Htinar í kolunum í Kazakstan - Borat deilunni

borat.jpg

Þetta Borat-Kasakstan mál hefur vitaskuld alls ekkert með bandarísk samfélags- eða stjórnmál að gera, nema kannski að Kasakstan er svo annt um hvað bandaríkjamönnum finnst um sig og sitt fallega land, að landkynningarráðuneytið hefur keypt upp heilar FJÓRAR blaðsíður af New York Times í dag til þess að auglýsa ágæti og fegurð landsins, gáfur og glæsileik þjóðarinnar, og mikilfengleik sögu og menningar. (Auglýsingarnar eru ekki aðgengilegar á netinu, því miður.) Allt vegna þess að forsprakkar Kasaka óttast hvað bandarískum kvikmyndahúsagestum muni finnast um Kasakstan eftir að hafa séð nýju Borat-myndina.

The costly ad supplement, which appears in the middle of the Times' first section, makes no mention of Borat or the movie. The government has also produced ads to be shown on U.S. television.

Reyndar finnst mér ólíklegt að margir af lesendum NYT hefðu farið að sjá Borat í bíó. Sérstaklega ef kasakstanska Áróðurs- og föðurlandsástarráðuneytið hefði ekki farið að draga athygli allra að þessari kvikmynd, því hvað á maður að halda, þegar morgunblaðið manns er alltíeinum með tveggja opnu auglýsingu frá einhverju landi sem maður var búinn að gleyma að væri til? Meðalbandaríkjamaðurinn hefur sennilega jafn litla hugmynd um hvar Kasakstan er á kortinu og Burkina Faso (sem ég hef svosem sjálfur enga hugmynd um hvar er, einhverstaðar fyrir sunnan miðbaug, sennilega?). Ég hugsa að Sasha Baron Cohen hefði ekki getað óskað sér betri auglýsingu.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurðsson

Borat er æði ...en ég ætlaði að benda þér á að vinir þínir í GOP eru að mæta á svæðið ´08:

http://newsblogs.chicagotribune.com/news_theswamp/2006/09/gop_in_08_twin_.html

Jens Sigurðsson, 27.9.2006 kl. 21:09

2 Smámynd: FreedomFries

Ég veit! Ég veit samt ekki alveg hvað mér á að finnast. Fylkið hefur hægt og bítandi verið að færast til hægri, og þeir eru að veðja á að það haldi áfram, sem er sennilega klókt. Verst að ég verð fluttur til Íslands 2008 - og missi af þessu.

Magnús

FreedomFries, 27.9.2006 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband