mán. 4.12.2006
Bandaríska biskupakirkjan að klofan vegna hommaógnarinnar - hómófóbískar kirkjur leita til Nígerísks erkibuskups
Forsaga málsins er sú að 2003 var samkynhneigður maður kosinn biskup í New Hampshire. Þetta líkaði íhaldssömum kirkjumeðlimum auðvitað alls ekki, og gremja þeirra yfir því að búa innan um fólk sem ekki er nákvæmlega eins og það sjálft, tvíefldist þegar einn helsti stuðningsmaður þess að samkynhneigðir prestar og biskupar séu jafnir öðrum prestum og biskupum var kosinn leiðtogi kirkjunnar allrar.
Afturhaldssamir söfnuður hafa alltaf við og við sagt sig úr lögum við kirkjuna - en nú ætla semsagt tveir söfnuðir ekki bara að segja sig úr lögum við Bandarísku Biskupakirkjuna, heldur ætla þeir að ganga inn í Nígerísku biskupakirkjuna, vegna þess að leiðtogi hennar, Erkibiskup Peter J Akionla er harður andstæðingur samkynhneigðar. Akinola hefur meðal annars talað fyrir því að lögreglan handtaki alla samkynhneigða karlmenn og komi þeim fyrir í sérstökum fangelsum þar sem þeir séu geymdir. Nú, því annars eru þeir að spilla almannafrið og siðgæði. Búist er við að fleiri bandarískar kirkjur fylgi í kjölfarið!
If the votes at The Falls Church and Truro succeed, as their leaders predict, the 3,000 active members of the two churches would join a new, Fairfax-based organization that answers to Nigerian Archbishop Peter J. Akinola, leader of the 17 million-member Nigerian church and an advocate of jailing gays. The new group hopes to become a U.S.-based denomination for orthodox Episcopalians.
How many congregations will take this route is unknown, with the likelihood of costly litigation over historic, valuable properties and bitterness infecting a holy space. Even church centrists estimate that 15 percent of U.S. Episcopalians would leave the national church if their congregations could keep their church buildings and remain in the Communion.
Þetta mál snýst allt um tvo hluti: Hatur "orthodox episcopalians" á samkynhneigð og löngun þessara sömu "orthodox" safnaða og presta til að halda í allar eignir kirkjunnar. Ef presturinn og söfnuðurinn segja sig úr lögum við kirkjuna halda þeir ekki eignum sóknarinnar, en ef þeir ganga til liðs við Hina heilögu nígerísku hommahaturskirkju eiga þeir betri séns á að halda húseignum og öðru kirkjugóssi.
Það er athyglisvert að þessir "orthodox episcopalians" skuli þurfa að leita til þriðja heimsins til að finna menn sem geta leitt þennan nýja söfnuð þeirra. Báðir söfnuðirnir sem ætla að ganga til liðs við nígeríumennina eru í Fairfax County, í Virginíu. Um 70% íbúa í Fairfax county er hvítur, og biskupakirkjan er yfirleitt hvítari en aðrar kirkjudeildir. innan við 9% íbúa Fairfax county er svartur, og íbúar Virginíu er síst þekktir fyrir ást sína á öðrum kynþáttum eða interracial mixing. Það var ekki að ástæðulausu sem George Allen hélt að hann gæti komist upp með að uppnefna S.R. Sidarth, "Macaca" eða troða afskornum dádýrshausum í póstkassan hjá "surtum". Nú er eftir að sjá hvort safnaðarmeðlimir í "orthodox" hommahaturskirkjunnu hafi áttað sig á því að þeir myndu tilheyra kirkju sem væri ekki leidd af hommum heldur halanegrum? Verst að klanið er ekki viðurkennt sem alvöru trúarsöfnuður.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Satanismi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Athugasemdir
Ekki ertu nú hlutlaus né óhlutdrægur í þessu máli, Magnús minn. Það, sem ég las um þetta 4. þ.m. í The Washington Post (Episcopal Churches To Vote on Departure -- Fairfax Congregations Dismayed by Direction), var nú strax mun hófsamara og balanceraðra en þessar margítrekuðu yfirlýsingar þínar.
Prófaðu að hugsa málið svona: Ef jafnstoltir, skjannahvítir íhaldsmenn eins og þeir þarna í Fairfax sjá ekki aðra leið út úr vandræðum eigin kirkjudeildar en þá að segja skilið við hennar amerísku heildarsamtök og taka upp samband (communion, andlegt samneyti) við afríska biskupakirkju í staðinn (kirkju þar sem svona fangelsunar-hvatningar heyrast þó um homma og lesbíur), ætli það sé þá ekki mælikvarði á það líka, hve öfgakennd bandaríska biskupakirkjan hljóti að vera orðin?
Því fer fjarri, að þeir í Fairfax séu einangraðir. Brezka biskupakirkjan er miklu "íhaldssamari" (les: heldur meira í traditionina, hina arfhelguðu kenningu) heldur en sú ameríska, sbr. þessa grein mína. Þar að auki er það ekki einungis Rómversk-kaþólska kirkjan (með um 51% allra kristinna manna, 1.100.000.000 manns), sem stendur einörð gegn allri blessun samkynhneigðra sambanda (hvað þá staðfestingu samvistar eða hjónavígslu þeirra!), heldur á hún þar algera samleið með mörgum öðrum kirkjum, t.d. gervallri Orþódoxu (rétttrúnaðar-) kirkjunni (með vel á þriðja hundrað milljón meðlima). Okkar lútherska kirkja er á útjaðri þessa kristna samfélags, og m.a.s. er allt lútherska heimssamfélagið ekki nema um 70 milljónir manna, margfalt minna en hvítasunnu- og náðargjafakirkjurnar prótestantísku, sem eru trúrri kristinni kenningu í þessu efni en ýmsar þeirra lútherskur. Nú þegar hefur verið skorið á samneyti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar við lúthersku kirkjuna sænsku, vegna þess að þeir rússnesku þola ekki, Biblíutrúar sinnar vegna, að Svíarnir blessi sambönd samkynhneigðra. Þetta myndirðu skilja, ef þú hefðir kynnt þér betur hina einörðu afstöðu Biblíunnar í þessu máli.
Þú er ágætis skriffinnur, en hér brást þér bogalistin. Og vertu svo blessaður.
Jón Valur Jensson, 8.12.2006 kl. 01:27
Þegar ég sagð'i: "... hve öfgakennd bandaríska biskupakirkjan hljóti að vera orðin?" átti ég við: í sínu ofur-"frjálslyndi" (sem minnir á róttæku prestana í Þjóðkirkjunni hér á Íslandi). Tek þetta fram, svo að það misskiljist ekki.
Jón Valur Jensson, 8.12.2006 kl. 01:30
Ég leit á tilvísun þína, Magnús, um þennan George Allen senator og hlýt að spyrja: Hvað kemur það þessum Fairfax-söfnuðum við, hvað einhver Allen kunni að hafa sagt "in the 1970s"? Hann sagði það ekki sem kirkjunnar þjónn né á vettvangi kirkjunnar, og m.a.s. er ekki einu sinni víst að hann hafi sagt þetta!!! Ertu ekki að slá met í langsóttri fóðringu fyrir gagnrýni þína á hefðarkenningarsinnana í biskupakirkjunni? Trúnaður við orð Biblíunnar um mök samkynja fólks koma ekki hommahatri við, og hatur einhvers ungæðislegs öfgamanns fyrir 30 árum á þeldökkum á heldur ekki heima í þessari umræðu! Merci beaucoup, ef þú gætir þess næst!
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 09:24
Komdu sæll, og kærar þakkir fyrir þessar athugasemdir! Það er alltaf gaman að sjá að maður vekji fólk til umhugsunar. Ég þakka líka hrósið, þ.e. að ég sé ágætis penni. Nema þú hafir verið að halda því fram að ég væri burokrat, sem ég er ekki og hef aldrei verið. Ekki að mér finnist ekki gama að stafla pappír og færa til. Það hefur bara enginn boðið mér vinnu við það enn sem komið er. Jæja, þú vildir víst ræða skoðanir mínar á hómófóbíu Fairfaxbúa.
Í fyrsta lagi þá sé ég enga ástæðu til að vera í einhverjum hófsemis og hógværðarleik, mér er töluverð upphefð af því að þú skulir bera mig og Washington Post, sem er stórt dagblað, saman, en þetta blogg mitt er augljóslega ekki meiriháttar fjölmiðill með tugþúsundir áskrifenda og lesenda, svo ég er nokkurveginn frjáls til að segja skoðun mína umbúðalaust. Eða, í þessu tilfelli, að benda á hið augljósa: Það sem rekur kirkjudeildirnar í Virginíu til þess segja sig úr lögum við Bandarísku biskupakirkjuna er hómófóbía, fordómar og bjargföst trú þeirra að menn séu ekki allir jafnir, heldur séu sumir jafnari en aðrir. Og nei, það þessar kirkjudeildir í Fairfax séu svo fullar af hómófóbíu segir akkúrat ekkert um að bandaríska biskupakirkjan hafi farið útaf sporinu í róttækni. Þetta er uppáhaldssöngur afturhaldsaflanna, og hefur alltaf verið, að skynsemi og bræðralag, jafnrétti go sanngirni séu einhverskonar hættuleg róttækni sem muni grafa undan öllu góðu siðgæði. Staðreynd málsins er sú að gay karlmenn og konur eru meðal okkar, hafa alltaf verið, og munu alltaf vera. Við getum annað hvort horfst í augu við það, og búið til samfélag sem viðurkennir fjölbreytileika manna, eða neitað að horfast í augu við það, og reynt að berjast gegn því að það gildi sömu lög um allt fólk. Ég vel fyrri kostinn. Öðru fólki er frjálst að velja síðari kostinn.
Varðandi Allen, ég nefndi hann einvörðungu vegna þess að Allen var og er, og á því leikur enginn vafi, rasisti. Menn sem kalla hörundsdökkt fólk "macaca" og "nigger" eru rasistar. Það er löng hefð fyrir "racial bating" í Suðurríkjunum, og það getur enginn haldið því fram að Suðurríkjamenn séu ekki margir rasistar...
Að lokum: það stendur allt mögulegt í biblíunni, t.d. að sjálfsfróun sé alvarlegur glæpur, og að það eigi að grýta hórkonur, þ.e. konur sem voga sér að stunda kynlíf utan hjónabands. Við ættum kannski að fara eftir þeim boðorðum líka? Við verðum að velja og hafna, því við getum ekki farið eftir hveru einasta orði biblíunnar, og þá er bara að ákveða hvernig við veljum, og hverju við höfnum. Góð þumalfingursregla væri þá að spyrja sig: Á þetta boðorð við í nútímasamfélagi? Er yfirleitt hægt að fara eftir þessu boðorði? Það að einhverjir af höfundum biblíunnar hafi talið samkynhneigð alvarlegan glæp og hræðilega ógeðslega á ekki að þurfa að stýra gjörðum okkar hér í dag.
Ég ber fulla virðingu fyrir því að fólk trúi á guð og biblíuna. Satt best að segja ber ég mjög djúpa virðingu fyrir kristinni trú. Þess vegna sárnar mér mjög að fólk skuli leyfa sér að veifa biblíunni og Jesú sem afsökun fyrir fordómum sínum.
En ég er fylgjandi því að fólk megi hafa sína fordómatrú, svona eins og sumir hafa sína "barnatrú". Ég hef ekki talað fyrir því að það eigi að loka allt hómófóbískt "kristið" fólk í fangelsi. Erkibiskup Peter J Akionla hefur hins vegar gólað um að fólk sem honum mislíkar skuli fá að rotna í fangelsi...
Þú verður að afsaka að mér sé mikið niðrifyrir: Ég hef nefnilega mjög sterkar skoðanir á réttlæti og jafnrétt, og mjög litla þolinmæði þegar kemur að hómófóbíu og öðrum fordómum, sama hvort þeir klæða sig í purpura, hvíta kufla, brúnt eða svart...
Kær kveðja!
Magnús
FreedomFries, 8.12.2006 kl. 17:01
Magnús minn, eins ágætur og þú ert, og með fullri virðingu, þá hafði það ekki komið mér í hug að líkja þér við Washington Post! Ég var bara að benda þér á fjölmiðil sem ég hélt þú litir kannski upp til : að þar fengirðu einhverja leiðsögn eða fyrirmynd um heldur balanceraðri frásögn en í þessari vefgrein þinni.
Þakka þér annars svarið -- ég hafði gleymt að gá að því, hvort þú nenntir að anza þessu frá mér (sá þetta ekki fyrr en í gærkvöldi). Og lunkinn ertu að koma máli þínu svo fyrir, að það haldi áfram að höfða til vinstri-líberal lesenda þinna. Ljúflega rennur þetta áfram eins og pólitíski rétttrúnaðar-straumurinn sem sjálfsánægðir ("holier-than-thou") Íslendingar fljóta áfram á í áhyggjuleysi sínu -- niður á við. Og hinkraðu ögn við, áður en þú dæmir þessi orð mín geip eitt og gífuryrði.
Þegar betur er að gáð, er ekki allt með felldu í svari þínu. Forsendurnar gefurðu þér, m.a. í þessum orðum: "Staðreynd málsins er sú að gay karlmenn og konur eru meðal okkar, hafa alltaf verið, og munu alltaf vera. Við getum annað hvort horfst í augu við það, og búið til samfélag sem viðurkennir fjölbreytileika manna, eða neitað að horfast í augu við það, og reynt að berjast gegn því að það gildi sömu lög um allt fólk. Ég vel fyrri kostinn. Öðru fólki er frjálst að velja síðari kostinn." -- Ertu ekki að ganga þarna út frá þessu tvennu, sem ég rek hér á eftir?
1) Að gagnrýnendur baráttukrafna málpípna samkynhneigðra vilji ekki horfast í augu við það, að til sé samkynhneigt fólk í flestum eða öllum samfélögum og viðurkenni ekki (þ.e. sjái ekki né umberi) þann fjölbreytileika manna. -- En þetta er röng lýsing á þeim, sem neita t.d. að samþykkja hjónabönd samkynhneigðra eða ættleiðingu þeirra á börnum eða þá markvissu (og plönuðu) ítroðslu í börn allra hinna í skólakerfinu, að samkynja kynlíf sé sjálfsagt og eðlilegt. Flestir í þeim gagnrýnendahópi, a.m.k. í vestrænum löndum, umbera ekki aðeins, heldur umgangast með eðlilegum og jákvæðum hætti samkynhneigða menn og konur, án þess að hrópa á það fólk.* Þess vegna á það ekki að vera partur af argúmenti þínu að uppteikna, fyrst alls, þessa nefndu gagnrýnendur í sem dekkstum litum (þótt það henti kannski röksemdafærslu þinni), því að slík uppteiknun stenzt ekki um heild þessara gagnrýnenda, sem hvorki hvarflar að, að stinga ætti samkynhneigðum í svartholið, né að svipta ætti þá kosningarétti og kjörgengi, rétti menntunar og annarra almennra mannréttinda. Til að geta virt gagnrýnina fyrir þér með stilltum huga, verðurðu að kúpla þig frá neikvæðum alhæfingum um gagnrýnendahópinn og skoða hitt, hvort einhverjar sérstakar röksemdir hinna hófsamari (og þó einarðra) í hópnum geti verið sterk rök gegn t.d. réttmæti þess, að samkynhneigðir fái að ættleiða börn eða giftast í kirkju.
2) Einnig mætti ætla af máli þínu, að þú álítir fjölda samkynhneigðra í hverju þjóðfélagi fasta stærð (hlutfall). Ef þetta er rétt til getið hjá mér um forsendur þínar, byggja þær trúlega á þeirri fyrirframforsendu þinni, að samkynhneigð sé mönnum meðfædd. Það er hins vegar ekki aðeins ósannað, heldur benda staðreyndir (m.a. tvíburarannsóknir) til annars. Og ef uppeldisaðstæður hafa áhrif í þessu efni, sem og tilfinninga-, sálræn og félagsleg reynsla barna og ungmenna, þá blasir við, að mismunandi ytri aðstæður gætu valdið því, að í einn tíma í einu þjóðfélagi væri samkynhneigð heldur algengari en í öðru þar sem þetta unga fólk byggi við aðrar aðstæður. Samkynhneigð væri sem sé ekki fastastærð hjá hverri þjóð.
* (Gagnrýnendurnir geta samt staðið fast á því, að þeir vilji ekki láta viðkomandi fólki neitt það eftir, sem álíta megi ofréttindi -- svo sem t.d. þau að láta prest gefa sig saman, þvert á móti skýrum boðum Gamla testamentisins og engu síður Nýja testamentisins.)
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 15:34
Varðandi hvort það sé "misrétti" að meina karlmanni að giftast karlmanni, ættirðu að lesa greinina Opposition to Gay Marriage is Not Discrimination eftir rabbíann Aryeh Spero (grein sem er svo skýr og klár, um leið og hún er viðráðanlega stór, að einhver þyrfti helzt að þýða hana). Þar geturðu séð stoðirnar hrynja undan þeirri fullyrðingu, að slík hindrun sé misrétti. Viljirðu enn öflugri grein eftir Oxford-akedemíker, get ég vísað á hana líka.
Trúmál eru mikið til umfjöllunar hjá þér í greinum þínum um samkynhneigða og vandræðagang í kringum þá í Bandaríkjunum. Þegar ég undirstrika, að andstaðan við ofréttindakröfur þessa hóps eru ekki jaðarfyrirbæri í kristninni, heldur beinlínis meirihlutastefna þar (og einmitt tengd þeim meginkirkjusamfélögum sem eru fulltrúar órofa vitnisburðar í trúnni, nær 20 alda kenningarhefðar), þá hefur þú ekkert svar við því. Þegar ég ítreka mikilvægi trúnaðar við orð Biblíunnar, reynirðu hins vegar að finna þér undantekningu frá nauðsyn slíks trúnaðar, m.ö.o. til að "sanna", að trúnaður við Biblíuboðskapinn, hvað samkynja kynmök varðar, væri ósamkvæmur öðrum auðsýndum ótrúnaði kristinna manna við biblíulega trú. En dæmin þín tvö sanna ekki neitt. Tökum þau fyrir:
A. Sjálfsfróun kveður þú Biblíuna kalla "glæp" (sem hún gerir ekki), en jafnvel þótt hæpið sé að gera söguna af Ónan (I.Mós.38.4 o.áfr.) að almennu siðaboði um sjálfsfróun (enda er þar fremur um "rofnar samfarir" að ræða, coitus interruptus), þá hefur kirkjuleg siðfræði eðlilega litið á sjálfsfróun sem sjálfsflekkun og þar með synd. Einhver meintur tíðarandi nútímasamfélags getur engu breytt um gildi þess siðferðismats; þótt þú fáir einhvern ungling eða jafnvel einn stakan lútherskan prest í hópi fermingarbarna sinna til að segja sjálfsfróun í lagi, þá er kristin trú sem slík alls ekki komin í neina sjálfsmótsögn með slíkum yfirlýsingum óhlýðninnar.
B. Svo spyrðu, hvort við ættum þá að grýta hórkonur, en byrjar reyndar á því að skilgreina hórkonur of óljóst eða vítt: "þ.e. konur sem voga sér að stunda kynlíf utan hjónabands." Rétta skilgreiningin er hins vegar: konur, sem halda fram hjá eiginmönnum sínum með kynmökum við aðra menn. –– Svar mitt við spurningu þinni er: Við ættum, sem kristnir menn, að taka mark á Kristi og hans guðlega kennivaldi, og ekki dæmdi hann hórseku konuna til dauða (Jóh. 8.3-11). Það gerði kaþólska miðaldakirkjan á Íslandi ekki heldur, þótt sú lútherska gerði það síðar (í ákvæðum Stóradóms, við þriðja hórdómsbrot). Þetta hórdómsdæmi dugar þér því ekki til að rökstyðja nauðsyn þess, að við óvirðum bann Biblíunnar gegn samkynja kynmökum, því að Kristur er Drottinn Ritningarinnar, og sá er grundvöllur kristinnar trúar, ekki Stóradómslöggjöf danskra 16. aldar guðfræðinga.
Segðu mér eitt, Magnús, ertu 100% viss um, að þú berir "fulla virðingu fyrir því að fólk trúi á guð og biblíuna," á meðan þú talar um slíkt fólk sem haldið "heimsku og fáfræði"? (sjá þessa aths. þína, nr. 2, á annarri vefslóð, sólarhring eftir þessi skrif þín).
Mundu svo hitt, rökræðufélagi, að ekki vil ég þú biðjir neinn afsökunar á því, að þér sé mikið niðri fyrir. Ég virði réttlætiskennd þína fullkomlega, skil hana vel miðað við þínar forsendur. Hitt get ég ekki virt, að menn, sem ætla að ræða þessi mál, hirði ekki um að kynna sér það, sem læra þarf um þessi efni, með því að lesa sér til og afla sér upplýsinga. En það er oft þægilegra að húka heima við (þetta "heima" getur hér merkt lokaða "samræðuhefð" vinstrilíberala íslenzkra, allt eins og þjösnatal einhverra hommahatenda) og neita að leggja á sig þá vinnu að rannsaka málefnið verðuglega. Menn telja sig kannski hafa fræðzt heilmikið um þessa hluti, þetta hafi verið "svo oft í umræðunni," en megnið af því er í reynd grunnrist athugun mála, miðluð með fremur lágreistum, endurtekningargjörnum, illa upplýstum blaðamennskuskrifum. Með þeim orðum mínum er ekki lítið gert úr blaðamannshlutverkinu, heldur þessari léttvægu, gjarnan þókknunarmerktu birtingarmynd slíkra yfirborðsskrifa. -- En svik þeirra, sem telja sig fræðimenn og sérfræðinga, eru þó (þegar þau eiga sér stað) sýnu verst.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 15:38
Komdu sæll aftur, og þakka áframhaldandi athugasemdir þínar og svör.
Ég hugsa að ég reyni að svara þér eitthvað ítarlegar seinna - það eru aðrar annir sem kalla. Að sinni hef ég bara tvær athugasemdir: Um pólítíska afstöðu lesenda minna veit ég ekkert, og er alls ekki viss um að ég sé endilega á sömu pólítísku línu og allir lesendur mínir. Við tveir virðumst allavegana vera ósammála um sumt, og þú virðist lesa þetta blogg mitt stöku sinnum! Vissulega hef ég skoðanir á samkynhneigð og persónufrelsi sem margir vinstrimenn hafa - og ég hef einnig áhyggjur af umhverfisvernd - og það eru líka margir vinstrimenn sem hafa áhyggjur af umhverfisvernd. En persónufrelsi og andúð á því að löggjafinn sé að vasast í persónulegu einkalífi fólks er ekki einhvert einkamál "vinstrimanna". Það sama gildir um umhverfisvernd. Varðandi trú og kristni: Ég er alveg sannfærður um að ég beri djúpa virðingu fyrir kristinni trú, en ég þarf ekki þar með að bera virðingu fyrir borðleggjandi heimsku og fordómum. Trúin og almættið er eitt, mennirnir sem þykjast vera fulltrúar þess annað. Ég hef töluvert fylgst með umræðu um "trúmál", eða dægurmál og stjórnmál sem "trúaðir" Bandaríkjamen og megakirkjuprestar þeirra hafa verið að skipta sér af, og leyfi mér, hik- og kinnroðalaust að segja að sú umræða ber oftar en ekki vitni um mjög djúpstæða heimsku og varhugaverða fordóma. Oftar en ekki hafa lýðskrumarar repúblíkana veifað trú sinni til þess að dreifa athygli fólks frá glæpum sínum - gott dæmi er Tom DeLay, sem gat ekki hætt að tala um náðargjöf sína og ást á guði eftir að upp komst um stórfelld lögbrot og fjársvik. Í öðrum tilfellum mæta þessi fífl til þess að úttala sig um mikilvægi trúarinnar, og heimta að boðorðin tíu séu á öllum veggjum allstaðar - gott dæmi er Lynn Westmoreland, sem mundi ekki boðorðin tíu, þó hefði ítrekað krafist þess að þau væru höfð til sýnis í þinghúsum og dómshúsum. Westmoreland mundi ekki einu sinni að eitt af boðorðunum væri að maður ætti ekki aðra guði að hafa! Ég get ekki borið mjög mikla virðingu fyrir svoleiðis fólki!
Varðandi samkynhneigð: Ég segi, og stend við, að samkynhneigð sé óaðskiljanlegur partur af mannlegu eðli.
FreedomFries, 11.12.2006 kl. 16:54
Ekki partur af þínu eðli, Magnús minn (eða hvað?), né um 97,8% fólks, svo að þetta getur ekki verið partur af mannlegu eðli í sjálfu sér eða sem slíku, sem þýðir í raun, að það er ekki partur af mannlegu eðli og heldur ekki partur af sköpunarvilja Guðs með manninn sem manneskju. Þetta er eitthvað sem bætist við, eftir að mannlegt eðli er orðið til. Get rætt það seinna, það er komið fram á ókristilegan tíma sólarhrings, en þakka þér svarið (sem er auðvitað ekki nema í mesta lagi tæplega hálft og snertir ekki mínar eiginlegri meginröksemdir), og við getum enn átt orðastað um þessi mál. Með fullri virðingu áfram og góðri kveðju til míns orðræðu-félaga, JVJ.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.