mán. 30.10.2006
Fyrstu fréttirnar af kosningavélum sem flytja atkvæði frá demokrötum til repúblíkana
Frá Flórída auðvitað! Kjósendur sem hafa reynt að kjósa demokrata utan kjörfundar hafa ítrekað lent í því að rafrænar kosningavélar tilkynni þeim að þeir hafi kosið frambjóðanda repúblíkana:
Debra A. Reed voted with her boss on Wednesday at African-American Research Library and Cultural Center near Fort Lauderdale. Her vote went smoothly, but boss Gary Rudolf called her over to look at what was happening on his machine. He touched the screen for gubernatorial candidate Jim Davis, a Democrat, but the review screen repeatedly registered the Republican, Charlie Crist.
That's exactly the kind of problem that sends conspiracy theorists into high gear -- especially in South Florida, where a history of problems at the polls have made voters particularly skittish
A poll worker then helped Rudolf, but it took three tries to get it right, Reed said.
Þetta eiga eftir að verða skemmtilegar kosningar! Kannski er það þetta sem Katherine Harris átti við þegar hún hélt því fram að hún væri örugg um að vinna kosninguna, því guð myndi sjá til þess að kjósendur færu ekki að velja trúlausa syndaseli í öldungadeildina?
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir einum 15-20 árum kaus ég eitt sinn utankjörstaðar í Reykjavík, fékk kjörseðil og var vísað inn í box. Þar voru stimplar með listabókstöfum. Ég skoðaði þá alla og einn stóð á sér - stimpillinn með G fyrir Alþýðubandalagið! Ég tók það að mér óbeðinn að laga hann.
Matthías (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 22:48
MEð því þá að setja annan bókstaf ?
Þorsteinn (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 08:43
Ég hef aldrei skilið af hverju það er ekki hægt að láta pappírsmiða og blýantsstubba nægja. Ég man reyndar ekki eftir að hafa kosið með stimplum. Er kosið með stimplum einhversstaðar núna?
FreedomFries, 31.10.2006 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.