þri. 31.10.2006
"Macaca" Allen: skyrpir á konur, var handtekinn, og hefur menn í vinnu við að lemja bloggara
Það er langt síðan ég hef skrifað nokkuð um George "the Mysterious Macaca" Allen. Ástæðan er sú að Macaca hefur haft hljótt um sig seinasta mánuðinn. Eftir að frambjóðandinn hafði úttalað sig um júða, surti og svínalundir ákváð kosningastjóri öldungadeildarþingmannsins að biðja hann að "zip it", og hafa sig hægan. Svona fram að kosningum, í það minnsta. Washington Post greindi frá því fyrir um tveimur vikum að séð yrði til þess að Allen myndi ekki segja neitt meira óviðeigandi:
[Allen] has turned to some of his longtime advisers, who have concluded that if Allen simply doesn't talk to the media, he can't make any more of those mistakes.
Þetta er helvíti klókt plan, og virtist líka ætla að virka. Og það besta var að meðan Allen neitaði að tjá sig gat hann forðast að segja nokkuð um ásakanir um 1) að hann hafi verið handtekinn sem unglingur - og enginn veit fyrir hvað, og 2) að hann hafi hrækt á fyrstu eiginkonu sína, og almennt hegðað sér eins og andstyggilegur ruddi.
Lögregluskýrslur um handtöku Allen eru horfnar, svo það veit enginn hvort Macaca hafi verið handtekinn fyrir ógreiddar stöðumælasektir eða að leiða lynchmobs og kveikja í krossum. Það sama gildir um aðdraganda skilnaðar hans og fyrrverandi frú Macaca. Skilnaðarpappírarnir eru innsiglaðir, og þó það gangi allskonar orðrómar um framkomu Allen hefur hann verið ófáanlegur til að leyfa aðgang að þessum pappírum svo alþjóð fái að vita í eitt skipti fyrir öll hversu andstyggilegur hann raunverulega sé.
Allen hefur sjálfur gefið í skyn að hann hafi lenti í útistöðum við lögin því hann hafi gleymt að sækja um veiðileyfi, en hann hefur enn ekki gefið út neina opinbera yfirlýsingu. Og það finnst öllum mjög grunsamlegt. Washington Post gróf upp sannanir um almenna glæpahneigð Allen, sem virðist hafa verið mesti vandræðaunglingur: hann á meðal annars að hafa stolið reiðhjóli og krotað á veggi.
Það má vel vera að glæpir Allen séu ekki svo alvarlegir. En bloggarar og stjórnmálaskýrendur vilja fá skýringar á dónaskapnum, og botn í það hvort ásakanir um að hann hafi hrækt á fyrrverandi eiginkonu sína séu réttar. Þetta þykir sérstaklega mikilvægt því meðan rétt fimmtungur kjósenda á reiðhjól, er fullur helmingur þeirra konur. Sérstaklega þar sem svo virðist sem Allen sé compulsive skyrpari: Á Daily Kos var svo færsla þar sem sagðar eru sögur af því að Allen fari almennt um og hræki og skyrpi á fólk sem sér líki ekki...
Nýjasti kafli Macaca-gate er svo að einhver liberal bloggari mætti á fund sem Allen boðaði í Charlottesville í Virginíu, var með uppistand og heimtaði að Allen útskýrði mál sitt:
As Senator Allen was exiting a ballroom, coming to talk to the media, a protestor started yelling and asking, "Why did you spit on your first wife?". He wasn't able to get near the senator as he was tackled by three men wearing Allen stickers, presumed to be staffers. He was pushed and manhandled and ended up on the floor, near windows at the Omni.
Daily Kos segir frá þessari viðureign - og aðrir "liberal" bloggarar í Bandaríkjunum hafa skemmt sér konunglega, því það var orðið langt síðan Allen gerði eitthvað fréttnæmt. Það er hægt að sjá upptöku af viðureigninni hér. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Webb rétt 4% forskot á Allen. Það er rétt mögulegt að Macaca nái ekki á þing í haust!
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Macaca | Breytt 1.11.2006 kl. 23:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.