Freedomfries flytur...

Hið óendanlega kattablogg er búið að leggja undir sig öll helvítis veraldarrörin!Glöggir lesendur hafa ábyggilega tekið eftir því að ég er búinn að flytja mig um set yfir á Eyjuna.is. Að vísu hef ég enn um sinn tvípóstað flestum, þó ekki alveg öllum, færslum sem ég skrifa. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri við þetta blogg hér. Kannski ég breyti því í klassískt kattablogg? Að vísu á ég enga ketti, svo kattablogg eftir mig yrði sennilega frekar óspennadi. En ég ætla ekki að drepa þetta blogg í bráð. Flestar eldri færslur mínar eru ennþá hérna, því einhverra hluta vegna fluttist ekki nema rétt þriðjungurinn af þeim með mér yfir á Eyjuna. Svo veit ég ekki alveg hvort allir lesendur mínir hafi flust með - svo mér fannst ég þurfa að setja miða á hurðina hér: "Fluttur"

Ég hvet alla lesendur freedomfries til að halda áfram að lesa mig á nýu heimkynnunum. Það eru líka aðrir bloggarar þar sem eru þess virði að lesa. Ég mæli sérstaklega með nýlegri færslu Andrésar Magnússonar um hryðjuverkaógnina og vangaveltum Össurar um olíu og ofstjórn. Svo skrifar Pétur Gunnarsson bráðgóðar fréttir á aðalsíðunni! Mogginn og moggabloggið eru líka ágæt, og eru ekki að fara neitt, en við höfum öll gott af smá tilbreytingu og fjölbreytileika!

Bestu kveðjur! Magnús

Magnús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady Elín

Mér finnst leiðinlegt að skoða eyjuna og frámunalega erfitt að rata um hana og ég hef ekki komist að því hvort hægt er að ráfa um bloggara á eyjunni eins og hægt er hérna á mbl.  Og alls ekki veit ég hvernig ég á að komast út frá eyjablogginu þínu inn á sjálfa eyjuna (ef ég fer á síðuna þína í gegnum mbl).  Þannig að þetta virkar eins or risastór eyðieyja með marga strandaglópa sem vita ekki hver af öðrum.  Svoleiðis vil ég hafa þetta.  Ég vil bara hafa þig hérna, hérna ertu alltaf á vísum stað!

Lady Elín, 13.7.2007 kl. 15:57

2 Smámynd: FreedomFries

Það eru ennþá fullt af leiðinda tæknilegum erfiðleikum þar. T.d. get ég ekki sett inn myndir, og við Andrés höfum báðir lent í að kerfið éti langar færslur. Þetta með að það vanti tengil yfir á Eyjuna af blogginu er líka leiðinlegt - en það er líka hægt að slá urlið inn með lyklaborðinu! Svo er hægt að setja http://eyjan.is/freedomfries/ í favorites - ég yrði þá alltaf þar á vísum stað!

Ég upplifði Freedomfries hvort sem er aldrei sem einhvern part af moggablogginu, miklu frekar sem mitt eigið blogg, sem fyrir tilviljun var hýst á mogganum.

Mér finnst reyndar kostur hvað eyjan er einföld - það er allt of mikið kraðak á mogganum finnst mér - og frágangurinn á moggablogginu er ein allsherjar kaossúpa. Sem er kannski eðlilegt því bloggið hefur vaxið mun hraðar en mogginn getur hafa gert ráð fyrir. Þetta bloggsamfélag allt á eftir að þroskast mikið á næstu árum.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 13.7.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband