Mannvinurinn Mel Gibson

Um daginn skrifaði ég um yfirlýsingagleði Mel Gibson og hárbeittar analýsur hans á orsökum þess hversu ófriðlegt er í heiminum - gyðingarnir eru á bak við það alltsaman - og síðan þá hefur eiginlega fátt annað verið eins mikið í umræðunni hérna vestra. Að vísu berast líka fréttir af því að það sé eitthvað fólk að deyja í Líbanon, og að Hezbollah haldi úti eldflaugaárásum, en það jafnast samt ekki á við Gibsonmálið.

Reyndar er það svo að þetta Mel Gibson mál allt er mjög merkilegt því það kemur upp á viðkvæmum tíma: Í fyrsta lagi er það að Ísrael og Mið-Austurlönd eru mikið í fréttunum, og það er auðveldara að tala um þessi vandamál, (sem vissulega hafa með gyðinga að gera) ef þau eru persónugerð. Meðalbandaríkjamaðurinn hefur nefnilega þá skoðun að vandamál Ísraelsríkis og rót þess eilífðarstríðs sem það land er í við öll nágrannaríki sín, hljóti að orsakast af gyðingahatri Araba. Fyrir vikið, held ég, eru andsemítísk ummæli einhvernveginn áhugaverðara umræðuefni en utanríkis og öryggispólitík.

Hitt er að þessi ummæli Gibson koma upp á mjög vandræðalegum tíma fyrir hægrimenn í Bandaríkjunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Republikanaflokkurinn sé í vandræðum - en tilvistarkreppa bandarískra hægrimanna liggur mun dýpra en vandræði forsetans. Þegar Mel Gibson gerði 'The Passion' tóku kristnir hægrimenn af öllum gerðum Gibson í dýrlingatölu. Og vinsældir myndarinnar stóðu í beinu sambandi við, og byggðu að miklu leyti á, þeirri trúarbylgju sem gengið hefur yfir bandarískt samfélag á undanförnum árum.

En það voru ekki alveg allir jafn hrifnir af The Passion - fyrir utan að vera sadísk (Gibson virðist hafa mjög pervertískan áhuga á langdregnum ofbeldis og sársaukasenum - sbr Braveheart), þótti mönnum sem hún væri lítillega andsemítísk. Vinir Gibson í röðum kristinna hægrimanna blésu á allar slíkar ásakanir, Gibson væri góður kristinn drengur, og þeirra maður. Það er því sérstaklega erfitt fyrir þetta fólk að viðurkenna að kannski hafi gagnrýnendurnir haft á réttu að standa.

Það skýrir allavegana hversu viljugir hægrisinnaðir fréttaskýrendur hafa verið að koma Mel Gibson til bjargar!

Á undanförnum dögum hafa ekki minni spámenn en Bill O'Reilly og David Horowitz lýst yfir stuðningi við eða afsakað Gibson, eða ráðist á þá sem hafa leyft sér að gagnrýna hann. Á Fox voru O'Reilly og Geraldo Rivera að ræða málefni Gibson, og voru þeirrar skoðunar að aðalfréttin væri ekki sú hvað Gibson hefði sagt, heldur að fólk skyldi hafa áhuga á því. O'Reilly var ekki í nokkrum vafa um að ástæðan væri samsæri fjölmiðla: 

O'REILLY: All right? They wallow in it. They can't get enough of it. They've got blood all over their mouth, these vampires, OK? They're in the media, these people. This is what they live for.

David Horowitz, í viðtali hjá Sean Hannity á Fox hafði hins vegar áhyggjur af því að Gibson nyti ekki þeirrar samúðar sem hann ætti skilið.

people deserve compassion when they are in this kind of trouble. ... As a Jew, I feel much more threatened by people like Jimmy Carter when Israel is facing genocidal enemies who have sworn to destroy it and kill the Jews, and Carter is out there, wagging his finger at the Israelis.

Horowitz er líka þeirrar skoðunar að æsingurinn yfir Gibson snúist líka um einhverskonar ofsóknir gegn kristnu fólki:

a lot of the people who are jumping all over Mel Gibson see him as some kind of a conservative or as a Christian. There's a lot of hatred of Christians in this country.

Ég er sammála Horowitz um að Gibson sé ekki 'some kind of a conservative or as a Christian' - því hann er fyrst og fremst 'some kind of crazy in the head', svo vitnað sé í annan stjórnmálaspeking, en það fer hins vegar ekki á milli mála að hægrimenn eins og O'Reilly gerðu úr Gibson einhverskonar heiðurs 'conservative and an Christian' og það er því skiljanlegt að fólki finnist það fyndið þegar það kemur í ljós að hann var bara galinn.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband