mán. 11.12.2006
Bandaríkjastjórn reiðir sig á google þegar kemur að því að finna intel um kjarnorkuáætlun Írana!
Þessi frétt er búin að birtast á hverri einustu stjórnmálabloggsíðu vestanhafs - enda frekar fyndin! Washington Post komst að því að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna setti mann í fulla vinnu við að googla kjarnorkuáætlun Írana, með það að markmiði að afhjúpa hættulegustu forsprakka þessarar áætlunar...
Sennilega hefur þessi google deild utanríkisráðuneytisins verið sett á stofn eftir að forsetinn uppgötvaði hversu gagnlegt og merkilegt googlið er?
Ástæðan er að leyniþjónustan neitaði, sökum anna, að segja starfsmönnum utanríkisráðuneytisins hverjir væru yfir kjarnorkuáætlun Írana. Ráðuneytið ákvað því að grípa til sinna ráða og googlaði "Top secret officials of the Iranian nuclear program" eða eitthvað álíka clever. Þó CIA hafi borið við að það væri of mikið að gera, svona rétt fyrir jólin, er raunverulega ástæðan auðvitað að leyniþjónustan lítur ekki svo á að það sé hlutverk sitt að fóðra framkvæmdavaldið á efni til að nota í auglýsingaherferðir og global grandstanding.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt. Þegar forsetinn er annarsvegar er það "the google"... Kannski eru þetta tvö ólík fyrirbæri? Kannski er "the google" partur af Total Information Awareness prógrammi DARPA?
FreedomFries, 11.12.2006 kl. 23:16
Einhver hefur kannski nú þegar sent þér Staksteina dagsins ef ekki þá fylgja þeir hér:
Þegar stórt er spurt...STAKSTEINAR
Það hefur færst mikill þróttur í stjórnmálaskýringar á Netinu og ljóst að stjórnmálamenn geta ekki skellt skollaeyrum við þeirri umræðu sem þar fer fram.
Það hefur færst mikill þróttur í stjórnmálaskýringar á Netinu og ljóst að stjórnmálamenn geta ekki skellt skollaeyrum við þeirri umræðu sem þar fer fram.
Fjölmiðlamenn eru framarlega í þeim flokki og það raunar gjarnan sammerkt að hafa beitt sér í stjórnmálum með einum eða öðrum hætti. Eftirtektarvert er að Steingrímur Sævarr Ólafsson fær á fjórða tug þúsunda heimsókna á vefsíðu sína www.saevarr.blog.is á viku og eru þá ekki taldar heimsóknir úr sömu tölvu innan sama dags. Enda leggur hann sig fram um að vera fyrstur með fréttirnar og lýkur öllum færslum á orðunum: "Þegar stórt er spurt..."
En það eru ekki aðeins fjölmiðlamenn sem spyrja stórt, því fjölmargir pólitískir vefmiðlar eru komnir fram, sumir merktir flokkum og aðrir "frjálsir og óháðir". Þeir sérhæfa sig jafnvel í einu málefni; www.freedomfries.blog.is fjallar t.d. um bandarísk stjórnmál og "allt það skringilega og skemmtilega sem bandarísk menning hefur upp á að bjóða."
Stjórnmálamenn eru að færast í aukana á vefnum, nú síðast Margrét Sverrisdóttir, og þrýstihópar fylgja í kjölfarið, s.s. Heimssýn.
En það sem varðar mestu í þessari þróun er að almenningur liggur ekki á skoðunum sínum um stjórnmál og hefur nú færi á því að ná eyrum þjóðarinnar. Sumir fara þó hægt af stað, eins og Hildur Sif Kristborgardóttir sem skrifaði í gær á www.belle.blog.is: "Ég ætla nú ekki að byrja neitt stórt, bara að segja hæ og svo áður en þið vitið af þá kemur einhver svaka sprengja."
Hvað skyldi það nú verða? Þegar stórt er spurt...
Friðjón R. Friðjónsson, 12.12.2006 kl. 12:39
Takk fyrir að benda mér á þetta!
Það er gaman að sjá að maður er kominn í flokk með "pólítískum vefmiðlum", þó viðfangsefnin séu jöfnum höndum hundur Bandaríkjaforseta og orðfæri öldungardeildarþingmanna Virginíu! Það fleytir mér líka yfir þessa pólítísku gúrkutíð sem er þessa dagana, meðan línurnar eru að skírast verð ég að skrifa þeim mun meira um "allt það skringilega..."! Maður hefði reyndar haldið að the ISG report hefði af stað alvöru pólítískri umræðu, en þetta virðist allt vera í einhverskonar biðstöðu meðan demokratarnir eru að átta sig á að hafa unnið. Ég er samt spenntastur að sjá hvað verður um the neocons innan repúblíkanaflokksins.
Bestu kveðjur!
Magnús
FreedomFries, 12.12.2006 kl. 15:17
Ég verð að benda þér á hinn upplýsta þingmann Silvestre Reyes verðandi formann upplýsinganefndar (Chairman of the House Intelligence Committee) Hann er tilnefndur af Nancy Pelosi og á að verða fremstur þingmanna sem fara með öryggismál og upplýsingar.
Í viðtali sem hann á við Jeff Stein hjá Congressional Quarterly opinberar þingmaðurinn algera fávisku um málefni mið-austurlanda. Reyes er ekki alveg viss hvort Al-Qaeda séu Súnnítar eða Shítar, heldur reyndar að Al-Qaeda sé bæði! Né hefur hann hugmynd um hverjir Hizbollah eru. Þessi gaur á að vera höfuð upplýsingaöflunar bandaríska þingsins í öryggismálum!
Friðjón R. Friðjónsson, 12.12.2006 kl. 15:34
Forsetinn vissi ekki heldur að það væri munur á súnnítum og shíum... eða yfirleitt að það væru til mismunandi múslimar... Það sem mér finnst ótrúlegast er að það skuli yfir höfuð vera hægt að finna stjórnmálamenn sem eru svona ílla að sér. En fyrst þeir eru til staðar meikar það auðvitað fullkomin sens að þeir skuli koma sér í æðstu valdastöður. Þegar maður veit ekkert í sinn haus er maður auðvitað líka fullkomlega oblivious þegar kemur að eigin takmörkunum!
En hvernig líst þér á kosninguna í Louisiana um daginn og að Bill Jefferson verði áfram þingmaður? Sem betur fer ætlar Pelosi að koma í veg fyrir að hann fái að sitja í the Ways and Means committee. Hún er ekki alvitlaus, held ég. Flokkurinn getur ekki stjórnað því hverja kjósendur heima í kjördæmi velja, sbr. Árna Johnsen!
Þetta eru sennilega versta niðurstaða kosninganna. Ég bind samt ekkert of miklar vonir við að það verði allt honky dory núna þegar demokratarnir hafi náð meirihluta, þó ég hafi meiri trú á demokrataflokknum núna en undanfarin ár. Þeir þurfa bara að passa sig á að vera ekki of ambitious. Þó repúblíkanaflokkurinn sé særður og forsetinn með 30% fylgi sitja þeir á mjög effektívri pólítískri maskínu.
Bestu kveðjur!
Magnús
FreedomFries, 12.12.2006 kl. 15:58
Forsetinn vissi ekki heldur að það væri munur á súnnítum og shíum... eða yfirleitt að það væru til mismunandi múslimar... Það sem mér finnst ótrúlegast er að það skuli yfir höfuð vera hægt að finna stjórnmálamenn sem eru svona ílla að sér. En fyrst þeir eru til staðar meikar það auðvitað fullkomin sens að þeir skuli koma sér í æðstu valdastöður. Þegar maður veit ekkert í sinn haus er maður auðvitað líka fullkomlega oblivious þegar kemur að eigin takmörkunum!
En hvernig líst þér á kosninguna í Louisiana um daginn og að Bill Jefferson verði áfram þingmaður? Sem betur fer ætlar Pelosi að koma í veg fyrir að hann fái að sitja í the Ways and Means committee. Hún er ekki alvitlaus, held ég. Flokkurinn getur ekki stjórnað því hverja kjósendur heima í kjördæmi velja, sbr. Árna Johnsen!
Þetta eru sennilega versta niðurstaða kosninganna. Ég bind samt ekkert of miklar vonir við að það verði allt honky dory núna þegar demokratarnir hafi náð meirihluta, þó ég hafi meiri trú á demokrataflokknum núna en undanfarin ár. Þeir þurfa bara að passa sig á að vera ekki of ambitious. Þó repúblíkanaflokkurinn sé særður og forsetinn með 30% fylgi sitja þeir á mjög effektívri pólítískri maskínu.
Bestu kveðjur!
Magnús
FreedomFries, 12.12.2006 kl. 15:58
Bill er í uppáhaldi. Einhverjir verða að halda uppi fjörinu.
Friðjón R. Friðjónsson, 12.12.2006 kl. 22:01
Auðvitað... En Bill Jefferson er nú samt ekki fjörpinni á borð við Burns eða Harris - hann virðist bara vera spilltur, en ekki líka coocoo. Það er orðið fátt um fína drætti í þinginu, og þessir demokratar hafa ekki verið eins duglegir og repúblíkanarnir undanfarin ár við að búa til skandala.
Jean Schmidt marði sigur, svo hún er áfram. Svo bind ég miklar vonir við Michelle Bachmann frá Minnesota - hún er class A Jesus-freak, og nógu djöfullega drifin, og virðist sækjast eftir confrontasjónum. Eina að hún er kannski of klók til að búa til alvitlaustu fréttirnar. En ég er að fylgjast með henni - hún á 5 börn sjálf, og hefur ættleitt tuttugu og þrjú! (ég er ekki að ýkja - samtals 28 börn á einu heimili!!!) Þau hjónin reka einhverskonar barnabúgarð í Forest Lake MN... (Sjá þessa frétt úr City Pages um Bachmann)
Bestu kveðjur!
Magnús
FreedomFries, 13.12.2006 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.