Í gær (tímamunurinn, sko) skrifaði færslu ég um sjónvarpskappræður Rick "Santorum" við ímyndaðan frambjóðanda - og í morgun rakst ég svo á fréttir af nýrri skoðanakönnun sem sýnir að Santorum sé nokkuð öruggur um að tapa í nóvember - hann er nú heilum 14% prósentustigum á eftir Casey, frambjóðanda demokrata. 40% kjósenda ætla að kjósa Santorum, 54% Casey, afgangurinn er enn óákveðinn.
Þessi kosningabarátta Casey og Santorum er sennilega (ásamt viðureign Sen. Macaca og Webb í Virginíu) áhugaverðasta kosningabarátta haustsins. Santorum er nefnilega einn af íhaldsömustu og sannkristnustu öldungardeildarþingmönnum Republikana. Ásamt Bill Frist var hann einn af forsprökkunum í baráttunni fyrir því að koma í veg fyrir að eiginmaður Terri Schiavo fengi að framfylgja óskum hennar um að deyja með reisn, hann hefur leitt baráttuna gegn réttindum samkynhneigðra, og yfirleitt gengið framfyrir skjöldu í að verja stjórnlausan vöxt ríkisvaldsins undir handleiðslu Bush stjórnarinnar.
Ef Santorum hverfur úr þinginu hafa sæmilega hógværir, skynsamir republikanar, þ.e. sá armur flokksins sem er "reality based", meiri séns á að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar. Það er löngu kominn tími til að afturhalds og "faith based" armar flokksins, sem hafa undanfarin fimm til sex ár stjórnað landinu, séu minntir á að þeir þiggi ekki vald sitt og embætti frá guði, og að þeir séu, þrátt fyrir allt, ábyrgir gagnvart kjósendum - öllum kjósendum, ekki bara þeim sem fara í kirkju alla sunnudagsmorgna.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.