Framboð John McCain svo gott sem búið að vera

Ron PaulUndanfarnar vikur hafa fréttir verið að berast af vandræðum John McCain. McCain var lengi talinn langsamlega sigurstranglegasti frambjóðandi repúblíkana, McCain raðaði í kringum sig fyrrum starfsmönnum af framboðsskrifstofum Bush og leitaðist eftir stuðningi afturhaldssamra kristinna kjósenda: "The straight talk express" þótti nokkurnveginn örugg um að keyra McCain alla leið í Hvita Húsið. Síðan þá hafa veður skipast í lofti, mikilvægir ráðgjafar og starfsmenn hafa yfirgefið framboðið og McCain virðist stöðugt eiga minni séns á að sigra prófkjör flokksins.

Fjáröflun McCain hefur alls ekki gengið nógu vel - á öðrum ársfjórðungi hefur safnaði hann minna fé en á fyrsta ársfjórðungi, en ef allt er í lagi eiga bandarískir forsetaframbjóðendur að safna meira fé eftir því sem liður nær kosningum. Fyrir vikið hefur McCain neyðst til að reka starfsfólk. Þó McCain eigi enn marga dygga aðdáendur, og segi sjálfur að hann sé alls ekki að íhuga að gefast upp, hafa fréttaskýrendur og bloggarar hér vestra í auknu mæli tekið að velta því fyrir sér hversu lengi hann muni haldast í slagnum.

Seinustu fréttir af framboði McCain benda ennfremur til að hann sé í vanda staddur: Frjálshyggjumaðurinn Ron Paul stendur betur að vígi þegar kemur að fjáröflun vegna komandi kosninga! Ron Paul, þingmaður repúblíkana frá Texas, mælist með nokkurra prósenta fylgi, en hefur gengið furðu vel í fjáröflun. ABC News:

Though often regarded as a longshot candidate for president, Republican Ron Paul tells ABC News that he has an impressive $2.4 million in cash on hand after raising an equal amount during the second quarter, putting him ahead of one-time Republican frontrunner John McCain, who reported this week he has only $2 million in the bank.  ...

"I think some of the candidates are on the down-slope, and we're on the up-slope," said Paul.

Reyndar varpa þessar fréttir ljósi á hversu ílla repúblíkönum hefur gengið við fjáröflun. Á sama tíma og demokratar eru að slá öll met virðist enginn hafa áhuga á að fjármagna frambjóðendur repúblíkana.

Paul's cash on hand puts him in third place in the Republican field in that important metric, although he is well behind leader Rudy Giuliani, who has $18 million in the bank, and Mitt Romney, with $12 million.

Þegar Ron Paul, sem mælist með um 2% fylgi, er þriðji best fjármagnaði frambjóðandi Repúblíkana er flokkurinn í vanda.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...sko Raun Paul   Það skyldi þó ekki vera að "Democrats for Ron Paul" hefðu sent honum nokkra dollara?

En sástu fréttina á WCCO um íbúa smábæjarins Preston í Minnesota, sem hafa safnað saman $18 þúsund handa John Edwards!  http://cosmos.bcst.yahoo.com/up/player/popup/?rn=952695&cl=3265424&src=news

Róbert Björnsson, 7.7.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband