Bush notar aldrei tölvupóst, en finnst gaman að "googla": "like, I kind of like to look at the ranch on Google"

Bush að tölva.jpg

Forsetinn var spurður að því í viðtali við CNBC hvort hann hefði einhverntímann notað Google. Bush lýsti því yfir að hann hafi ekki mikið vit á tölvum, og sér væri eiginlega frekar ílla við þær, af því að þær eru fullar af allskonar "tölvupósti" sem fólk vilji að hann lesi. Það sama gildir hins vegar ekki um Google - því það sé nefnilega stórskemmtilegt að googla.

"One of the things I’ve used on the Google is to pull up maps. It’s very interesting to see that. I forgot the name of the program, but you get the satellite and you can — like, I kind of like to look at the ranch on Google, reminds me of where I want to be sometimes. Yeah, I do it some."

Aumingja Bush, situr einn í skrifstofunni sinni meðan Cheney, Rumsfeld og Rove eru uppteknir við að stjórna landinu, og googlar kort og gerfihnattamyndir af búgarðinum sínum. En það er þó gott að hann skuli ekki vera búinn að læra á afganginn af "the worldwide intertubes", því í þeim er margt fleira en draumórar um búgarða:

"I tend not to email or — not only tend not to email, I don’t email, because of the different record requests that can happen to a president. I don’t want to receive emails because, you know, there’s no telling what somebody’s email may — it would show up as, you know, a part of some kind of a story, and I wouldn’t be able to say, "Well, I didn’t read the email." "But I sent it to your address, how can you say you didn’t?" So, in other words, I’m very cautious about emailing."

Hvaða póstur nákvæmlega er það sem Bush er hræddur við að fá sendan? Hverskonar bissness eru Bush og aðstoðarmenn hans að reka sem gerir forsetann hræddan við að fá póst?! Maðurinn er of hræddur um að skilja eftir sig "a paper trail" og er svo upptekinn af því að vernda það sem heitir "plausible deniability" til að hann geti notað tölvupóst! En það er gott að Bush og félagar virðast geta lært af sögunni: Nixon lét taka upp allt sem fram fór á forsetaskrifstofunni. Bush er varkárari.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband