Anti Defamation League skerst í leikinn Borat-Kasakstan deilunni: "Borat er dóni, og segir ljóta hluti"

Borat White House.jpg

Bandarísk blogg hafa verið að fjalla um þrjá hluti undanfarna tvo daga: 1) Macaca, 2) Foley, 3) Borat. Og fyrir vikið höfum við öll gleymt NIE skýrslunni - en það er nógur tími fram að kosningum til að velta því fyrir sér utanríkisstefna bandaríkjastjórnar og hversu hörmulega mislukkuð, og næstum fyndin hún er, þ.e. ef hún kostaði ekki milljarða í almannafé, og þúsundir mannslífa. Og svo eru það auðvitað fréttir af tengslum Karl Rove og Abramoff.

En svoleiðis alvörufréttir eru frekar depressing - og þessvegna hef ég hugsað mér að halda mig við Borat og Macaca í bili. Og það er af nógu að taka!

The Anti Defamation League, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með andsemítisma og árásum á gyðinga hefur séð ástæðu til þess að útskýra það fyrir Bandaríkjamönnum að Kasakstanski blaðamaðurinn Borat sé bara grín - hann sé EKKI TIL Í ALVÖRUNNI, og því engin ástæða til að vera að taka skoðanir hans á gyðingum of alvarlega. (Samkvæmt Borat ætti að skjóta gyðinga, því þeir eru vondir, með stór nef, gráðugir og almennt til ama). En ADL telur samt ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því hversu dónalegur Borat sé, og svo sé voða voða ljótt að gera grín að Kakakstan. ADL telur sig nefnilega líka vita hverngi best sé að gera grín: "It would have been better to have used a mythological country". Reyndar eru kaflar í fréttatilkynningu ADL sem eru frekar fyndnir:

"When approaching this film, one has to understand that there is absolutely no intent on the part of the filmmakers to offend, and no malevolence on the part of Sacha Baron Cohen, who is himself proudly Jewish. We hope that everyone who chooses to see the film understands Mr. Cohen's comedic technique, which is to use humor to unmask the absurd and irrational side of anti- Semitism and other phobias born of ignorance and fear.

"We are concerned, however, that one serious pitfall is that the audience may not always be sophisticated enough to get the joke, and that some may even find it reinforcing their bigotry.

"While Mr. Cohen's brand of humor may be tasteless and even offensive to some, we understand that the intent is to dash stereotypes, not to perpetuate them. It is our hope that everyone in the audience will come away with an understanding that some types of comedy that work well on screen do not necessarily translate well in the real world - especially when attempted on others through retelling or mimicry.

"It is unfortunate that Mr. Cohen chose to make jokes at the expense of Kazakhstan. It would have been better to have used a mythological country, rather than focus on a specific nation."

Fréttatilkynningu ADL má sjá hér. Reyndar held ég að flestir Bandaríkjamenn hefðu staðið í þeirri meiningu að Kasakstan væri "mythological made up country" - þ.e. ef landkynningarráðuneyti Kasakstan hefði ekki farið að draga athygli allra að því að Kasaktstan væri í alvörunni alvöru land.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Auðvitað talar DrugeReport um að Clinton hafi vogað sér að svara hálfitunum á Fox - maðurinn var ambushed með þetta fáránlega "9/11 er Clinton að kenna" - viðtalið átti að fjalla um mannúðarstarf forsetans. Ég horfði á þetta og fannst Clinton koma vel út - hann stóð á sínu, sem demokratarnir gera alltof sjaldan. Hver yrði ekki reiður ef hann sæti undir fölskum ásökunum frá mönnum sem hann, og allir vitibornir mennn, vissu að væru hálfvitar! Við svoleiðis aðstæður hljóta menn að standa upp á afturfæturna. Clinton er sem betur fer með bein í nefinu. Fox og vinir hafa, eins og allir "bullies" hins vegar vanist því að þeir fái að vaða yfir allt og alla. Þegar einhver stendur upp og stendur á sínu fara þeir auðvitað í hnút og tala um "outburst" etc.

Reyndar er Abramoff - Rove skandallinn ennþá á skjánum, og ég spái því að þegar mesta fjaðrafokið af Foley hneykslinu deyr niður í þessari viku muni Rove Abramoff, og NIE skýrslan verða aðal umræðuefnin. Demokratarnir munu gera stórmál úr því að flokksforystan hafi hylmt yfir Foley, en ég held ekki að þeir missi sjónir á hinu.

Það er líka spurning hvort við þurfum nokkuð að rugga bátnum, republikanarnir virðast fullfærir um að hvolfa honum sjálfir! En persónulega finnst mér Borat skemmtilegri!

FreedomFries, 2.10.2006 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband