fim. 19.10.2006
Conrad Burns ætlar ekki að kjafta frá "leyniplani" Bush til að vinna stríðið í Írak...
Conrad Burns, sem er lesendum Freedom Fries að góðu kunnur fyrir uppljóstranir um ægilega andlitslausa Al-Qaeda morðhunda sem þykjast vera saklausir leigubílstjórar á daginn, ljóstraði því upp í fyrradag að hann og Bush væru með topp secret leynilega áætlun til að vinna stríðið í Írak. Og ekki nóg með það, hann og Bush ætluðu sko ekki að segja neinum hvaða frábæra plan þeir væru með, því að Demokratarnir eru allir óttalegar kjaftaskjóður, og myndi hlaupa beint til terroristanna og blaðra öllu!
Burns fór á kostum í kappræðum gegn frambjóðanda demokrata, Jon Tester. Burns reyndi að mála andstæðing sinn sem heigul sem vildi flýja af hólmi í Írak:
"We cant lose in Iraq ... The consequences of losing is too great. ... I said weve got to win ... He wants us to pull out. He wants everyone to know our plan. Thats not smart."
"He says our president dont have a plan. I think hes got one. Hes not going to tell everyone in the world."
Þegar hér var komið sögu voru áhorfendur farnir að hlæja! Það er hægt að horfa á vídeóupptöku af hluta viðureignarinnar hjá Think Progress. Það lítur reyndar út fyrir að Burns hafi haldið að áhorfendur væru að hlæja með sér, en ekki að sér, og því ákvað hann að halda áfram:
Were not going to tell you what our plan is, Jon, because youre just going to go out and blow it.
Eftir kappræðurnar bentu starfsmenn Jon Tester á að "leyniplan" Burns minnti óneitanlega á "leyniplan" Nixon til að enda Víetnamstríðið, en það leyniplan fólst aðallega í að hafa ekkert plan, láta hernum blæða aðeins meira út, og gefast svo upp með skömm... Starfsmenn Burns reyndu hins vegar að bjarga því sem bjargað yrði:
The Burns campaign spokesman Jason Klindt, however, said there is no secret plan. President Bush has said from the start that he wants to empower Iraqis to govern their own country.
Samkvæmt nýjustu könnunum er Burns nokkurnveginn öruggur um að tapa, en ástæðan er ekki sú að það vanti augljóslega nokkrar blaðsíður í Burns. Burns hefur nefnilega verið ásakaður um að hafa haft náin tengsl við Jack Abramoff.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: ímyndunarveiki, Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.