New York Times birti í morgun grein þar sem fjallað er um furðulegan lið í fjárlögum þessa árs - nefnilega 20 milljón dollara sem verja á til hátíðarhalda í Washington - "for commemoration of success" í Írak og Afghanistan. Og þar sem ekki tókst að eyða peningunum í ár, hefur liðurinn verið færður til næsta árs.
The original legislation empowered the president to designate a day of celebration to commemorate the success of the armed forces in Afghanistan and Iraq, and to issue a proclamation calling on the people of the United States to observe that day with appropriate ceremonies and activities.
Þetta finnst demokrötum auðvitað mjög sérkennilegt, og benda á að ef forsetinn hefði eytt örlítið minni tíma í að planleggja "Mission Accomplished" hátíðarhöld, væri betur komið fyrir bandaríkjunum og Írökum,
If the Bush administration had spent more time planning for the postwar occupation of Iraq, and less time planning mission accomplished victory celebrations, America would be closer to finishing the job in Iraq, said Rebecca M. Kirszner, communications director for Senator Harry Reid of Nevada, the Democratic leader.
En það verður að segjast republikönum til varnar að þeir hafa verið að "hugsa utan kassans" undanfarna daga - samanber hugmyndir Bill Frist um að það sé líklega best að leyfa talíbönunum að stjórna Afghanistan.
"the people that call themselves the taliban... You need to bring them into a more transparent type of government... And if that's accomplished, we'll be successful."
Af orðum Frist að skilja myndi það að koma talíbönunum aftur til valda teljast sem "success" og þá væri væntanlega hægt að halda hátíðleg "the success of the armed forces in Afghanistan". En demokratar vilja ekki leyfa hernum að vera "successful" og hlupu upp til handa og fóta og ásökuðu Frist um að hafa gefist upp, og vera fylgjandi "cut and run" strategíu.
Phil Singer, spokesman for the Democratic Senatorial Campaign Committee, said, "Doctors are supposed to wear the white coat, not wave the white flag. Dr. Frist's proposal to surrender to the Taliban ignores the fact that they enabled the 9/11 hijackers, give safe haven to al-Qaida and remain hell-bent on destroying Western civilization."
En samkvæmt talsmanni Frist á hann alls ekkert að hafa sagt um talíbanana - hann hafi verið að tala um mikilvægi þess að "Afghan tribesmen" "often targeted by Taliban recruitment" hefðu sæti í stjórn landsins. En það er ekki það sama og "the people who call themselves the Taliban" - og það er eiginlega alveg sama hvernig Frist snýr þessum undarlegu ummælum sínum, eftir stendur að forystumenn republikanaflokksins trúa því ekki að það sé hægt að vinna stríðið í Afghanistan.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, lönd sem heita "stan" | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.