Freedom Fries?

Hvað eru “Freedom fries”? Frelsis franskar eru sennilega ein furðulegasta menningarafurð Bandaríkjanna, seinustu sex árin.

Forsaga málsins er að fyrir nokkrum árum var gerð innrás í land fyrir botni Persaflóa. Það er of langt mál að fara út í ástæður þessarar innrásar, og þó ég hafi reynt að átta mig á þeim, er mér enn hulin ráðgáta af hverju þessari innrás var hrundið af stað. Og það er ekki af einhverju “Bush hatri” eða vænisjúkri vinstrimennsku: Ég hef enn ekki heyrt neina skýringu sem ég trúi. Hvorki frá “vinstrimönnum” eða “hægrimönnum”. En ef marka má fréttir undanfarinna ára hafði þessi innrás með “frelsi” að gera. Það eina sem ég veit um þetta stríð er að það virðist vera að ganga hörmulega ílla, og að öllu sæmilega skynsömu fólki var það fullljóst nánast frá fyrstu stundu að það væri glapræði.

Því miður höfðu allt of fáir kjark í sér til að segja þetta, nú, eða það er of lítið af sæmilega skynsömu fólki í veröldinni og of mikið af fólki sem er tilbúið til að láta glepjast af áróðri fyrir glórulaus stríð. Því fór það svo að fjöldi demokrata greiddi atkvæði með innrásinni - og fjöldi annars sæmilega friðsamra smáríkja kaus að gerast meðlimir í “The Coalition of the Willing”. Mikill meirihluti Bandarísku þjóðarinnar studdi einnig innrásina. Með þessum stuðningi gerði George W. Bush síðan innrás í Írak. Nærri fjórum árum seinna virðast Bandaríkin vera búin að tapa þessu stríði, Bush mælist næst óvinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna (samkvæmt könnun Newsweek mælist Bush með stuðning aðeins 26% kjósenda - það hefur enginn forseti annar en Nixon mælst með jafn lítið fylgi...) “The Coalition of the Willing” er nokkurnveginn horfið, því flest öll lönd sem sendu hermenn til Írak hafa dregið herlið sitt til baka - meira að segja Bretar hafa dregið niður herstyrk sinn.

En meðan stríðið var ennþá vinsælt rann eldheit þjóðernisbylgja um Bandaríkin:...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedom Fries: Eyjunni.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þín verður sárt saknað af moggabloggsvinum.  Þú átt þó vel skilið að fá borgað fyrir bloggið þitt enda afburða góður  og afkastamikill penni.  Ég er þó ekki eins spenntur fyrir hinum eyju bloggurunum og geri ekki ráð fyrir að heimsækja það vefsetur oft, nema til að kíkja á þína síðu. 

Þegar ég heyrði fyrst um Eyjuna þá fannst mér nú að sumir sjálfskipaðir ofur-bloggarar væru orðnir svolítið hrokafullir og "of góðir" til að vera með í þessu opna blogg "samfélagi" ásamt okkur hinum lúserunum.  Annars virðist moggabloggið að vera að leysast upp í einhverja vitleysu... það virðist vera orðið undirtekið af þroskahömluðum barnaklámsperrum og fólki sem bloggar eina setningu um hverja einustu moggafrétt.  Sorglegt...eins og moggabloggs "samfélagið" virtist vera að blómstra í vetur og vor.

Róbert Björnsson, 25.6.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: FreedomFries

Takk fyrir góðar kveðjur Róbert - Og ég vona að þú heimsækir mig á Eyjuna!

Ég ákvað að flytja mig aðallega vegna þess að ég styð sjálfstæða fjölmiðlun, og það vantar snyrtilegan íslenskan frétta og fréttaskýringamiðil á netinu. Mogginn á netinu er því miður orðinn frekar kraðakslegur. Og bloggkerfið þeirra er algjörlega sprungið - sérstaklega þessi einnarsetningarblogg um hverja einustu frétt.

En ég held að þetta sé eðlileg þróun, og stofnun Eyjunnar verður ábyggilega til að ýta við Mogganum, og á endanum held ég að þetta hljóti að verða til þess að hækka standardinn á blogginu og netfréttaflutningi almennt.

Arngrímur - takk fyrir þessar ábendingar - viðtalið við Beck er merkilegt. Það er magnaðast að hann skuli ekki sjálfur hafa neina hugmynd um sína eigin ábyrgð á pólaríseringunni í samfélaginu. Eins og hann hafi lagt eitthvað af mörgum til að bæta umræðuna? 

FreedomFries, 26.6.2007 kl. 03:31

3 identicon

Sæll Magnús, ég hef ekki sent inn athugasem fyrr. Ég les skrif þín hins vegar reglulega, held áfram að lesa á Ejunni. Skrif þín eru áhugaverð og upplýsandi, sérstaklega fyrir mig sem áhugamann um Bandaríkin.

Bestu þakkir og kveðjur,

Svavar B. Jónsson

Svavar B. Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband