Þetta Bush-Jim Webb mál virðist ekki ætla að hverfa af bandarískum bloggsíðum eða úr hefðbundnari fjölmiðlum. Og þetta er samt með einfaldari málum: Forsetinn spurði Webb (sem er nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demokrata frá Virginíu) hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak - Webb svaraði "Id like to get them out of Iraq, Mr. President" - sem forsetanum fannst ekki nógu kurteislegt, eða nákvæmt svar við mjög svo einfaldri spurningu, svo hann svaraði um hæl: "That's not what I asked you: How's your boy?" Webb var misboðið, og samkvæmt fréttum þurfti hann að taka á sér öllum til að hjóla ekki í "the decider". Ég fjallaði um þetta stórskemmtilega mál í síðustu viku. Sjá hér.
Stuðningsmenn Repúblíkanaflokssins hafa gert mikið mál úr "dónaskap" Webb - enda finnst þeim að Bush megi koma fram við foreldra hermanna, sem eru að heyja tilgangslaust stríð í fjarlægu landi, af fullkominn óvirðingu, krefja þau um svör og gerast snúðugur þegar fólk fellur ekki í stafi frammi fyrir foringjanum. Seinasta skoffínið til að tjá sig um dónaskap Webb var Bill O'Reilly, sem sagði í gær að Webb hafi sýnt forsetanum "óvenjulega óvirðingu", í ljósi þess að Bush hafi "bara verið að reyna að vera kurteis". Mannasiðakennarar repúblíkanaflokksins hafa látið í veðri vaka að Webb hafi sett alla uppákomuna á svið til þess að fá tækifæri til að lenda í einhverskonar konfrontasjón við forsetann.
Nýjasta uppljóstrunin í þessu undarlega máli er samt sú að Bush vissi að sonur Webb hafði nýlega sloppið naumlega við að vera drepinn: Stuttu áður en Webb og Bush ræddust við í kokteilboði Hvíta Hússins var bíll sem var að keyra við hliðina á Webb yngri sprengdur í loft upp, og í þeim bíl þrír landgönguliðar. Webb eldri hafði fengið fréttirnar, og var auðvitað hrærður. Það besta er þó að forsetinn hafði verið varaður við því að vera "extra sensitive" þegar hann talaði við Webb! Jim Moran (D-Va) segir að Bush hafi verið beðinn um að sýna Webb sérstaka aðgát:
Not only did Bush know about it, he was specifically briefed on the incident before meeting with Webb, and was cautioned to be extra sensitive in speaking with Webb about his son.
Og hvernig ákvað forsetinn að sýna föður hermanns sem hafði rétt í þessu horft upp á félaga sína sprengda í loft upp, og sjálfur rétt sloppið við að vera drepin? Nú með því að heimta skýr og greinargóð svör, þegar Webb lét í ljós ósk sína um að sonur hans og aðrir hermenn kæmust heim sem fyrst! "Thats not what I asked you"...
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, Karlmennska | Breytt 6.12.2006 kl. 04:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.