fös. 13.10.2006
Yfirlit yfir uppspuna og afsakanir Republíkanaflokksins í tengslum við Foley-skandalinn
Það er erfitt að hafa yfirsyn yfir allar þær undarlegu afsakanir og skýringar sem talsmenn Repúblíkana, og stuðningsmenn þeirra í allskonar "trúarhreyfingum" á borð við Focus on the Family og Family Research Council, hafa fundið upp til þess að slá ryki í augu kjósenda. Media Matters hefur því tekið saman lista yfir þessar afsakanir allar, ásamt tilvísunum í heimilir, og hrekur svo allar þessar afsakanir. (Þ.e. þær sem ástæða er til að hrekja!):
- Skandallinn var búinn til í höfuðstöðvum Demokrataflokksins
- Hastert vissi ekkert um athæfi Foley fyrr en 29 September
- Tölvupóstur sem leiðtogar Repúblíkana höfðu séð var ekkert meira en "overly friendly"
- Skandallinn mun ekki hafa nein áhrif á kjósendur, og mun ekki hafa nein áhrif á úrslit kosninganna
- Hastert og leiðtogar Republíkana neyddu Foley til að segja af sér um leið og þeir komust a snoðir um tölvupóstana og IM skrifin
- Samkynhneigðir karlmenn eru öðrum líklegri til að misnota börn kynferðislega
- Fréttir þess efnis að skrifstofa Hastert hafi verið vöruð við athæfi Foley fyrir 2005 séu lýgi
- Hastert "tók fulla ábyrgð" á skandalnum
- Íhaldssamir og kristnir kjósendur eru sjokkeraðari en aðrir kjósendur (þ.e. aðrir kjósendur [les demokratar] hafa ekki áhyggjur af því að þingmenn falist eftir kynlífi með ungmennum...)
- Þegar leiðtogar flokksins fréttu af tölvupóstsendingum Foley kröfðust þeir þess af honum að hann kæmi ekki nærri sumarstarfsmönnunum
- CREW [Citizens for Responsibility and Ethics in Washington] - sem hafði fengið afrit af tölvupóstsendingum Foley - framsendi þá ekki til FBI eða annarra yfirvalda, og hélt þannig hlífiskyldi yfir Foley.
- "Hommamafían" í Washington vissi allt um Foley og hélt hlífiskyldi yfir honum.
Í viðbót við þessar skýringar sem republíkanar hafa boðið eru svo tilraunir Fox til þess að láta líta svo út að Foley sé raunverulega demokrati...
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Siðgæði, Fox News | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.