú hafir sagt eitthvað annað en þú meintir. :)
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 13:07
Þakka þér fyrir Þorsteinn!
Og Gunnlaugur: Nei, það er rétt hjá þér að ég hafi ekki ætlað mér að segja ljóta hluti um íslenskt kirkjustarf - því þetta er lengri setning, lok setningarinnar er nefnilega: "þó það virðist stundum þannig þegar maður fylgist með bandarískum trúmálum" - sem augljóslega vísar til þess sem á undan fór um orthodox mannhatur. Ég setti líka link úr því á fyrri færslu mína um orthodx mannhatur í bandarísku biskupakirkjunni! Ég hélt ekki að það gæti misskilist, og ég væri ekki að ásaka íslenskt kirkjustarf um mannhatur.
Það sem ég var að segja um að kirkjustarf hér og heima sé ólíkt er að það hefur aðra félagslega þýðingu hér en heima, og allt annarskonar fólk sem sækir kirkjur vikulega en heima.
Kær Kveðja! Magnús
FreedomFries, 3.1.2007 kl. 17:41
Gleðilegt ár, Magnús og bestu kveðjur til þín og þinna í Minnesota.
Mér finnst þessi vefur þinn mjög áhugaverður og ég hvet þig til dáða á nýju ári. Ég hef orðið margs vísari við lestur pistlanna þinna og þú mátt vera afskaplega sáttur við útkomuna.
Ég t.a.m. uppgötvaði "This American Life" fyrir þína tilstilli og er sammála; Frábær þáttur! Ég býst við að þú hafir hlustað á "Fresh Air" sem Terry Gross stýrir hjá WHYY-FM í Philadelphia. Það er, sömuleiðis, afar vandaður útvarpsþáttur sem er sendur út daglega. NPR er hafsjór af fróðleik. Þennan fróðleik sæki ég mikið í og nýt hans út í ystu æsar.
...og ég veit að margir eru mér sammála þegar ég segi: Meira af svo góðu!
Gísli (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 20:21
Takk fyrir! Jú, ég hlusta á Fresh Air - honum er líka útvarpað af MPR, Minnesota Public Radio. Svo er annar þáttur sem heitir "As it happens" sem er framleiddur af Kanadíska Public Radio, en útvarpað af MPR. Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér af hverju RÚV geti ekki verið líkara NPR. RÚV ætti að einbeita sér meira að fréttaskýringum og vönduðum umræðuþáttum.
Og jú - ég ætla að reyna að halda dampi á nýju ári!
FreedomFries, 3.1.2007 kl. 21:15
Maggi! Her i New York er nu thegar skyndibitakedja drauma thinna.
http://www.betterburgernyc.com/mission.html
Hef osjaldan rolt thangad i thynnkunni!
kv, Hulda Thoris fyrrv. MS-lingur sem var ad uppgotva bloggid thitt!
Hulda (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.