Lesbisk dóttir Dick Cheney ólétt - kristinir afturhalds og íhaldsmenn hreint ekkert of kátir...

Mary Cheney vinstramegin og Heather Poe hægramegin.jpg

Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Mary Cheney, dóttir varaforsetans Dick Cheney, væri ólétt. Þetta væru auðvitað ekki mjög merkilegar fréttir, nema vegna þess að Mary Cheney er lesbísk, og pabbi hennar er varaforseti fyrir Bush, sem hefur byggt pólítískan frama sinn mikið til á því að höfða til hómófóbíu og hræðslu "trúaðra" bandaríkjamanna við samkynhneigð. Trúaðir repúblíkanar hafa reyndar átt í mestu vandræðum með kynhneigð Mary Cheney, því þeir hljóta að þurfa að fordæma þetta hræðilega óeðli sem hún þjáist af, en um leið kunna þeir ekki alveg við það - konan er jú dóttir varaforingjans! Og þó vinstrimenn og aðrir hafi sagt margt ljótt um Cheney virðist hann ekki vera sú skítapadda sem afneitar börnunum sínum ef honum mislíkar kynferði þeirra. Cheney virðist nefnilega vera fullkomlega sáttur við það hver dóttir hans sé, enda skilur hann að samkynhneigð er ekki einhver sjúkdómur eða geðröskun sem sé hægt að lækna fólk af.

Sem setur trúarleiðtoga flokksins í hálfgerð vandræði. Hingað til hafa leiðtogar "the moral majority" forðast umræðuefnið. Fyrir seinustu forsetakosningar rifjaðist það upp fyrir einhverjum blaðamönnum að dóttir Cheney væri samkynhneigð, og þeim fannst rétt að spyrja forsetann og varaforsetann, sem var upptekinn við að kynda undir hómófóbíu meðal kjósenda, hvort þeim þætti þetta ekki vera til marks um hræsni eða tviskynnung, og John Kerry reyndi, af alkunnri tækifærismennsku, að gera kynferði Mary Cheney að einhverju kosningamáli. Viðbrögðin létu ekki á sér standa: Trúarleiðtogar repúblíkana úthrópuðu Kerry fyrir að "ráðast á einkalíf" Cheney fjölskyldunnar. Ekki að Mary Cheney var fyrir löngu komin út úr skápnum, og hafði í meira en áratug búið með unnustu sinni, Heather Poe.

En eftir að fréttist að Cheney væri ólétt hafa "values" kjósendur repúblíkana átt erfiðara með að leiða hjá sér að dóttir varaforsetans sé samkynhneigð.

Janice Crouse of Concerned Women for America described the pregnancy as "unconscionable.": "It's very disappointing that a celebrity couple like this would deliberately bring into the world a child that will never have a father," said Crouse, a senior fellow at the group's think tank. "They are encouraging people who don't have the advantages they have."

Því auðugar yfirstéttir mega kannski vera samkynhneigðar, en ekki fátæklingar? Mary Cheney ætti ekki að vera að hvetja lágstéttirnar til samkynhneigðar? Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Og samkvæmt Washington Post bætti Crouse við að Mary Cheney væri að setja alvarlegt fordæmi sem óharnaðar "confused" konur kynnu að fara að apa eftir:

"Her action repudiates traditional values and sets an appalling example for young people at a time when father absence is the most pressing social problem facing the nation,"

Þetta er semsagt aðalmálið: Mary Cheney, með því a vera að "auglýsa" samkynhneigð sína svona er að setja "fordæmi" sem aðrir myndu fara eftir og auka þannig á þetta alvarlegasta samfélagsvandámal sem Bandaríkin standa frammi fyrir.

"I think it's tragic that a child has been conceived with the express purpose of denying it a father," pronounced Robert Knight of the Media Research Center. The couple, he said is seeking to "create a culture that is based on sexual anarchy instead of marriage and family values."

Það er augljóst mál að það leiðir til kynferðislegs anarkí að Mary Cheney og Heather Poe, sem hafa verið í sambúð í 15 ár skuli eignast barn. Meðalhjónaband gagnkynheigðra endist rétt tæplega 6 ár.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Ég er jafn furðu lostinn yfir heimsku og fáfræði the moral majority og allt annað sæmilega vitiborið fólk - en sem betur fer er the moral majority alls ekki "the majority". Meirihluti Bandaríkjamanna er nefnilega mjög jákvæður í garð samkynhneigðra, samkvæmt könnunum, í það minnsta, og viðhorfin hafa batnað mikið og hratt undanfarin tíu, fimmtán ár. Það eina sem enn stendur í meirihlutanum eru hjónabönd samkynhneigðra.

Þó það virðist oft líta út eins og öfl bókstafstrúar, afturhalds og heimsku dómíneri alla þjóðfélagsumræðu í bandaríkjunum er þau samt í minnihluta - og það merkilegasta, og kannski óvæntasta, er að the moral majority er á undanhaldi, frekar en í sókn. Kosningarnar í nóvember eru t.d. til marks um það! Þessir jólasveinar eru bara ekki búnir að fatta að samfélagið í kringum þá hefur þroskast meðan þeir eru ennþá fastir á 17. öld...

FreedomFries, 9.12.2006 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband