Hvað verður nú um demokrataflokkinn?

Síðan ljóst var að Joe Lieberman myndi tapa fyrir Ned Lamont hafa hægrimenn keppst við að lýsa því yfir að demokratar væri svo gott sem dauðadæmdir ef þeir kæmu Senator Loserman ekki aftur á þing. Hægriblogg, alvöru stjórnmálaskýrendur og sömuleiðis starfsmenn Fox-news, virðast sammála um að þetta hafi ekki bara verið pólítískur afleikur hjá demokrötum, heldur hafi þeir einhvernveginn svikið bandarísku þjóðina - flokkurinn hafi með þessu fjarlægst 'the heartland' - og alemmenning.

Ég verð að viðurkenna að ég skil þessa röksemdafærslu bara alls ekki. Reyndar á ég mjög erfitt með að skilja alla þessa umræðu.

Í fyrsta lagi skil ég ekki að Fox news, hægriblogg og republikanar hafi haldið að stuðningur þeirra myndi hjálpa Lieberman að vinna kosningar gegn Lamont. Það eitt bendir til mjög djúpstæðrar veruleikafirringar! Ætli það hefði hjálpað McCain í forkosningunum fyrir seinustu forsetakosningar að MoveOn.org eða Howard Dean hefðu lýst yfir stuðningi við McCain? Af hverju ætti það þá að vera endorsement fyrir Lieberman að fá stuðning frá hægribloggurum eins og The Captains Quarters? Sennilega ekki. Það hjálpaði sennilega fátt Lamont meira en að republikanar skyldu hafa komið Lieberman til hjálpar.

Í öðru lagi skil ég ekki hvernig hægribloggurum yfirsést að það voru demokatar sem voru að kjósa um frambjóðanda demokrataflokksins. Og þá finnst mér mjög eðlilegt að demokratar vilji kjósa frambjóðanda sem endurspeglar vilja meirihluta demokrata - og setji spurningarmerki við frambjóðendur sem hafa gert það að pólítík sinni að fylgja stefnu annars stjórmálaflokks - sérstaklega þegar kemur að mikilvægum prinsipp málum, málum sem flest ef ekki allt, fólk hefur skoðanir á, eins og stríðið í Írak! Auðvitað var Lieberman ekki eini demokratinn sem studdi stríðið, og auðvitað hefur hann ekki verið eini demokratinn sem hefur stutt Bush-stjórnina í mörgum controversial málum. Lieberman hefur hins vegar fengið meiri athygli en flest allir aðrir 'aisle-crossing' demokratar - og hann hefur, þrátt fyrir að kjósendur í hans eigin heimafylki séu honum ósammála - neitað að skipta um skoðun.

Og þetta er eiginlega punktur þrjú: Lieberman gefur sig út fyrir að vera prinsippmaður, svona eins og forsetinn, maður sem skiptir ekki um skoðun eftir að hann hefur tekið hana, alveg sama hversu augljóslega vond þessi skoðun er! Og ég held að það sé enginn með fullu viti sem reyni lengur að halda því fram að stríðið í Írak hafi verið hið besta mál. Meira að segja forsetinn hefur viðurkennt að 'mistök hafi verið gerð'. Það er allt í lagi að hafa prinsipp og að vera þrjóskur - en þegar kemur að því að velja menn til að stjórna löndum, ég tala nú ekki um heimsveldum, skiptir miklu máli að velja menn sem eru tilbúnir til að viðurkenna mistök sín, horfast í augu við að þeir hafi haft á röngu að standa, séu tilbúnir til að segja það við kjósendur sína og breyta svo um stefnu. Republikanar hafa reynt að halda því fram að svoleiðis pólítík heiti 'flip-flopping'. Það segir sennilega meira en flest annað um núverandi leiðtogalið flokksins að þeim finnist heiðarleiki og hæfileikinn til að viðurkenna eigin mistök vera alvarlegir karakterbrestir.

En það sem er eiginlega fáránlegast við röksemdafærslu hægrimanna er að með því að losa sig við Lieberman hafi demokratar í Connecticut einhvernveginn keyrt hættulega langt til vinstri, og geti nú alls ekki fengið atkvæði 'venjulegra bandaríkjamanna'. Þessi rök byggjast á þeirri undarlegu hugmynd að stuðningur Lieberman við stríðið endurspegli vilja bandarísku þjóðarinnar en yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna eru andsnúnir stríðinu! Það var Lieberman sem var 'out of touch' í óbifandi stuðningi sínum við þetta vonlausa stríð.

Demokratar í bandaríkjunum eru búnir að vera að segja svipaða hluti undanfarna daga og vikur. Þeir einu sem ekki virðast fatta að sigur Lamont er ekki einhverskonar forboði þess að demokratar tapi kosningunum í haust og svo aftur eftir tvö ár eru Republikanar - og af hverju? Vegna þess að þeir virðast enn trúa því að sú tækni sem þeir beittu á bandaríska kjósendur árið 2000, 2002 og 2004 muni virka áfram. Þessvegna eru þeir sannfærðir um að eina leiðin fyrir demokrata til að vinna kosningar sé að taka upp pólítík republikanaflokksins...

Og það er eiginlega þetta sem mér finnst sérkennilegast: Republikanar trúa því í alvörunni að til þess að vinna kosningar þurfi demokratarnir að verða republikanar. Að einu demokratarnir sem eigi séns í að vinna kosningar séu menn eins og Joe Lieberman. Litlausir miðjumenn sem engin leið er að segja hvort þeir eru republikanar eða demokratar!

Þegar kjósendur koma að kjörborðum vilja þeir fá valkosti - þeir vilja geta valið á milli ólíkra frambjóðenda, manna eða kvenna, sem hafa ólíkar skoðanir, ólíkar hugmyndir og ólíkar lausnir á vandamálum líðandi stundar. Það er engin ástæða til að mæta á kjörstað ef það sem þér er boðið upp á er að velja á milli tveggja manna sem eru nákvæmlega eins, fyrir utan að annar er með rautt bindi, og hinn blátt. Þannig hafa bandarísk stjórnmál of oft verið - og það er líka ein ástæðan fyrir því að bandaríkjamenn mæta ekki á kjörstað. Þetta er enn mikilvægara þegar kosningar ber upp á 'off year', þ.e. ár þegar ekki er verið að kjósa um forseta. Ein besta leiðin til að fá fólk til að mæta á kjörstað er að höfða til 'the base' - og 'the democratic base' er ekkert sérstaklega upprifið yfir stríðinu í Írak! Og það er ekki bara 'the democratic base' - því 'the democratic base' er, í þessu máli, mun nær skoðunum 'the heartland' en republikanar vilja viðurkenna...

Það gladdi mig því mjög þegar ég las stuttan pistil sem Joe Scarborough skrifaði á Huffingtonpost. Scarborough er einn af háværari, og hægrisinnaðari stjórnmálaskýrendum republikana - hann var þingmaður fyrir Florida á tíunda áratugnum, var í framvarðasveit 'the republican revoloution of 1994'. Scarborough er líka með greindari stjórnmálaskýrendum republikana - því einhverra hluta vegna virðast republikanar og Fox news vera sérstaklega hrifnir af reginhálfvitum á borð við Rush Limbaugh. Scarborough minnist þess að eftir að Bush eldri tapaði fyrir Clinton haustið 1992 hafi republikanar í örvæntingu sinni komist að þeirri niðurstöðu að þeir ættu að stýra hart til miðju -

They feared that Bush had been beaten like a drum because radical conservatives like Pat Buchanan, Phyllis Schlafly and Pat Robertson had hijacked the GOP Convention. So while Bill Clinton spent the next two years moving left, the Republican National Committee desperately sought moderate candidates that would talk, walk and vote like, say, Joe Lieberman. The goal was to blur all differences between Republicans and Democrats.

...

Fast forward twelve years and now we find many making the same misguided arguments, except this time they are giving their stupid advice to Democrats generally and Connecticut voters specifically.

Ef Scarborough getur skilið hversu mikil fásinna það er að ráðleggja demokrötum að tilnefna republikana sem frambjóðendur skil ég ekki af hverju afgangurinn af republikanaflokknum gerir það ekki.

Niðurstaða kosninganna í haust og 2008 mun velta á því 1) hversu vel demokrötum gengur að fá 'the base' til að mæta á kjörstað, og 2) hversu vel þeim tekst að búa til 'a message' sem er bæði ólíkt söng republikanaflokksins og um leið sannfærandi. Það finna þeir ekki með því að blaða í stefnuskrám republikana!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband