fim. 2.8.2007
I-35 W yfir Mississippifljót í miðbæ Minneapolis hrynur
Interstate Highway 35 W, sem liggur frá Laredo í Texas alla leið til Duluth í Minesota. (Bandaríska þjóðvegakerfið virkar þannig að allar hraðbrautir með oddatölum eru norður-suður og allar hraðbrautir með sléttum tölum eru austur-vestur). 35 W er ein allra mikilvægasta umferðaræð Minneapolis, og brúin sem hrundi ein fjölfarnasta brú borgarinnar. 35 W liggur vestan við háskólasvæði Minesotaháskóla, U of M, enda var hálft háskólasamfélagið komið út á götu til að fylgjast með björgunaraðgerðum. Sömu leiðis var allt lögreglulið borgarinnar, björgunarsveitir og slökkviliðsmenn á vettvangi. Lögreglan hafði lokað öllum götum í nágrenninu, og var hægt og bítandi að smala áhorfendum lengra frá slysstað.
Nokkrir framtakssamir háskólanemar höfðu borið út vatnstanka og voru að bjóða viðstöddum vatn að drekka - enda hitinn og rakinn nærri óbærilegur. Hverfið sitt hvorum megin við hraðbrautina, er aðallega, ef ekki alfarið, byggt háskólanemum.
Almenningur var beðinn um að nota ekki þráðlausa síma, því álagið á símkerfið var víst það mikið fyrst eftir slysið að símtöl komust ekki í gegn - mér sýndist reyndar nokkurnveginn önnur hver manneskja á slysstað vera að tala í símann, mér heyrðist allir vera að taka þátt í sama símtalinu: Yeah, the I-35, it just collapsed, Im right here on campus.... Viðstaddir virtust ekki trúa eigin augum, því brúin er í um 20 metra hæð yfir ánni, hálfur kílómetri að lengd, og virðist hafa hrunið öll í heild sinni ofan í ána. Við komumst að göngubrú sem liggur milli Austur og Vesturbakka Háskólans, þaðan sem var gott útsýni yfir slysstað - leifar af brúnni lágu í vatninu, nokkrir bílar voru sýnilegir og nokkrir í vibót lágu innan um brotajárn og steinsteypubrot á sitt hvorum bakkanum. Fjöldinn allur af lögreglu og björgunarbátum voru að ferja björgunarsveitir upp að brúni, eða voru að sigla í hringi á ánni.
Afgangurinn á nýjum heimkynnum freedomfries á Eyjunni...
Brú yfir Mississippi hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.