mið. 15.11.2006
Fleir frambjóðendur "Hip Hoppin" to election: frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Louisiana Lee Horn og Lil'Nuke
Rapptónlist og stjórnmál virðast ekki fara mjög vel saman. Fyrir kosningarnar um daginn reyndi Michael Steele, frambjóðandi repúblíkana til öldungadeildarinnar í Maryland að höfða til ungs og "bræðra" sinna með því að lýsa sjálfum sér á Facebook síðu sinni með þessum orðum: "About Me: Im hip hoppin my way to the United States Senate! Þar með þóttist Steele vera orðinn mjög down with it og hafa sannað fyrir öllum að hann væri sko alveg með á nótunum. Eins og Santorum, sem vildi veiða atkvæði róle-play narða (nörður, um nörð, frá nerði til narðar - ekki það ekki rétt málfræði?!) með því að tala um auga Mordor og Hobbita.
En það eru ekki bara vonlausir og clueless frambjóðendur Repúblíkana sem sjá fyrir sér að það sé hægt að höfða til unga fólksins með því að slá um sig með dægurmenningu. Lee Horn, sem er frambjóðandi frjálshyggjuflokksins til fylkisstjóra Louisiana er nefnilega líka hip-hoppin to office. Lil'Nuke, sem er lókal rappari hefur samið kosninga-athem fyrir mr. Lee Horne. Það er hægt að hlusta á lagið á heimasíðu The Libertarian Party. Myndbandið er ekki sérstaklega gott, en viðlagið frekar catchy: "we need to make a stand, and vote libertarian, this is the things we need to stand on, so make a stand in your life and vote for Leehorn", og svo erum við kvött til þess að "prófa eitthvað nýtt", þ.e. kjósa mr Lee Horn. Mr Lee Horn er hálf álkulegur í fylgd með Lil'Nuke og "his homies".
Myndin að ofan er af mr Horn, ásamt ónefndri konu og er á heimasíðu hans: Mr. Lee Horn, sem er er greinilega a ladies man!
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.