Repúblíkanaflokkurinn teflir ekki fram einum, heldur tveimur mönnum sem eru sakaðir um að reyna að kyrkja konur!

Sweeney í partýgír.jpg

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég um Don Sherwood, "the Pennsylvania Strangler", en Sherwood á nú í stökustu vandræðum vegna þess að upp komst að fyrrverandi hjákona hans kærði hann fyrir að hafa reynt að kyrkja sig. Sherwood birtist svo í sjónvarpsauglýsingu þar sem hann grátbað kjósendur að fyrirgefa sér að hafa brugðist trausti þeirra, því hann væri nú samt góður fjölskyldumaður, svona fyrir utan að hafa áhuga á framjáhaldi og ofbeldi.

En nú kemur í ljós að Sherwood er ekki eini þingmaður Repúblíkana sem er ásakaður um að kyrkja konur. John Sweeney, einn þingmanna flokksins fyrir New York fylki, hefur nefnilega líka lent í útistöðum við lögin eftir að hafa verið óþarflega harðhentur. Að vísu er hann meiri fjölskyldumaður en Sherwood - Sweeney fannst nefnilega rétt að halda ofbeldinu innan fjölskyldunnar. Það er hægt að lesa lögregluskýrsluna hér. Samkvæmt The Albany Times Union var lögreglan kölluð heim til Sweeney eftir að kvenmaður hringdi í 911:

The wife of U.S. Rep. John Sweeney called police last December to complain her husband was "knocking her around'' during a late-night argument at the couple's home, according to a document obtained last week by the Times Union. ...

Gaia M. Sweeney, 36, told a trooper that her husband had grabbed her by the neck and was pushing her around the house, according to the document

En svo róaðist frú Sweeney eitthvað og sagði lögreglunni að þetta hefði nú sennilega bara verið einhverskonar leikur, eða grín, þó hún hefði ekki fattað það meðan á stóð. John væri bæði skapheitur og ástríðufullur, en hinn indælasti maður... Kosningaskrifstofa Sweeney, sem er mönnuð fólki sem ekki kann stafsetningu, var líka fljót að bjóða upp á sína eigin skýringu: 

"This barley (sic) legible document that is currently being circulated is a piece of campaign propaganda in the continued smear campaign against Congressman John Sweeney and his family. It is not authentic. It is false and it is a concoction by our opposition.''

En þó Sweeney segi skýrsluna vera einhverskonar kosningaáróður staðfestir lögreglan innihald hennar. Sweeney er vel þekktur meðal repúblíkana í New York, og hefur fram til þessa verið frekar vel liðinn. Hann er meira að segja svo vel liðinn og þykir svo mikill stuðbolti að hann mætir óboðinn í partý hjá tæplega tvítugum háskólanemum þar sem hann heldur uppi fjörinu! Í Apríl varð nefnilega uppi fótur og fit þegar Sweeney, sem er um fertugt, mætti áberandi drukkinn í "frat partý" þar sem hann fór að "ræða stjórnmál" við unglingana. Albany Times Union talaði við gesti sem lýstu þingmanninum:

"[Sweeney was] acting openly intoxicated", "very loud and cursing," og "slurring his words while trying to discuss policy with the students". "If anyone from his district was there, they wouldn’t vote for him"

Ljósmyndi að ofan er af Sweeny í góðum gír. Skrifstofa hans gaf svo út eftirfarandi yfirlýsingu til að útskýra hvað maðurinn hefði verið að gera:

"As a committed representative of the people throughout the area where he lives and works, he enjoyed the discussion he shared with the students from Union College. (Sweeney) was impressed with the energy and enthusiasm displayed by the students - particularly on a Friday evening."

Sweeney er augljóslega hinn yndislegasti maður.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurðsson

Kerry hefur beðist afsökunar á ummælunum um menntun hermanna í Írak.

Var að velta því fyrir mér hvort þar kristallaðist munurinn á Demókrötum og RepúbliKönum?

Hefur GWB einhvertíma beðist afsökunar á nokkrum sköpuðum hlut? 

Jens Sigurðsson, 2.11.2006 kl. 01:08

2 Smámynd: FreedomFries

Ég bara veit ekki hvort W hefur nokkurntímann beðist afsökunar á neinu, almennilega, þ.e. Og auðvitað kristallast í því helsti veikleiki núverandi valdhafa: þeir skilja ekki að þeir geti gert eða sagt neitt rangt. En Kerry hefði átt að fatta fyrr að þetta var vondur brandari! Repúblíkanarnir hafa líka tekið þessum asnalega brandara eins og hverri annarri himnasendingu - þeir eru búnir að vera "all over it" í dag og í gær, og vona að þeir geti gert úr þessu einhverskonar aðalmál kosninganna.

FreedomFries, 2.11.2006 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband